Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Qupperneq 40
40 | Sakamál 2.–4. september 2011 Helgarblað
L
íf Eileen Franklin breyttist til
frambúðar síðla dags í janú-
ar 1989 þegar hún var 28 ára.
Hún var stödd í stofu heimilis
síns í Canoga Park í Kaliforníu
í Bandaríkjunum, og lék sér við börn
sín; Jessicu, 5 ára, og Aron, 2 ára.
Þegar henni varð litið á andlit
Jessicu vaknaði hjá henni minning,
svo slæm að Eileen hafði grafið hana
djúpt í huga sér allar götur síðan hún
var barn.
„Ég leit niður. Jessica hafði snúið
höfðinu og leit upp til mín, og á því
andartaki birtist mér sýn. Fyrst sá ég
skuggann af föður mínum með grjót-
hnullung fyrir ofan höfuð sitt og mig,
þar sem ég horfði í augu Susan [bestu
vinkonu Eileen]. Þegar ég leit í augu
dóttur minnar, þessi stóru bláu augu,
breyttust þau skyndilega í augu Sus-
an. Innra með mér hrópaði ég „nei“,
en þessu varð ekki aftrað, það var of
seint.“ Þetta andartak rann upp fyr-
ir Eileen að faðir hennar hafði myrt
Susan Nason, átta ára bestu vinkonu
hennar, tuttugu árum fyrr.
Sönn sýn
Ekki var sýn Eileen eingöngu sorgleg
heldur átti eftir að koma á daginn að
hún átti við rök að styðjast. Í ljósi frá-
sagnar Eileen ákváðu yfirvöld í Kali-
forníu að líta nánar á málið sem hafði
legið í dvala og tókst með óbeinum
sönnunargögnum sem féllu að frá-
sögninni að fá föður hennar, George
Franklin eldri, sakfelldan fyrir morðið
á Susan Nason.
Eileen fæddist 25. nóvember 1960
og ólst upp í Foster City, suður af San
Francisco. Fyrir voru tvær eldri syst-
ur, Kate og Janice, og síðar bættust
yngri bróðir, George, og yngri syst-
ir, Diana, í hópinn. Ýmislegt var ekki
sem skyldi á heimilinu. Móðir þeirra,
Leah, drakk og faðirinn var áfengis-
sjúklingur og var frekar laus höndin;
hann gekk í skrokk á bæði móðurinni
og börnunum og beitti þá oftast belti
eða berum hnefum.
Að sögn Eileen misþyrmdi hann
henni fyrst þegar hún var þriggja ára
og notaði smjörhníf við ódæðið.
Leah var sjálf svo illa farin að engu
líkara var en hún léti sér í léttu rúmi
liggja þjáningar barnanna. Börnin
tjáðu sig lítið um ástandið á heim-
ilinu utan þess, en eitt skipti ræddi
Kate málið við einn kennara sinna og
lögreglan bankaði upp á. George eldri
neitaði öllu og upplýsti lögregluþjón-
ana um að hann væri slökkviliðsmað-
ur, nánast í bræðralagi með þeim, og
lögreglan lét gott heita.
Ofbeldið eykst og versnar
Þrátt fyrir að minningin um hvarf Sus-
an Nason, í september 1969, og lík-
fundinn þremur mánuðum síðar yrði
sveipuð þéttri þoku um langt árabil
var myndin af Susan mjög skýr í huga
hennar; Susan bjó handan hornsins
og var hláturmild með eindæmum.
Í kjölfar hvarfs Susan jókst ofbeld-
ið á heimili Eileen til mikilla muna og
þrátt fyrir að henni tækist að útiloka
allt kynferðislegt ofbeldi föður henn-
ar í sinn garð var henni vel ljóst að
hann misþyrmdi systrum hennar á
sama máta.
Árið 1975, þegar Eileen var 14 ára,
skildu foreldrar hennar. Eileen var þá
einræn mjög og breyttist í villta ung-
lingsstúlku. Hún reyndi að fremja
sjálfsmorð 16 ára og náði ekki að ljúka
menntaskóla. Nítján ára var hún far-
in að nota kókaín reglulega og ári síð-
ar, þegar hún var farin að vinna fyrir
fylgdarþjónustu, var hún handtekin,
játaði sig seka um að hafa falboðið sig
og fékk 1.500 dala sekt.
Árið 1982 kynntist hún manni að
nafni Barry Lipsker og öðlaðist þann
stöðugleika sem hún sárlega þarfn-
aðist. Þau giftust 1984, skömmu eftir
fæðingu dóttur þeirra.
