Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 30
30 | Umræða 2.–4. september 2011 Helgarblað
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Tökum vopnin af þeim
Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar
Steinunni bjargað
n Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrr-
verandi borgarstjóri og alþingis-
maður, er eini styrkjaþingmaður-
inn sem axlaði
ábyrgð sína og
hætti þing-
mennsku. Síðan
hefur fátt til
hennar spurst
þar til nú að
opinberað var
að hún væri að
hefja störf í inn-
anríkisráðuneytinu. Þar mun Stein-
unn leysa af embættismann sem er
að fara í námsleyfi.Hatursvefurinn
amx.is veltir upp þeirri spurningu
hvort Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra hafi auglýst starfið
eða hvort Steinunn hafi fengið það
á silfur fati án þess að öðrum gæfist
tækifæri til að sækja um.
Almenningur auglýsir
n Grímur Atlason, fyrrverandi bæjar-
stjóri í Bolungarvík, botnar ekkert
í þeirri auglýsingaherferð sveitar-
félaga sem farin er af stað í þágu
þeirra sem engu vilja breyta í kvóta-
kerfinu. Auglýsingarnar eru kost-
aðar af almannafé. Grímur bend-
ir á að enginn hafi auglýst þegar
byggðarlög urðu fyrir höggum við
hvarf kvótans. „Ekki var mikið aug-
lýst þegar Flateyringar stóðu uppi
kvótalausir og íbúarnir án atvinnu.
Kannski voru skjáauglýsingar keyrð-
ar þegar Grímseyingar urðu loks
kvótalausir – ég bara missti af því,“
bloggar Grímur.
Þingmaður missir
vinnu
n Fastlega er gert ráð fyrir að Illugi
Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, snúi aftur á Alþingi þegar
nýtt þing hefst. Illugi vék af þingi
vegna stjórnarsetu sinnar í Sjóði 9.
Sérstakur sak-
sóknari hefur
haft mál sjóðsins
á sínu borði í
meira en tvö ár.
Nú er talið ólík-
legt að mál verði
reist á hendur
þingmanninum,
sem var óbreytt-
ur stjórnarmaður, og honum því
lítt að vanbúnaði að snúa aftur. Þá
mun varaþingmaðurinn, Sigurður
Kári Kristjánsson, missa þingsæti
sitt.
Hermann á ystu nöf
n Hrakfarir eigenda olíurisans N1
hafa ekki farið framhjá mörgum.
Fyrirtækið hafði á sér orð fyrir að
vera eitt af best
reknu fyrir-
tækjum lands-
ins undir stjórn
Hermanns Guð-
mundssonar, fyrr-
verandi vara-
hlutasala. Nú er
komið á daginn
að milljarðar
hafa farið í súginn með tilheyrandi
sársauka fyrir þá sem áttu hags-
muni þar. Nýir eigendur eru sagðir
vera mjög hugsi í ljósu sögunnar yfir
áframhaldandi veru Hermanns á
forstjórastóli.
Sandkorn
N
ú rúntar hann um í leit að fórn-
arlömbum, níðingurinn. Þetta
er vertíðin, í upphafi skólaárs
eða lok þess berast flestar til-
kynningar um barnaníðinga á
bílum. Í fyrravor voru þær tuttugu.
Hans von er að börnin viti ekki
hversu hættulegur hann sé svo hann
geti platað þau með sér. Þess vegna
kenna foreldrarnir börnunum að
bregðast við , skólastjórar senda bréf til
foreldra og fréttir eru sagðar í fjölmiðl-
um til að vara sem flesta við.
Það væri óskandi að viðbrögðin
væru alltaf jafnafdráttarlaus. Ef ofbeld-
ismaðurinn er í kunningjasamfélaginu,
einhver sem við þekkjum og treystum,
virðist þögnin vera meiri.
