Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 42
42 | Fókus 2.–4. september 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... KVIKMYND Andlit norðursins „Myndin er með stórkostlegt auga fyrir hlutunum en litla tungu og minni mænu.“ – Erpur Eyvindarson KVIKMYND The Greatest Movie Ever Sold „Myndin er skemmtileg fyrir þá sem kunna að meta eitt- hvað dýpra en Hollywood-sumarmyndir.“ – Aðalsteinn Kjartansson BÓK Skurð læknirinn „Skurðlæknirinn er hröð og spennandi lesning.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir Þórður Helgi Þórðarson (Doddi litli) útvarpsmaður Hvaða bók ert þú að lesa? „Ég er að lesa ævisögu James Brown og hún er algjör snilld.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi? „Ég hef aldrei hlustað jafn mikið á tónlist og þessa dagana en það er nánast sama hvað ég hlusta á það heldur mér engin plata. Byrja margar voða sexí en svo er ég búinn að fá nóg áður en þær klárast. Sú plata sem hefur haldið mér best í ár er gömul plata frá Terry Hall og heitir Home. Af því nýja þá er það Build a Rocket Boys með Elbow. Hvert ferð þú út að borða ef þú mátt ráða? „Ég er er algjör „sökker“ fyrir Serrano því ég get sagt við fitupúkann á öxlinni minni: „Þetta er svo hollt og ekkert fitandi.“ Hvaða bíómynd sást þú síðast og hvernig líkaði þér hún? „Ég man það ekki, hef ekki séð merkilega mynd lengi. Aftur á móti er ég sjúkur í nýju Breaking Bad-seríuna. Það eru eðalþættir.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ég ætla að syngja í samkvæmi sem knatt- spyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson mun halda á Ljósanótt, margir halda að ég verði á stóra sviðinu en svo er ekki. Það er rómantíska sviðið hjá Gumma.“ „Sökker“ fyrir Serrano Ú tvarpsleikhús RÚV hefur hlot- ið tilnefningu til evrópsku ljósvakaverðlaunanna, Prix Europa, í flokki útvarpsleik- rita, fyrir Djúpið eftir Jón Atla Jónas- son. Hátíðin sem nú er haldin í 25. skipti í Berlín fer fram dagana 22.– 29. nóvember. Keppt er um besta efnið bæði í útvarpi og sjónvarpi en alls bárust í keppnina 159 verk frá 35 löndum. „Þetta er stór verðlaunahátíð og það eru flestallar Evrópuþjóðirnar sem senda inn efni,“ segir útvarpsleik- hússtjórinn, Viðar Eggertsson. „Stöðv- arnar senda það sem þær álíta sjálf- ar vera best og svo er valið úr því. Við ákváðum að senda Djúpið,“ segir Við- ar en Djúpið hlaut Grímuna á þessu ári í flokki útvarpsleikrita og hlaut Norrænu útvarpsleikshúsverðlaunin. Þetta er þriðja árið í röð sem Ís- land á verk á hátíðinni. „Við vorum þarna í fyrra og árið á undan þann- ig að við höfum verið að gera góða hluti. Það er virkilega gaman að keppa þarna við risa eins og BBC,“ segir Viðar sem er eini fasti starfs- maður útvarpsleikhússins. „Það er svolítið gaman að vera bara svona litla sæta útvarpsleik- húsið og vera að mæta þarna. Norð- urlöndin eru til dæmis mjög sterk þarna og hafa verið að raða sér í efstu sætin. Það er alltaf gaman að hitta kollegana frá Norðurlöndunum því það kannski mæta tíu starfsmenn frá Danmörku en ég alltaf einn frá Ís- landi. En það er nú þannig að það er spurt um gæði en ekki magn.“ Viðar þorir alveg að vera vongóð- ur um sigur. „Við eigum jafnmikla möguleika og hver annar en auðvi- tað stillir maður væntingunum í hóf,“ segir Viðar Eggertsson. tomas@dv.is Gaman að keppa við risana n Djúpið tilnefnt til stórra verðlauna Eini starfsmaðurinn Viðar er eini fastráðni starfsmaður útvarpsleikhússins sem er nú tilnefnt þriðja árið í röð. mælir ekki með... BíÓMYND Horrible Bosses „Myndin er ágætis afþreying en fjarri því að vera þess virði að borga fullt verð á hana í bíó.“ – Aðalsteinn Kjartansson BíÓMYND Rise of the Planet of the Apes „Handritið virkar eins og það hafi legið og safnað ryki í mörg ár.“ – Jón Ingi Stefánsson Á annan veg er fyrsta kvik- mynd Hafsteins Gunnars Sig- urðssonar leikstjóra. Mynd- in er lágstemmd kómedía og í henni segir frá tveimur starfsmönnum Vegagerðarinnar sem stunda tilbreytingarsnauða vinnu á afskekktum fjallvegum á 9. áratugn- um. Með aðalhlutverk fara Hilmar Guðjónsson, Sveinn Ólafur Gunn- arsson og Þorsteinn Bachmann. Kvikmyndin var frumsýnd á fimmtudagskvöld og hefur verið til- nefnd til Kutxa-leikstjórnarverð- launanna á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni. Fimmtán myndir keppa um verðlaunin sem nema tæpum 15 milljónum króna. Þetta eru góð tíðindi fyrir leik- stjóra sem kynnir frumraun sína. Hann kemur nýr og ferskur á vett- vang íslensks kvikmyndaiðnaðar með hlýlegar áherslur. Áherslur Hafsteins eru á þá sögu sem er komið til skila. „Ég hef mest- an áhuga á því að segja góða sögu. Sagan er það sem gæðir góða kvik- mynd lífi fyrir mér.