Skyndilega var George eldri orð-
inn afi og einn góðan veðurdag greip
Eileen hann glóðvolgan þegar hann
var að skoða kynfæri stúlkubarnsins.
Hann bar því við að hann hefði ein-
ungis verið að dást að afastúlkunni
sinni. Eileen vildi ekki trúa að um
hefði verið að ræða eitthvað misjafnt,
en engu að síður sá hún til þess að
dóttir hennar var aldrei þaðan í frá ein
með afa sínum.
Sálfræðimeðferð opnar gáttir
hugans
En Eileen hafði áhyggjur af því að eig-
in æska og uppvöxtur í umhverfi lit-
uðu af ofbeldi og áfengisneyslu for-
eldranna hefði áhrif á hennar eigin
getu sem foreldris. Þess vegna greip
hún til þess ráðs að leita sér sálfræði-
meðferðar. Skömmu síðar kom upp á
yfirborðið fyrsta minningin um kyn-
ferðislegt ofbeldi sem faðir hennar
hafði beitt hana. „Skrítið,“ hugsaði
hún, „að ég hafi aldrei munað þetta.“
En ekki voru öll kurl komin til
grafar og nokkrum mánuðum síð-
ar fóru að birtast henni myndir, líkt
og veggir, sem umlukið höfðu huga
hennar, hryndu til grunna; brotn-
ar myndir líkt og um púsluspil væri
að ræða birtust henni um nokkurra
vikna skeið.
Hún mundi að hafa verið í
Volkswagen-rúgbrauðbifreið föður
síns þegar hún sá Susan á gangstétt-
inni og bauð henni far.
Eitt myndbrotið var af föður henn-
ar ofan á Susan aftur í bílum, pilsið
hennar dregið upp og hún baðandi út
handleggjunum. Eileen sá sjálfa sig í
kuðung í framsætinu, kjökrandi.
Síðan hryllileg minning; hljóðið
þegar Susan var barin í tvígang í höf-
uðið með grjóthnullungi – „eins og
þegar harðsoðið egg er slegið með
kylfu, en hærra“ – sagði Eileen.
Eileen minntist þess einnig að
faðir hennar hafði sagt henni að það
væri henni fyrir bestu að segja ekki frá
þessu – þetta væri henni að kenna því
hún hefði boðið Susan far.
Fyrsta tilfinning Eileen þegar þess-
ar minningar vöknuðu var „hrein-
ræktaður ótti“. Hún hafði ekki heyrt
minnst á fyrirbæri eins og bældar
minningar og dró því þá ályktun að
hún væri að ganga af göflunum.
Eileen snýr sér til saksóknara
Eileen reifaði þessar minningar sín-
ar við meðferðarráðgjafa sinn og
seinna meir við eiginmann sinn.
Eiginmaður hennar ráðlagði henni
að setja sig í samband við saksóknar-
ann í San Mateo.
George Franklin eldri var hand-
tekinn skömmu eftir þakkargjörð-
arhátíðina 1989. Við leit á heimili
hans í Sacramento fannst þó nokkuð
safn barnakláms.
Við réttarhöldin vitnaði Janice,
systir Eileen, um ofbeldið af hendi
föður þeirra; hvernig hann hafði
sparkað fast í hana áður en hún fór í
símann til að svara einföldum spurn-
ingum lögreglunnar vegna morðsins
á Susan.
Leah upplýsti réttinn um að
George hefði skipað henni að þvo
blóðuga skyrtu skömmu eftir hvarf
Susan. George hafði sagt að hann
hefði lent í málningaróhappi.
Þegar kviðdómur kvað upp sekt-
arúrskurð yfir George Franklin sat
Eileen þögul í dómsalnum og hélt
um hönd Margaret Nason, móður
Susan.
Óeining í systkinahópnum
En því fer fjarri að þessi vegferð hafi
létt byrðar Eileen. Hún fann til reiði
í garð móður sinnar sem hún taldi
hafa getað komið í veg fyrir margt
sem henti hana. Einnig bar George
yngri, bróðir hennar, brigður á frá-
sögn hennar og Diana, yngsta syst-
ir hennar, tók ekki afstöðu í mál-
inu. „Ég hefði getað þegið stuðning
þeirra,“ sagði Eileen á sínum tíma.
Hvað sem því líður iðraðist hún
einskis og sagðist efins um að hún
hefði getað lifað með það á samvisk-
unni að hafa ekki upplýst um minn-
ingarnar. „Ég get lifað í sátt við mig
núna,“ sagði hún.
George Franklin eldri var sak-
felldur fyrir morðið á Susan Na-
son og dæmdur til lífstíðarfangelsis.
