Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 36
36 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 2.–4. september 2011 Helgarblað Ó lafur Björn fæddist í Reykja- vík og ólst upp í Ólafsvík hjá móður sinni og stjúpföð- ur. Hann gekk í grunnskóla Ólafsvíkur og lauk þar skóla- göngu sinni. Þegar Ólafur Björn var fjórtán ára fór hann á sjó og stundaði sjó- mennsku á bátum og togurum til árs- ins 1983. Þá flutti hann til Reykjavík- ur og stundaði sjómennsku, lengst af á Jóni Baldvinssyni RE til ársins 1997. Síðan hefur Ólafur Björn verið bifreiðastjóri og er nú vagnstjóri hjá Strætó bs. Fjölskylda Eiginkona Ólafs Björns er Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, f. 4.12. 1966, bókari. Foreldrar hennar eru Guð- mundur Árni Bjarnason, f. 27.7. 1934, nú látinn, og Gyða Þorsteins- dóttir, f. 2.4. 1942, d. 28.7. 2000. Börn Ólafs Björns og Júlíönu Ósk- ar eru Heimir Bergmann Ólafsson, f. 5.2. 2002; Gyða Ósk Ólafsdóttir, f. 28.7. 2003. Dætur Ólafs Björns með Hafdísi Kjartansdóttur, búsett í Súðavík, eru Salbjörg og Sólveig, f. 1.8. 1985, en fyrir átti Hafdís Eðvarð Örn Kristins- son, f. 29.8. 1980. Fóstursynir Ólafs Björns og synir Júlíönu eru Sindri Þór Hannesson, f. 16.3. 1995; Atli Freyr Hannesson, f. 8.9. 1997. Hálfsystkini Ólafs Björns, sam- mæðra, eru Rúnar Ívarsson, f. 25.12. 1967, sölufulltrúi, búsettur í Kópa- vogi, giftur Sigrúnu Sóleyju Gísla- dóttur, f. 11.4. 1967, og eiga þau tvær dætur; Kolbrún Ívarsdóttir, f. 21.2. 1973, einkaþjálfari, búsett á Hellis- sandi en maður hennar er Anton Ragnarsson, f. 19.7. 1970, skipstjóri og útgerðarmaður og eiga þau þrjá syni. Hálfbræður Ólafs Björn samfeðra eru Gísli Kristján Heimisson, f. 25.3. 1970, sjómaður búsettur á Hellis- sandi en kona hans Beata og eiga þau eina dóttur; Gylfi Bergmann Heimisson, f. 8.5. 1975, sölustjóri, búsettur í Kópavogi en kona hans er Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir, f. 24.6. 1976, og eiga þau þrjú börn. Faðir Ólafs Björns er Heimir Berg- mann Gíslason, f. 31.10, 1939, skip- stjóri og útgerðarmaður, búsettur í Hafnarfirði. Kona hans er Svala Þyrí Steingrímsdóttir, f. 4.9.1942, húsmóðir. Móðir Ólafs Björns er Sólveig Jó- hannsdóttir, f. 31.1. 1943, húsmóðir í Reykjavík. Eiginmaður hennar var Ívar Reynir Steindórsson, f. 5.2. 1942, d. 16.10. 2008, sjómaður og sendibíl- stjóri. G ylfi fæddist í Kópavogi en ólst upp í Keflavík. Hann tók stúdentspróf frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja 1983, B.Ed-próf frá Kennarahá- skóla Íslands 1986, BA-prófi með sálfræði sem aðalgrein frá Háskóla Íslands 1992 og meistarapróf í sálar- fræði (cand. psych) frá Háskólanum í Árósum 1997. Gylfi vann ýmis sumarstörf á fjöl- brautaskólaárum og var kennari við Glerárskóla 1986–88, var meðferðar- fulltrúi á unglingageðdeild Landspít- alans 1988–92, var forstöðumaður á sambýlinu við Holtaveg 1992–94, sál- fræðingur við göngudeild barna- og unglingageðdeildar í Viborg í Dan- mörku 1997–99, deildarstjóri sér- fræðiþjónustu