Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Síða 42
42 | Fókus 2.–4. september 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... KVIKMYND Andlit norðursins „Myndin er með stórkostlegt auga fyrir hlutunum en litla tungu og minni mænu.“ – Erpur Eyvindarson KVIKMYND The Greatest Movie Ever Sold „Myndin er skemmtileg fyrir þá sem kunna að meta eitt- hvað dýpra en Hollywood-sumarmyndir.“ – Aðalsteinn Kjartansson BÓK Skurð læknirinn „Skurðlæknirinn er hröð og spennandi lesning.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir Þórður Helgi Þórðarson (Doddi litli) útvarpsmaður Hvaða bók ert þú að lesa? „Ég er að lesa ævisögu James Brown og hún er algjör snilld.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi? „Ég hef aldrei hlustað jafn mikið á tónlist og þessa dagana en það er nánast sama hvað ég hlusta á það heldur mér engin plata. Byrja margar voða sexí en svo er ég búinn að fá nóg áður en þær klárast. Sú plata sem hefur haldið mér best í ár er gömul plata frá Terry Hall og heitir Home. Af því nýja þá er það Build a Rocket Boys með Elbow. Hvert ferð þú út að borða ef þú mátt ráða? „Ég er er algjör „sökker“ fyrir Serrano því ég get sagt við fitupúkann á öxlinni minni: „Þetta er svo hollt og ekkert fitandi.“ Hvaða bíómynd sást þú síðast og hvernig líkaði þér hún? „Ég man það ekki, hef ekki séð merkilega mynd lengi. Aftur á móti er ég sjúkur í nýju Breaking Bad-seríuna. Það eru eðalþættir.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ég ætla að syngja í samkvæmi sem knatt- spyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson mun halda á Ljósanótt, margir halda að ég verði á stóra sviðinu en svo er ekki. Það er rómantíska sviðið hjá Gumma.“ „Sökker“ fyrir Serrano Ú tvarpsleikhús RÚV hefur hlot- ið tilnefningu til evrópsku ljósvakaverðlaunanna, Prix Europa, í flokki útvarpsleik- rita, fyrir Djúpið eftir Jón Atla Jónas- son. Hátíðin sem nú er haldin í 25. skipti í Berlín fer fram dagana 22.– 29. nóvember. Keppt er um besta efnið bæði í útvarpi og sjónvarpi en alls bárust í keppnina 159 verk frá 35 löndum. „Þetta er stór verðlaunahátíð og það eru flestallar Evrópuþjóðirnar sem senda inn efni,“ segir útvarpsleik- hússtjórinn, Viðar Eggertsson. „Stöðv- arnar senda það sem þær álíta sjálf- ar vera best og svo er valið úr því. Við ákváðum að senda Djúpið,“ segir Við- ar en Djúpið hlaut Grímuna á þessu ári í flokki útvarpsleikrita og hlaut Norrænu útvarpsleikshúsverðlaunin. Þetta er þriðja árið í röð sem Ís- land á verk á hátíðinni. „Við vorum þarna í fyrra og árið á undan þann- ig að við höfum verið að gera góða hluti. Það er virkilega gaman að keppa þarna við risa eins og BBC,“ segir Viðar sem er eini fasti starfs- maður útvarpsleikhússins. „Það er svolítið gaman að vera bara svona litla sæta útvarpsleik- húsið og vera að mæta þarna. Norð- urlöndin eru til dæmis mjög sterk þarna og hafa verið að raða sér í efstu sætin. Það er alltaf gaman að hitta kollegana frá Norðurlöndunum því það kannski mæta tíu starfsmenn frá Danmörku en ég alltaf einn frá Ís- landi. En það er nú þannig að það er spurt um gæði en ekki magn.“ Viðar þorir alveg að vera vongóð- ur um sigur. „Við eigum jafnmikla möguleika og hver annar en auðvi- tað stillir maður væntingunum í hóf,“ segir Viðar Eggertsson. tomas@dv.is Gaman að keppa við risana n Djúpið tilnefnt til stórra verðlauna Eini starfsmaðurinn Viðar er eini fastráðni starfsmaður útvarpsleikhússins sem er nú tilnefnt þriðja árið í röð. mælir ekki með... BíÓMYND Horrible Bosses „Myndin er ágætis afþreying en fjarri því að vera þess virði að borga fullt verð á hana í bíó.“ – Aðalsteinn Kjartansson BíÓMYND Rise of the Planet of the Apes „Handritið virkar eins og það hafi legið og safnað ryki í mörg ár.“ – Jón Ingi Stefánsson Á annan veg er fyrsta kvik- mynd Hafsteins Gunnars Sig- urðssonar leikstjóra. Mynd- in er lágstemmd kómedía og í henni segir frá tveimur starfsmönnum Vegagerðarinnar sem stunda tilbreytingarsnauða vinnu á afskekktum fjallvegum á 9. áratugn- um. Með aðalhlutverk fara Hilmar Guðjónsson, Sveinn Ólafur Gunn- arsson og Þorsteinn Bachmann. Kvikmyndin var frumsýnd á fimmtudagskvöld og hefur verið til- nefnd til Kutxa-leikstjórnarverð- launanna á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni. Fimmtán myndir keppa um verðlaunin sem nema tæpum 15 milljónum króna. Þetta eru góð tíðindi fyrir leik- stjóra sem kynnir frumraun sína. Hann kemur nýr og ferskur á vett- vang íslensks kvikmyndaiðnaðar með hlýlegar áherslur. Áherslur Hafsteins eru á þá sögu sem er komið til skila. „Ég hef mest- an áhuga á því að segja góða sögu. Sagan er það sem gæðir góða kvik- mynd lífi fyrir mér.