Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Side 38
38 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 2.–4. september 2011 Helgarblað M agnús Már fæddist í Kaupmannahöfn. For­ eldrar hans voru Jónas Magnús Lárusson, gisti­ hússtjóri á Akureyri og síðar í Reykjavík, og Ida Maria Lárus­ son húsmóðir. Magnús Már lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 en lagði síðan stund á guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1937– 38 og útskrifaðist sem cand. theol. frá Háskóla Íslands 1942. Hann var prestur í Breiðabólstaðarprestakalli á Skógarströnd 1941, stundakennari við Menntaskólann á Akureyri 1941– 42 og prestur á Skútustöðum 1944– 49. Magnús Már hóf kennslu við guð­ fræðideild Háskóla Íslands 1949 og var skipaður prófessor við deildina 1953. Hann kenndi einnig við sagn­ fræðideild Háskóla Íslands og var skipaður prófessor í sagnfræði 1968. Árið 1969 var hann kjörinn háskóla­ rektor og gegndi því embætti til 1973. Til er fræg fréttaljósmynd af Magn­ úsi Má er handritin komu heim er hann tekur við Flateyjarbók úr hönd­ um Gylfa Þ. Gíslasonar sem þá var menntamálaráðherra. Magnús Már sat í ritstjórn Kultur­ historisk Leksikon for Nordisk Middelalder frá upphafi til loka útgáf­ unnar, en hún er 22 bindi. Hann var skipaður í Skálholtsnefnd og var einn til umsjónar með verkum þar 1957– 63, í umboði ráðherra. Magnús Már sat í stjórn Hins íslenska Biblíufélags 1948–64, var forseti guðfræðideildar í nokkur ár, sat á kirkjuþingi í fjögur ár og var um tíma í stjórn Prestafélags Íslands. Þá var hann varaformaður Hins íslenska fornleifafélags 1961–86, sat í mörg ár í Örnefnanefnd og var í nokkur ár formaður bókasafnsnefnd­ ar Háskóla Íslands. Hann sat í sameig­ inlegri nefnd Dana og Íslendinga um málefni Stofnunar Árna Magnússon­ ar (Árnanefnd) 1970–75 og var í fjögur ár formaður Stofnunar Árna Magnús­ sonar á Íslandi. Magnús Már var heiðursdoktor við lagadeild Lundarháskóla og við guð­ fræðideild Háskóla Íslands. B essi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Skerjafirði og í Kleppsholtinu. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Sig­ mundsson bílstjóri og Guð­ rún Snorradóttir húsmóðir. Bessi lauk verslunarskólaprófi 1949, var í námi í Leiklistarskóla Lár­ usar Pálssonar 1949–50 og var í fyrsta árgangi Leiklistarskóla Þjóðleikhúss­ ins 1950–52. Hann var fastur leikari í Þjóðleik­ húsinu frá 1952 en gestaleikari með Leikfélagi Hafnarfjarðar 1953, og lék í Húrra, krakki, með Leikfélagi Reykja­ víkur í Austurbæjarbíói. Þá skemmti hann með Sumargleðinni 1971–86 og með leikflokknum Lillý verður léttari 1973–74. Hann skemmti með Gunnari Eyjólfssyni á árunum 1955–70 og stóð fyrir útgáfu á barnaleikritum, lesnum barnasögum og ýmsu skemmtiefni á hljómplötum og snældum. Bessi var án efa einn allra vinsæl­ asti gamanleikari þjóðarinnar um miðbik síðustu aldar og fram til 1980. Meðal þekktustu hlutverka hans eru Jónatan (1960) og Kasper (1974) í Kardimommubænum; Mikki refur í Dýrunum í Hálsaskógi; Aldinbor­ inn í Ferðinni til tunglsins; Gvend­ ur í Skugga­Sveini, Palvek og Kova­ rik í Góða dátanum Svejk; Hrólfur í Hrólfi; Peter í Hunangsilmi; Gvendur snemmbæri í Nýársnóttinni; prinsinn í Hvað varstu að gera í nótt?; Argan í Ímyndunarveikinni; George í Á sama tíma að ári; Harpagon í Aurasálinni; Jamie, í My Fair Lady; Christopher