Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 34
Verð alltaf villingur 34 | Viðtal 2.–4. september 2011 Helgarblað É g var frekar uppreisnar­ gjörn og fór kannski ekki alltaf þessar hefðbundnu leiðir á unglingsárun­ um,“ segir fatahönn­ uðurinn og myndlistar konan Harpa Einarsdóttir sem á dög­ unum vann fatahönnunar­ keppnina Reykjavík Runway. „Ég var í slagtogi við hljómsveitargæja og flosnaði snemma upp úr námi. Þegar ég var sautján ára byrjaði ég með strák sem var mikill töffari og þar að auki húðflúrari. Hann kynnti mig fyrir miklum nost­ algíu­heimi og heillaði mig upp úr skónum. Það tók mikið á mig þegar því sambandi lauk og ég var frekar týnd um tíma og ekki alveg viss um hvert förinni væri heitið og þá hófst hin mikla leit mín að sjálfri mér. Ég fór að þvælast um í eirðarleysi heims­ horna á milli.“ Draumur hennar var að læra myndlist erlendis en það gekk ekki upp. „Ég fór til Lond­ on og var þar í ár rétt fyrir tví­ tugt og lét mig dreyma um að komast inn í myndlistarnám í St. Martins en hafði ekki fjár­ ráð til að sækja þar um, í stað­ inn fór ég að vinna í Top Shop á Oxford Circus og sótti næt­ urlífið grimmt, snoðaði af mér síðu svörtu lokkana, aflitaði á mér kollinn og fékk mér lokk í vörina.“ Bölvað eirðarleysið Leit hennar að því hver hún væri hélt áfram. „Síðan hélt ég áfram að þvælast og var á Ít­ alíu í einhverja mánuði og elti meðal annars rokkstjörnu til Los Angeles. Það var nóg um ævintýri á þessum tíma,“ segir Harpa hlæjandi og bætir við að það hafi tekið hana langan tíma að komast að því hvað og hver hún væri. „Ég var mikill villingur en hjart­ að var oftast á réttum stað. Það var alltaf eitthvert bölvað eirðar­ leysi í mér. Grasið alltaf grænna hinum megin og ég gat aldrei stoppað og notið augnabliksins heldur djöflaðist ég áfram án þess að vita að hverju ég væri að leita. Ég veit ekki hvaðan þetta eirðarleysi kom en það er sem betur fer að hverfa,“ segir hún og tekur fram að það hafi gert hana að þeirri manneskju sem hún er. „Maður eldist og þroskast. Ég hef gert alveg nóg af vitleysum um ævina en þannig lærir mað­ ur, með því að gera mistökin og fara ótroðnu slóðirnar. Það gef­ ur manni dýpt í sálina og hjálp­ ar manni að skilja annað fólk betur. Ég var alltaf villingur og held að ég verði það eflaust allt­ af. Það er bara það sem ég er og mér finnst það gaman, maður á að varðveita vitleysinginn í sjálf­ um sér og það er mikilvægt að geta hlegið að sjálfum sér. Það hjálpar engum að taka sig of há­ tíðlega því það er mikilvægt að geta hlegið af sjálfum sér og al­ gjör óþarfi að eyða heilu vikun­ um í samviskubit eða ótta vegna einhverra heimskupara úr for­ tíðinni. Það er enginn fullkom­ inn í þessum heimi.“ Hugsaði bara um bestu vinkonuna Harpa er eins og áður seg­ ir ný krýndur sigurveg­ ari Reykjavík Runway Harpa Einarsdóttir er fatahönnuður og myndlistarkona sem er margt til lista lagt. Hún vann á dögunum fatahönnunarkeppn- ina Reykjavík Runway og stefnir ótrauð áfram í heimi tískunnar þó að myndlistin sé aldrei langt undan. Harpa var rétt rúmlega tvítug þegar hún eignaðist börnin sín tvö sem hún segir vera sína bestu vini. Hún hef- ur að mestu verið einstæð móðir og segist nú kunna best við sig án karlmanns þar sem hönnunin og listin eru í fyrirrúmi hjá henni. Hún sagði Viktoríu Hermannsdóttur meðal annars frá því hvernig hún stefnir að því að geta sinnt listagyðjunni án þess að hafa áhyggjur af peningum, geðhvarfasýkinni, sem hún náði stjórn á, og hversu dýrmætt það er að læra af mistökum fortíðarinnar. „Þau eru einstök. Við erum mjög náin og þau hafa verið alveg ótrúlega skilningsrík og þolinmóð við mig. „Hvað er þetta líka með allar þessar greiningar, er ekki bara gaman að hafa mannlífið fjöl- breytt? Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Vill ekki flækja hlutina Harpa segist vera best sett ein núna og vill ekki flækja lífið með karlmönnum. „Það er best fyrir mig að vera bara ein núna. Ég ætla að einbeita mér að listinni minni og fjölskyldunni, það er mikil vinna fram- undan og óþarfi að flækja hlutina of mikið núna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.