“ Hafsteinn lærði bókmenntafræði í Háskóla Íslands áður en hann fluttist til New York þar sem hann nam kvikmyndafræði í hinum virta Columbia-háskóla. „Áherslurnar í náminu voru á fólk og sögur. Mikið var lagt í gæði frásagnar, handrits- gerð og hugmyndavinnu.“ Þegar Hafsteinn sneri aftur úr námi fyrir þremur árum ætlaði hann sér að gera kvikmynd eftir skáldsögu Braga Ólafssonar, Hvíldardagar. Hrunið kom í veg fyrir framleiðslu þeirrar myndar og Hafsteinn leitaði ódýrari leiða til að koma sinni fyrstu mynd á hvíta tjaldið. Myndin er að miklu leyti unnin í sjálfboðavinnu og Sveinn Ólafur Gunnarsson leik- ari tók þátt í handritsvinnunni. Hún hefur líka verið unnin á skömmum tíma. „Ég ákvað að gera ódýra mynd og vinna hana hratt. Ferlið hefur verið stutt. Það var í raun ekki nema eitt og hálft ár frá því að ég fékk hug- myndina þangað til að hún var tekin til sýninga.“ Hafsteinn ákvað að setja sér skil- yrði við vinnslu myndarinnar, með- al annars til að lágmarka kostnað. „Ég ákvað að takmarka mig við tvær persónur. Þetta voru skilyrði sem ég setti mér. Einhvern veginn fór þetta að vinda upp á sig. Ég fór að velta því fyrir mér hvað væri hægt að gera við þessar tvær persónur. Vegagerð og vegir eru myndrænt fyrirbæri. Myndin gerist sumsé nítján hundr- uð áttatíu og eitthvað og ég fór að stúdera vinnuaðferðir og annað frá þeim tíma sem voru frumstæðar. Mér fannst það heillandi og sá það myndrænt fyrir mér. Á þessum tíma voru línur handmálaðar á vegina og stikurnar reknar niður í vegkantinn með sleggju. Sögusviðið er mjög einangrað. Þeir hafa ekkert nema hvor annan og sambandið við um- heiminn er takmarkað.“ Hljóðheimur úr kassettutæki Svipur níunda áratugarins er ríkjandi og gefur myndinni svolítið skemmtilegan tón í leikmynd, bún- ingum og tónlist. Hafsteinn segir enga eiginlega kvikmyndatónlist vera í myndinni. „Við vinnum með hljóðin í nátt- úrunni en svo eru þeir með kass- ettutæki sem þeir kveikja stundum á og spila músík við vinnuna. Það- an kemur tónlistin. Og þá rekast á eitístónlist og íslensk náttúra sem eru skemmtilegar andstæður. Þetta er að megninu til íslensk tónlist nema eitt lag með Kim Larsen.“ Næsta mynd um feðga á Flateyri Tvær kvikmyndir eru á teikniborðinu hjá Hafsteini og fara í vinnslu á næst- unni. Önnur þeirra er Hvíldardagar en sú næsta fer í tökur eftir áramót og verður gamanmynd með alvarlegu ívafi. „Hún fjallar um feðga og sam- band þeirra og gerist á Flateyri,“ segir Hafsteinn. „Handritið er eftir Huldar Breiðfjörð en við höfum unnið sam- an áður þegar hann skrifaði fyrir mig handritið að stuttmyndinni Skrölt- ormum.“ Á annan veg hefur nú verið í kvik- myndahúsum í nokkra daga og Haf- steinn er ánægður með viðtökurn- ar. Honum finnst þó að Íslendingar megi vera duglegri að fara í bíó. „Það sem ratar í kvikmyndahús- in eru þessar risa Hollywood-met- sölumyndir. Allt annað þykir vera á jaðrinum sem er auðvitað fráleitt. Íslendingar flykkjast ekki í bíó og myndir sem flokkast ekki með þeim risavöxnu eru frekar sýndar á kvik- myndahátíðum. Þetta mætti breyt- ast. Ég vil sjá meira úrval og meiri breidd í kvikmyndahúsum.“ Hans eigin kvikmyndasmekk- ur er breiður að eigin sögn. „Ég hef áhuga á myndum sem fjalla um fólk og segja góða sögu. Ég hef lítinn áhuga á sci-fi-myndum. Þær höfða ekki til mín.“ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson frumsýndi á fimmtudagskvöld sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Myndina Á annan veg, lágstemmda gamanmynd um tvo vegavinnumenn. Hafsteinn kom heim í miðju hruni en lætur það ekki stöðva sig. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Lét hrunið ekki stöðva sig „ Sagan er það sem glæðir góða kvik- mynd lífi fyrir mér. Helstu áhrifavaldar Raymond Carver Ingmar Bergman Kraftwerk Robert Altman Werner Herzog Kynnir frumraun sína á hvíta tjaldinu Á annan veg er fyrsta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar leikstjóra. Hann hefur verið tilnefndur til Kutxa-leik- stjórnarverðlaunanna á kvikmyndahá- tíðinni í San Sebastian á Spáni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.