á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar 1999–2011 og er fræðslustjóri Reykjanesbæjar frá því í júní 2011. Gylfi Jón hefur haldið fjölda fyr- irlestra og námskeið fyrir kennara og foreldra, m.a. um uppeldismál, ADHD og börn með sérþarfir. Þá hefur hann skrifað fjölda greina um skóla, uppeldismál og stangaveiði í dagblöð og tímarit. Fjölskylda Sambýliskona Gylfa Jóns er dr. Ingi- björg Sveinsdóttir, sálfræðingur á heilsugæslustöðinni Firði Hafn- arfirði. Foreldrar Ingibjargar eru Sveinn Þorgrímsson verkfræðingur og Anna Þóra Árnadóttir, grafískur hönnuður. Dóttir Ingibjargar er Anna Ingi- bjargardóttir, f. 20.1. 2008. Gylfi Jón kvæntist 14.9. 1991 Gyðu Hjartardóttur, f. 26.2. 1967, félagsráð- gjafa. Þau skildu. Foreldrar hennar eru Hjörtur Ingi Vilhelmsson, versl- unarmaður í Reykjavík, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, skrifstofukona í Reykjavík sem er látin. Börn Gylfa og Gyðu eru Ingibjörg Gylfadóttir, f. 24.5. 1992, mennta- skólanemi; Adda Guðrún Gylfadótt- ir, f. 9.12. 1995, menntaskólanemi; Sveinn Ingi Gylfason, f. 19.1. 2002. Systkini Gylfa eru Bára Kolbrún Gylfadóttir, f. 23.3. 1979, sálfræðing- ur; Sveinn Gunnar Gylfason, f. 9.4. 1966, d. 4.4. 1983. Foreldrar Gylfa eru Gylfi Guð- mundsson, f. 1.9. 1940, fyrrv. skóla- stjóri Njarðvíkurskóla, og Guðrún Jónsdóttir, f. 15.12. 1942, fyrrv. kenn- ari við Njarðvíkurskóla. Ætt Gylfi, fyrrv. skólastjóri, er sonur Guð- mundar, sóknarprests á Staðastað á Snæfellsnesi og síðar í Neskaup- stað Helgasonar, sjómanns í Ásbúð í Hafnar firði Guðmundssonar, sjó- manns á Hellu í Hafnarfirði Guð- mundssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Þórarinsdóttir, b. og smiðs í Fornaseli á Mýrum vestra Þórarins- sonar. Móðir Gylfa, fyrrv. skólastjóra, var Hulda, en foreldrar hennar voru fósturforeldrar dóttursonar síns, Gylfa skólastjóra. Hulda var dótt- ir Sveins, skólastjóra í Bolungar- vík Halldórssonar, hálfbróður, sam- mæðra, Sigurðar, pr. á Vatnsenda og síðar verslunarráðsritara í Reykjavík Guðmundssonar. Sveinn, skólastjóri í Bolungarvík, var sonur Halldórs, b. á Skeggjastöðum í Garði Halldórs- sonar, b. í Kjarnholtum í Biskups- tungum Halldórssonar. Móðir Sveins var Ingunn Árnadóttir, b. í Bartakoti í Selvogi Gíslasonar. Móðir Huldu var Guðrún, dóttir Pálma, b. á Meira- Bakka í Skálavík Bjarnasonar og Kristínar Friðbertsdóttur, b. í Vatna- dal Guðmundssonar, b. í Görðum í Önundarfirði Jónssonar. Guðrún kennari er dóttir Jóns, vél- stjóra, lengst af í Keflavík Sæmunds- sonar, b. og kennara á Krakavöllum í Fljótum Dúasonar Kristjáns, b. og smiðs á Krakastöðum Grímssonar, græðara yngri, í Reykhúsum og að Minni-Reykjum í Flókadal Magnús- sonar, græðara, spítala- og klaustur- haldara á Möðruvöllum í Eyjafirði Grímssonar, græðara eldri, b. á Espi- hóli í Eyjafirði Magnússonar. Móðir Magnúsar á Möðruvöllum var Sigur- laug Jósefsdóttir, b. að Ytra-Tjarnar- koti Tómassonar, b. að Hvassafelli, ættföður Hvassafellsættar Tómas- sonar, hreppstjóra í Kollugerði, ætt- föður Kollugerðarættar Sveinssonar. Jósef var langafi Kristjáns, afa Hriflu- Jónasar; Jóhannesar, afa Jóhanns Sigurjónssonar skálds; Ingiríðar, langömmu Steins Steinars, og Finns Jónssonar ráðherra, afa Hallgríms Snorrasonar, fyrrv. hagstofustjóra. Bróðir Jósefs var Jónas, afi Jónasar Hallgrímssonar. