Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 50
50 | Lífsstíll 2.–4. september 2011 Helgarblað
É
g var smá hrædd að fara
ein en ég ákvað bara að
gera það samt. Maður
lærir rosalega mikið á því
að fara svona. Ég var ein
þarna og gat ekki hringt í neinn
til að væla og varð bara að
treysta á sjálfa mig,“ segir Telma
Kristín Emilsdóttir sem fyrir
nokkrum mánuðum skellti sér
ein síns liðs í ferðalag á fram-
andi slóðir í Indlandi.
„Ég var búin að vera að
hugsa um það að fara út lengi.
Ég bjó úti í New York og kynnt-
ist þar mörgu fólki sem var búið
að vera ferðast mikið og gera
alls konar sniðuga hluti. Ég
flutti svo aftur heim til Íslands
og hætti ekki að hugsa um að
mig langaði að fara ferðast eitt-
hvað sjálf.“
Upprunalega ætlaði Telma
að fara með sænskri vinkonu
sinni í ferðalagið. „Svo datt það
upp fyrir og þá ætlaði íslensk
vinkona mín með mér en það
datt líka upp fyrir þannig að
ég ákvað bara að fara ein,“ seg-
ir hún brosandi. Hún lagði því
af stað í ferðalag þar sem hún
kynntist jafnt sætum og súrum
hliðum Indlands.
Fötluðu börnin höfð
í skúr á bak við
Hún lagði upp í ævintýrið ein og
byrjaði á að vinna í sjálfboða-
vinnu. „Fyrst fór ég á munaðar-
leysingjaheimili ásamt tveimur
öðrum sjálfboðaliðum.“ Það var
þó allt öðruvísi en Telmu hafði
grunað. „Þetta var algjör við-
bjóður. Það voru veggir þarna
en það var nánast það eina
sem var þarna. Það voru rimla-
hurðir og það voru rottur og
kakkalakkar í rúminu hjá mér
og flugur úti um allt. Þetta var
ógeðslegt,“ segir Telma. Hún
segir það hafa verið erfitt að
horfa upp á börnin sem bjuggu
þarna. „Börnin voru svo veik.
Helmingurinn af þeim svaf all-
an daginn. Það voru fimmtíu
börn þarna og tíu þeirra voru
fötluð eða mikið veik og þau
voru höfð í skúr á bak við. Þetta
var alveg rosalega erfitt. Börn-
in vantaði svo mikla athygli því
þau fengu enga þarna.“ Yngsta
barnið á heimilinu var tveggja
og hálfs árs. „Það var goggun-
arröð á meðal barnanna. Þau
eldri stjórnuðu þeim yngri og
lömdu þau. Maðurinn sem á
munaðarleysingjaheimilið lá
svo bara uppi í rúmi allan dag-
inn og lét börnin nudda sig.
Börnin átu svo upp úr gólfinu
en það var samt skárra fyrir þau
en að vera úti á götu. Þetta var
bara algjör viðbjóður.“
Eftir tæpa viku ákvað Telma
ásamt hinum sjálfboðaliðun-
um að yfirgefa staðinn. „Við
gátum ekki verið þarna. Það
var engin sturta þarna og við
gátum þess vegna ekki þrif-
ið okkur allan tímann sem við
vorum þarna. Síðan var klósett
inni í herberginu mínu sem var
stíflað og það flaut kúkur út um
allt. Við hugsuðum um að vera
lengur þarna og reyna að gera
eitthvað en við bara gátum ekk-
ert gert. Þetta var of stórt verk-
efni fyrir okkur.“
Ótrúleg kúgun
„Ferðalagið var þó ekki á enda
og næst fór Telma að kenna
götubörnum. „Ég bjó hjá manni
sem var með götuskóla og fjöl-
skyldunni hans. Þar sem þau
bjuggu mátti ekki fara út eftir
klukkan sex á kvöldin. Þá fóru
eiginmennirnir út og drukku
og konurnar voru heima. Það
var mjög mikil kúgun þarna.
