Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 54
54 | Sport 2.–4. september 2011 Helgarblað Lokadagur félagaskiptagluggans var á miðvikudaginn en liðin í ensku úrvalsdeildinni voru mörg hver heldur betur á tánum og sópuðu til sín leikmönnum. Önnur voru öllu rólegri og horfðu bara á í sjónvarpinu. Ekki var dagurinn góður fyrir stuðningsmenn allra liða því á meðan sum lið keyptu til sín flotta menn misstu önnur sína allra bestu menn á lokaandartökum gluggans. DV leggur hér mat á viðskipti liðanna í ensku úrvalsdeildinni á lokadegi félaga- skiptagluggans. Fimm stjörnu dagur hjá arsenal Arsenal Komu: Per Mertesacker frá Werder Bremen, André Santos frá Fenerbache, Mikel Arteta frá Everton, Yossi Benayoun frá Chelsea (lán), Park Chu-Young frá Mónakó. Fóru: Nicklas Bendtner til Sunder- land (lán), Henri Lansbury til West Ham (lán), Carl Jenkinson til Charlton, Henry Lansbury til West Ham (lán). Það er leiðinlegt að það þurft hafi niðurlægingu til að Wen- ger vaknaði. En landsliðs- miðvörður Þýskalands, fyrir- liði Suður-Kóreu, brasilískur landsliðsbakvörður, traustur Ísraeli sem er einn besti vara- maður deildarinnar og heil- inn í Everton-liðinu. Þetta eru einhver bestu kaup á lokadegi félagaskiptagluggans. QPR Komu: Shaun Wright-Phillips frá Manchester City, Anton Ferdinand frá Sunderland, Armand Traore frá Arsenal, Luke Young frá Aston Villa, Jason Puncheon frá Southampton. Nýi eigandinn að gera flotta hluti fyrir QPR. Nú lítur liðið allt öðruvísi út og Warnock er kominn með allt annað lið í hendurnar. Ekki leikmenn sem gætu spilað í meistara- deildinni en svo sannarlega brúkhæfir í fallbaráttunni. Norwich Fóru: Cody McDo- nald til Coventry, Tom Adeyemi til Oldham (lán). Kaupin sem Norwich gerði fyrir tímabilið urðu ekki til að bjarga því og þar sem ekkert meira kom inn á miðvikudaginn er liðið fallið. Því miður fyrir kanarífuglana. Wigan Komu: Patrick van Aanholt frá Chelsea (lán), Shaun Mal- oney frá Celtic. Afskaplega veik kaup hjá Martinez og félögum. Kannski þeir hafi látið góðu byrjunina í deildinni blekkja sig. Kaupin á Maloney eiga að vera stóru kaupin en menn sem skora í Skotlandi skora jafnan ekkert á Englandi eins og sannaðist síðast þegar Mal- oney var í úrvalsdeildinni. Newcastle Hræðilegur dagur hjá New- castle sem sár- vantaði leik- menn. Reyndi hvað það gat að stela Bryan Ruiz og var með þyrlu tilbúna. Fulham stóð sig betur þar. Að sama skapi missti Newcastle ekki meira og fær stjörnu fyrir það. Liðið mátti einfaldlega ekki við því. Manchester United Man. United hefur byrjað vel en á löngu og ströngu tímabili vantar United meira inn á miðjuna. Sneijder hefði því verið góð kaup. Að sama skapi var gott fyrir meist- arana að missa ekki Berbatov. Hann mun koma að góðum notum síðar á tímabilinu þó hann sé meira og minna á bekknum núna. Manchester City Komu: Owen Hargreaves frá Manchester United (samningslaus) Fóru: Craig Bellamy til Liverpool, Shaun Wright-Phillips til QPR, Ahmed Benali til Rochdale (lán), John Guidetti til Feyenoord (lán), Ryan McGivern til Bristol City. Hargreaves er ekki að salla inn mörgum stjörnum fyrir City. Liðið er bara svo rosalega vel mannað að glugginn snérist meira um að losna við menn af launaskrá. Og að Bellamy sé farinn er gott, sama með Wright-Phillips. Menn sem voru aldrei inni í myndinni hjá Mancini. Stoke City Komu: Peter Crouch frá Tottenham, Wilson Palacios frá Tottenham, Cameron Jerome frá Birmingham. Tony Pulis er guð félagaskipta- gluggans. Þvílík kaup. Tveir stórir og kröftugir framherjar sem smellpassa inn í leik- skipulagið og uxi á miðjuna sem góður er á boltann. Má ekki gleyma að Stoke er í Eu- ropa League og þurfti því að breikka hópinn. Frábær dagur á Brittania. Everton Komu: Royston Drenthe frá Real Madrid (lán), Denis Stracqualursi frá Tigre (lán). Fóru: Mikel Arteta til Arsenal, Ayiagbeni Yakubu til Blackburn, Jermaine Beckford til Leicester. Eflaust margir stuðningsmenn Everton sem eru búnir að segja upp áskriftinni að Stöð 2 Sport. Arteta farinn og í stað- inn kemur hollenskur trúður og óþekktur Argentínumaður. David Moyes getur ekki enda- laust dregið kanínu upp úr hattinum. Þetta