Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 24
24 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað H ann kemur mér fyrir sjón- ir sem mjög heilsteypt- ur og heiðarlegur maður og mjög gestrisinn væg- ast sagt,“ segir Halldór Jó- hannsson, aðstoðarmaður Nubos á Íslandi. „Sem dæmi þá finnst honum mikilvægt að þeir sem hann er að kaupa af komi í heimsókn til hans í Kína til að þeir fái traust á því sem hann er að gera. Þar er ekki græðg- in að leiðarljósi, hann þarf ekki að gera þetta.“ Huang Nubo, auðkýfingurinn og ævintýramaðurinn sem er að reyna að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, fæddist í júní 1956 í Lanzhou í Kína og er því nýorðinn 55 ára gamall. Hann er nú búsettur í Peking, höf- uðborg Kína. Nubo er stofnandi, eigandi og jafnframt stjórnarformaður fast- eignafélagsins Zhongkun Group. Hann er ljóðskáld og mikill útivist- armaður og hefur gengið á hæstu fjöll í öllum heimsálfum. Þá hef- ur hann bæði ferðast á Norður- og Suðurpólinn. Töluverð dulúð ríkir yfir auð- kýfingnum, en óhætt er að segja að það sé á huldu hvernig hann auðg- aðist og komst á þann stað sem hann er á í dag. Gerði bindandi kauptilboð Mikið hefur verið fjallað um Nubo í fjölmiðlum síðustu daga, bæði hér á landi og erlendis, vegna fyrirhug- aðra kaupa Zhongkun Group á 300 ferkílómetra jörð á Grímsstöðum á Fjöllum, en það eru um 0,3 prósent af öllu flatarmáli Íslands. Jörðin á Grímsstöðum er ein sú stærsta á landinu og Nubo mun vera tilbúin að greiða fyrir hana milljarð króna, sem er líklega hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir jörð hér á landi. Nubo vill reisa fimm stjörnu glæsihótel á svæðinu ásamt hestabúgarði og átján holu golfvelli. Hann vill tengja saman þjóð- garðana tvo, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum og hefur sveitarstjórnin í Norður- þingi skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf við Nubo um verk- efnið. 25 prósenta hlutur umræddrar jarðar er í eigu íslenska ríkisins en 75 prósent í eigu nokkurra land- eigenda. Samkvæmt Halldóri Jó- hannssyni, aðstoðarmanni Nubos hér á landi, hefur hann nú þegar gert bindandi kauptilboð í 72,19 prósenta hlut í jörðinni. Tilboðið er þó gert með þeim fyrirvara að bæði íslensk og kínversk stjórnvöld sam- þykki kaupin. Samkvæmt íslenskum lögum er erlendum aðilum utan EES- svæðisins ekki heimilt að kaupa jarðir hér á landi, en hægt er að sækja um undanþágu til innan- ríkisráðuneytisins. Staðfest hefur verið að Zhongkun Group hafi lagt inn umsókn fyrir slíkri undanþágu síðastliðinn miðvikudag og hefur Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sagt að umsóknin verði skoðuð óháð þjóðerni umsækj- anda. Hann hefur þó lýst því yfir, bæði í innlendum fjölmiðlum og erlend- um, að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fyrirætlanir Nubos áður en gef- ið verði á þær grænt ljós. Munaðarlaus milljarða­ mæringur Nubo var í 161. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í Kína árið 2010. Eignir hans eru metnar á rúm- lega 100 milljarða íslenskra króna. Hann hefur þó komist töluvert ofar en það. Árið 2006 var hann í 36. sæti, en síðan þá hefur hann jafnt og þétt færst neðar á listanum. Árið 2008 var hann í 72. sæti en ári síðar var hann kominn niður í sæti 114. Þrátt fyrir að vera milljarðamær- ingur í dag hefur Nubo ekki allt- af verið með fullar hendur fjár. Þá hefur hann einnig þurft að upplifa bæði sorgir og svik í lífinu og þyk- ir töluvert brenndur af því. Hann missti báða foreldra sína ungur að árum. Faðir hans lést í menning- arbyltingu Maós Zedong og móðir hans lést af slysförum skömmu síð- ar. Tíu ára gamall var Nubo því orð- inn munaðarlaus. Þeir Íslendingar sem þekkja til Nubos og DV ræddi við vissu ekki hvað varð um hann þegar foreldr- ar hans létust, en líklegt er að hann hafi farið á einhvers konar heimili fyrir munaðarlaus börn. Svikinn af félaga Að missa foreldra sína er þó ekki eina áfallið sem Nubo hefur orðið fyrir í einkalífinu, en á þeim árum sem fer- ill hans í viðskiptum var að rísa þá fór eiginkona hans frá honum. Á svipuðum tíma sveik besti vinur hans og viðskiptafélagi hann mjög illa. Sá var einnig hátt settur í Zhongkun Group. Nubo mun hafa tekið svikin mjög nærri sér og nán- ast misst trúna á mannkynið í kjöl- farið. „Minning er eitur og þú munt verða sár, ég fæ mig varla til að rifja upp fortíðina,“ hefur verið haft eftir honum, en hann tjáir sig gjarnan á ljóðrænan hátt. Nubo talar yfirleitt frekar um sig sem ljóðskáld en fjár- festi og er meðal annars meðlimur í kínverska rithöfundasambandinu, fulltrúi í ljóðastofnun Kína og vinn- ur við rannsóknir hjá ljóðarann- sóknarstofnun