Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 32
32 | Viðtal 2.–4. september 2011 Helgarblað „Ég er harður við sjálfan mig“ M ér líður illa ef ég er ekki á kafi í alls kyns vinnu,“ segir Villi spurður að því hvers vegna hann geti ekki látið sér það duga að vera í einni vinnu frá 9 til 5. Hann er með spurninga- þáttinn Nei, hættu nú alveg, sem er á dagskrá Rásar 2 á sunnudögum, leikur í mynd- unum um ævintýri Sveppa og Villa, semur tónlist og vinn- ur sem hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Ennemm. Því starfi tók hann við af Jóni Gnarr þegar hann fór í starf borgarstjóra. „Ég er í borgarstjórastóln- um,“ segir Villi í gamni. „Þegar Jón Gnarr hættir í borginni þá er ég tilbúinn að koma í hans stað. Annars er þetta fyrsta 9 til 5 vinnan mín á ævinni,“ segir hann grínlaust. „Ég hef aldrei verið í dæmigerðri skrifstofu- vinnu.“ Samúðarkveðjur til bygg- ingarverkafólks Og það er rétt sem hann seg- ir því nú telur hann upp þau störf sem hann hefur gegnt um ævina. Pítsusendill, byggingar- verkamaður, liðsmaður á sam- býli, kennari og sjómaður eru á meðal þeirra starfa sem hann hefur sinnt utan list- sköpunar. Allra leiðinlegast fannst honum í byggingarvinnu. „Ég sendi samúðar- og stuðnings- kveðjur til allra þeirra sem olíubera og skafa mót. Þetta er leiðinlegasta vinna sem hægt er að hugsa sér, segir hann og hristir höfuðið af hryllingi.“ Áttavilltur pítsusendill Það starf sem hann telur sig hafa sinnt verst var að sendast með pítsur fyrir pítsustaðinn Jón Sprett á Akureyri. „Ég var versti pítsusendill sem sögur fara af, ég fann aldrei húsin sem ég átti að sendast með pítsurnar í. Ekki einu sinni þegar ég átti að fara með pítsu í hús við eina stærstu götu Akureyrar. Eig- andinn var að verða alveg brjálaður á mér og keypti að lokum risastórt kort af bæn- um sem hann hengdi upp. All- ir vissu nú hvers vegna hann gerði þetta og ég var heppinn að hann rak mig ekki bara.“ Fór 16 ára í Smuguna Hann á erfiðara með að svara því hvaða vinnu hann hafi lært mest af. Hann lærði að eigin sögn mikið á því að vinna á sambýli og þá fór hann ung- ur til sjós og segist hafa fengið gömul og góð gildi beint í æð frá sér eldri og reyndari vinnu- félögum. „Ég var bara sextán ára þeg- ar ég ákvað að fara á sjóinn. Reyndar þá fór ég alla leið í Smuguna og var þar svo vikum skipti,“ segir hann. „Það stóð nú ekki til, við vorum á veiðum í nágrenni við landið þegar skipstjórinn tilkynnti að við værum á leið- inni í Smuguna. Ég hringdi í mömmu og sagði henni hvert ég væri að fara og henni brá allrækilega. Ég kom ekki heim fyrr en einum og hálfum mán- uði seinna.“ Lærir á því að gera mistök Löngu seinna þegar hann var að kenna sextán ára ungling- um heimspeki í Hafnarfirði minnist hann þess að hafa horft yfir hópinn og hugsað um sjóferðina löngu. „Ég horfði yfir hópinn, þetta eru auðvitað bara börn, og var að hugsa um hvað ég hefði eiginlega verið að gera þarna svona ungur. En ég held samt að ég hafi lært mest á því að gera mis- tök. „Ég þrífst á því að búa eitt- hvað til, skapa. Í því felst að taka áhættu og afhjúpa sjálfan mig. Ég myndi líklegast ekki búa neitt til, ekki tónlist, ekki myndlist, sögur eða texta eða nokkuð annað ef ég gerði ekki fullt af mistökum.