Oftast fer ofbeldið fram í felum. Það
þrífst í skjóli þagnarinnar. Þess vegna
þurfa börn að heyra það að það má eng-
inn beita þau ofbeldi. Aldrei. Að þau
ráði og sá sem ekki virðir þeirra mörk
sé að brjóta á þeim. Að leyndarmál eigi
bara að vera skemmtileg því þegar þau
eru óþægileg eigi þau að segja frá. Að
það geti enginn gert þeim neitt sem við,
fullorðna fólkið í lífi þeirra, ráðum ekki
við og þau geti aldrei gert neitt sem er
svo ljótt að við hættum að elska þau eins
og við gerum í dag. Að hvað sem gerist
sé það aldrei þeim að kenna, því þau eru
börn og fullorðnir beri ábyrgð á börn-
um. Með því að kenna þeim þetta tök-
um við vopnin af ofbeldismönnunum.
Vð getum ekki ætlast til þess að þau
geti varið sig. Þau geta það ekki alltaf.
En við getum kennt þeim að segja frá.
Og þar sem ofbeldismennirnir eru oft
inni á heimilum eða tengdir fjölskyld-
unni með einum eða öðrum hætti þarf
þessi fræðsla líka að fara fram í skól-
anum þar sem börnin eru fimm daga
vikunnar.
Umræðan þarf að vera opin og
hispurslaus. Oft er sagt að það eigi ekki
að ræna börn sakleysinu en það gerist
ekki með viðeigandi fræðslu. Börnin
verða aftur á móti rænd sakleysi sínu
ef þau lenda í klóm þessara manna
og halda jafnvel að þau beri einhverja
ábyrgð á því. Munum að skömm og
sektarkennd eru á meðal algengustu
afleiðinga ofbeldis.
Miðað við viðbrögðin við barna-
perranum á bílnum mætti draga þá
ályktun að samfélagið tæki skýra af-
stöðu gegn ofbeldi. Í þessu ljósi er
óskiljanlegt að ekkert formlegt for-
varnarstarf sé skipulagt af opinberum
aðilum.
Það þarf líka að auka vernd barna
sem eru á aldrinum fimmtán til átján
ára, en í almennum hegningarlögum
segir að hver sem hefur samræði eða
önnur kynferðismök við barn, yngra en
fimmtán ára, skuli sæta fangelsi allt að
tólf árum. Eldri börnin njóta ekki sömu
verndar.
Eins eru skammarlega lítið um
meðferðarúrræði fyrir kynferðisaf-
brotamenn.
Ofbeldi ógnar ekki bara lífi og heilsu
barna. Kynferðisofbeldi er einnig
stærsta ógnin við kynheilbrigði barna.
Til að efla kynheilbrigði þeirra þarf
að kenna börnum að hlúa að sjálfs-
myndinni, ræða við þau um samskipti
kynjanna, kynlíf og siðferði. Þau þurfa
að þekkja muninn á ofbeldi og kynlífi.
Klámið er ekki besti kennarinn,
en stór hluti íslenskra unglinga virð-
ist sækja fræðslu sína þangað. Níu af
hverjum tíu þátttakendum í íslenskri
rannsókn sögðust hafa séð klám. Um
tuttugu prósent drengja segjast horfa
á klám daglega eða þar um bil. Að-
eins fleiri sögðust horfa á það nokkrum
sinnum í viku. Ungmennin sögðu sjálf
að klám leiddi til nauðgana og vænd-
is, sem styður niðurstöður fjölda rann-
sókna sem sýna fram á að klám geti
haft áhrif á viðhorf til kvenna og ofbeldi
gegn konum og jafnvel gjörðir þeirra.
Nú er kominn tími til að bregð-
ast við. Við þurfum að létta þögninni
af ofbeldinu og afhjúpa níðingana.
Þeir hættulegustu eru ekkert endilega
á rúntinum. Þeir bíða kannski færis
heima.
Framkvæmdastjóri UNICEF á Ís-
landi hefur kynnt hugmyndir sínar um
ofbeldisvarnarráð sem hefur það að
markmiði að vinna gegn ofbeldi, líkt og
Umferðarráð vinnur gegn umferðar-
slysum.
