Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 28
28 | Erlent 2.–4. september 2011 Helgarblað
Stöðumælar fyrir vændiskonur
n Þjóðverjar reyna að fara sanngjarnar leiðir í skattinnheimtu
V
ændi er ekki bara löglegt í
Bonn í Þýskalandi heldur
þurfa vændiskonur að
borga sérstakan skatt af iðju
sinni. Settir hafa verið upp eins
konar stöðumælar fyrir vændis-
konur sem þær þurfa að borga í
fyrir að standa á götuhornum í
rauða hverfinu þar í borg. Vændis-
konurnar þurfa að greiða sex evrur
fyrir hvert kvöld sem þær ætla
að auglýsa þjónustu sína á göt-
um borgarinnar. Borgi þær ekki í
vændisstöðumælinn geta þær átt
von á margfalt hærri sekt en sem
nemur því að borga í mælinn.
„Það er ekki sanngjarnt að
þær konur sem vinna á stöðum
eins og vændishúsum eða sauna-
klúbbum borgi bara skatt af því
að við eigum auðveldara með
að hafa uppi á þeim,“ útskýrði
Monika Frömbgen, talsmaður
borgarinnar, í samtali við þýsku
fréttastofuna DPA.
Frömbgen segir að þeim sem
brjóti reglurnar um skattinn verði
fyrst veitt aðvörun en sektum verið
beitt við ítrekuð brot og loks verði
þeim bannað að starfa í rauða
hverfinu.
Vændisstöðumælarnir verða
virkir frá 20.15 að kvöldi til 6.00
morguninn eftir. Bonn verður með
þessu eina borgin í Þýskalandi
sem fer þessa leið til að skattleggja
vændisstarfsemi sérstaklega en í
borginni Dortmund, sem er um
120 kílómetrum frá Bonn, var svip-
uð leið farin á meðan vændi var
leyft þar í borg. Þá þurftu vændis-
starfsmenn að kaupa sér sérstaka
leyfismiða sem meðal annars voru
seldir á bensínstöðvum.
Samkvæmt þýska blaðinu Der
Spiegel fylgjast stjórnendur ann-
arra borga í Þýskalandi grannt
með gangi þessa vændisstöðu-
mælaverkefnis.
adalsteinn@dv.is
Finnska Harpan
n Finnar opna nýtt tónlistarhús á sama tíma og Íslendingar n Risastórt en að stórum
hluta neðanjarðar n Fór langt fram úr kostnaðaráætlun n Harpa tekur fleiri áhorfendur
M
argt er svipað með Hörpu
við hafnarbakkann í
Reykjavík sem var tek-
in formlega í notkun á
Menningarnótt og finnska
tónlistarhúsinu Helsingin Musi-
ikkitalo sem Finnar tóku formlega
í notkun í vikunni. Finnska húsið,
sem stendur á besta stað í Helsinki,
skammt frá Finlandia Hall-húsinu
og þinghúsinu, er líkt og Harpa rán-
dýrt og umdeilt. Helsingin Musiikki-
talo á að rúma allar tegundir tónlist-
ar en er ekki ráðstefnuhús um leið
eins og Harpa. Sinfóníuhljómsveitin
í Helsinki hefur aðsetur í Musiikki-
talo líkt og sú íslenska hefur í Hörpu.
Auk þess er þar að finna tónlistar-
háskólann Sibelius-akademíuna og
fílharmóníuhljómsveit Helsinki. Þó
svo að íbúar Finnlands séu 5.388.417
talsins eða 17 sinnum fleiri en Ís-
lendingar, þá er stærsti salur tónlist-
arhússins ögn minni en í Hörpu. Sal-
urinn rúmar 1.704 áhorfendur í sæti
í samanburði við salinn Eldborg í
Hörpu sem rúmar 1.800 áhorfendur.
Í samræmi við umhverfið
Blaðamaður The Observer, sem
sigldi um sundin blá á Menning-
arnótt í boði stjórnenda Hörpu og
skoðaði húsið frá ýmsum sjónar-
hornum, skrifaði í grein sinni að hús-
ið minnti hann á risastóran flatskjá
í hjólhýsi. Svo mjög þótti honum
Harpa vera á skjön við umhverfi sitt.
