Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 4
H
araldur Flosi Tryggvason,
stjórnarformaður Orku-
veitu Reykjavíkur, hefur
tekið sæti í stjórn Portusar
sem rekur tónlistarhúsið
Hörpu. Haraldur tók sæti í stjórn-
inni fyrir um mánuði. Aðspurður
hvernig það hafi komið til að hann
kæmi inn í stjórn Hörpu, svarar Har-
aldur: „Það var nú bara borgarstjór-
inn sem bað mig um það.“ Reykja-
víkurborg á mikla hagsmuni undir
því að rekstur Hörpu gangi smurt.
Samkvæmt fjárhagsáætlun borgar-
innar nema framlög borgarinnar á
þessu ári til Hörpu um 390 milljón-
um króna.
Haraldur Flosi er meðstjórnandi
í stjórninni og situr fyrir hönd
Reykjavíkurborgar. Hann segir hlut-
verk sitt sem stjórnarmanns vera
að gæta hagsmuna borgarinnar.
„Stjórnarmaður hefur fyrst og
fremst þá skyldu að gæta hagsmuna
þess fyrirtækis sem hann er í stjórn
fyrir. Í þessu samhengi er ég fulltrúi
borgarinnar,“ segir Haraldur Flosi.
Tók til í Orkuveitunni
Mörg eignarhaldsfélög koma að
rekstri Hörpu. Þeirra á meðal er Citus
sem sér um bílastæðin og Tortus sem
á húsið. Portus á síðan bæði Citus og
Tortus. Auk þeirra er félagið Ago sem
rekur daglega starfsemi hússins, en
Haraldur kemur ekki að rekstri þess
félags.
Ráðning Haraldar Flosa inn í
Orkuveitu Reykjavíkur sumarið
2010, skömmu eftir að nýr meiri-
hluti tók við í borginni, vakti mikla
athygli. Hann hafði áður starfað
sem einn af framkvæmdastjórum
lánafyrirtækisins Lýsingar, sem gekk
mjög hart fram gegn þeim sem tóku
gengistryggð lán og svipti fjölda lán-
takenda eignum sínum. Ráðningin
var umdeild enda voru fjármögn-
unarfyrirtækin mikið í umræðunni
vegna deilna um lögmæti slíkra
lána.
Á þeim tíma sem Haraldur Flosi
var ráðinn var rekstur Orkuveitunn-
ar komin í mikið óefni og var hann
fenginn til að vera starfandi stjórn-
arformaður. Strax eftir að hann tók
við starfinu var ráðist í miklar niður-
skurðar- og aðhaldsaðgerðir til þess
að koma böndum á allt of há útgjöld
Orkuveitunnar. Þeim aðgerðum er
reyndar ekki lokið enn.
Spurður hvort hann sé ráðinn
inn í Hörpu á grundvelli reynslu í að
taka til í fjármálum og gæta aðhalds í
rekstri, svarar Haraldur: „Já, ég vona
það, almennt hefur maður safnað að
sér þekkingu á rekstri sem kemur til
góða þarna. Það er hins vegar blæ-
brigðamunur á Hörpu og á Orku-
veitunni en það er þörf á öllum víg-
stöðvum.“
Verkefni sem margan hefur
sundlað yfir
Aðspurður hvort hann hafi sérstakar
áherslur í stjórninni, segir Harald-
ur Flosi að hann sé rétt að koma sér
inn í nýja starfið. „Ég er rétt búinn að
stinga tánni þarna inn og er búinn að
mæta á einn fund eða svo. Ég er bú-
inn að vera að lesa gögn til þess að
skilja þetta allt saman. Þetta er gríð-
arlega flókið og yfirgripsmikið verk-
efni sem margan hefur sundlað yfir.
Auðvitað er það verkefni í sjálfu sér
að láta þetta ganga upp til framtíðar.
Það er ekkert sjálfgefið.“ Hann svar-
ar þó varlega þegar hann er spurður
hvort hann sé bjartsýnn á að rekst-
urinn muni ganga. „Ég segi kannski
minnst um það núna en þetta kostar
allt peninga.“
4 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað
Einn í peningastefnunefnd greiddi atkvæði gegn stýrivaxtahækkun:
Klofningur í nefndinni
Peningastefnunefnd Seðlabank-
ans klofnaði í afstöðu sinni til 0,25
prósentu stýrivaxtahækkunar sem
bankinn tilkynnti um í síðustu viku.
