Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 38
38 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 2.–4. september 2011 Helgarblað M agnús Már fæddist í Kaupmannahöfn. For­ eldrar hans voru Jónas Magnús Lárusson, gisti­ hússtjóri á Akureyri og síðar í Reykjavík, og Ida Maria Lárus­ son húsmóðir. Magnús Már lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 en lagði síðan stund á guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1937– 38 og útskrifaðist sem cand. theol. frá Háskóla Íslands 1942. Hann var prestur í Breiðabólstaðarprestakalli á Skógarströnd 1941, stundakennari við Menntaskólann á Akureyri 1941– 42 og prestur á Skútustöðum 1944– 49. Magnús Már hóf kennslu við guð­ fræðideild Háskóla Íslands 1949 og var skipaður prófessor við deildina 1953. Hann kenndi einnig við sagn­ fræðideild Háskóla Íslands og var skipaður prófessor í sagnfræði 1968. Árið 1969 var hann kjörinn háskóla­ rektor og gegndi því embætti til 1973. Til er fræg fréttaljósmynd af Magn­ úsi Má er handritin komu heim er hann tekur við Flateyjarbók úr hönd­ um Gylfa Þ. Gíslasonar sem þá var menntamálaráðherra. Magnús Már sat í ritstjórn Kultur­ historisk Leksikon for Nordisk Middelalder frá upphafi til loka útgáf­ unnar, en hún er 22 bindi. Hann var skipaður í Skálholtsnefnd og var einn til umsjónar með verkum þar 1957– 63, í umboði ráðherra. Magnús Már sat í stjórn Hins íslenska Biblíufélags 1948–64, var forseti guðfræðideildar í nokkur ár, sat á kirkjuþingi í fjögur ár og var um tíma í stjórn Prestafélags Íslands. Þá var hann varaformaður Hins íslenska fornleifafélags 1961–86, sat í mörg ár í Örnefnanefnd og var í nokkur ár formaður bókasafnsnefnd­ ar Háskóla Íslands. Hann sat í sameig­ inlegri nefnd Dana og Íslendinga um málefni Stofnunar Árna Magnússon­ ar (Árnanefnd) 1970–75 og var í fjögur ár formaður Stofnunar Árna Magnús­ sonar á Íslandi. Magnús Már var heiðursdoktor við lagadeild Lundarháskóla og við guð­ fræðideild Háskóla Íslands. B essi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Skerjafirði og í Kleppsholtinu. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Sig­ mundsson bílstjóri og Guð­ rún Snorradóttir húsmóðir. Bessi lauk verslunarskólaprófi 1949, var í námi í Leiklistarskóla Lár­ usar Pálssonar 1949–50 og var í fyrsta árgangi Leiklistarskóla Þjóðleikhúss­ ins 1950–52. Hann var fastur leikari í Þjóðleik­ húsinu frá 1952 en gestaleikari með Leikfélagi Hafnarfjarðar 1953, og lék í Húrra, krakki, með Leikfélagi Reykja­ víkur í Austurbæjarbíói. Þá skemmti hann með Sumargleðinni 1971–86 og með leikflokknum Lillý verður léttari 1973–74. Hann skemmti með Gunnari Eyjólfssyni á árunum 1955–70 og stóð fyrir útgáfu á barnaleikritum, lesnum barnasögum og ýmsu skemmtiefni á hljómplötum og snældum. Bessi var án efa einn allra vinsæl­ asti gamanleikari þjóðarinnar um miðbik síðustu aldar og fram til 1980. Meðal þekktustu hlutverka hans eru Jónatan (1960) og Kasper (1974) í Kardimommubænum; Mikki refur í Dýrunum í Hálsaskógi; Aldinbor­ inn í Ferðinni til tunglsins; Gvend­ ur í Skugga­Sveini, Palvek og Kova­ rik í Góða dátanum Svejk; Hrólfur í Hrólfi; Peter í Hunangsilmi; Gvendur snemmbæri í Nýársnóttinni; prinsinn í Hvað varstu að gera í nótt?; Argan í Ímyndunarveikinni; George í Á sama tíma að ári; Harpagon í Aurasálinni; Jamie, í My Fair Lady; Christopher