Finnar fóru hins vegar allt aðra leið
í hönnun Musiikkitalo. Arkitektarnir
þurftu að takast á við það krefjandi
verkefni að hanna tónlistarhús sem
skyggði ekki á byggingarnar í kring-
um það. Allt í kringum tónlistarhús-
ið eru nefnilega sögufrægar bygging-
ar sem áttu áfram að fá að njóta sín
til fulls. Húsið er ekki nærri því jafn
afgerandi í umhverfi sínu og Harpa.
Tillagan sem bar sigur úr býtum í
arkitektasamkeppni um hönnun
hússins heitir Mezza Voce. Það sem
heillaði dómnefndina var að hönn-
un hússins átti að vera lágstemmd og
í samræmi við umhverfi sitt. Húsið
átti alls ekki að vera svo mikilfenglegt
og stórbrotið að það yrði algjörlega á
skjön við aðrar byggingar í nágrenni
þess. Þannig er stór hluti hússins
neðanjarðar til þess að húsið verði
ekki miklu hærra en önnur hús í um-
hverfinu.
Fór fram úr áætlun – eins og
Harpa
Auka stóra salarins eru fimm smærri
salir í Musiikkitalo. Þeir rúma á bilinu
140 til 400 áhorfendur. Einn salurinn
er helgaður stóru pípuorgeli, annar
er fyrir minni óperusýningar, auk
þess sem þar er að finna sal sem er
sérhannaður fyrir rafmagnaða tón-
list. Þá er sérstakur æfingasalur fyr-
ir tónlistarmenn. Smærri salirn-
ir eru helst notaðir af nemendum í
Sibelius-akademíunni, bæði fyrir æf-
ingar og tónleika.
Þetta feiknarlega stóra tónlistar-
hús er langt frá því að vera óum-
deilt, einmitt eins og Harpa. Upphaf-
leg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir
því að húsið kostaði um 30 milljarða
króna. Framkvæmdin fór hins vegar
langt fram úr kostnaðaráætlun – rétt
eins og Harpa – og kostaði á endan-
um um það bil 35 milljarða króna
með öllum innanstokksmunum,
hljóðfærum og tækjabúnaði. Bygg-
ing Hörpu kostaði 27 milljarða króna
og fór langt fram úr upphaflegum
kostnaðaráætlunum sem voru gerð-
ar þegar íslenska hagkerfið virtist
vera það besta í heimi.
Kostnaðaraukningin við Musi-
ikkitalo var gagnrýnd harðlega þar
í landi enda hófust framkvæmdir
haustið 2008 þegar fjármálakrepp-
an skall af þunga á heiminum. Líkt
og Íslendingar ákváðu Finnar hins
vegar ekki að láta kreppuna setja of
mikið strik í reikninginn og héldu
ótrauðir áfram með framkvæmdir
við húsið.
Á svæðinu þar sem húsið stendur
voru áður gamlar vöruskemmur
sem hafði staðið til að rífa í nokk-
urn tíma. Þar hafði hins vegar mynd-
ast sjálfsprottin borgarmenning og
blómstrandi tónlistarlíf. Borgaryfir-
völd í Helsinki fengu því á sig harða
gagnrýni fyrir að eyðileggja þenn-
an skemmtilega suðupunkt tónlistar
fyrir stofnanalega tónlistarhöll sem
er fyrst og fremst ætluð fyrir klassíska
tónlist.
Áratuga gamall draumur að
veruleika
Finnska tónlistarmenn hafði dreymt
áratugum saman um að almenni-
Valgeir Örn Ragnarsson
valgeir@dv.is
Tónlistarhús Helsingin Musiikkitalo Ólíkt Hörpu
í Reykjavík var lagt upp með að nýja
finnska tónlistarhúsið yrði ekki á skjön
við umhverfi sitt.
Ný tónlistarhús Norðurlandanna
Musiikkitalo
Borg: Helsinki
Flatarmál: 36.000 fermetrar
Kostnaður: 35 milljarðar króna
Fjöldi sæta í stóra sal: 1.704
Tekið í notkun: 2011
Harpa
Borg: Reykjavík
Flatarmál: 28.000 fermetrar
Kostnaður: 27 milljarðar króna
Fjöldi sæta í stóra sal 1.800
Tekið í notkun: 2011
Operaen
Borg: Kaupmannahöfn
Flatarmál: 41.000 fermetrar
Kostnaður: 57 milljarðar króna
Fjöldi sæta í stóra sal: 1.703
Tekið í notkun: 2005
Operahuset
Borg: Osló
Flatarmál: 38.500 fermetrar
Kostnaður: 9,4 milljarðar króna
Fjöldi sæta í stóra sal: 1.364
Tekið í notkun: 2008
legt tónlistarhús myndi rísa í höfuð-
borginni. Umræður um húsið hóf-
ust skömmu eftir seinni heimstyrjöld
þegar tónlistarsalur Háskólans í
Helsinki skemmdist í loftárásum.