Mahon í Lukkuriddaranum; Michael í Ég vil! Ég vil!; Nathan Detroit í Gæj­ ar og píur; Cliff Lewis í Horfðu reiður um öxl; Mick í Húsverðinum; Gústaf í Hvernig er heilsan?; Tómas í Í öruggri borg; Gustur í Gusti, og viðarhöggs­ maðurinn í Rashomon. Bessi söng í mörgum óperettum, m.a. í Sumar í Tyrol, Kysstu mig Kata, Betlistúdentinum, Sardasfurstynj­ unni og í óperunni Töfraflautunni, 1956, og titilhlutverkið Mikado hjá Ís­ lensku óperunni, 1982. Hann dansaði dr. Coppelíus í Coppelíu, 1974, og lék í kvikmyndunum Niðursetningnum, 1953; Skilaboð til Söndru, og Bílaverk­ stæði Badda. H jálmar fæddist á Brekku í Mjóafirði og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann gekk í Barnaskóla Mjóafjarðar og Alþýðuskól­ ann að Eiðum, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1957, lauk prófi í forspjallsvísindum við Háskóla Íslands 1958, lauk BC­ prófi í dýrafræði frá University of Glasgow 1965 og varði doktorsritgerð um loðnustofninn við Ísland við Há­ skólann í Bergen 1994. Hjálmar var vegaverkstjóri í Mjóafirði á sumrum á námsárunum, 1957–59, þegar lagður var akfær veg­ ur yfir Mjóafjarðarheiði til Héraðs. Að loknu háskólanámi í Glas­ gow hóf Hjálmar störf hjá Hafrann­ sóknarstofnun og starfaði þar síðan alla sína starfsævi. Viðfangsefni hans voru mörg og margvísleg á löngum starfsferli hjá stofnuninni en voru þó einkum rannsóknir á útbreiðslu uppsjávarfiska, mælingar á stofn­ stærð, viðkomu og veiðanleika teg­ undanna og tengslum þeirra við um­ hverfisþætti í lífríki sjávar. Hjálmar var fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun 1965–84, var forstöðumaður Nytjastofnasviðs Hafrannsóknarstofnunar 1984–89, var í rannsóknarleyfi við Northwest Atlantic Fisheries Center í St. John’s á Nýfundnalandi í Kanada 1989–90 og starfaði síðan áfram hjá Hafrann­ sóknarstofnun til 2007 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Auk starfa sinna hjá Hafrann­ sóknarstofnun sinnti Hjálmar ýms­ um verkefnum, innan lands og utan í tengslum við vísindastörf sín. Hann sat í ýmsum sérfræðinefndum Al­ þjóðahafrannsóknarráðsins, ICES, og í ýmsum nefndum á vegum Haf­ rannsóknarstofnunar. Hjálmar var félagi í Vísindafélagi Íslendinga frá 1994, var einn höf­ unda og ritstjóra kafla um fiskveið­ ar og fiskeldi í skýrslu vinnuhóps, ACIA, um áhrif veðurfarsbreytinga á norðurheimskautssvæðinu, var einn aðalhöfunda og einn ritstjóra kaflans um fiskveiðar á norðurslóð­ um í fjórðu skýrslu Milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar, IPCC, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2007 og fékk hann sérstaka viður­ kenningu Nóbelsnefndarinnar fyrir framlag sitt til verksins. Hjálmar var sæmdur riddara­ krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir í fiskifræði og hafvísind­ um. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Hjálmars er Kolbrún Sigurðardóttir, f. 2.3. 1940, fyrrv. deildarstjóri. Hún er dóttir Sigurðar Guðmundssonar hárskera og Kristínar Guðmundsdóttur for­ stöðukonu. Börn Hjálmars og Kolbrúnar eru Sigurður Stefán Hjálmarsson, f. 2.4. 1961, kvæntur Jóhönnu Erlingsdótt­ ur, f. 14.12. 1962 og eru synir þeirra Tómas, f. 24.1. 1987; Hjálmar, f. 25.8. 1988; og Marteinn, f. 15.7. 1990. Kristín Anna Hjálmarsdóttir, f. 23.9. 1962, gift Jóni Þór Geirssyni, f. 9.2. 1962 og eru dætur þeirra Þór­ hildur Ögn, f. 21.12. 