“ Veð áfram „Ég er líka framtakssamur. Veð áfram í sköpuninni svo öðrum finnst stundum nóg um og get tekist á við stór verkefni fullur orku. Þegar svona stendur á hjá mér þá finnst mér ég geta allt. Þótt ég sé hlaðinn verk- efnum þá finnst mér ég samt ekki hafa nóg að gera. Sem dæmi um þetta get ég nefnt verkefni Naglbítanna með Lúðrasveit verkalýðs- ins. Ég fékk þá flugu í höfuð- ið að fá lúðrasveit til að spila með okkur. Innan skamms voru hundrað manns komnir í vinnu. Þetta varð risavaxið samstarf og við gerðum meira að segja líka heimildarmynd um verkefnið. Eins og hitt væri ekki nóg,“ segir hann og skellir upp úr. Listamenn framkalla hæðir og lægðir En það getur enginn haldið uppi slíkri athafnasemi enda- laust. Og Villi segir lægðina sem fylgir óhjákvæmilega og eðlilega. „Svo koma önnur tímabil inn á milli þar sem ég fer í lægð og ríf sjálfan mig niður. Ég verð neikvæður og rýni í það sem ég bjó til. Ég er harður við sjálf- an mig. Ég spyr mig af hverju ég gerði eitthvað á þennan mátann en ekki hinn, finnst ég hefði getað gert allt betur og spyr mig svo til hvers ég hafi eiginlega verið að þessu?“ Villi telur að þörfin fyrir að skapa kalli fram þessar hæðir og lægðir í lífinu. „Það er oft talað um að þeir sem eru í skapandi geiran- um séu allir með snert af geð- hvarfasýki og það má vel vera. Það getur enginn verið núll- stilltur í skapandi greinum. Það gengur ekki. Listamenn framkalla þessa líðan því þeg- ar það þarf að búa eitthvað til er ekkert annað í boði en að keyra sig áfram.“ Getur ekki verið aðgerðalaus Verst finnst Villa þegar hann finnur ekki hjá sér þörf til að búa eitthvað til. „Mér finnst það hrikalega erfitt og líður illa þegar svo er ástatt. Ég verð hreinlega bara skrýtinn. Þá fer ég í bíltúr og keyri í hringi, fer í sund eða eitthvað til að drepa tímann og reyni að ná áttum. Stundum er þetta afleiðing af því að ég hef lengi verið að gera sama hlutinn. Þá gagnast ég engum og allra síst sjálfum mér. Ég gagnast best þegar mest liggur á. Þá er eitthvað í húfi. Það þarf að vera eitthvað sem kveikir í mér. Þá verð ég alveg trylltur.“ Í áhættuatriðum í nýrri mynd Villi segist einmitt vera í svo- lítilli lægð núna. Ekki mikilli. En hann er að keyra sig í gírinn eftir gríðarlegar annir í sum- ar. Hann var í mánaðarlöng- um tökum á nýrri mynd um Sveppa og Villa. Algjör Sveppi og Villi og töfraskápurinn heit- ir nýjasta myndin og verður frumsýnd innan skamms. Þá ferðaðist hann vítt og breitt um landið í nýrri auglýs- ingaherferð Símans þar sem hann kynnti landsmönnum skemmtilega áfangastaði. „Þetta voru skemmtilegar tökur. Mikill hasar og æsing- ur. Við Sveppi þeystum um á vespum og snjósleðum og lékum líka áhættuatriðin, seg- ir Villi og hlær. „Það sá bara á manni eftir allar þessar rúll- ur og veltur. En Sveppi keyrði þetta áfram. Hann þolir ekkert væl,“ segir hann og hlær. Buslulaugin full af litlum aðdáendum Myndirnar hafa notið mikillar velgengni og þeir Sveppi njóta mikillar aðdáunar yngstu kyn- slóðarinnar. Hefur hann orðið var við það? „Já, ég væri nú bara að ljúga ef ég viðurkenndi það ekki,“ segir Villi. „Þegar ég fer í sund með strákinn minn sem er þriggja ára og fer með hann í buslulaugina. Þá líður ekki á löngu þar til hún er full af krökkum sem eru svona að- eins að kíkja á mig. Það er nú bara skemmtilegt.