Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 62
62 | Fólk 2.–4. september 2011 Helgarblað Nakinn með kúluhatt Björn Bragi Arnarsson, þátta- stjórnandi Týndu kynslóðarinn- ar á Stöð 2, er í viðtali í nýjasta hefti Monitor. Viðtalið er æði sérstakt en þar ræðir Björn Bragi við Jón Jónsson, tónlistarmann og núverandi ritstjóra Monitors. Sjálfur tók Björn Bragi viðtal við Jón þegar hann var ritstjóri Monitors og Jón auglýsingastjóri þess. Viðtalið er afar opinskátt en þar kemur fram að leikstjór- inn Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fótboltamaður, kom að þar sem Björn Bragi var um miðja nótt að æfa sig fyrir Morfís keppni í skólastofu í Versló, nakinn með kúluhatt. Sjálfur segist Björn ekki muna eftir þessu og kennir of mörgum andvökustundum um atvikið. Skar í fingur Söngvarinn Jón Jósep Snæ- björnsson, eða Jónsi í Svörtum fötum eins og hann er gjarnan kallaður, lenti í óhappi á dög- unum. Kappinn var að undir- búa matinn og var að skera kóríander en miðaði greini- lega eitthvað vitlaust á krydd- jurtina og skar í puttann á sér í staðinn. Þessu sagði kapp- inn frá á Facebook-síðu sinni í vikunni. Engum sögum fer þó af ástandi fingursins eða hvort Jónsi þurfti að fara upp á slysadeild til að láta gera að sárum sínum. Tekur ekkert nærri sér Djammdrottningin Hildur Líf var mikið á milli tannanna á fólki í vikunni, ekki síst eftir við- tal við hana á kvennavefnum bleikt.is þar sem hún útskýrði hvað hefði gerst í réttarhöld- unum frægu. Netheimar hafa logað og oft miður fallegir hlut- ir sagðir um Hildi en aðspurð í viðtalinu hvað henni finnist um hegðun fólks á netinu svarar hún: „Sem betur fer tek ég þetta ekki nærri mér. Ég vorkenni fólki sem þarf að tala svona illa um annað fólk, það hlýtur að vera óánægt með sitt hlutskipti í lífinu.“ Hún segist hafa orðið fyrir einelti sem sé skrýtið því „við erum alltaf að brýna fyrir börnunum okkar að leggja ekki í einelti og svo lætur fullorð- ið fólk svona,“ segir Hildur Líf. H ún syngur alveg rosa- lega vel og ætlar að syngja með mér á nýju plötunni minni sem kemur vonandi út í janúar,“ segir söngvarinn síkáti Gylfi Ægisson um unnustu sína, Jóhönnu Hreinborgu Magnús- dóttur. Þau settu upp hringa á dögunum og eru mjög ástfang- in að sögn Gylfa. „Við kynnt- umst á Kringlukránni, hvar annars staðar,“ segir hann og skellir upp úr. Þau hafa verið saman um nokkurt skeið. „Við erum búin að vera saman í tvö ár og tvo mánuði. Við vorum í sam- bandi á Facebook en slitum því og settum svo upp hringana nokkrum dögum seinna. Við erum ekki búin að breyta í trú- lofuð á Facebook ennþá en eig- um eftir að gera það,“ segir hinn nýtrúlofaði og ástfangni Gylfi. Það er nóg um að vera hjá Gylfa og hann blæs til tónleika í nóvember, í tilefni af 65 ára afmæli sínu. „Ég verð 65 ára þann 10. nóvember næst- komandi og ákvað að það væri gaman að halda tón- leika í tilefni þess.“ Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi. „Sal- urinn var reyndar ekki laus á afmælinu mínu þann 10. nóvember þannig að þetta verður 12. nóvember en það er flott því það er laugardagur.“ Hann er strax farinn að hlakka til og er meira en til í að bæta við aukatónleikum verði aðsóknin góð. „Ég vona að þetta gangi vel. Það er vonandi að þetta gangi þangað til að ég verð áttræður,“ segir Gylfi í léttum tón og bætir við. „Nei, ég segi bara svona. Það væri samt rosalega gaman ef það yrðu aukatónleikar.