Mahon í Lukkuriddaranum; Michael í Ég vil! Ég vil!; Nathan Detroit í Gæj­ ar og píur; Cliff Lewis í Horfðu reiður um öxl; Mick í Húsverðinum; Gústaf í Hvernig er heilsan?; Tómas í Í öruggri borg; Gustur í Gusti, og viðarhöggs­ maðurinn í Rashomon. Bessi söng í mörgum óperettum, m.a. í Sumar í Tyrol, Kysstu mig Kata, Betlistúdentinum, Sardasfurstynj­ unni og í óperunni Töfraflautunni, 1956, og titilhlutverkið Mikado hjá Ís­ lensku óperunni, 1982. Hann dansaði dr. Coppelíus í Coppelíu, 1974, og lék í kvikmyndunum Niðursetningnum, 1953; Skilaboð til Söndru, og Bílaverk­ stæði Badda. H jálmar fæddist á Brekku í Mjóafirði og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann gekk í Barnaskóla Mjóafjarðar og Alþýðuskól­ ann að Eiðum, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1957, lauk prófi í forspjallsvísindum við Háskóla Íslands 1958, lauk BC­ prófi í dýrafræði frá University of Glasgow 1965 og varði doktorsritgerð um loðnustofninn við Ísland við Há­ skólann í Bergen 1994. Hjálmar var vegaverkstjóri í Mjóafirði á sumrum á námsárunum, 1957–59, þegar lagður var akfær veg­ ur yfir Mjóafjarðarheiði til Héraðs. Að loknu háskólanámi í Glas­ gow hóf Hjálmar störf hjá Hafrann­ sóknarstofnun og starfaði þar síðan alla sína starfsævi. Viðfangsefni hans voru mörg og margvísleg á löngum starfsferli hjá stofnuninni en voru þó einkum rannsóknir á útbreiðslu uppsjávarfiska, mælingar á stofn­ stærð, viðkomu og veiðanleika teg­ undanna og tengslum þeirra við um­ hverfisþætti í lífríki sjávar. Hjálmar var fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun 1965–84, var forstöðumaður Nytjastofnasviðs Hafrannsóknarstofnunar 1984–89, var í rannsóknarleyfi við Northwest Atlantic Fisheries Center í St. John’s á Nýfundnalandi í Kanada 1989–90 og starfaði síðan áfram hjá Hafrann­ sóknarstofnun til 2007 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Auk starfa sinna hjá Hafrann­ sóknarstofnun sinnti Hjálmar ýms­ um verkefnum, innan lands og utan í tengslum við vísindastörf sín. Hann sat í ýmsum sérfræðinefndum Al­ þjóðahafrannsóknarráðsins, ICES, og í ýmsum nefndum á vegum Haf­ rannsóknarstofnunar. Hjálmar var félagi í Vísindafélagi Íslendinga frá 1994, var einn höf­ unda og ritstjóra kafla um fiskveið­ ar og fiskeldi í skýrslu vinnuhóps, ACIA, um áhrif veðurfarsbreytinga á norðurheimskautssvæðinu, var einn aðalhöfunda og einn ritstjóra kaflans um fiskveiðar á norðurslóð­ um í fjórðu skýrslu Milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar, IPCC, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2007 og fékk hann sérstaka viður­ kenningu Nóbelsnefndarinnar fyrir framlag sitt til verksins. Hjálmar var sæmdur riddara­ krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir í fiskifræði og hafvísind­ um. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Hjálmars er Kolbrún Sigurðardóttir, f. 2.3. 1940, fyrrv. deildarstjóri. Hún er dóttir Sigurðar Guðmundssonar hárskera og Kristínar Guðmundsdóttur for­ stöðukonu. Börn Hjálmars og Kolbrúnar eru Sigurður Stefán Hjálmarsson, f. 2.4. 1961, kvæntur Jóhönnu Erlingsdótt­ ur, f. 14.12. 1962 og eru synir þeirra Tómas, f. 24.1. 1987; Hjálmar, f. 25.8. 1988; og Marteinn, f. 15.7. 1990. Kristín Anna Hjálmarsdóttir, f. 23.9. 1962, gift Jóni Þór Geirssyni, f. 9.2. 1962 og eru dætur þeirra Þór­ hildur Ögn, f. 21.12. 