Konurnar máttu varla fara út
úr húsi án þess að spyrja karl-
mennina um leyfi. Maður sér
þetta miklu betur í litlu bæjun-
um en í stóru borgunum,“ seg-
ir Telma og heldur áfram: „Ég
mátti ekki vera í neinu þannig
að sæist í hold. Ég þurfti að vera
í síðerma bolum og buxurnar
að ná niður fyrir hné. Ég gerði
það líka af virðingu við mann-
inn sem ég bjó hjá því hann bað
mig um það.“
Það kom Telmu á óvart hvað
götubörnin voru vel gefin. „Það
var alveg ótrúlegt að sjá hvað
börnin voru klár þrátt fyrir að
vera svona ung og búa í svona
umhverfi. Það var ótrúlega
gaman að vera þarna og gaman
að kynnast þessu.“
Telma kenndi í götuskól-
anum í þrjár vikur og hafði
sett stefnuna næst á jóganám
í jóga klaustri. Námið var þó
öðruvísi en hún hafði ímynd-
að sér. „Þetta var svona trúar-
legt og ég átti að vera í hvítum
kufli. Þetta var prógramm allan
daginn, jógatímar þrisvar á dag
og bænir þess á milli. Það voru
alls konar skrýtnir hlutir þarna
líka sem maður átti að gera. Til
dæmis drekka saltvatn og æla
því svo. Þetta átti að vera ein-
hvers konar hreinsun. Þetta var
ekki eins og ég hafði búist við og
ég eiginlega flúði þaðan á end-
anum út af kakkalökkum og
engisprettum.“
Fárveik með kakkalökkum
Þá hélt Telma af stað út í óviss-
una á ný og skráði sig inn á
hótel í bænum. „Þar kynntist
ég strák sem ætlaði að halda
áfram að ferðast. Ég ákvað að
halda áfram með honum.“ Þau
héldu af stað upp í fjallabyggð-
ir Indlands. „Rútuferðirnar á
milli staða voru oft alveg rosa-
legar.“ Ein rútuferðin er henni
sérstaklega minnisstæð. „Þetta
var níu tíma rútuferð í almenn-
ingsrútu. Þarna voru menn
með geitur á bakinu og þetta
voru grjóthörð sæti og rosa-
lega heitt í rútunni. Eftir ferð-
ina varð ég alveg fárveik.“ Eft-
ir rútuferðina skráðu þau sig á
hótel. „Þetta var frekar ógeðs-
legt hótel og allt fullt af rottum
og kakkalökkum þar. Það voru
rottur sem átu sig í gegnum
töskuna hjá vini mínum því
hann var með hnetur í tösk-
unni. Það var frekar ógeðslegt
að vera fastur, svona fárveikur,
inni á hótelherbergi og horfa á
kakkalakkana skríða í kringum
sig,“ segir Telma en hlær þó að
minningunni. Hún segir gisti-
heimilin vera misjöfn. „Þetta
er alls ekki alltaf svona ógeðs-
legt. Það er dýrt í stærri borg-
unum en þetta er öðruvísi í
litlu bæjunum. Í stóru borg-
unum var maður oft á svona
minni gistiheimilum og sætti
sig bara við það. Ef maður er
á bakpokaferðalagi þá ferðast
maður ódýrt. Þegar maður
lenti á svona gistiheimilum
þá svaf maður helst bara í föt-
unum, það var allt svo skítugt
þarna. Maður er samt bara
svo fljótur að venjast þessu og
er þannig séð ekkert mikið að
kippa sér upp við þetta. Þetta
er bara raunveruleikinn fyrir
manni á því augnabliki.“
Háfjallaveiki og fegurð
fjallanna
Telma kynntist fleiri ferðalöng-
um og hélt af stað í nýtt ævin-
týri með þeim. Þá fékk hún að
kynnast fegurð Indlands. „Ég
kynntist svo algjörum snill-
ingum frá Ísrael og Belgíu og
fór að ferðast með þeim. Við
keyrðum einn hættulegasta
veg í heimi. Venjulega tekur 25
klukkutíma að keyra þennan
fjallaveg en það tók okkur þrjá
daga. Þetta var í svona lítilli
rútu og þegar rútan beygði sá
maður rassinn á rútunni fyrir
utan veginn. Það var rosalega
eftirminnileg ferð og við fólk-
ið sem vorum í rútunum urð-
um mjög náin. Við vorum öll
að æla út um gluggann á rút-
unni á ferð og þetta var mikið
ævintýri,“ segir hún hlæjandi.