1981 en sonur hennar er Úlfur Ægir Halldórsson, f. 4.7. 2006; Kolfinna, f. 6.12. 1995. Ína Björg Hjálmarsdóttir, f. 28.11. 1963, gift Sigurði Þór Jónssyni, f. 25.4. 1963 og eru börn þeirra Kol­ brún, f. 23.2. 1988; Jón, f. 26.11. 1993; Stefanía Helga, f. 2.12. 1998. Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 1.2. 1967. Systkini Hjálmars eru Páll, f. 23.5. 1940, sjómaður á Seyðisfirði; Sigfús Mar, f. 28.11. 1944, bóndi á Brekku í Mjóafirði; Stefán, f. 11.9. 1949, matvælafræðingur á Akur­ eyri; Anna, f. 7.3. 1954, kennari á Selfossi. Foreldrar Hjálmars: Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 20.9. 1914, bóndi á Brekku í Mjóafirði og fyrrv. ráðherra og alþingismaður, og k.h., Anna Margrét Þorkelsdóttir, f. 15.2. 1914, d. 21.4. 2008, húsfreyja á Brekku. Ætt Vilhjálmur er sonur Hjálmars, út­ vegsb. á Brekku Vilhjálmssonar, b. á Brekku, bróður Maríu, móður Gísla Kristjánssonar, útgerðarmanns og bæjarfulltrúa á Neskaupsstað og síðar útgerðarmanns á Akur­ eyri og loks í Hafnarfirði. Vilhjálm­ ur var sonur Hjálmars, hreppstjóra á Brekku Hermannssonar, í Firði Jónssonar Pamfíls. Móðir Vilhjálms eldri var María, dóttir Jóns Jónssonar í Flögu. Móðir Hjálmars útvegsb. var Svanbjörg Pálsdóttir, b. í Merki Jóns­ sonar, og Helgu Halldórsdóttur, Her­ mannssonar í Firði. Móðir Vilhjálms var Stefanía, systir Bjargar, ömmu Tómasar, fyrrv. alþm. og ráðherra og fyrrv. seðla­ bankastjóra, Vilhjálms hrl., og Mar­ grétar, móður Valgeirs Guðjóns­ sonar tónlistarmanns. Björg var auk þess langamma Sigríðar, móður Vil­ hjálms Einarssonar, skólastjóra og fyrrverandi Ólympíumethafa, föð­ ur Einars spjótkastara. Stefanía var dóttir Sigurðar, b. á Hánefsstöðum Stefánssonar, b. í Stakkahlíð, bróður Gunnars, afa Gunnars Gunnarsson­ ar skálds. Stefán var sonur Gunn­ ars, b. á Hallgilsstöðum á Langa­ nesi Skíða­Gunnarssonar, b. í Ási í Kelduhverfi Þorsteinssonar. Móðir Stefaníu var Sigríður Vilhjálmsdótt­ ir, b. á Brekku Vilhjálmssonar, og Guðrúnar, dóttur Konráðs Salóm­ onssonar úr Lóni suður og Sigríðar Einars dóttur. Anna Margrét var dóttir Þorkels, b. á Háreksstöðum og verkamanns á Seyðisfirði Björnssonar, b. á Engi­ læk í Hjaltastaðaþinghá Pétursson­ ar, b. í Ósi og á Klúku Runólfssonar, b. á Surtsstöðum Bjarnasonar. Móðir Björns var Áslaug Sigurðardóttir, b. í Njarðvík og ættföður Njarðvíkurætt­ arinnar yngri Jónssonar. Móðir Ás­ laugar var Kristín María Sigfúsdótt­ ir, pr. á Ási Guðmundssonar. Móðir Þorkels var Anna, systir Gróu, móður Björns Hallssonar, hreppstjóra á Rangá. Anna var dóttir Björns, b. á Bóndastöðum Björnssonar. Móðir Önnu Margrétar var Helga Ólafsdóttir, kennara Bergssonar, b. í Efri­Miðbæ í Norðfirði Víglunds­ sonar, b. á Hallgilsstöðum á Langa­ nesi. Móðir Ólafs var Ingibjörg, systir Rannveigar, móður Jónasar Hallgrímssonar skálds. Ingibjörg var dóttir Jóns, vinnumanns á Hamri í Svarfaðardal Þorsteinssonar. Móðir Helgu var Guðný, dóttir Kristjáns Sigfússonar og Sesselju Jóhannes­ dóttur. Útför Hjálmars fór fram frá Hall­ grímskirkju mánudaginn 29.8. sl. Hjálmar Vilhjálmsson Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun f. 25.9. 1937 – d. 20.8. 2011 Magnús Már Lárusson Rektor Háskóla Íslands f. 2.9. 1917 – d. 15.1. 2006 Bessi Bjarnason Leikari f. 5.9. 1930 – d. 12.9. 2005 Merkir íslendingar Merkir íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.