1981 en sonur hennar er Úlfur Ægir Halldórsson, f. 4.7. 2006; Kolfinna, f. 6.12. 1995. Ína Björg Hjálmarsdóttir, f. 28.11. 1963, gift Sigurði Þór Jónssyni, f. 25.4. 1963 og eru börn þeirra Kol­ brún, f. 23.2. 1988; Jón, f. 26.11. 1993; Stefanía Helga, f. 2.12. 1998. Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 1.2. 1967. Systkini Hjálmars eru Páll, f. 23.5. 1940, sjómaður á Seyðisfirði; Sigfús Mar, f. 28.11. 1944, bóndi á Brekku í Mjóafirði; Stefán, f. 11.9. 1949, matvælafræðingur á Akur­ eyri; Anna, f. 7.3. 1954, kennari á Selfossi. Foreldrar Hjálmars: Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 20.9. 1914, bóndi á Brekku í Mjóafirði og fyrrv. ráðherra og alþingismaður, og k.h., Anna Margrét Þorkelsdóttir, f. 15.2. 1914, d. 21.4. 2008, húsfreyja á Brekku. Ætt Vilhjálmur er sonur Hjálmars, út­ vegsb. á Brekku Vilhjálmssonar, b. á Brekku, bróður Maríu, móður Gísla Kristjánssonar, útgerðarmanns og bæjarfulltrúa á Neskaupsstað og síðar útgerðarmanns á Akur­ eyri og loks í Hafnarfirði. Vilhjálm­ ur var sonur Hjálmars, hreppstjóra á Brekku Hermannssonar, í Firði Jónssonar Pamfíls. Móðir Vilhjálms eldri var María, dóttir Jóns Jónssonar í Flögu. Móðir Hjálmars útvegsb. var Svanbjörg Pálsdóttir, b. í Merki Jóns­ sonar, og Helgu Halldórsdóttur, Her­ mannssonar í Firði. Móðir Vilhjálms var Stefanía, systir Bjargar, ömmu Tómasar, fyrrv. alþm. og ráðherra og fyrrv. seðla­ bankastjóra, Vilhjálms hrl., og Mar­ grétar, móður Valgeirs Guðjóns­ sonar tónlistarmanns. Björg var auk þess langamma Sigríðar, móður Vil­ hjálms Einarssonar, skólastjóra og fyrrverandi Ólympíumethafa, föð­ ur Einars spjótkastara. Stefanía var dóttir Sigurðar, b. á Hánefsstöðum Stefánssonar, b. í Stakkahlíð, bróður Gunnars, afa Gunnars Gunnarsson­ ar skálds. Stefán var sonur Gunn­ ars, b. á Hallgilsstöðum á Langa­ nesi Skíða­Gunnarssonar, b. í Ási í Kelduhverfi Þorsteinssonar. Móðir Stefaníu var Sigríður Vilhjálmsdótt­ ir, b. á Brekku Vilhjálmssonar, og Guðrúnar, dóttur Konráðs Salóm­ onssonar úr Lóni suður og Sigríðar Einars dóttur. Anna Margrét var dóttir Þorkels, b. á Háreksstöðum og verkamanns á Seyðisfirði Björnssonar, b. á Engi­ læk í Hjaltastaðaþinghá Pétursson­ ar, b. í Ósi og á Klúku Runólfssonar, b. á Surtsstöðum Bjarnasonar. Móðir Björns var Áslaug Sigurðardóttir, b. í Njarðvík og ættföður Njarðvíkurætt­ arinnar yngri Jónssonar. Móðir Ás­ laugar var Kristín María Sigfúsdótt­ ir, pr. á Ási Guðmundssonar. Móðir Þorkels var Anna, systir Gróu, móður Björns Hallssonar, hreppstjóra á Rangá. Anna var dóttir Björns, b. á Bóndastöðum Björnssonar. Móðir Önnu Margrétar var Helga Ólafsdóttir, kennara Bergssonar, b. í Efri­Miðbæ í Norðfirði Víglunds­ sonar, b. á Hallgilsstöðum á Langa­ nesi. Móðir Ólafs var Ingibjörg, systir Rannveigar, móður Jónasar Hallgrímssonar skálds. Ingibjörg var dóttir Jóns, vinnumanns á Hamri í Svarfaðardal Þorsteinssonar. Móðir Helgu var Guðný, dóttir Kristjáns Sigfússonar og Sesselju Jóhannes­ dóttur. Útför Hjálmars fór fram frá Hall­ grímskirkju mánudaginn 29.8. sl. Hjálmar Vilhjálmsson Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun f. 25.9. 1937 – d. 20.8. 2011 Magnús Már Lárusson Rektor Háskóla Íslands f. 2.9. 1917 – d. 15.1. 2006 Bessi Bjarnason Leikari f. 5.9. 1930 – d. 12.9. 2005 Merkir íslendingar Merkir íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.