“ Hafsteinn lærði bókmenntafræði í Háskóla Íslands áður en hann fluttist til New York þar sem hann nam kvikmyndafræði í hinum virta Columbia-háskóla. „Áherslurnar í náminu voru á fólk og sögur. Mikið var lagt í gæði frásagnar, handrits- gerð og hugmyndavinnu.“ Þegar Hafsteinn sneri aftur úr námi fyrir þremur árum ætlaði hann sér að gera kvikmynd eftir skáldsögu Braga Ólafssonar, Hvíldardagar. Hrunið kom í veg fyrir framleiðslu þeirrar myndar og Hafsteinn leitaði ódýrari leiða til að koma sinni fyrstu mynd á hvíta tjaldið. Myndin er að miklu leyti unnin í sjálfboðavinnu og Sveinn Ólafur Gunnarsson leik- ari tók þátt í handritsvinnunni. Hún hefur líka verið unnin á skömmum tíma. „Ég ákvað að gera ódýra mynd og vinna hana hratt. Ferlið hefur verið stutt. Það var í raun ekki nema eitt og hálft ár frá því að ég fékk hug- myndina þangað til að hún var tekin til sýninga.“ Hafsteinn ákvað að setja sér skil- yrði við vinnslu myndarinnar, með- al annars til að lágmarka kostnað. „Ég ákvað að takmarka mig við tvær persónur. Þetta voru skilyrði sem ég setti mér. Einhvern veginn fór þetta að vinda upp á sig. Ég fór að velta því fyrir mér hvað væri hægt að gera við þessar tvær persónur. Vegagerð og vegir eru myndrænt fyrirbæri. Myndin gerist sumsé nítján hundr- uð áttatíu og eitthvað og ég fór að stúdera vinnuaðferðir og annað frá þeim tíma sem voru frumstæðar. Mér fannst það heillandi og sá það myndrænt fyrir mér. Á þessum tíma voru línur handmálaðar á vegina og stikurnar reknar niður í vegkantinn með sleggju. Sögusviðið er mjög einangrað. Þeir hafa ekkert nema hvor annan og sambandið við um- heiminn er takmarkað.“ Hljóðheimur úr kassettutæki Svipur níunda áratugarins er ríkjandi og gefur myndinni svolítið skemmtilegan tón í leikmynd, bún- ingum og tónlist. Hafsteinn segir enga eiginlega kvikmyndatónlist vera í myndinni. „Við vinnum með hljóðin í nátt- úrunni en svo eru þeir með kass- ettutæki sem þeir kveikja stundum á og spila músík við vinnuna. Það- an kemur tónlistin. Og þá rekast á eitístónlist og íslensk náttúra sem eru skemmtilegar andstæður. Þetta er að megninu til íslensk tónlist nema eitt lag með Kim Larsen.“ Næsta mynd um feðga á Flateyri Tvær kvikmyndir eru á teikniborðinu hjá Hafsteini og fara í vinnslu á næst- unni. Önnur þeirra er Hvíldardagar en sú næsta fer í tökur eftir áramót og verður gamanmynd með alvarlegu ívafi. „Hún fjallar um feðga og sam- band þeirra og gerist á Flateyri,“ segir Hafsteinn. „Handritið er eftir Huldar Breiðfjörð en við höfum unnið sam- an áður þegar hann skrifaði fyrir mig handritið að stuttmyndinni Skrölt- ormum.“ Á annan veg hefur nú verið í kvik- myndahúsum í nokkra daga og Haf- steinn er ánægður með viðtökurn- ar. Honum finnst þó að Íslendingar megi vera duglegri að fara í bíó. „Það sem ratar í kvikmyndahús- in eru þessar risa Hollywood-met- sölumyndir. Allt annað þykir vera á jaðrinum sem er auðvitað fráleitt. Íslendingar flykkjast ekki í bíó og myndir sem flokkast ekki með þeim risavöxnu eru frekar sýndar á kvik- myndahátíðum. Þetta mætti breyt- ast. Ég vil sjá meira úrval og meiri breidd í kvikmyndahúsum.“ Hans eigin kvikmyndasmekk- ur er breiður að eigin sögn. „Ég hef áhuga á myndum sem fjalla um fólk og segja góða sögu. Ég hef lítinn áhuga á sci-fi-myndum. Þær höfða ekki til mín.“ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson frumsýndi á fimmtudagskvöld sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Myndina Á annan veg, lágstemmda gamanmynd um tvo vegavinnumenn. Hafsteinn kom heim í miðju hruni en lætur það ekki stöðva sig. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Lét hrunið ekki stöðva sig „ Sagan er það sem glæðir góða kvik- mynd lífi fyrir mér. Helstu áhrifavaldar Raymond Carver Ingmar Bergman Kraftwerk Robert Altman Werner Herzog Kynnir frumraun sína á hvíta tjaldinu Á annan veg er fyrsta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar leikstjóra. Hann hefur verið tilnefndur til Kutxa-leik- stjórnarverðlaunanna á kvikmyndahá- tíðinni í San Sebastian á Spáni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.