„Á leiðinni gistum við í matar-
tjöldum og vorum þá komin
upp í 5.000 metra yfir sjávar-
mál og fengum háfjallaveiki og
allan pakkann þegar við vökn-
uðum um morguninn.“ Þeg-
ar upp í fjöllin var komið fóru
þau í göngur. „Við gengum á
fjöll sem voru hátt í fimm þús-
und metra hæð yfir sjávarmáli.
Það var mjög erfitt en á sama
tíma ótrúlega gaman. Mað-
ur labbaði nokkur skref en var
svo búinn á því af súrefnisleysi.
Síðan reyndi maður að drekka
vatn en það gerði það eigin-
lega verra bara.“ Telma segir
fegurðina í fjöllunum hafa ver-
ið stórfenglega. „Það var alveg
ótrúlega fallegt þarna. Uppi í
fjöllunum býr líka fólk í litlum
kofum sem eru eiginlega eins
og eyðibýli. Það eru ótrúlega
magnaðir menn sem búa þar
og þeir tóku á móti manni með
mat. Þeir voru algjörar dúllur
og tóku vel á móti manni.“
Heilluð af landinu
Telma segir að þrátt fyrir að
hún hafi lent í mörgu vafa-
sömu sé hún algjörlega heill-
uð af landinu. „Góðu stund-
irnar og töfrarnir við landið
gerðu þetta allt þess virði.
Mér finnst tvö orð lýsa land-
inu best, það eru orðin töfrar
og brjálæði,“ segir Telma sem
er staðráðin í að ferðast sem
mest. „Ég held maður geti
ekki hætt þegar maður byrjar.
Mig langar strax aftur út. Ég
fékk eiginlega hálfgert menn-
ingarsjokk þegar ég kom aft-
ur heim og það tók mig al-
veg þrjár vikur að lenda. Þetta
breytir manni mikið en svo er
maður svo ofboðslega fljótur
að venjast gamla lífinu aft-
ur en auðvitað breytir þetta
manni,“ segir Telma sem
stefnir að því að fara út sem
fyrst aftur. „Mig langar til Ísra-
el því ég kynntist fólki þaðan
á Indlandi og svo langar mig
í Suðaustur-Asíureisu.“ Hún
segist vera sýkt af ferðabakt-
eríu og langar að ferðast sem
víðast. „Það versta við þetta er
að ég á örugglega aldrei eftir
að vilja hætta að ferðast,“ segir
hún hlæjandi.
Töfrar og brjálæði
Telma Kristín Emilsdóttir lenti í æsileg-
um ævintýrum á tveggja mánaða ferðalagi
sínu um Indland fyrr á þessu ári. Hún kynntist
jafnt fegurð landsins sem og ömurlegum
aðstæðum fátækts fólks og munaðarleys-
ingja. Rottur, kakkalakkar og mikill skítur voru
daglegt brauð en hún kynntist líka fegurð
landsins og er heilluð af töfrum þess. Hún er
flökkukind sem er sýkt af ferðabakteríu og
segist hvergi nærri vera hætt að ferðast.
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Viðtal
Í rútu
Rútuferðirnar
á Indlandi
voru oft
skrautlegar.
Hér er mynd
úr almenn-
ingsvagni þar
sem var engin
loftræsting
og bændur
voru jafnvel
með geitur á
bakinu með
sér í rútunni.
„Ég þurfti að
vera í síðerma
bolum og buxurnar
að ná niður fyrir hné.
Lélegur aðbúnaður
Hér er Telma með börn-
unum á munaðarleysingja-
heimilinu. Hún heldur á
yngsta barninu á heimilinu
sem var tveggja og hálfs
árs. myndir teLma kristÍn
ein í ferðalag Telmu fannst lítið mál að skella sér ein í ferðalag til Ind-
lands. Þar lenti hún í ýmsum ævintýrum.
Fegurð fjallanna Telma gekk fjöll á Indlandi. Þegar á toppinn var
komið var hún í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli og segir Telma það vera
eina mestu þolraun lífs síns.