Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
S
kiptum er lokið í þrota
búi einkahlutafélags
ins DAB, sem var í eigu
Bjarka Hjálmarsson
ar Diego, fyrrverandi
framkvæmdastjóra útlána hjá
Kaupþingi. Félagið hélt utan
um eignarhlut Bjarka í hluta
bréfum hans í Kaupþingi og í
verðbréfasjóðnum Kaupthing
Capital Partners. Var félagið
stofnað í ágúst árið 2007.
Félagið skuldaði Kaup
þingi 550 milljónir króna í lok
árs 2009. Þrátt fyrir það kemur
fram að Arion banki hafi ein
ungis átt 84 milljóna kröfu á
félagið. Upp í þá kröfu fengust
um fimm milljónir króna eða
sem nemur sex prósentum af
kröfum. Svo virðist sem Bjarki
hafi samið um skuldir sínar
vegna hlutabréfanna í Kaup
þingi, en fyrir þeim fékk hann
lán í evrum. Krafa Arion banka
virðist því einungis byggð á
láni til kaupa Bjarka í Kaup
thing Capital Partners, en það
lán var í breskum pundum.
Samkvæmt Rannsóknar
skýrslu Alþingis námu skuldir
Bjarka við Kaupþing hins veg
ar 1.145 milljónum króna í lok
árs 2008. Virðist því sem hluti
af lánum hans hafi verið skráð
á hann persónulega. Hann
hefur áður upplýst fréttastofu
Stöðvar 2 um að hann hafi
samið við slitastjórn Kaup
þings um skuldina og hafi
greitt það sem honum bar að
fullu. Ekki náðist í Bjarka við
vinnslu þessarar fréttar þar
sem hann er í sumarfríi. Því
liggur ekki fyllilega ljóst fyrir
hvernig uppgjör hans við slit
astjórn Kaupþings og Arion
banka fór fram.
Malar gull í lögmennsku
Þess skal getið að Bjarki var
með 275 milljónir króna í laun
hjá Kaupþingi fyrir árin 2006,
2007 og 2008. Hann á 250 fer
metra hús í Lálandi í Reykja
vík sem enn er skráð á hann
og eigin konu hans. Svo virðist
sem hann hafi gefið út trygg
ingabréf á fasteign sína í gær
upp á 21 milljón króna. Ekki
liggur ljóst fyrir hvort trygg
ingabréfið sé hluti af sam
komulagi hans við skila
nefndina. Áður hafði Bjarki
fengið lán hjá Kaupþingi upp á
25 milljónir króna árið 2005 út
á fasteignina.
Í dag starfar hann á lög
mannsstofunni BBA/Legal og
er einn af eigendum hennar.
Viðskiptablaðið greindi nýlega
frá því að af þeim lögfræði
stofum sem blaðið kannaði af
komuna hjá skilaði BBA/ Legal
mestum hagnaði allra á árinu
2009. BBA/Legal hagnaðist um
rúmlega 300 milljónir króna á
árinu 2009 eftir skatta. Bjarki
virðist því hafa það gott þrátt
fyrir gjaldþrot einkahluta
félagsins DAB. Hann komst
í fréttir fyrr á þessu ári þegar
Hæstiréttur hnekkti dómi hér
aðsdóms um að skattleggja
ætti kaupréttarsamninga sem
hann fékk hjá Kaupþingi sem
launatekjur en ekki fjármagns
tekjur. Höfðu skattayfirvöld
úrskurðað að um launatekjur
væri að ræða en því var Hæsti
réttur ekki sammála.
Ármann skuldar nærri sex
milljarða
Bjarki Diego var ekki eini kúlu
lánþeginn hjá Kaupþingi sem
náði að setja hlutabréf sín inn
í einkahlutafélag. Það gerðu
átta aðrir starfsmenn. Þeirra
þekkastur er líklega Hreiðar
Már Sigurðsson en einkahluta
félag með hans nafni skuldaði
skilanefnd Kaupþings um sjö
milljarða króna í lok árs 2009.
