Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 2.–4. september 2011 // FRAMAKORTIÐ ER NÝR VALKOSTUR FYRIR ÞÁ SEM VILJA AUKA ÞEKKINGU SÍNA OG HÆFNI. Ármúla 11, 108 Reykjavík, Sími 555 7080 ı Fax 555 7081, www.dale.is 3 EINFÖLD SKREF TIL MEIRI FRAMA FRAMAK ORT // 20 LEIÐ IR TI L ME IRI F RAM A // Inni á framakort.is er að finna nánari upplýsingar um Framakortið FRAMAKORT.IS // 19.900 kr. // VELDU 3 AF 20 VINNUSTOFUM: Samningatækni Frá þjónustu til sölu Þjónustuviðhorf Kross- og viðbótarsala Jákvæð áhrif við fyrstu kynni Hvatning Leiðtogastíll Sannfærandi kynningar Áhrifarík notkun sýnigagna Árangursríkir fundir Tækifærisræður Listin að hefja samræður Markmiðasetning Mundu nöfn Tímastjórnun Fagleg framkoma Víkkum tengslanetið Jafnvægi vinnu og einkalífs Hafðu hemil á áhyggjum og streitu Samskiptahæfni – myndun tengsla // HVAÐ ER VINNUSTOFA? Vinnustofa eða ,,workshop“ er blanda af fyrirlestri og þjálfun. Vertu betri í því sem þú ert góður í. AÐEINS 19.900 kr. Kári reisir höll við Elliðavatn á tuttugustu og fyrstu öldinni og leysa Eimskip af hólmi. Fyrirtækið átti að skila miklum peningum í þjóðarbúið og vera framúrskarandi líftæknifyrir- tæki með alþjóðlegu starfsfólki, sem ynni að göfugum vísindarannsóknum. Útlitið var því bjart fyrstu árin og von- irnar og peningarnir gerðu að verkum að Kári Stefánsson og aðrir háttsettir stjórnendur Decode efnuðust vel. Kári hafði til dæmis 140 milljónir króna í laun árið 2008 auk alls kyns fríðinda eins og Porsche-jeppa sem fyrirtækið keypti fyrir hann. Hann fékk auk þess himinháa árlega bónusa frá fyrirtæk- inu. Með hæstu skattgreiðendum 2010 Þó kom að því að undan tók að halla og árið 2009 sótti Decode um greiðslustöðvun fyrir gjaldþrota- dómstóli. Um 6.000 Íslendingar höfðu keypt bréf í fyrirtækinu en féð var glatað. Við þessi tímamót vék Kári sem forstjóri Decode og haft var eftir honum að hann hugð- ist einbeita sér að rannsóknum eftir að nýir eigendur keyptu félagið. Kári hélt þó áfram að vera í efstu sætum yfir hæstu skattgreiðendur landsins og var í 12. sæti yfir þá sem greiddu hæstu skattana árið 2010. Botnlaust tap fyrirtækis Kára Stef- ánssonar virðist ekki koma í veg fyrir að hann hafi efnast nokkuð, eins og glæsihýsið sem hann byggir nú við Elliðavatn ber með sér. „Alltaf sárt að tapa“ n Bónus dýrari en Krónan, en forsendur rangar segir framkvæmdastjórinn Þ að er alltaf sárt að tapa og enn sárara þegar maður tap- ar á röngum forsendum,“ seg- ir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, en sam- kvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ er matarkarfan ódýrust í Krónunni en ekki Bónus, eins og oftast áður. Guðmundur segir að vissulega megi segja að niðurstaðan sé söguleg en fyrirtækið hafi sent frá sér athuga- semd vegna málsins. „Við bendum á að í könnuninni voru ekki teknir ódýr- ustu valkostirnir í Bónus en það er svo sannarlega gert í hinum verslununum. Aðspurður hvort forsvarsmenn Bónuss hafi verið ánægðir með könnun ASÍ hingað til segir hann að verslunin hafi oft gert athugasemd- ir við hana áður. Þetta sé flókin fram- kvæmd og þeir sem framkvæmi hana þurfi að hafa gífurlega vöruþekkingu. „Auðvitað verða mistök og maður er ekkert alltaf ánægður. ASÍ gerir þetta eftir sínu höfði og það er ekkert við því að segja.“ Eins og fyrr segir þá var ódýrasta matarkarfan í Krónunni en þar kostar hún 10.103 krónur en dýrust er hún í Nóatúni á 12.912 krónur. Matarkarfan samanstendur af 33 tegundum af almennri neysluvöru til heimilisins, til dæmis mjólkur- vöru, morgunkorni, grænmeti, kjöti, drykkjavörum, ásamt ýmsum pakka- vörum, dósamat og fleiru og var hún framkvæmd á sama tíma í átta mat- vöruverslunum: gunnhildur@dv.is Krónan 10.103 krónur Bónus 10.129 krónur Víðir 10, 282 krónur Fjarðarkaup 10.916 krónur Nettó 11.118 krónur Samkaup Úrval 12.136 krónur Hagkaup 12.268 krónur Nóatún 12.912 krónur Bónus tapar Matarkarfan er ekki ódýrust í Bónus að þessu sinni, samkvæmt könnun ASÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.