Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 13
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina. Fréttir | 13Helgarblað 2.–4. september 2011 Fengu 25 ára leigusamning frá Framsókn Skrifaði undir Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, skrifaði undir leigu- samninginn við Íslenska aðalvertaka. Jón sést hér á flokksþingi Framsóknarflokksins í fyrra ásamt Ísólfi Gylfa Pálmasyni, fyrr- verandi þingmanni flokksins. sem hið opinbera gerði við einkaaðila í ríkisstjórnartíð Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins á fyrri hluta síðasta áratugar. Í öllum tilfellunum þremur voru flokkspólitísk tengsl á milli annars hvors ríkisstjórnarflokks- ins og leigusalans og í öllum tilfellum er um að ræða 25 ára leigusamninga þar sem leigan er í hærra lagi. Heim- ildir DV herma að tilfellin þrjú hafi verið á vitorði einhverra starfsmanna stjórnkerfisins um nokkurt skeið. Gert á árunum 2002–2004 Málaflokkurinn komst í hámæli eftir að greint var frá því að Landlæknis- embættið væri að flytja úr skrifstofum sínum á Austurströnd á Seltjarnarnesi þar sem stofnunin greiddi 2 milljónir króna í leigu á mánuði. Leigusamn- ingurinn, sem er óuppsegjanlegur, var gerður árið 2002 og gildir til ársins 2027, í 25 ár. Eigandi hússins er Pétur Kjartans- son en hann hefur gegnt trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í gegnum tíðina og sat í stjórn Heim- dallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á sínum tíma. Ríkissjóður mun þurfa að halda áfram að greiða leiguna, 24 milljónir króna á mánuði, út samningstímann ef enginn annar opinber aðili flytur inn í húsnæðið. Hitt dæmið snerist um leigusamninga sem gerðir voru um 5.400 fermetra húsnæði í Borgum við Norðurslóð á Akureyri árið 2004. Stjórnendur nokkurra þeirra opin- beru stofnana sem voru látnar flytja inn í húsið eru ósáttir við of háa leigu í 25 ára leigusamningnum sem þeir eru fastir í við fasteignafélagið Reiti II, sem er meðal annars í eigu Arion banka og Landsbankans. Húsið var reist árið 2004. Borgir voru á þeim tíma í eigu fasteignafélagsins Landsafls sem var í eigu Íslenskra aðalverktaka, sama verktakafyrirtækis og leigusamning- urinn í Glæsibæ var gerður við, og Landsbankans. Fasteignafélag í eigu Arion banka og Landsbankans er eig- andi Landsafls ehf. í dag en félagið heitir nú Reitir II ehf. Heimildir DV herma að ráðherrar í þáverandi ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins hafi beitt sér fyrir því að Landsafl fengi að byggja Borgir og að leigusamningurinn yrði gerður við það. Tæplega 1.500 krónur á fermetr- ann Í leigusamningnum á milli Heilsu- gæslunnar í Reykjavík og Íslenskra að- alverktaka kemur fram að samningur- inn sé til 25 ára og óuppsegjanlegur. „Samningur þessi er tímabundinn til 25 ára og óuppsegjanlegur nema aðilar verði sammála um annað.“ Leiguverð á fermetra eru tæpar 1.500 krónur á mánuði samkvæmt samningnum. Heildarleiguverð á mánuði er því um 1.400 þúsund krón- ur fyrir þetta tæplega 950 fermetra húsnæði. Arion banki er nú eigandi húsnæð- isins í Glæsibæ þar sem heilsugæslu- stöðin er í dag. Ástæðan er sú að bank- inn yfirtók Íslenska aðalverktaka og dótturfélög þess eftir efnahagshrun- ið 2008 vegna skulda félagsins. Fyrir- tækið skuldaði þá um 20 milljarða króna umfram eignir. Í stjórn eignar- haldsfélagsins Þrengsla, sem heldur utan um fasteignina í Glæsibæ, sit- ur starfsmaður Arion banka. Leigu- samningurinn sem gerður var við Ís- lenska aðalverktaka í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins er enn í gildi og hefur ekki verið endurskoðaður eftir því sem DV kemst næst. Hið opinbera greiðir því enn leigu samkvæmt þess- um samningi. Forstjórinn Stefán Friðfinnsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, skrifaði undir samninginn fyrir hönd fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.