Ég segi eins og vinkonan í réttar-
salnum: „Heyr, heyr!“
Þ
jófafélag Framsóknar er það
fyrirbæri hér á landi sem,
ásamt Sjálftökuflokki, gaf
þjóðinni smjörþef af efnis-
hyggju, þ.e.a.s. dýrkun hluta og von
um vellystingar. Það sem er kannski
gallinn við það kerfi sem efnis-
hyggjan byggir á, er að þeir sem
hafa völdin, eru þeir sömu og hafa
mest af peningum og verða, þar af
leiðandi, þeir sem eiga þess best-
an kost að raka til sín því sem njóta
skal.
Skoðum t.d. fyrirbæri einsog
sendiráð. En í dag; á tímum net-
samskipta, eru sendiráð fullkom-
lega ónauðsynleg. En þeir sem
stjórna, eru svo heppnir að eiga vini
sem þurfa að fá embætti og laun.
Og vegna þess að múgurinn lætur
ekki kné fylgja kviði í mótmælum
sínum, þá eyðir samfélagið hundr-
uðum milljóna á ári hverju í fífla-
lega utanríkispólitík sem mætti
leysa með einum farsíma. Já, við
erum meira að segja með helling
af sendiherrum án sendiráða; fólki
sem þiggur laun útá flokksskírteini
og fyrir vandaðan sleikjuhátt.
Kíkjum einnig á Hörpuna, í
þessu sambandi. Þar er á ferðinni
svo brjálæðisleg vitleysa og svo yfir-
náttúrulegt bruðl, að erfitt er að
útskýra í fáum orðum. En árlega
kostar það skattgreiðendur einn og
hálfan milljarð að reka þetta ljóta
hús. Og innkoman fyrir hvern við-
burð er ein milljón. Okkur er sagt
að reksturinn eigi að bera sig, það
merkir að 1.500 viðburðir þurfi að
eiga sér stað í húsinu á hverju ári,
sem þýðir meira en 4 viðburði á
dag allt árið um kring. Við erum að
tala um meira en 28 tónleika í viku
hverri.
Sá sem reiknaði þessi ósköp; og
fékk dæmið til að ganga upp, hlýtur
að vera á barmi andlegs gjaldþrots.
Nema hann tilheyri þeim sem þurfa
nauðsynlega að koma peningum
frá fjöldanum til flokksgæðinga.
Þessi forljóti kumbaldi, sem
eyðileggur útsýnið, mun aldrei gera
listamönnum neinn greiða. Þetta
er musteri dillibossanna og er okk-
ur nú þegar til háðungar. Auðvitað
munu örfáir njóta góðs af bruðlinu.
En fjöldinn mun bara fá að borga.
Peningar gefa völd og völd gefa
peninga. Þið haldið kannski að það
sé tilviljun að megrunardýrkand-
inn Sigmundur Davíð Oddsson
(eða hvað hann nú heitir sá ágæti
maður), hefur bæði helling af pen-
ingum og völd innan þjófafélags
Framsóknar. Þið haldið kannski að
það sé tilviljun að pabbi Sigmundar
eignaðist helling af peningum. Þið
haldið kannski að tilviljun, færni
eða menntun ráði því hverjir verða
sendiherrar og hverjir maka krók-
inn í Hörpunni. Ef þið haldið það,
þá hefur andleg megrun ykkar náð
tilætluðum árangri.
Við Sigmund Davíð sjáum hér,
sá mun mikið erfa,
maðurinn í megrun er
og mætti gjarnan hverfa.
Andleg megrun
Kristján
Hreinsson
Skáldið skrifar
„Þetta er musteri
dillibossanna og er
okkur nú þegar til háð-
ungar.
U
mræðan um kaup fjárfest-
isins, Huangs Nubo, á landi
Grímsstaða á Fjöllum hefur
að venju grafist ofan í hefð-
bundinn farveg þjóðernis-
orðræðunnar. Í fréttaflutningi af mál-
inu og í umræðum á netinu hefur
þjóðerni og persóna fjárfestisins verið
gerð að aðalatriði á meðan lítið bólar á
efnislegri umræðu um það hvort land
af þessu tagi eigi yfir höfuð að vera í
einkaeigu. Sem þó væri rakið að ræða
af þessu tilefni.