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg, systir Gunnars í Ufs- um, föður Gunnars í Laufási, afa Hannesar Hafstein. Móðir Gríms á Minni-Reykjum var Margrét Bene- diktsdóttir, vinnumanns á Höfða Benediktssonar. Móðir Margrétar var Halldóra Sigfúsdóttir, prófasts á Höfða Jónssonar. Móðir Dúa Krist- jáns var Ólöf Ólafsdóttir, b. á Rif- kelsstöðum Jósefssonar, bróður Sigurlaugar. Móðir Sæmundar var Eugenía Jónsdóttir Norðmanns, pr. á Barði í Fljótum Jónssonar, frá Forn- haga í Hörgárdal Guðmundssonar, bróður Vatnsenda-Rósu. Móðir Jóns Norðmanns var Margrét Jónsdóttir, pr. og skálds á Bægisá Þorlákssonar. Móðir Jóns vélstjóra var Guðrún Valdný, dóttir Þorláks, b. og skip- stjóra á Lambanes-Reykjum í Fljót- um Þorlákssonar, b. þar Þorláksson- ar, b. á Illugastöðum Þorlákssonar, b. þar Björnssonar, b. þar Þorlákssonar, b. þar Ólafssonar, Þorlákssonar, pr. á Miklabæ Ólafssonar. Móðir Þorláks eldra á Lamba-Reykjum var Anna Jónsdóttir, ríka á Brúnastöðum Jóns- sonar, skólakennara í Noregi Jónsson- ar, frá Löngumýri í Skagafirði Rafns- sonar, á Skefilsstöðum í Laxárdal Jónssonar, pr. í Hvammi í Laxárdal Þórðarsonar. Móðir Þorláks skipstjóra var Guðrún Jónsdóttir, b. á Lamba- nes-Reykjum Jónssonar, b. á Lamba- nesi Þorfinnssonar, b. á Lambanes- Reykjum Magnússonar, b. á Kálfsá í Ólafsfirði. Móðir Jóns á Lambanesi var Ingibjörg Bjarnadóttir. Móðir Guðrúnar var Sigurlaug Sæmunds- dóttir frá Lambanesi. Móðir Guð- rúnar Valdnýjar var Margrét Halldóra ljósmóðir, systir Dúa Kristjáns. Móðir Guðrúnar kennara og amma afmælisbarnsins var Bára Sveinbjörnsdóttir. Móðir Báru var Jónína Jónsdóttir. Gylfi Jón Gylfason Fræðslustjóri Reykjanesbæjar Ólafur B. Heimisson Strætisvagnabílstjóri hjá Strætó bs 50 ára á föstudag 50 ára á föstudag K ristín fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hún var í Hólabrekkuskóla og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Kristín vann hjá Íslandspósti á ár- unum 2001–2007, starfaði hjá Agli Árnasyni ehf. 2007–2008, vann síðan hjá Parka 2008–2009 og hefur starfað við innkaupadeild hjá Innnesi ehf. frá 2009. Kristín æfði og keppti í fimleik- um með Gerplu á unglingsárunum og hefur nýlega hafið aftur æfingar fyrir eldri iðkendur. Þá gengur hún á fjöll og hefur hafið sjósund af kappi. Fjölskylda Sonur Kristínar er Daníel Finns Matthíasson, f. 21.6. 2000. Alsystir Krist- ínar er Sigurrós Ásta Jakobsdótt- ir, f. 20.5. 1979, verslunarstjóri hjá Tiger, búsett í Reykjavík. Hálfsystkini Kristínar, sam- feðra, eru Hall- dór Jakobsson, f. 13.11. 2000; Dag- björt Hekla Jakobsdóttir, f. 12.11. 2005. Hálfsystir Kristínar, sammæðra, er Ágústa Klara Ágústsdóttir, f. 3.12. 