Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Stærðir
40-60.
Flott föt fyrir
flottar konur,
Nýjar og flottar vörur
í hverri viku
Vertu þú sjálf
vertu belladonna
Með gíslinn í
klippingu til Kalla
DV greindi
frá réttar-
höldum yfir Black
Pistons-mönn-
unum, Ríkharð
Júlíusi Ríkharðs-
syni og Davíð
Frey Rúnarssyni.
Þar var greint
frá hrottalegur
ofbeldi þeirra gagnvart fórnarlambi
þeirra. Þá vakti einnig athygli vitnis-
burðir Karls Berndsen sem og Hildar
Lífar Hreinsdóttur. Sérstaklega vakti
Hildur Líf athygli en greint var frá því
að hún hefði mætt of seint í réttarsal
og að hún hefði bent dómaranum á
að hún „væri ekki þroskaheft“.
Flokksmönnum
tryggð okurleiga
Á mánudag
greindi DV
frá því að nokkrir
af leigutökunum
í rúmlega 5.400
fermetra hús-
næði í Borgum
við Norðurslóð
á Akureyri væru
ósáttir við háa
leigu samkvæmt leigusamningum til
25 ára við fasteignafélagið Reiti II, sem
er meðal annars í eigu Arion banka
og Landsbankans. Húsið var áður í
eigu Landsafls sem var í eigu Íslenskra
aðalverktaka og Landsbankans. Meðal
þeirra sem leigja aðstöðu í húsinu eru
Háskólinn á Akureyri, Náttúrufræði-
stofnun Íslands, Nýsköpunarmiðstöð
Íslands, Matís og Jafnréttisstofa.
Sveppi á gráu
svæði
Sverrir Þór
Sverrisson
fjölmiðlamaður
brýtur að öllum
líkindum nýju
fjölmiðlalögin í
útvarpsauglýs-
ingum fyrir nýju
kvikmyndina
sína Algjör Sveppi og töfraskápurinn.
Í auglýsingunni, sem spiluð er í út-
varpi, ávarpar hann börn með bein-
um hætti. Í fjölmiðlalögunum segir
meðal annars að bannað sé að hvetja
börn til þess að kaupa vöru eða þjón-
ustu með því að notfæra sér reynslu-
leysi þeirra eða trúgirni og að bannað
sé að hvetja börn til þess að telja for-
eldra sína eða aðra á að kaupa vöru
eða þjónustu sem auglýst er.
Fréttir vikunnar í DV
1 2 3
F
yrst og fremst þá þarf fólk á
þessu að halda,“ segir Björn
Snorrason, annar af eigendum
Dalpay á Dalvík. Annað árið í
röð hefur fyrirtækið keypt öll
skólagögn fyrir nemendur sem eru að
hefja skólagöngu sína á Dalvík. Skól-
arnir eru tveir, á Dalvík og á Árskógs-
strönd. Alls fengu um 22 nemendur
þessa gjöf í ár en tæplega fimmtíu
börn hafa í allt fengið þessar gjafir.
„Staðan er þannig víða að fólk þarf
á þessu að halda og það hefur ekki
efni á að kaupa það sem þarf. Þá er
að sjálfsögðu hægt að níðast á börn-
um þeirra sem hafa ekki efni á því, því
þau eru öðruvísi,“ segir Björn sem er
aðaleigandi fyrirtækisins ásamt tví-
burabróður sínum Baldri.
Með því að kaupa skólavörurnar
fyrir börnin verða þau öll með eins
skólabúnað og um leið áhyggjulaus,
að sögn Björns.
Góð minning á fyrsta degi
„Við erum sjálfir bræðurnir með börn
í skóla og þau voru mjög taugaveikl-
uð yfir því að hefja skólagönguna.
Þau voru að hugsa um hvernig töskur
hinir og þessir voru með. Við rædd-
um þetta þegar okkar börn byrjuðu í
skóla að koma þessu á, að öll börn-
in yrðu með eins töskur, þá eru þau
minna stressuð. Dagurinn breytist
þá um leið, því þau verða mjög glöð
yfir því að fá einhverjar gjafir. Þau eiga
strax góða minningu frá því að byrja í
skóla, í stað þess að vera stressuð og
taugaveikluð. Þetta er klárlega einn
af stóru kostunum, að allir séu eins,“
segir Björn.
