Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 46
46 | Lífsstíll 2.–4. september 2011 Helgarblað Í eldhúsinu Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Djöfull er matur góður: Hnetusteik meistaranna É g gæti aldrei lifað án þess að borða kjöt. Ég geng þó ekki svo langt að fullyrða að kjöt sé skilyrði fyrir frábærri máltíð. Hnetusteik er til dæmis algjört lostæti. Fyrir þá sem elda reglulega úr góðum hráefnum ættu líka að geta fundið margt í hnetusteik í ísskápnum. Það sem þú þarft í hnetu­ steik meistaranna eru salthnet­ ur, möndlur (hægt að kaupa til­ búnar í litlum skífum), sveppir, einn hvítur laukur, chili­pipar, spergilkál, einn kjarni úr hvít­ lauk, sæt kartafla, eitt egg, smá hveiti og tilbúið karrípasta. Þú byrjar á því að saxa allt sem þú getur saxað niður í litlar einingar. Þar eru hneturnar engin undantekning, en það getur verið betra að kremja þær í stað þess að saxa þær. Þegar allt er saxað byrjar þú svo að steikja sætu kartöfluna á pönnu. Þegar kartöflubitarnir eru orðnir nokk­ uð heitir og fínir, aðeins búnir að malla á pönnunni, bætir þú svo grænmetinu, laukunum og piparnum við út á pönnuna. Þetta þarf svo að fá að malla í smá tíma, en passaðu að þetta brenni ekki á pönnunni. Settu svo salthneturnar og möndlurn­ ar saman við. Þegar allt er komið á pönn­ una og hráefnin orðin nokkuð vel steikt hellir þú öllu af pönn­ unni í skál. Þar bætirðu svo við karrípasta eftir smekk og hrærir saman við. Til að steikin verði ekki að mauki að eldun lokinni bætir þú við einu eggi og smá­ vegis af hveiti og hrærir í. Þessu hellirðu svo öllu í bök­ unarform. Gott er að smyrja mótið til að þú lendir ekki í vandræðum við að ná steikinni úr því. Best er að nota brauð­ form. Þessu smellir þú svo inn í 180°C heitan ofn og bakar í um það bil 50 mínútur. Fylgstu með steikinni í ofninum og passaðu að hún fari ekki að brenna. Þegar 50 mínúturnar eru liðnar er svo bara að ná steikinni úr forminu og borða hana! Það er fínt að hræra saman sýrðum rjóma, smá lime og hvítlauk til að borða með steikinni. Þú verð­ ur svo sannarlega ekki svikinn af þessari steik. Háir hælar punkturinn yfir i-ið Stílistinn Patricia Fields, sem er einna þekkt­ ust fyrir að vera bún­ ingahönnuð­ ur sjónvarpsþáttanna vinsælu Sex and the City, segir réttu skóna setja punktinn yfir i­ið. „Skór geta breytt hversdagsleg­ um fatnaði í glamúr og glys. Ef þú klæðist gallabuxum og ein­ földum bol með háum hælum gjörbreytirðu því hvernig fólk sér þig. Háir hælar hafa áhrif á allt, líkamsstöðu þína, göngu­ lagið og útlitið í heild sinni því á háum hælum reynirðu á vöðva sem þú notar annars ekki. Sami fatnaður við íþróttaskó og þú ert mætt í matvöruverslunina.“ S amkvæmt bandarískri rannsókn nota mæður gjarnan skólalóðina til að metast og sýna hin­ um mömmunum nýju fötin sín, flottu hárgreiðsluna og jafn­ vel Spánar sólbrúnkuna. Niður­ stöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ein af hverjum sex mæðrum telji skólalóðina góð­ an vettvang til að sýna sig fyrir hinum mömmunum. Í ljós kom að margar konur eyða allt að 25 mínútum við það að taka sig til á morgnana eða sjö mínútum lengur en það tekur börnin að gera sig tilbúin fyrir skólann. Yfir 55% aðspurðra mæðra sögðust aldrei myndu láta sjá sig ómál­ aðar í heimagallanum þegar þær ækju börnum