“ Gylfi kemur til með að flytja öll sín bestu lög á tónleikunum og má þar nefna smelli eins og Minn- ing um mann, Í sól og sum- aryl, Út á gólfið og fleiri valin- kunn lög sem flestir Íslendingar kannast við. „Ég ætla að spila lögin mín og svo verð ég með grín og glens eins og ég er alltaf með. Ég hef samið hátt í fjögurhundruð lög en ég held að fólk geri sér oft ekki grein fyrir því að ég hafi samið viss lög.“ Gylfi segist engan veg- inn geta gert upp á milli lag- anna sinna. „Ég get það ekki en Minning um mann hefur selst mest af lögunum mínum. Það hefur selst ábyggilega í hundr- að þúsund eintökum á ýmsum plötum.“ Félagarnir Gylfi, Rúnar Þór og Megas gáfu út saman plötu í fyrra sem seldist vel og er kom- in í gull. Þeir stefna á að gefa út aðra plötu á næstunni. „Það er þó ekki eina platan sem Gylfi gefur út á næstunni. Væntanleg er ný plata frá Gylfa, Megasi og Rúnari Þór. „Við vorum að klára plötu númer tvö og hún ætti að vera tilbúin eftir svona þrjár vikur, mánuð. Þetta er létt og fjörug plata og ég hef góða tilfinningu fyrir því að hún fari í gull. Hin skilaði okkur gulli en persónu- lega finnst mér þessi skemmti- legri. Mér finnst hún léttari.“ Þeir félagar spila mikið sam- an og ferðast víða um land. Gylfi segir ýmislegt skemmtilegt henda þá á ferðalögum þeirra um landið og laumaði einni fjörugri sögu með: „Þegar við fórum austur síðast þá vorum við að keyra Jökuldalinn, ég og Megas saman í bíl og svo voru Rúnar Þór og Jonni bassi í Pelikan á eftir okkur. Ég var orðinn dá- lítið syfjaður á keyrslunni og segi Megasi að ég verði að stoppa og ganga nokkra hringi úti í náttúrunni. Við förum báðir út úr bílnum og ég hendi bíllyklunum í sætið hans Meg- asar. Síðan bara fær Megas sér smók og ég fæ mér ferskt loft á meðan. Svo setjumst við aft- ur upp í bílinn og ætlum að halda áfram ferðinni en þá finnum við hvergi bíllyklana. Við leitum og leitum en finnum þá ekki og ég var svo syfjaður að ég steingleymdi að ég hefði sett þá í sætið hans Megasar og hann sat sem fast- ast. Síðan keyra þeir Rúnar og Jonni að okkur og við sitj- um skömmustulegir og segj- um þeim að við séum að leita að lyklunum. Þá allt í einu hoppar Megas upp og æpir: Eru þetta þeir? Þá höfðum við leitað þarna dágóða stund en gátum loksins haldið ferðinni áfram,“ segir Gylfi og skelli- hlær að vitleysunni í þeim vin- unum. viktoria@dv.is Gamla bíói breytt í flughöfn n Vetrardagskrá Skjás Eins kynnt með pompi og prakt S íðastliðið fimmtu- dagskvöld kynnti sjón- varpsstöðin Skjár Einn vetrardag- skrá sína með pompi og prakt í Gamla bíói. Boðið var upp á veitingar og brot úr væntan- legri dagskrá var varpað á skjá. Umgjörðin var hin skemmtileg- asta en flugþjónar og flugþernur tóku á móti gestum, báðu um farseðil og leituðu á gestum í öryggishliði. Allt var þetta til gamans gert og enginn góm- aður í skemmtanatollinum. Farmiðann takk Gestir komu með farmiða og tékkuðu sig inn. Ein með þáttinn Tobba Marinós- dóttir verður ein með þáttinn Tobbu í vetur. Enginn kemur til með að fylla skarð Ellýjar sem hætti við að vera með á dögunum vegna utanaðkom- andi gagnrýni á efnistök þáttarins. Flugstjórinn Friðrik Friðriksson, forstjóri Skjás Ein, fyrir miðju. Flugfreyjur Lífleg umgjörð á dagskrár- kynningunni. Flug- freyjur og flugþjónar tóku á móti gestum. m y n d ir b jö r n b lö n d a l Syngur með unnustunni n Unnustan syngur á væntanlegri plötu Gylfa n blæs til heljarinnar afmælistónleika í nóvember n Hefur samið hátt í fjögurhundruð lög Söngelskt par Gylfi og Jóhanna eru bæði söngelsk og koma til með að syngja saman á væntanlegri plötu Gylfa. Ástfangin Gylfi er nýtrúlofaður Jóhönnu og segir þau vera ást- fangin upp fyrir haus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.