“ Æskuárin í sveitinni Villi er fæddur í Reykjavík og bjó í Hafnarfirði sín fyrstu uppvaxtarár. Hann telur sig enn vera góðan og gildan Hafnfirðing þrátt fyrir að hafa flutt þaðan þriggja ára gamall. „Amma mín á heima í Hafnarfirði og ég fer þangað um hverja helgi í pönnukök- ur og kaffi. Þetta er siður sem ég hef haft fastan árum sam- an. Við sitjum þá og ræðum heimsmálin og þetta er ómiss- andi hluti af tilverunni. Ég hlýt því eiginlega að teljast góður Hafnfirðingur,“ segir hann og kinkar kolli. Úr Hafnarfirði flutti fjöl- skylda Villa til Lauga í Reykja- dal í Suður-Þingeyjasýslu. „Þetta er svo falleg sveit og þaðan á ég fallegar minning- ar. Ég átti skemmtilega æsku í sveitinni og var mikill ærsla- belgur. Ég var alltaf að brasa eitthvað og ég var oft skamm- aður. Ég var ekkert endilega óal- andi en ég reyndi mikið á for- eldra mína og krafðist mikils af þeim. Ég vaknaði klukkan sex á morgnana og tilkynnti þeim að nú væri kominn dagur og það þyrfti að sinna mér. Ég var síspyrjandi um allt milli him- ins og jarðar og var óþolandi. Seinna fór ég í heimspekina og lærði að það að spyrja er ein- staklega góður hlutur.“ Dröslaði bekk upp á fjall Villi segir sögu úr æsku sinni sem er lýsandi fyrir framtaks- semina sem hefur fylgt hon- um fram á fullorðinsár. „Þegar ég var sex ára stal ég bekk og dröslaði honum lengst upp í fjall. Það var svo mikið af túr- istum að labba þarna, banda- rískum kellingum. Mér datt í hug að þær þyrftu að hvíla sig. Hvernig er hægt að skamma lítinn dreng fyrir svona?“ Villi flutti til Akureyrar og bjó einnig í eitt ár í Skotlandi með fjölskyldunni. Hafnar- fjörður, Laugar, Akureyri, Skotland. Þetta eru allt staðir þar sem er stundum sagt að búi stórhuga fólk sem er stolt af upprunanum og Villi getur ekki annað gert en játa því. „Þetta er jú rosaleg blanda,“ segir hann. „Ég held að þeir hafi mótað mig. Sérstaklega þegar kemur að þörf minni til þess að vera úti í náttúrunni.“ Bestu minningarnar frá Akureyri Hann á margar af sínum bestu minningum frá unglingsárun- um á Akureyri. Þar urðu Nagl- bítarnir til og Villi segir að á þessum árum hafi hann verið með hlutina á kristaltæru. „Þannig er það oft með ungt fólk. Það veit hvað það vill og stefnir þangað ótrautt. Hugmyndir þess eru svo tærar. Það er á toppnum og ekkert getur fengið það til að líta nið- ur. Það er svo seinna að lífið kynnir ýmsar hugmyndir og form fyrir okkur. Við hlöðum þessu utan á okkur þangað til að bagginn er orðinn ansi þungur. Þá förum við að vagga og verða völt.“ Naglbítarnir koma aftur saman 2012 Naglbítarnir urðu til árið 1993 fyrir 18 árum síðan. Tónlistin kveikti í Villa sem hefur síð- an þá sent frá sér fimm plötur með frumsömdu efni, fjórar með 200.000 naglbítum þar Vilhelm Anton Jónsson kalla flestir Villa naglbít. Hann fékk viðurnefnið af því að hann fer fyrir hljómsveitinni 200.000 nagl- bítar sem er aldeilis ekki dauð úr öllum æðum. Villi hefur stokkið úr einu í annað á ferli sínum og kennir sköpunarþörf og eirðarleysi um. Líf hans einkennist af hæðum og lægðum. Kristjana Guð- brandsdóttir settist niður með Villa og ræddi við hann um verk- efnin og hvers vegna listamenn framkalla hjá sér lægðir í lífinu. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Það er oft tal- að um þá sem eru í skapandi geir- anum að þeir séu allir með snert af geð- hvarfasýki og það má vel vera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.