Peking-háskóla. Þá hefur Nubo einnig í um ára- tug verið aðalstyrktaraðli Kínversk- íslenska menningarsjóðsins hér á landi. Dýrasta flík sögunnar Fyrstu kynni Nubos af Íslandi voru á háskólaárunum, en hann stund- aði nám í Peking-háskóla ásamt Hjörleifi Sveinbirnssyni. Þeir lentu saman í herbergi á heimavistinni og tókst með þeim góður vinskap- ur. Hjörleifur hefur þó ekki viljað eigna sér heiðurinn af þeim millj- arðaframkvæmdum sem Nubo hef- ur hug á hér á landi. „Maður getur auðvitað sagt að ef það hefði ekki verið þá hefði hann sjálfsagt aldrei heyrt um Ísland eða tekið sérstaklega eftir því,“ sagði Hjörleifur þó í samtali við DV í síð- ustu viku, og vísar þar til vinskaps þeirra félaga. Hjörleifur sagði einnig frá því í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að móðir hans hefði hefði sent hon- um lopapeysu einn kaldan vet- ur á háskólaárunum og gaf hann Nubo peysuna. Mun Nubo hafa viljað endurgjalda þessa gjöf með framkvæmdum sínum á Íslandi. Hjörleifur gantaðist með að líklega væri lopapeysan umrædda því dýr- asta flík sögunnar. Valinn af flokknum Eins og áður sagði þá er lítið vitað hvað Nubo aðhafðist á árunum frá því að hann missti foreldra sína og þangað til hann hóf háskólanám í bókmenntum við Peking-háskóla. Á þeim tíma var menningarbylt- ingunni að ljúka og valið var inn í háskólana í Kína eftir bakgrunni einstaklinga. Það má því ætla að Nubo hafi annaðhvort verið vel tengdur inn í Kommúnistaflokkinn eða verið afburðanemandi og þótt skara það mikið fram úr að hann fékk inni í háskólanum. Hjörleifur sagðist í samtali við DV ekki vita hvernig það kom til að Nubo hóf nám við skólann. Hann staðfesti hins vegar að hann hefði verið afburðanemandi og sagði hann mjög kláran. „Það þarf ekki mjög klókan aðila til að átta sig á því að maður sem er settur í herbergi með fyrstu útlend- ingunum sem koma í háskólann í Peking hlýtur að hafa verið talinn mjög heilsteyptur maður af flokkn- um,“ segir Halldór Jóhannsson, sem augljóslega telur það enga tilvilj- un að Hjörleifur og Nubo hafi lent saman í herbergi á heimavistinni. Miðað við orð Halldórs, sem þekkir ágætlega til Kína, má draga þá ályktun að Kommúnistaflokkur- inn hafi valið Nubo inn í skólann. Starfaði í áróðursmála­ ráðuneytinu Eftir að Nubo lauk háskólanámi starfaði hann meðal annars fyrir áróðursmálaráðuneyti kínverska Kommúnistaflokksins, sem og hjá ráðuneyti uppbyggingarmála. Nubo staðfesti sjálfur í viðtali við fréttamiðilinn China Daily í vikunni að hann hefði starfað fyrir Kommúnistaflokkinn. Hann sagð- ist þó einungis hafa verið venju- legur embættismaður og þvertók fyrir að tengjast flokknum á nokk- urn hátt í dag. „Það er fáránlegt að draga þá ályktun að fyrirtækið mitt sé styrkt af yfirvöldum,“ sagði Nubo við China Daily. Í samtali við fréttamiðilinn sagð- ist hann fyrst hafa komið til Íslands vegna ljóðahátíðar Kínversk-ís- lenska menningarsjóðsins í fyrra. „Landslagið heillaði mig upp úr skónum og íslenskir viðskiptamenn tjáðu mér að þeir hefðu áhuga á að laða kínverska fjárfesta að landinu,“ sagði Nubo um það hvers vegna hann hefði svo mikinn áhuga á Ís- landi. Að starfa fyrir Kommúnista- flokkinn á þessum tíma hefur vissu- lega verið stökkpallur fyrir Nubo út í lífið, en eftir að hann lét af störf- um þar um miðjan tíunda áratug síðustu aldar stofnaði hann Zhong- kun Group. Fyrirtækið var smátt í sniðum í fyrstu en óx hratt og dafn- aði í það stórveldi sem það er í dag. Sannur vinur vina sinna Nubo á nokkra góða vini hér á landi. Eins og Hjörleifur þá er Ragnar Baldursson einnig góður vinur Nubos, en þeir þrír hafa til dæmis gengið saman á Norðurpól- inn. Halldór, aðstoðarmaður Nu- bos, kynntist honum fyrir ári síðan og hefur upp frá því haldið ágætis- sambandi við hann. Halldór segir Nubo vera traust- an mann og sannan vin vina sinna. Það lýsir því kannski ágætlega hve góður vinur hann er, að þegar Hall- dór var staddur í Kína fyrir skömmu ásamt börnunum sínum þá átti sonur hans afmæli. „Nubo frétti af n Huang Nubo varð ungur munaðarlaus n Var svikinn af félaga sínum og missti trúna á mannkynið n Var valinn af kommúnistaflokknum inn í Peking­háskóla n Heil­ steyptur og heiðarlegur maður, segir félagi hans n Vill kaupa 0,3 prósent af Íslandi Dularfulli Kínverjinn sem kaupir Ísland Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Úttekt Viljayfirlýsing Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri í Norðurþingi, og Huang Nubo skrifa hér undir viljayfirlýsingu um samstarf. MyND HallDór JóHaNNSSoN„Hann kemur mér fyrir sjónir sem mjög heilsteyptur og heið- arlegur maður og mjög gestrisinn vægast sagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.