Dómnum var áfrýjað með þeim ár-
angri að hann var ógiltur árið 1995.
Eileen flutti til Sviss með eigin-
manni sínum, Barry Lipsker, og fjöl-
skyldu. Eileen gaf út bók um reynslu
sína; Sins of the Father, sem hefur að
geyma upplýsingar um fleiri hrylli-
legar minningar sem hún ku hafa
bælt djúpt í iðrum huga síns.
Þingmaður komst upp með morð:
Bar við
geðveiki og
hafði sigur
Nú til dags er það nánast alvana-
legt að glæpamenn losni við fang-
elsisafplánun því þeir hafa borið
við ósakhæfi á grundvelli andlegra
kvilla, og haft erindi sem erfiði.
Fyrr á öldum var slíkt ekki tíðkað í
eins miklum mæli og nú um stundir
og sá fyrsti sem bar við geðveiki og
komst upp með það ku hafa verið
bandaríski þingmaðurinn og dipló-
matinn Daniel E. Sickles í apríl 1859.
Þannig var mál með vexti að
Sickles var hömlulaus kvennabósi
og flagari og lítil breyting varð þar
á þegar hann gekk að eiga Teresu
Bagi oli, sautján ára stúlku, árið 1853.
Reyndar hafði kveðið svo rammt að
að hann hafði verið ávíttur af lög-
gjafarsamkundu New York-ríkis fyrir
að hafa fengið vændiskonu inn á
skrifstofur þingsins.
Í febrúar, 26. nánar tiltekið, 1859
fékk Sickles nafnlaust bréf sem upp-
lýsti að Teresa hefði verið honum ótrú
og átt í ástarsambandi, við „myndar-
legasta mann í gervallri Washington-
borg“, í ár hið minnsta. Þessi „mynd-
arlegastur“ manna var Philip Barton
Key, ríkissaksóknari Washington
D.C. og sonur Francis Scott Key, höf-
undar þjóðsöngs Bandaríkjanna, Star
Spangled Banner.
Fyrir tilviljun, eða ekki, var Phi-
lip Barton Key staddur í grennd við
heimili Sickles, við Lafayette-torg,
næsta dag. Sickles rauk út og öskraði
á Key: „Key, skúrkurinn þinn! Þú hef-
ur svívirt heimili mitt. Þú skalt deyja!“
Að þeim orðum sögðum skaut
Sickles Key, sem þrátt fyrir að vera
særður tókst á við kokkálinn. Sickles
tókst að skjóta Key öðru skoti og stóð
síðan yfir honum, hlóð byssu sína og
skaut hann þriðja skotinu.
Nú, Sickles var handtekinn og
ákærður og réttarhöld yfir honum
hófust 4. apríl 1859. Sickles var vin-
margur og fékk mikilsvirta stjórn-
málamenn til að sjá um vörnina.
Einnig barst honum bréf sem James
Buchanan, forseti Bandaríkjanna,
skrifaði honum persónulega.
Einn verjenda Sickles, Edwin
M. Stanton, sem síðar varð stríðs-
málaráðherra, hélt því fram að Sick-
les hefði verið svo bugaður af sorg
vegna ótryggðar Teresu að hann
hefði ekki verið ábyrgur gerða sinna
þegar hann skaut Philip Barton Key
til bana.
Í fyrsta skipti í sögu Bandaríkj-
anna bar slík vörn í sakamáli árang-
ur og Sickles var sýknaður af morð-
inu. Reyndar gott betur því hann var
nánast talinn hafa bjargað öðrum
konum frá svipuðu fári og Teresa
hafði lent í; að falla fyrir ótuktarleg-
um sjarma Keys.
Með tíð og tíma fyrirgaf hann eig-
inkonu sinni víxlsporið, dró sig út úr
sviðsljósinu en hélt sæti sínu á þingi.
Sagan segir að þegar frá leið hafi
Sickles sagt: „Að sjálfsögðu ætlaði
ég að drepa hann. Hann átti það
skolið.“
Sickles varð síðar hershöfðingi
í borgarstríðinu og mörgum árum
síðar lést hann í hárri elli, nánar til-
tekið 3. maí 1914 rétt tæplega 95 ára
að aldri.
Kolbeinn Þorsteinssson
kolbeinn@dv.is
Sakamál
n Eileen Franklin var orðin fullorðin þegar bældar minningar fóru að láta á sér
kræla n Myndbrot af kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður hennar birtust henni
af morði
minningar
Susan Nason Maður var
sakfelldur fyrir morðið á Susan,
en dómurinn síðar ógiltur.