Aðrir sem áttu einkahlutafélög
um hlutabréf sín voru meðal
annars Ármann Þorvaldsson,
Magnús Guðmundsson, Krist
ján Arason, Ingvar Vilhjálms
son og Guðni Níels Aðalsteins
son, sem allir voru stjórnendur
hjá Kaupþingi fyrir hrun.
Ármann Þorvaldsson ehf.
skuldaði um 5,5 milljarða króna
í lok árs 2009. Var eigið fé félags
ins neikvætt um 5.350 milljónir
króna. Er félagið skráð til heimil
is hjá foreldrum hans sem bæði
eru skráð í stjórn þess. DV sagði
frá því fyrir stuttu að Ármann
hefði gert kaupmála við eigin
konu sína. „Ég er ekki að flýja
neinar skuldir eða eitthvað svo
leiðis. Er ekki að fara frá nein
um persónulegum skuldum. Ég
held ég tjái mig þó ekki að öðru
leyti um þetta,“ sagði Ármann
aðspurður um umræddan
kaupmála í samtali við DV. Lít
ið hefur hins vegar verið fjallað
um umrætt einkahlutafélag Ár
manns. Þegar nafni hans er flett
upp í fyrirtækjaskrá kemur fram
að hann tengist engum félögum.
Það virðist hins vegar ekki vera
rétt. Sama dag og Ármann og
Þórdís Edwald, eiginkona hans,
gerðu með sér kaupmála var
glæsihýsi þeirra að Dyngjuvegi 2
fært yfir á Þórdísi.
Magnús kom ekki hluta-
bréfum í félag
Magnús Guðmundsson ehf.
var stofnað í júní árið 2008.
Kemur fram í skýrslu Rann
sóknarnefndar Alþingis að
skuldir hans hjá Kaupþingi hafi
numið 3,1 milljörðum króna á
þeim tíma. Félag Magnúsar átti
hins vegar ekki í neinni starf
semi árið 2008 og er skuld
laust samkvæmt ársreikningi
2008. Þannig virðist Magnús
ekki hafa náð að koma skuld
um sínum yfir í einkahlutafélag
líkt og margir aðrir stjórnendur
Kaupþings gerðu. Þeir Ármann,
Hreiðar Már og Magnús virðast
hins vegar hafa það gott erlend
is. Ármann í London og hinir
tveir í Lúxemborg. Á mynd með
frétt má sjá heimili Magnúsar
í Lúxemborg en ekki er vitað
við hvað hann starfar í dag eft
ir að hann var rekinn sem for
stjóri Havillandbankans síð
asta sumar eftir að hafa setið í
gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna
rannsóknar sérstaks saksókn
ara á málefnum Kaupþings.
Bjarki Diego sloppinn
undan kröfum Arion
n DAB ehf. sem var í eigu Bjarka Diego, lögmanns Kaupþings, er komið í þrot
n Ármann Þorvaldsson ehf. ekki gjaldþrota þrátt fyrir nærri sex milljarða skuldir
Annas Sigmundsson
as@dv.is
Viðskipti
Samdi við skilanefnd Svo virðist sem lögmaðurinn Bjarki H. Diego hafi náð að semja við skilanefnd Kaupþings og Arion banka vegna lána sem hann fékk
til hlutabréfakaupa í Kaupþingi fyrir hrun.
Skuldar nærri sex milljarða
Félagið Ármann Þorvaldsson ehf.
skuldaði nærri sex milljarða króna í
lok árs 2009. Átti félagið hlutabréf í
Kaupþingi sem nú eru verðlaus.
Kom ekki hlutabréfum í einka-
hlutafélag Magnús Guðmundsson
náði ekki að koma hlutabréfum
sínum í Kaupþingi yfir í einkahluta-
félag sem hann stofnaði sumarið
2008.