Eftirtektarvert er að þegar útlend-
ingur kaupir nokkra íslensku eigend-
urna út þá gera gagnrýnendur einkum
athugasemd við þjóðerni og persónu
kaupandans sem umsvifalaust er sett
í eiturskarpan fókus.
Samt minnist ég ekki neinnar um-
ræðu um persónubundna eiginleika
fyrrverandi og núverandi eigenda. En
nú keppast menn á öndverðum pól-
um við að mæra eða úthúða fjárfest-
inum, sem ýmist er sagður sérdeilis
ljóðelskur náttúruverndarsinni og
einstakur Íslandsvinur eða harðsvírað
fjármálaauðvald af verstu sort. Eins og
að það skipti einhverju máli. Svo fara
af stað sögur um kínverska útþenslu-
stefnu.
Hví Hannes en ekki Huang?
Þó svo að vitaskuld sé töluverður
munur á lagalegri stöðu fjárfesta
eftir ríkisfangi þá er örðugt að koma
auga á nokkra málefnalega ástæðu
fyrir þessari misskiptingu. Því er
kannski ekki úr vegi að spyrja nokk-
urra spurninga:
Hvers vegna má Hannes Smárason
kaupa Grímsstaði á Fjöllum en ekki
Huang Nubo? Og hvaða rök er hægt
að færa fyrir því að Bjarni Ármanns-
son sé heppilegri eigandi að HS Orku
heldur en Kanadamaðurinn Ross
Beaty í Magma Energy, sem margir
fóru á límingunum yfir um árið? Bara
af því að hann bar kanadískt vegabréf.
Hvaða efnislegu máli skiptir eigin-
lega þjóðerni og persóna þessara fjár-
festa? Enginn spyr Íslending um við-
skiptalegt siðferðisvottorð við álíka
jarðakaup. Maður fær því vart var-
ist að klóra sér svolítið í kollinum yfir
heiftúðugri umræðunni um þjóðerni
og persónu þessa tiltekna fjárfestis
frá austurlöndum fjær. Ætli umræðan
væri ekki á öðrum nótum ef maðurinn
bara talaði íslensku.
Jón Bjarnason ræður
Við skyldum líka athuga að Kínverjar
hafa ekkert rýmri heimildir en aðrir
fjárfestar við nýtingu landsins. Nema
síður sé. Það er ekki eins og að mað-
urinn fái að reisa nýja Hong Kong
þarna uppi á fjöllum, skyldi hann svo
ólíklega hafa áhuga á því. Fram hef-
ur komið að einkaaðilar eiga landið
í óskiptri sameign ríkisins sem enn á
fjórðung. Og ætlar ekki að selja.
Samkvæmt lögum getur kínverski
fjárfestirinn ekki ráðist í neinar grund-
vallarbreytingar á jörðinni, uppbygg-
ingu hennar eða rekstri nema með
samþykki ríkisins. Það mun verða
landbúnaðarráðherra, sjálfur Jón
Bjarnason, sem þyrfti að samþykkja
allt slíkt.
Betri peningar í Transilvaníu?
Þrátt fyrir allar þessar girðingar á
möguleikum fjárfestisins við að nýta
eign sína óttast menn samt – ef marka
má hysteríska umræðuna – að þarna
verði öllu stefnt í voða. Við það eitt að
útlendingur vilji þar fjárfesta.
Ég veit ekki hvort að Huang þessi
Nubo eigi skúffufyrirtæki einhvers
staðar í Transilvaníu eða í Gautaborg
en þannig kæmist hann inn á EES-
svæðið og þar með fram hjá vökulu
auga Jóns Bjarnasonar. Og gæti þá
keypt allt sem hönd á festir á Íslandi.
Eins og að um allt aðra og miklu betri
peninga væri að ræða.
Þetta kerfi er auðvitað út í hött.
Þjóðernishyggja og fjárfestingar fara
illa saman. Nær væri að smíða traust-
ar almennar reglur sem allir fjár-
málamenn þurfa að fara eftir. Óháð
þjóðerni eða meintum persónueigin-
leikum.
Hver er þessi Huang?
Dr. Eiríkur
Bergmann
Kjallari