Framtakið frábært
„Okkur finnst framtakið frábært,“ seg-
ir Gerður Olafsson, formaður stjórnar
foreldrafélags Dalvíkurskóla, um gjöf
Dalpay. „Við teljum að bæjarfélagið
allt sé mjög jákvætt fyrir þessari gjöf.
Hún spurðist vel fyrir í fyrra og for-
eldrar og börn voru sátt og fannst
þetta vera vel gert, og gjöfin er mjög
rausnarleg. Það er verið að sporna
gegn ákveðinni mismunun og verið
að koma í veg fyrir þennan meting.
Þá er tekjuminna fólki auðveldað að
hefja skólagöngu barna sinna. Þannig
að okkur fannst þetta frábært,“ segir
Gerður.
Það sem börnin fengu voru skóla-
töskur, pennaveski og allt sem var á
innkaupalista skólans. Með þessu
framtaki vonast forsvarsmenn fyrir-
tækisins til að önnur fyrirtæki taki
upp á þessu fyrirkomulagi og gefi
börnum sem eru að hefja grunn-
skólagöngu allar þær skólavörur sem
þau þurfa. Dalpay er greiðslumiðlun
á internetinu. Fyrirtækið er með við-
skiptavini í sjötíu löndum og fara við-
skipti fyrirtækisins mestmegnis fram
erlendis. Skrifstofa fyrir tækisins er á
Dalvík og þar starfa sjö manns.
Góð minning
á fyrsta degi
n Dalpay með rausnarlega gjöf til barna sem hefja skólagöngu á Dalvík n Annað
árið í röð sem þessi gjöf er veitt n Gert til að sporna gegn mismunun og metingi
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
Arna Sif fundin
Arna Sif Þórsdóttir fannst heil á húfi
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu á
fimmtudagskvöld. Lögreglan hafði
lýst eftir Örnu Sif á miðvikudag og
fimmtudag eftir að ekkert hafði til
hennar spurst síðan um miðjan
fimmtudag í síðustu viku. Lögreglu
bárust ótal tilkynningar um ferðir
Örnu Sifjar, en flestar vörðuðu síð-
asta mánudag og voru flestar fremur
óljósar. Lögreglan þakkar almenn-
ingi fyrir aðstoðina.
Ljúka þingári
Fyrsti fundur Alþingis þetta haustið
verður settur í dag, föstudag. Þing
kemur þá saman til fundar að loknu
sumarleyfi. Það mun starfa næstu
tvær vikurnar og ljúka þar með þingi
sem var frestað í júní. Þetta mun
vera svokallaður septemberstubbur.
Formlega hefst fyrsti þingfundur nýs
þingárs svo laugardaginn 1. október.
Fundur þingsins mun hefjast með
munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra sem fjallar
um stöðuna í efnahags- og atvinnu-
málum. Að því loknu mun fara fram
umræða um skýrsluna og svo verða
nokkur önnur mál rædd á þinginu.
Fáir styðja stjórnina
Um þriðjungur íslenskra kjósenda
styður ríkisstjórnina samkvæmt nýj-
um þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur
við ríkisstjórnina hefur lítið breyst
undanfarna mánuði og fylgi flokka
er fremur stöðugt. Sem stendur
styðja tæp 36 prósent þjóðarinnar
Sjálfstæðisflokkinn, 22 prósent þjóð-
arinnar styðja Samfylkinguna og 17
prósent styðja Framsóknarflokkinn.
Þá eru aðeins fjórtán prósent sem
styðja Vinstri græna og hefur Hreyf-
ingin um þriggja prósenta stuðning.
Níu prósent aðspurðra sögðust
vera tilbúin til að kjósa önnur fram-
boð, en þegar sömu spurningar var
spurt í júlí voru það sex prósent sem
sögðust vilja það.
„Okkur
finnst
framtakið
frábært
Ánægð börn Okkur finnst framtakið frá-
bært,“ segir Gerður Olafsson, formaður stjórnar
foreldrafélags Dalvíkurskóla, um gjöf Dalpay.