1993. Foreldrar Kristínar eru Unn- ur Dagmar Kristjánsdóttir, f. 12.5. 1959, verslunarmaður hjá ÁTVR, búsett í Reykjavík, og Jakob Ragn- arsson, f. 25.6. 1958, starfsmaður hjá Marel, búsettur í Mosfellsbæ. Kristín Jakobsdóttir Verslunarmaður í Reykjavík 30 ára á föstudag A lmar fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í Grundaskóla og Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Almar stafaði hjá Norð- uráli í eitt sumar, vann við pípulagnir hjá PK lögnum, síðan við húsamálun í tvö ár en hefur starfað hjá BYKO á Akranesi frá 2006. Almar æfði og keppti í knatt- spyrnu með ÍA frá fimm ára aldri, lék með meistaraflokki ÍA um skeið, með meistaraflokki Víkings í Reykja- vík, með Kára og Bruna á Akranesi, en leikur nú með Kára. Fjölskylda Unnusta Almars er Erla Jörunds- dóttir, f. 12.4. 1986, nemi í félagsráð- gjöf við Háskóla Íslands. Sonur Almars og Erlu er Ari Styrmir Almarsson, f. 8.12. 2009. Albræður Almars eru Viðar Freyr Viðarsson, f. 19.1. 1985, starfsmað- ur við Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga; Bjarki Valur Viðars- son, f. 26.9. 1991, starfsmaður Norð- uráls. Hálfsystkini Almars eru Ása Birna Viðarsdóttir, f. 9.5. 1969, skrifstofu- maður hjá Norðuráli; Svavar Halldór Viðarsson, f. 8.4. 1972, nemi í Dan- mörku. Foreldrar Almars eru Viðar Bjarnason, f. 6.7. 1950, sjómaður og kokkur á Akranesi, og Ingibjörg Björnsdóttir, f. 25.6. 1961, starfsmað- ur við Sjúkrahús Akraness. Almar B. Viðarsson Lagnastjóri BYKO á Akranesi 30 ára á laugardag R afn fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi til átta ára aldurs en síð- an í Reykjavík. Hann var í Digranesskóla í Kópa- vogi, Hamraskóla í Grafarvogi og loks í Tjarnarskóla við Tjörnina í Reykjavík. Þá stundaði hann nám við Menntaskólann á Laugarvatni um skeið, við Borgarholtsskóla og Menntaskólann á Ísafirði. Hann stundar nú nám hjá Hringsjá – Náms- og starfsendurhæfingu. Rafn hefur einkum sinnt versl- unarstörfum og starfað við mat- reiðslu á skyndibitafæði. Hann starfaði m.a. á Pizza Hut á Sprengi- sandi, við Staðarskóla í Hrútafirði í tæp þrjú ár og starfaði hjá N1 á Blönduósi á árunum 2005–2009. Fjölskylda Hálfsystkini Rafns, samfeðra, eru Guðmundur Kristinn Vilbergsson, f. 17.4. 1985, húsamálari, búsett- ur í Garðabæ; Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson, f. 1.8. 1992, nemi á Akureyri; Marta Karen Vilbergsdótt- ir, f. 26.10. 1994, nemi á Akureyri; Kolbrún Halla Vilbergsdóttir, f. 10.1. 2005. Foreldrar Rafns: Alda Rafnsdótt- ir, f. 26.7. 1963, d. 3.9. 1988, sjúkra- ritari við Landspítalann, og Vilberg Guðmundsson, f. 15.5. 1962, fram- kvæmdastjóri á Blönduósi. Afi og amma Rafns, foreldrar Öldu, eru Rafn Vigfússon, f. 2.11. 1935, lengi verktaki hjá Orkuveitu Reykjavíkur, og Karen María Pálína Gestsdóttir, f. 8.9. 1939, lengi tal- símavörður hjá Landssímanum. Rafn ólst að miklu leyti upp hjá þeim eftir að móðir hans féll frá. Rafn Ölduson Nemi hjá Hringsjá 30 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.