Tónlistarhúsið Finlandia Hall var
opnað árið 1971 en einhvern veginn
voru Finnar aldrei nægilega ánægðir
með það hús. Hljómburðurinn í hús-
inu þótti ekki góður auk þess sem
það var aldrei helgað tónlistinni að
fullu, enda er það líka notað sem ráð-
stefnuhús.
Forsvarsmenn Sibelius-akademí-
unnar hófu árið 1992 baráttu fyrir því
að nýtt tónlistarhús yrði byggt í borg-
inni. Formlegur undirbúningur hófst
árið 1994 en mörg ár liðu þar til al-
mennileg hreyfing komst á málið.
Árin 1999 og 2000 voru haldnar arki-
Perry og Romney gagnrýndir:
Repúblikanar
gegn vísindum
Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn
Paul Krugman hjólar í tvo af helstu
frambjóðendum Repúblikanaflokks-
ins til forsetakosninganna í Banda-
ríkjunum, í nýjum pistli í New York
Times. Krugman, sem meðal annars
hefur skrifað um hagkerfi Íslands,
segir að Repúblikanaflokkurinn hafi
markað sér stöðu sem andstæðingur
vísinda og réttra upplýsinga. Hann
tekur dæmi af Rick Perry, ríkisstjóra
Texas, sem þykir öflugur frambjóð-
andi. Perry hefur sagt þróunarkenn-
inguna „aðeins vera kenningu“ og
að „það séu göt í henni.“ Perry hefur
einnig sagt að „fjölmargir vísinda-
menn hafi átt við tölur um hnatt-
ræna hlýnun til að tryggja að þeir
fái áfram rannsóknarstyrki. Nánast
vikulega, eða jafnvel daglega, sjáum
við vísindamenn draga í efa kenn-
inguna um að hnattræn hlýnun sé af
mannavöldum.“
Krugman segir þetta vera ótrú-
lega yfirlýsingu frá frambjóðand-
anum og bendir á að 97 til 98% allra
vísindamanna telji hnattræna hlýn-
un vera af mannavöldum. „Perry er
að kaupa ótrúlega samsæriskenn-
ingu, sem felur í sér að þúsundir
vísindamanna úti um allan heim
séu að plotta saman um að ljúga til
um ástæður hnattrænnar hlýnunar,“
skrifar Krugman.
Hann segir frambjóðandann Mitt
Romney einnig hafa skipt algjörlega
um skoðun á hnattrænni hlýnun.
Hann hafi áður lýst sig sammála því
að hlýnunin sé af mannavöldum. Í
síðustu viku var hins vegar nýr tónn
í honum þegar hann sagðist halda
að heimurinn væri að hlýna en hann
vissi það ekki fyrir víst. „Ég veit held-
ur ekki hvort það er mönnum að
kenna,“ er haft eftir Romney.
Krugman telur að þetta sé til
marks um and-vitsmunahyggju sem
einkenni þá sem stjórna flokknum
nú um stundir. „Við vitum ekki hver
vinnur kosningarnar á næsta ári, en
líkur eru á því að einhvern tímann á
næstu árum verði Bandaríkjunum
stjórnað af flokki sem er andvígur
vísindum og nýrri þekkingu – það er
óhugnanlegt.“ valgeir@dv.is
Skattleggja vændi Stjórnvöld í Þýskalandi skattleggja vændi þar sem það er leyft.
Mynd AFP
„Gefumst ekki
upp“
Moammar Gaddafi varaði við því
á fimmtudag að hann myndi ekki
gefast upp og að herlið hans væri vel
vopnað og tilbúið til að berjast. Þessi
fyrrverandi einræðisherra Líbíu sagði
fólk í Líbíu ennþá styðja hann og
væri tilbúið að verja hann. Yfirlýs-
ingu Gaddafis var sjónvarpað en þar
sagði hann: „Við gefumst ekki upp,
við erum ekki kvenmenn, við höldum
áfram að berjast.“ Hann hefur verið
á flótta síðan 20. ágúst eftir að upp-
reisnarmenn náðu stærstum hluta
höfuðborgarinnar Trípólí á sitt vald.