Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað
Viðhaldsfríar
ÞAKRENNUR
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202 Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is
Varmaskiptasamstæður
loftræstistokkar og tengistykki
Hágæða
HAGBLIKK ehf.
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur.
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna.
Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar.
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
ild
ar
1
4
6
0
.2
4
F
yrrverandi fjármálastjóri
Hvals, Gunnlaugur Ragnars-
son, hefur játað að hafa dreg-
ið sér tugi milljóna króna úr
fyrirtækinu. Málið er til rann-
sóknar og er gert ráð fyrir að rann-
sókninni ljúki á næstu vikum. Gunn-
laugur hefur samkvæmt heimildum
Ríkisútvarpsins játað brot sín fyrir
lögreglunni en málið komst upp í
mars síðastliðnum þegar stjórnend-
ur Hvals ráku augun í misræmi í bók-
haldi fyrirtækisins. Brotin eru talin ná
allt að fimm ár aftur í tímann. Hvalur
hf. er eitt stærsta hvalveiðifyrirtæki
landsins.
Málið enn til rannsóknar
Rannsókn er enn í gangi á málefn-
um Gunnlaugs og vill starfandi fjár-
málastjóri fyrirtækisins, Guðmundur
Steinbach, ekkert gefa upp um hve-
nær rannsókninni lýkur. Hann segir
þó að rannsóknin muni ljúka fljót-
lega, innan nokkurra vikna. „Ég er
ekki með neina dagsetningu á hreinu
en rannsóknin er langt komin,“ segir
hann aðspurður um hvenær von væri
á skýrslunni. Guðmundur vildi ekki
staðfesta að upphæðirnar sem Gunn-
laugur er grunaður um að hafa dregið
sér nemi tugum milljóna króna eins
og heimildir Ríkisútvarpsins herma.
Frá því að upp komst um málið hef-
ur Guðmundur starfað sem fjármáls-
tjóri Hvals en þeim sem grunaður er
um fjárdráttinn var sagt upp störfum
eftir að hann gaf sig fram við lögreglu.
Fyrirtækið rekið í óvissu
Rekstur fyrirtækisins Hvals hef-
ur verið nokkuð erfiður að mörgu
leyti á undanförnum árum en
bannað var að veiða hval frá árinu
1986 þangað til Einar Kristinn
Guðfinnsson, þáverandi sjávar-
útvegsráðherra, heimilaði veiðar
á hval að nýju árið 2009. Tap hef-
ur verið á rekstri fyrirtækisins síð-
ustu ár samkvæmt ársreikningi árið
2009. Eiginfjárstaða félagsins er þó
góð en eigið fé félagsins er 13 millj-
arðar á móti tæplega 2,6 milljarða
króna skuld. Fyrirtækið varð fyr-
ir áfalli þegar þegar harður jarð-
skjálfti reið yfir Japan fyrr á þessu
ári en Japan er einn stærsti kaup-
andi hvalkjöts frá Íslandi. Afleið-
ingar skjálftans voru gríðarlegar
fyrir japönsku þjóðina og snarm-
innkaði eftirspurn eftir hvalkjöti á
sama tíma.
Helstu útgjöld fyrirtækisins
hafa verið hafnargjöld og við-
haldskostnaður hvalveiðiskip-
anna. Þegar hvalveiðar voru
leyfðar að nýju á Íslandi fóru
svo stjórnendur fyrirtækisins út
í kostnaðarsamar endurbætur á
skipaflotanum.
n Gunnlaugur Ragnarsson hefur játað að hafa dregið sér fé frá Hval hf. n Brotin ná fimm ár aftur
í tímann n Markaðurinn í Japan hrundi eftir skjálftann n Tap á rekstri félagsins undanfarin ár„Ég er ekki með
neina dagsetningu
á hreinu en rannsóknin er
langt komin.
Fjármálastjórinn
játaði fjárdrátt
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Tap en góð eiginfjárstaða Hvalur hf. hefur skilað rekstrartapi að undanförnu en eigin-
fjárstaða félagsins er góð.