Þetta kemur fram í fundargerð pen-
ingastefnunefndarinnar sem birt er á
vef bankans. Greining Íslandsbanka
gerir þetta að umfjöllunarefni í Morg-
unkorni sínu. Nokkuð djúpstæður
skoðanamunur var á milli meirihluta
nefndarinnar og eins nefndarmanns
um heppilegt aðhaldsstig peninga-
stefnunnar. Ekki náðist samstaða
um vaxtahækkunina í síðasta mán-
uði þar sem einn nefndarmaður sem
sat vaxtaákvörðunarfundinn greiddi
atvæði gegn tillögu Más Guðmunds-
sonar, seðlabankastjóra og formanns
nefndarinnar. Auk Más eiga sæti í
nefndinni þeir Arnór Sighvatsson
aðstoðarseðlabankastjóri, Þórar-
inn G. Pétursson, aðalhagfræðingur
Seðlabankans, og Gylfi Zoëga, pró-
fessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ekki kemur fram í fundargerðinni
hvaða nefndarmaður lagðist gegn
tillögu Más. Sá taldi að heppilegra
hefði verið að fresta ákvörðuninni
til næsta vaxtaákvörðunardags, sem
er 20. september. Ágreiningurinn
felst meðal annars í mati á áhrifum
af lægri áhættuleiðréttum vaxta mun,
áhættu af verri verðbólguhorf-
um, nauðsyn þess að draga úr örv-
andi áhrifum peningastefnunnar
og hættu á því að stýrivaxtahækkun
myndi stöðva efnahagsbatann hér á
landi. Nefndarmaðurinn nafnlausi
taldi að aukin verðbólga væri fram-
undan og varaði við því að reyna að
knýja fram minni verðbólgu í gegn-
um áhrif hærri vaxta til hækkunar
á gengi krónunnar. Slík þróun gæti
dregið úr útflutningi. valgeir@dv.is
Már Guðmundsson Einn nefndarmanna
greiddi atkvæði gegn tillögu um 0,25%
stýrivaxtahækkun.
„Þörf á öllum
vígstöðvum“
n Stjórnarformaður Orkuveitunnar kemur inn í stjórn Hörpu n „Var nú
bara borgarstjórinn sem bað mig um það“ n Tók til í rekstri Orkuveitunnar
Umdeild Reykjavíkurborg leggur um 390
milljónir króna í framlög til Hörpu á þessu ári
samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Kominn í stjórn
Hörpu Haraldur Flosi
Tryggvason, stjórnar-
formaður Orkuveitu
Reykjavíkur, er kominn
í verkefni sem „margan
hefur sundlað yfir.“
með „öllu inniföldu“
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi með „öllu
inniföldu” í 10 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu” kr. 129.900.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð
getur breyst án fyrirvara.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 | Akureyri, sími 461 1099 | www.heimsferdir.is
Hotel Griego Mar
Costa del Sol
Allra síðustu sætin 10. september í 10 nætur
109.000 kr.
Heimsferðir bjóða frábæra 10 nátta ferð til Costa del Sol þann 10.
september. Í boði er einstakt sértilboð á Griego Mar hótelinu.
Gríptu þetta tækifæri og skelltu þér í frábæra ferð til
Costa del Sol og njóttu lífsins á hreint ótrúlegum kjörum.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða / herbergja í boði
- verð getur hækkað án fyrirvara.
með allt
innifalið!109.000 kr. frá aðeins
Met í
reykingum
Íslensk ungmenni eiga Norður-
landamet þegar kemur að neyslu
á marijúana. Frá þessu var greint í
kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtu-
dagskvöldið. Í könnuninni sögðust
tuttugu og þrjú prósent framhalds-
skólanema hafa prófað efnið. Er
það mun hærra hlutfall en á hinum
Norðurlöndunum. Árni Einarsson,
framkvæmdastjóri Fræðslu og for-
varna, sagði í samtali við Stöð 2 að
neysla væri að aukast til muna hjá
framhaldsskólanemum.
Með of
víðtækar
heimildir
Fyrir þremur árum benti umboðs-
maður Alþingis á að tollalög kynnu
að brjóta gegn stjórnarskrá. Á frétta-
vef Ríkisútvarpsins var greint frá því
að ekki hafi verið gerðar fullnægj-
andi útbætur. Umboðsmaður sendi
frá sé álit í júlí á þessu ári um tolla-
lög sem hann taldi að brytu í bága
við stjórnarskrá. Taldi hann lögin
veita sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra of víðtækar heimildir til
að leggja á tolla. Það vald ætti að
vera í höndum Alþingis, samkvæmt
stjórnarskrá.