verður erfitt tímabil fyrir þá bláu. Fulham Komu: Orlando Sa frá Porto, Zdenek Grygera frá Juventus, Bryan Ruiz frá Twente. Allar stjörnurnar þrjár hér fara á Kostaríkamanninn Ruiz sem hefur verið gjörsamlega magnaður með Twente undan farin tvö ár. DV hefur mikla trú á Ruiz og spáir því hreinlega að hann verði í lok tímabils talinn ein bestu kaup tímabils- ins. Frábær kaup sem New- castle missti af. Bolton Komu: Gaël Kakuta frá Chelsea (lán), David Ngog frá Liverpool. Voðalega mátt- laus kaup hjá Coyle eins og í allt sumar. Kakuta getur stund- um brotið leiki upp en báðir eru þetta algjörir miðlungs- menn. Ekkert sem Guðni Bergs og aðrir stuðningsmenn Bolton eiga eftir að klappa fyrir. Liverpool Komu: Craig Bellamy frá Manchester City, Sebastián Coates frá Nacional. Fóru: Raul Meireles til Chelsea, Philip Degen (leystur undan samningi), Joe Cole til Lille (lán), David Ngog til Bolton, Christian Poulsen til Evian. Bellamy flottur á bekknum. Liverpool sárvantaði miðvörð og fær úrúgvæskan lands- liðsmann. Losa af launaskrá þrjá leikmenn sem sama og ekkert hafa gert. Spurningar- merkið er kannski Meireles en það verður ekki annað sagt en Liverpool-menn séu vel mannaðir á miðjunni. Flottur gluggi á Anfield. Wolves Fóru: David Davis til Inverness (lán). Úlfarnir gerðu vel á leikmanna- markaðinum í sumar og tóku því varla þátt á miðvikudaginn. Eru ánægðir með sína sveit en alltaf hefði mátt bæta einum við. Mestu máli skiptir að liðið hélt Matt Jarvis. Fyrir Úlfana er það þriggja stjörnu virði. Sunderland Komu: Nicklas Bendtner frá Arsenal (lán). Fóru: Anton Ferdin- and til QPR. Steve Bruce var með alla anga úti en tókst bara að fá Nicklas Bendtner að láni. Hann stóð sig vel með Birmingham síðast þegar Bruce var með hann en nú gerir Daninn meira af því að tala um hversu góður hann er frekar en að sýna það. Aston Villa Komu: Alan Hutton frá Tottenham, Jermaine Jenas frá Tottenham (lán). Það er ástæða fyrir því að Alan Hutton er dottinn aftur fyrir sleðann Vedran Gorluka í goggunarröð- inni hjá Harry Redknapp. Að sama skapi hefur Jenas ekkert sýnt í nokkur ár. En Villa vant- aði einfaldlega menn og það missti ekki fleiri. Guði sé lof. Swansea Komu: Federico Bessone frá Leeds, Gerhard Tremmel frá Salzburg, Darnel Situ frá Lens. Afskaplega týpísk kaup hjá liði sem er á leiðinni beint niður. Þrír leikmenn sem enginn þekkir. Eflaust ágætir í fótbolta en þetta er enska úrvalsdeild- in. Ekki Allsvenskan. Blackburn Komu: Jordan Slew frá Sheffield United, Scott Dann frá Birmingham, Ayiagbeni Yakubu frá Everton, Simon Vukcevic frá Sporting. Flottur dagur hjá Blackburn og eflaust ekki margir sem bjuggust við þessu. Scott Dann virkilega hæfileikaríkur miðvörður og verður flottur með Samba. Yakubu skorar alltaf þegar hann er í formi og Vukcevic snjall leikstjórn- andi. Blackburn er allt annað lið núna. WBA Komu: Pablo Ibanez til Birmingham. Vægast sagt litlar breytingar hjá WBA. Tottenham Komu: Scott Parker frá West Ham. Fóru: Peter Crouch til Stoke, Wilson Palacios til Stoke, Alan Hutton til Aston Villa, Jermaine Jenas til Aston Villa (lán), David Bentley til West Ham (lán). Koma Scotts Parker gríðar- lega mikilvæg og flott kaup. Harry Redknapp var þó nið- urdreginn eftir að glugginn lokaði því honum tókst ekki að fá Gary Cahill. Tottenham sárvantaði miðvörð. Aftur á móti gott að losna við dýra leikmenn af launaskrá. Geta eflaust keypt betur í janúar. Chelsea Komu: Raul Meire- les frá Liverpool. Fóru: Yossi Bena- youn til Arsenal (lán), Gaël Kakuta til Bolton (lán), Patrick van Aanholt til Wigan (lán). Kominn er einn albesti leik- maður Liverpool í fyrra og farinn er fínn varamaður sem hefur verið mikið meiddur. Ágætis gluggi hjá Chelsea sem vantaði þó kannski einn til viðbótar til að fríska meira upp á sveitina á Brúnni. Fór á síðustu metrunum Meireles skilaði inn félaga- skiptabeiðni 90 mínútum áður en glugg- inn lokaði og var síðan keyptur til Chelsea. Farinn til erkifjendanna Har- greaves er farinn frá United til City. Lækkar sig í launum Areteta tók á sig 10.000 punda launa- lækkun til þess að geta samið við Arsenal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.