Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 52
52 | Tækni 2.–4. september 2011 Helgarblað H appening er nýtt ís- lenskt vefsvæði og snjallsímafor- rit þar sem hægt er að nálgast upplýs- ingar um alla viðburði í ná- grenni við þig. Vefurinn var opnaður nýlega og það eru þrír Íslendingar, Ólafur Gauti Guðmundsson, Sveinn Við- arsson, og Ernir Erlingsson, sem standa á bak við verk- efnið. Ólafur Gauti segir að markmiðið sé að vefurinn geti gefið fólki allar þær upp- lýsingar um viðburði á einum og sama staðnum. „Markmið okkar er að happening.is sé svona one-stop fyrir fólk sem vill sjá allt sem er að gerast á svæðinu, hvort sem það eru tónleikar, ráðstefnur, hátíðir, leiksýningar, galleríopnanir, íþróttaviðureignir, flóamark- aðir og svo framvegis,“ útskýr- ir Ólafur. Allir geta sett inn viðburði Síðan er ætluð öllum þeim sem eru að leita að viðburð- um einhvers staðar á landinu. „Auðvitað einnig fyrir þá sem eru með einhvern rekstur og vilja halda utan um sína við- burði alla á einum stað. Við munum fljótlega bjóða upp á sér „branding“ fyrir hátíðir, ráðstefnur og skemmtistaði til að mynda,“ segir Ólafur. „Við erum að setja upp tengingar við önnur vefsvæði, til dæmis miði.is, sem dæla viðburðum inn á happening.is, en hver sem er getur bætt sínum við- burðum á síðuna. Við auð- vitað hvetjum sem flesta til að setja inn efni.“ Telja þörf fyrir vefinn En hvernig varð vefurinn til? „Hugmyndin kom eitthvert kvöldið þegar við sátum saman yfir ölkrús í Reykja- vík og vorum að velta fyrir okkur hvort það væru ekki einhverjir skemmtilegir tón- leikar í bænum. Það er alltaf nóg að gerast, en við kom- umst að því að það er eng- inn einn staður þar sem maður getur flett upp hvaða viðburðir eru í gangi nálægt manni hverju sinni,“ segir Ólafur og bætir við að þeir fé- lagar hafi talið augljósa þörf fyrir svona síðu. „Við leggjum mikið upp úr góðri leitarvél – að fólk geti síað leitarniðurstöðurnar hratt og á einfaldan hátt og sé ekki að kafna í viðburðum sem það hefur engan áhuga á,“ útskýrir Ólafur og bætir við: „Svo er hægt að vera með sitt eigið viðburðadagatal og fá allt í símann sinn. Síð- ast en ekki síst er þetta allt ókeypis fyrir notendur.“ Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tækni „Hugmyndin kom eitthvert kvöldið þegar við sát- um saman yfir ölkrús. n Nýr íslenskur vefur og smáforrit fyrir Android og iOS-tæki n Safna saman upplýsingum um alla helstu viðburði á landinu Allt á einum stað Með skýr markmið Ólafur segir vefinn og snjallsímaforritin eigi að vera eina staðinn sem fólk þurfi að heimsækja til að fá upplýsingar um allt sem er að gerast hverju sinni. MyNd GuNNAr GuNNArSSON n Eins og að horfa á 750-tommu skjá Þrívíddargleraugu frá Sony J apanska tæknifyrir- tækið Sony ætlar að markaðssetja þrívídd- ar-sjónvarpsgleraugu í nóvember næstkomandi. Gleraugun voru fyrst kynnt á CES-ráðstefnunni, sem hald- in var í Las Vegas í janúar, en gleraugun hafa fengið heit- ið HMZ-T1. Þau fara fyrst á markað í Japan 11. nóvember. Hönnunin hefur tekið nokkrum breytingum frá því að gleraugun voru fyrst kynnt til sögunnar. Gleraugun eru þó ennþá búin 1280x720 upp- lausnar, 0,7 tommu OLED- skjám fyrir hvort auga. Með þessari upplausn er eins og horft sé á 750-tommu skjá úr tuttugu metra fjarlægð. Til samanburðar er langstærsta bíótjald á Íslandi, í Sal 1 í Sambíóunum í Egilshöll, um það bil 872 tommur að stærð. Gleraugun eru einnig búin öflugu hljóðkerfi en í gleraug- unum eru innbyggð heyrnar- tól. Upplifunin ætti því að komast nálægt því að vera í kvikmyndahúsi. Gleraugun eru búin HMDI-tengi, bæði til að spila efni úr gleraugunum á öðr- um skjá, eins og sjónvarpi, og til að tengja gleraugun við önnur tæki til að streyma efni úr þeim. Gleraugun gætu því