Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Side 16
16 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað
n Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar heldur byggingu einbýlishúss síns áfram n Byggingin er
rúmlega 500 fermetrar n „Hús Íslenskrar erfðagreiningar kæmist inn í höllina,“ segja sjónarvottar
Kári reisir höll
við Ellið vatn
K
ári Stefánsson, forstjóri Ís
lenskrar erfðagreiningar,
er að byggja 500 fermetra
glæsibyggingu við götuna
Fagraþing í Kópavogi.
Töluvert var fjallað um bygg
ingu hússins á síðasta ári þegar
Kópavogsbær beitti Kára dagsekt
um vegna hennar en einnig vegna
máls sem byggingarfélagið Eykt ehf.
höfðaði á hendur honum. Nú berast
raddir þess efnis að Kári sé að klæða
húsið með títani sem er rándýrt efni.
Dagsektir og títan
Glæsihöllin stendur við Elliðavatn
og er samkvæmt fasteignaskrá rúmir
500 fermetrar að flatarmáli. Í maí
2010 höfðu framkvæmdir á lóðinni
staðið í stað. Svo fór að Kópavogs
bær beitti Kára dagsektum ef hann
gengi ekki frá lóðinni þannig að ekki
stafaði hætta af framkvæmdasvæð
inu. Sektirnar námu 20.000 krónum
á dag en í ágúst sama ár skilaði Kári
inn verkáætlun og hóf framkvæmdir
á ný.
Sama ár höfðaði byggingarfélagið
Eykt ehf. mál á hendur Kára vegna
uppgjörs. Deilan snerist um ríflega
11 milljóna króna uppgjör vegna
byggingar hússins við Elliðavatn en
það mál endaði með sátt á milli fyrir
tækisins og Kára, samkvæmt heim
ildum DV.
Kári er nú að láta klæða höllina
að utan með títani. Eftir því sem DV
kemst næst er títan afar dýrt og húsa
smiðir sem blaðið ræddi við vissu
ekki til þess að það hafi áður verið
keypt inn til landsins til húsklæðn
ingar. Það væri í það minnsta fátítt.
Decode upphaf hlutabréfaæðis
Íslendinga
Árið 1995 fór Kári að velta fyrir sér
stofnun Íslenskrar erfðagreiningar
en hann hafði þá unnið að rannsókn
um á erfðafræði MSsjúkdómsins. Til
að láta hugmyndina verða að veru
leika flutti hann aftur til Íslands eftir
að hafa búið í Bandaríkjunum í um
20 ár. Hann leitaði til áhættufjárfesta
og tókst að safna um 850 milljónum
króna til verkefnisins.
Eins og kunnugt er var Kári for
stjóri og stjórnarformaður fyrirtækis
ins frá stofnun þess í ágúst árið 1996.
Kaup Íslendinga á bréfum í De
code, móðurfélags Íslenskrar erfða
greiningar, eru talin hafa markað
upphafið að hlutabréfakaupæði Ís
lendinga og var það fyrsta íslenska fyr
irtækið sem skráð var á bandarískan
hlutabréfamarkað. Fyrirtækið átti að
verða hið nýja óskabarn þjóðarinnar
Samtals: 55.175 milljónir *áætlað tap árið 2008
1997 576 milljónir
1998 770 milljónir
1999 1.750 milljónir
2000 2.635 milljónir
2001 5.356 milljónir
2002 10.611 milljónir
2003 2.485 milljónir
2004 3.477 milljónir
2005 3.969 milljónir
2006 6.192 milljónir
2007 5.952 milljónir
2008* 11.400 milljónir
Tap Decode 1997–2008 í íslenskum krónum
Gunnhildur Steinarsdóttir
gunnhildur@dv.is
Framkvæmdir „Þær upplýsingar
fengust að efnið
sé afar dýrt og ekki vitað
til þess að það hafi verið
keypt inn til landsins til
húsklæðninga.
Stórhuga Það verður seint sagt um Kára
Stefánsson að hann hugsi smátt.
20.000 krónur á dag Kári var beittur dagsektum vegna ófrágenginnar lóðar.
Títan Sagt er að húsið sé klætt með títani sem er afar dýrt efni.
Glæsihöllin við Elliðavatn
Einbýlishús Kára sem rís óðfluga.
mynDir SiGTryGGur ari
xaxaxa