Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað
Yfirlögfræðingur
Aska Capital 25 ára
D
avíð Þorláksson, fyrrver
andi yfirlögfræðingur bank
ans Askar Capital, var um
helgina kjörinn formaður
Sambands ungra sjálfstæð
ismanna. Bankinn sem nýi formað
urinn starfaði fyrir er meðal þeirra
fyrirtækja sem eru til rannsóknar hjá
sérstökum saksóknara vegna banka
hrunsins. Samkvæmt heimildum DV
fór fram mikil smölun fyrir fundinn
og var tilgangurinn að koma Davíð
í formannssætið frekar en Birni Jóni
Bragasyni. Davíð hlaut 123 atkvæði
en Björn Jón 74 atkvæði.
Bankinn til rannsóknar
Davíð gekk til liðs við Aska Capit
al árið 2005 þegar bankinn var til
tölulega nýstofnaður en hann var í
eigu fjárfestingarfélags Steingríms
og Karls Wenerssona, Milestone,
að mestu leyti. Bankinn er nú með
al þeirra fjármálafyrirtækja sem eru
til rannsóknar hjá embætti sérstaks
saksóknara vegna bankahrunsins
árið 2008. Davíð var yfirlögfræðingur
bankans en hann var aðeins 25 ára.
Húsleit var gerð hjá Saga Capital
á Akureyri í fyrra vegna gruns um að
bankinn hefði verið notaður í stór
felldum umboðssvikum og mark
aðsmisnotkun í sýndarlánaviðskipt
um Glitnis við félagið Stím og önnur
fyrirtæki. Eigendur Saga Capital, þeir
Karl og Steingrímur Wernerssynir,
hafa þá einnig verið til rannsóknar
hjá nefndinni. Fjallað var um bank
ann og stjórnendur hans í rannsókn
arskýrslu Alþingis.
Fékk styrk frá Fasteign hf.
Áður en Davíð gekk til liðs við
bankann starfaði hann fyrir Við
skiptaráð Íslands og vann með
al annars að skýrslu árið 2007 þar
sem hann hvatti til þess að ríkið
seldi eignir fyrir 80 milljarða króna
til einkaaðila. Rökstuddi hann það
meðal annars með því að einkaað
ilar hefðu sýnt með afgerandi hætti
að þeir væru betur til þess falln
ir að reka húseignir en ríkið. Fjór
ar af tíu eignum sem Davíð notaði
sem dæmi í skýrslunni voru í eigu
félagsins Nýsis hf sem varð gjald
þrota í október 2009.
Skýrslan var styrkt af fasteigna
félaginu Fasteign hf. Félagið hefur
verið í eigu ellefu sveitarfélaga, Ís
landsbanka, Háskólans í Reykjavík
og fleiri aðila en félagið þurfti að
fara í gegnum umfangsmikla fjár
hagslega endurskipulagningu á
síðasta ári. Forsvarsmenn félags
ins, með Árna Sigfússon bæjar
stjóra í fararbroddi, vildu skilja eft
ir 11 milljarða skuld í öðru félagi til
að reksturinn gæti haldið áfram.
Félagið er enn starfandi en öllum
starfsmönnum þess var sagt upp í
nóvember.
Mótframbjóðandi ósáttur
Björn Jón Bragason, mótframbjóð
andi Davíðs til formanns SUS, und
irbýr nú kæru til miðstjórnar SUS
vegna aðdraganda kosninganna.
Björn Jón telur meðal annars að
Davíð hafi hagað sér óeðlilega í að
draganda kosninganna og notað
hræðsluáróður til að hrekja burt
stuðningsmenn sína. „Fólk sem
studdi mig var tekið á eintal og dreg
inn úr því kjarkurinn. Það var beitt
alls kyns brögðum til að fá það til að
styðja mig ekki. Alls konar óþverra
aðferðum,“ segir Björn Jón. „Það
voru stelpur hérna í Reykjavík sem
studdu mig sem Davíð tók sjálfur á
eintal á þinginu sjálfu. Þær komu
grátandi út.“ Björn Jón segir að þessi
taktík sé ekki ný af nálinni en hann
segir að sér blöskri slíkar aðferðir.
n Nýkjörinn formaður SUS var yfirlögfræðingur Aska Capital n Bankinn til rann-
sóknar hjá sérstökum saksóknara n Var 25 ára þegar hann var ráðinn til starfa„Fólk sem studdi
mig var tekið á
eintal.
Snemma orðinn
yfirmaður Davíð
var aðeins 25 ára
gamall þegar hann
varð yfirlögfræðingur
hjá Öskum Capital.
Einkahlutafélögin HEKT og EV Hold
ing, sem voru í eigu Eggerts Þórs Krist
óferssonar, fyrrverandi framkvæmda
stjóra eignastýringar Glitnis, hafa
verið lýst gjaldþrota. Er skiptum lok
ið hjá þrotabúum félaganna og fékkst
ekkert upp í kröfur sem hljóðuðu upp
á nærri 1.200 milljónir króna. Eggert
var einn 16 framkvæmdastjóra Glitnis
sem fengu kúlulán til hlutabréfakaupa
í bankanum í maí árið 2008, nokkrum
mánuðum fyrir bankahrunið, og fékk
félagið HEKT 512 milljóna króna lán.
Var kúlulánið veitt í evrum og var á
gjalddaga árið 2012. Árið 2007 fékk fé
lag Eggerts, EV Holding, um 100 millj
óna króna kúlulán til hlutabréfakaupa
í bankanum.