sínum í skólann. Þær myndu eyða allt að tíu þús­ und krónum án þess að blikna í föt fyrir þau tækifæri. Ástæða mæðranna fyrir pjattinu er að hluta til sú að þær vilja ekki láta yngri mömmur skyggja á sig. Aðr­ ar viðurkenndu að þær puntuðu sig fyrir skólaferðina því þær von­ uðust til að hitta „óvænt“ sæta pabbann sem þær hefðu lengi haft augastað á. Flestar mömm­ urnar viðurkenndu enn fremur að þessi árátta þeirra væri hreint og beint fáránleg en sögðust ein­ faldlega ekki geta hamið sig. n Mömmurnar punta sig hver fyrir aðra áður en þær keyra börnin í skólann Mömmur metast á skólalóðinni Sæt og fín Samkvæmt rannsókn- inni nota margar mömmur tækifærið og sýna sig fyrir hinum mömmunum og sætu pöbbunum þegar þær skutla börnunum í skólann. MynD Steldu stílnum n Stjörnurnar skarta nýrri klippingu fyrir veturinn n Hvaða klipping fer þér best? N ú þegar haustið minnir á sig nota margir tækifærið til að flikka aðeins upp á útlitið. Auk þess að mæta samvisku­ samlega í ræktina og endur­ nýja innihald fataskápsins er um að gera að næla sér í nýjustu hárgreiðsl­ una. Ef við skoðum nýjustu hár­ greiðslur þeirra kvenna sem eru ávallt á tánum þegar kemur að tísku sést að ýmislegt er í gangi svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Stjörnuhárgreiðslumaðurinn Mark Townsend pældi í hári Hollywood­ stjarnanna fyrir tímaritið InStyle. Notaðu ráð Townsends til að finna þá klippingu sem hentar þér best í vetur. Rokk Leikkonan Evan Rachel Wood er bæði rokkuð og pönkuð en samt kvenleg og sæt. Fyrir hverja „Þessi klipping býður upp á mikla fjölbreytni fyrir þá sem nenna að eyða tíma fyrir framan spegilinn,“ segir Townsend sem segir þessa klippingu bæði fyrir slétt og liðað hár. Liðir Fyrirsætan og þátta- stjórnandinn Tyra Banks er með sítt liðað hár og síðan, sléttan topp. Fyrir hverja „Síðir toppar eru tilvaldir fyrir konur með hátt enni,“ segir Townsend. Sítt Leikkonan Katie Holmes er falleg að vanda með jafnsítt hár sem er þó þynnt í endana. Fyrir hverja Samkvæmt Townsend er þetta kjörin klipping fyrir ungar konur með sítt, fíngert hár sem auðvelt er að blása. Tjásulegt Söng- og leikkonan Dianna Agron úr Glee er sæt með tjásulega klippingu sem gefur henni kæruleysislegt útlit. Fyrir hverja „Fyrir utan toppinn væri þetta tilvalin greiðsla fyrir þær sem eru með krullur,“ segir Mark Townsend og bætir við að svona hárgreiðsla henti flestöllum andlitsgerðum. Nútímalegt retro Hár söngkonunnar Ashlee Simpson er stutt í hnakk- ann en toppurinn rammar inn andlitið. Fyrir hverja „Löngu endarnir á hliðunum gera útlitið daðurslegt. Hér er loksins komin klipping sem hentar best konum með afar fíngert hár,“ segir Townsend. Anti-mömmuklippingin Fyrirsætan Heidi Klum er glæsileg með miklar styttur. Fremst nær hárið aðeins niður að kjálka og viðheldur þannig æskuljómanum. Fyrir hverja „Allar konur líta vel út með þessa klippingu,“ segir Townsend en bætir við að klippingin þarfnist viðhalds. Bogalaga toppur Jennifer Love Hewitt hefur látið klippa toppinn í sveig en hárlengdin er ör- lítið neðan við viðbeinið. Fyrir hverja Townsend segir klipp- ingu leikkonunnar mjög nútímalega. „Þetta er frábær klipping fyrir þær sem eru með þykkt hár og hafa ekki mikinn tíma til að taka sig til á morgnana.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.