meðal annars nýst til að horfa á sjónvarpsefni úr margmiðl- unarspilara. Gera má ráð fyrir að þrí- víddargleraugun kosti 60 þúsund jen, jafnvirði um 89 þúsund króna. Það er þó lík- legt að gleraugun eigi eftir að kosta eitthvað meira þeg- ar þau koma á markað í Evr- ópu. Engar dagsetningar eða staðfesting liggur fyrir á því hvort gleraugun muni fást í íslenskum raftækjaverslun- um. adalsteinn@dv.is dýr gleraugu Gleraugun koma til með að kosta um 89 þúsund krónur í Japan. Vifta sem fylgir þér eftir um herbergið Þ ó að hiti sé kannski ekki stórt vandamál á Íslandi er gott að hafa viftu á skrifstofunni eða heim- ilinu til að kæla sig niður. Jap- anskt fyrirtæki hefur tekið klassísku viftuna aðeins lengra en fyrirtækið vinnur nú að gerð viftu sem finnur út hvort ein- hver sé í herberginu og velur að blása eingöngu á þá ein- staklinga sem vilja láta blása á sig. Viftan hefur fengið nafnið Airsketcher Robotic Fan. Viftan er búin myndavél sem er forrituð til að þekkja ákveðin mynstur. Þannig get- ur myndavélin stjórnað því hvert viftan blæs eftir því hvar mynstrið er að finna. Þetta þýðir reyndar að sá sem ætl- ar að láta viftuna blása á sig þarf að vera með spjald með tilteknu mynstri prentuðu á. Ef þú vilt að viftan blási á þig, meðan þú ert á hreyfingu, til dæmis að ganga þvert yfir herbergi, þarftu sem sagt að taka spjaldið með mynstrinu með þér. Ef myndavélin á viftunni greinir ekki mynstrið eða er í þannig stöðu að hún geti ekki blásið í átt að mynstr- inu fer viftan að blása í allar áttir líkt og hefðbundin vifta gerir. Þannig heldur viftan öllu herberginu köldu þang- að til hún finnur mynstur til að fylgja. Viftan getur þó ekki bara fylgt mynstri eftir heldur getur hún tekið á móti skip- unum í gegnum myndavél- ina. Þannig er hægt að auka og minnka blásturinn og slökkva og kveikja á viftunni allt án þess að standa upp úr sætinu og ýta á takka á vift- unni. adalsteinn@dv.is n Ný tækni notuð til að stjórna viftum n Hefur fengið nafnið Airsketcher robotic Fan Viftan umrædda Airsketcher Robotic Fan er búin myndavél sem stjórnar því hvert viftan blæs. Wacom Ink- ling-staf- rænn penni Margir hafa beðið spenntir eftir stafrænum skissupenna sem tengja má við tölvu. Wa- com Inkling-penninn er það sem kemst næst því að virka bæði sem stafrænn penni og venjulegur penni. Þú getur því tekið upp stafrænt þær teikn- ingar sem teiknar á venjulegt blað. Hægt er að færa stafrænu upptökuna með USB beint inn í myndvinnsluforritin Photos- hop, Illustrator og Sketch- book Pro auk margra annarra myndvinnsluforrita. Hraðara internet Nokkur fyrirtæki hafa hafið samvinnu sem á að leiða til hraðara internets. Meðal fyrirtækjanna sem taka þátt í verkefninu eru OpenDNS og Google. Fyrirtækin ætla að koma því þannig fyrir að þegar þú ferð inn á vefsíðu sem skráð er í margar tölvur víðs vegar um heim fáir þú samband við þá tölvu sem er næst þér. Þannig er vefsíð- an eða efnið sem þú sækir á netið fljótari að hlaðast niður í tölvuna þína. Þegar eru fyrstu vefnotendurnir farnir að finna fyrir þessum mun en vefsíður sem styðjast við OpenDNS og Google Public DNS hafa þegar byrjað að nota nýju tæknina til að ákvarða hvaðan á að sækja upplýsingar sem óskað er eftir í gegnum netvafra. CineSkates CineSkates er ný græja sem gerir hverjum sem er kleift að taka upp á ferð án þess að notast við rándýran útbún- að fyrir fagmenn. Græjan var þróuð til að auðvelda einstaklingum og áhuga- mönnum um kvikmyndagerð að taka upp myndbönd á hreyfingu án þess að myndin væri öll á ferð og flugi. Ci- neSkates-verkefnið var fjár- magnað af almenningi víða um heim í gegnum síðuna KickStarter og hefur græjan hingað til kostað um 325 dali, jafnvirði um 37 þúsund króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.