Eftir að Eggert hætti störfum hjá
Glitni fór hann að vinna fyrir Bjarna
Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra
Glitnis, og félög tengd honum. Eggert
var einn nánasti samstarfsmaður
Bjarna þegar þeir störfuðu saman hjá
Glitni. Eftir að kröfuhafar yfirtóku N1
í sumar var Eggert síðan gerður að
framkvæmdastjóra fjármálasviðs N1.
Stærstu eigendur N1 í dag eru Íslands
banki og Arionbanki sem fara með
ríflega 70 prósent hlutafjár. Heimild
armaður sem DV ræddi við segir að
margir hafi efast um hæfni Eggerts til
þess að gegna starfi fjármálastjóra N1.
Hann hafi enga starfsreynslu sem fjár
málastjóri. Því hafi það komið mörg
um á óvart að hann skyldi vera ráðinn
fjármálastjóri hjá eins stóru fyrirtæki
og N1 er. Velta fyrirtækisins í fyrra nam
um 46 milljörðum króna og þar starfa
um þúsund manns. 1.200 milljóna
króna þrot félaga Eggerts, ofan á tak
markaða reynslu af fjármálastjórn, er
varla líkleg til þess auka tiltrú manna
á honum í nýja starfinu. as@dv.is
Eggert Þór Kristófersson átti tvö félög sem keyptu í Glitni:
Tólf hundruð milljóna gjaldþrot
Milljónagjaldþrot fjármálastjóra
Ekkert fékkst upp í 1.200 milljóna króna
kröfur í tvö félög Eggerts Þórs Kristófers-
sonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs N1.
Nítján ára reyndi að ræna banka:
Þjófur dæmd-
ur í fangelsi
Nítján ára síbrotamaður var í dag
dæmdur í 12 mánaða óskilorðs
bundið fangelsi fyrir tíu afbrot, þar á
meðal tilraun til ráns í útibúi Arion
banka í Hraunbæ í janúar síðast
liðnum. Pilturinn fór þá með andlit
sitt hulið inn í bankann, vopnaður
steinhellu og skipaði gjaldkera að
afhenda honum peninga. Samhliða
þeirri kröfu henti hann steinhell
unni í gler við afgreiðsluborð annars
gjaldkera. Hann lét sig síðan hverfa
án þess að fá krónu fyrir sinn snúð.
Meðal hinna níu brotanna sem
pilturinn var dæmdur fyrir voru
þjófnaður á kókflösku og samloku
úr verslun 1111, farsímaþjófnaður í
starfsmannaskáp sundlaugar Kópa
vogs, innbrot í Fjölbrautaskólann í
Breiðholti þar sem hann í félagi við
annan pilt stal hljóðmixer. Þá stal
hann í eitt sinn debetkorti í verslun
N1 Ártúnshöfða. Þá hafði hann
milligöngu um að selja 60 þúsund
króna 66°Núlpu sem stolið hafði
verið í Hólabrekkuskóla. Einnig stal
hann kreditkorti og sveik út tvö kart
on af sígarettum í verslun Krónunn
ar með því. Enn fremur reynda hann
að svíkja út þrjár Playstationleikja
tölvur í Elko með stolnu greiðslu
korti en afgreiðslumaður verslunar
innar uppgötvaði að pilturinn var
ekki eigandi kortsins. Tvö síðustu
brotin voru síðan umferðarlagabrot.
Árið 2010 var hann dæmdur í 2
mánaða fangelsi fyrir fjársvik. 22.
mars síðastliðinn var hann sakfelld
ur, en ekki gerð sérstök refsing, fyrir
þjófnað og nytjastuld.
Sem fyrr segir dæmdi Héraðs
dómur Reykjavíkur piltinn í 12 mán
aða fangelsi. Hann var sviptur öku
réttindum í fjóra mánuði og gert
að greiða Arion banka 208 þúsund
krónur í skaðabætur, 252 þúsund
krónur í sakarkostnað og verjanda
sínum 125 þúsund krónur í máls
varnarlaun.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Brutu reglur
Persónuvernd komst að þeirri nið
urstöðu að Barnavernd Reykjavíkur
hafi verið óheimilt að miðla áfram
upplýsingum, meðal annars um
félagsleg vandamál, til háskólanema
sem unnu að verkefni undir leið
sögn kennara. Haustið 2008 unnu
háskólanemendur að því að kanna
árangur af tilteknu úrræði á veg
um velferðarsviðs og Barnavernd
ar Reykjavíkur. Haft var samband
við nokkrar fjölskyldur sem höfðu
notfært sér úrræðið þar af vildu sjö
taka þátt en tvær neituðu. Meðlimur
einnar af fjölskyldunum lagði fram
kvörtun til Persónuverndar.
Persónuvernd segir að ekki hafi
verið lögð fram tilskilin leyfi eða
upplýst samþykki í samræmi við
ákvæði reglna um tilkynningaskyldu
og leyfisskylda vinnslu persónu
upplýsinga. Persónuvernd vísar
þar í ákvæði barnaverndarlaga,
sem verndar persónuupplýsingar
af þessu tagi. Niðurstaða Persónu
verndar er því sú að miðlun þess
ara upplýsinga hafi verið nefndinni
óheimil, enda hafi tilskilin leyfi ekki
legið fyrir.