Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað
Í
slenska ríkið leigði tæplega 1.000
fermetra húsnæði undir heilsu-
gæslustöð í Glæsibæ í Reykjavík af
Íslenskum aðalverktökum í árslok
2004. Leigusamningurinn, sem DV
hefur undir höndum, var til 25 ára og
var óuppsegjanlegur. Jón Kristjáns-
son, þingmaður Framsóknarflokksins
og heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, skrifaði undir leigusamninginn
fyrir hönd íslenska ríkisins en forstjóri
Íslenskra aðalverktaka, Stefán Frið-
finnsson, fyrir hönd fyrirtækisins.
Heimildir DV herma að nokkrar
deilur hafi skapast á milli stjórnar-
flokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks, um málið á sín-
um tíma.
„Það var togstreita um þetta á milli
þeirra á sínum tíma en Sjálfstæðis-
flokkurinn vildi að heilsugæslustöðin
færi í annað húsnæði. Framsóknar-
mennirnir höfðu betur á endanum,“
segir heimildarmaður DV.
Heilsugæslustöðin í Glæsibæ er
hverfisstöð sem þjónar íbúum Voga-
og Heimahverfis. Hún var opnuð í árs-
byrjun 2006, rúmu ári eftir að skrif-
að var undir leigusamninginn við
Íslenska aðalverktaka. Heilsugæslu-
stöðin var byggð sérstaklega ofan á
eina af álmum Glæsibæjar eftir að
samningurinn var undirritaður. Upp-
haflega átti heilsugæslustöðin að vera
tilbúin í byrjun ágúst 2005 en fram-
kvæmdir við hana drógust og því
var hún ekki opnuð fyrr en nokkrum
mánuðum síðar.
Salan var dæmd ólögmæt
Rúmu einu og hálfu ári fyrr hafði ís-
lenska ríkið selt kjölfestuhlut sinn í
Íslenskum aðalverktökum til þáver-
andi stjórnenda í einkavæðingar-
framkvæmd sem dæmd var ólögleg
af Hæstarétti Íslands í maí 2008. Þótti
líklegt að flokkspólitísk tengsl kaup-
endanna við Framsóknarflokkinn
hefðu ráðið úrslitum um hver það var
sem fékk að kaupa hlut ríkisins í Ís-
lenskum aðalverktökum. Framsókn-
arflokkurinn átti sína fulltrúa í einka-
væðingarnefnd sem annaðist söluna.
Í kjölfarið á sölunni á hlut ríkisins til
eignarhaldsfélagsins AV ehf. keypti fé-
lagið aðra hluthafa út úr fyrirtækinu.
Í dómnum kom fram að stjórnend-
ur Íslenskra aðalverktaka hefðu verið
fruminnherjar í fyrirtækinu og hefðu
ekki virt skyldur sem lagðar voru á þá
vegna viðskipta með hlutabréf í fyrir-
tækinu. Í dómnum sagði að með því
að láta „þetta undir höfuð leggjast var
tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í
útboðinu eða réttra samskiptareglna
gætt. Verður því að fallast á með áfrýj-
endum að framkvæmd útboðs stefnda
á nefndum eignarhlut í Íslenskum að-
alverktökum hafi verið ólögmæt.“
Meðal þess sem rætt var um í hér-
aðsdómnum í málinu þar sem rök
stefnenda, JB Byggingarfélags og Tré-
smiðju Snorra Hjartarsonar, eru rædd
var að Stefán Friðfinnsson hefði haft
óheppileg afskipti af sölunni á hlut
ríkisins í verktakafyrirtækinu þar sem
hann hefði á sama tíma og hann átti
að veita upplýsingar um fyrirtækið
verið einn þeirra sem stóð að tilboði
AV ehf. Um aðkomu Stefáns að mál-
inu segir í héraðsdómnum:
„Stefnendur álíti að eigendur Eign-
arhaldsfélagsins AV ehf. hafi búið yfir
þekkingu á stöðu félagsins, langt um-
fram aðra bjóðendur og hafi Stefán
Friðfinnsson, forstjóri, viðurkennt það
í sjónvarpsviðtali. Glöggt dæmi séu
upplýsingar um verðmæti dulinna
eigna félagsins, sérstaklega Blika-
staðalands í Mosfellsbæ, en stærstur
hluti endurmats eigna Íslenskra að-
alverktaka hf. á árinu 2003 hafi verið
vegna þeirrar eignar. Telji stefnend-
ur að stjórnendum einum hafi verið
kunnugt um nýtingu þess lands. Þær
upplýsingar fengjust ekki með því að
lesa ársreikning Íslenskra aðalverk-
taka hf. fyrir 2002.“
Eftir að hafa fengið að eignast Ís-
lenska aðalverktaka með þessu móti
fékk fyrirtækið svo góð verkefni frá
hinu opinbera, eins og byggingu
heilsugæslustöðvarinnar í Glæsibæ.
Fjármálaráðuneytið ósátt
Heimildir DV herma að upphaflega
hafi þrír staðir komið til greina fyrir
heilsugæslustöðina: gamla Þróttara-
heimilið á Holtavegi, húsnæði við
Hrafnistu á Brúnavegi og svo umrædd
nýbygging í Glæsibæ við Álfheima.
Þróttaraheimilið var slegið út af borð-
inu fljótlega þar sem það er á tveim-
ur hæðum og ekki þótti heppilegt að
hafa slíka starfsemi á meira en einni
hæð. Þá stóðu hinir tveir möguleik-
arnir eftir.
Samkvæmt heimildum DV ákvað
Jón Kristjánsson það svo einhliða, við
litla hrifningu fjármálaráðuneytisins
sem Geir H. Haarde stýrði á þessum
tíma, að ganga til samninga við Ís-
lenska aðalverktaka. Fulltrúi fjármála-
ráðuneytisins skrifaði svo á endanum
undir samninginn.
„Það þótti mikil framsóknarlykt af
þessum samningi. Þetta var fóðrað
þannig að Íslenskir aðalverktakar ætl-
uðu að vera svo fljótir að klára bygg-
inguna. Annað kom svo á daginn.
Það sem þótti sérstakt í þessu máli
var að Jón Kristjánsson kláraði málið
og fulltrúi fjármálaráðuneytisins var
ekki hress. Þannig að Jón Kristjánsson
tekur þarna af skarið og klárar málið
í óþökk fjármálaráðuneytisins,“ segir
heimildarmaður blaðsins.
„Fagleg ákvörðun,“ segir Jón
Aðspurður hvort hann hafi verið beitt-
ur pólitískur þrýstingi um að ganga til
samninga við Íslenska aðalverktaka
vegna byggingar heilsugæslustöðvar-
innar segir Jón í samtali við DV að sú
hafi ekki verið raunin. „Svo var ekki.
Það var ekki neinn þrýstingur.“
Hann segir, aðspurður, að vel geti
verið að fjármálaráðuneytið hafi ver-
ið ósátt við endanlegt val á staðsetn-
ingu heilsugæslustöðvarinnar en að
hann muni ekki eftir neinum deilum
um málið. „Já, það getur vel verið en
ég man nú ekki eftir neinum sérstök-
um deilum um þetta.“
Jón segir að það hafi þótt góður
kostur í ráðuneytinu að láta byggja
fasteignina í Glæsibæ. „Okkur þótti
þetta góður kostur í ráðuneytinu.
Þetta var fagleg ákvörðun sem menn
unnu að með mér í ráðuneytinu.“
Þriðja dæmið
Leigusamningurinn á milli Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík og Íslenskra að-
alverktaka er þriðja dæmið sem kom-
ið hefur fram á skömmum tíma um
langa óuppsegjanlega leigusamninga
Fengu 25 ára
leigusamning
frá Framsókn
n Íslenskir aðalverktakar fengu leigusamning í Glæsibæ n Ráðuneyti Jóns
Kristjánssonar skrifaði upp á n Salan á Íslenskum aðalverktökum dæmd ólögmæt „Samningur þessi
er tímabundinn til
25 ára og óuppsegjanleg-
ur nema aðilar verði sam-
mála um annað.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Stjórnmál
Einkavæðing-
arstefna ríkis-
stjórnarinnar
Árið 2004 var nýbúið að einkavæða
ríkisbankana, Landsbankann og Bún-
aðarbankann, og var það hluti af stefnu
ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins að lágmarka þátt-
töku hins opinbera í atvinnulífinu. Ein
birtingarmynd þessarar einkavæðingar-
stefnu var sú að einkaaðilar, ekki hið
opinbera sjálft, ættu að eiga fasteignir
sem opinberar stofnanir leigðu af þeim.
Þessi leið var farin í Borgum á
Akureyri, í höfuðstöðvum Landlæknis-
embættisins á Austurströnd og einnig
í Glæsibæ. Fasteignir ríkissjóðs sáu
um það í þessum tilfellum að leigja
fasteignirnar af leigusalanum og fram-
leigja þær til þeirra opinberu stofnana
sem áttu í hlut.
Salan dæmd ólögmæt
„Gögn málsins bera ekki með sér að stjórnendur Íslenskra
aðalverktaka hf. hafi gengið úr skugga um að trúnaðar-
upplýsingar væru ekki fyrir hendi áður en þeir áttu
viðskipti með umrædd verðbréf eða tilkynnt regluverði
um fyrirhuguð viðskipti sín áður en þau voru gerð. Verður
ekki ráðið að virtar hafi verið þær ríku skyldur, sem lagðar
voru á fruminnherja samkvæmt 32. og 33. gr. laga nr.
13/1996 vegna viðskipta þeirra með verðbréf, sbr. einnig
reglur Íslenskra aðalverktaka hf. samkvæmt 37. gr. sömu
laga. Af hálfu stefnda var tekið við tilboði Eignarhalds-
félagsins AV ehf. og síðan samið við það félag þrátt fyrir
þennan annmarka. Með því að láta þetta undir höfuð
leggjast var ekki tryggt jafnræði þeirra, sem tóku þátt
í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. Verður því að fallast á með áfrýjendum að
framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi
verið ólögmæt.“
Úr dómi Hæstaréttar um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka frá því í maí 2008.
Þriðja dæmið Leigusamningurinn á milli Heilsugæslunnar í Reykjavík og Íslenskra aðal-
verktaka er þriðja dæmið sem kemur fram á skömmum tíma um 25 ára langa samninga á
milli hins opinbera og einkaaðila. Hin tvö dæmin voru Borgir á Akureyri og skrifstofur Land-
læknisembættisins á Austurströnd á Seltjarnarnesi.