Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 25
Fréttir | 25Helgarblað 2.–4. september 2011 Dularfulli Kínverjinn sem kaupir Ísland Framhald á næstu opnu n Gamall íbúi í Hongcun segist vanmáttugur Leikmunir ferðamannaiðnaðarins Ý mislegt hefur dúkkað upp í tengslum við fyrirhuguð kaup Nubos á Grímsstöðum á Fjöll­ um. Til að mynda umfjöllun úr Los Angeles Times frá árinu 2006 þar sem íbúi í sögufræðaþorpinu Hong­ cun lýsti því hvernig hann og allir 1.400 íbúar þorpsins væru í raun og veru einungis leikmunir í kínverskum ferðamannaiðnaði. Zhongkun Group, undir forystu Nubos, lét gera upp þetta sögufræga þorp og það var síðan notað sem leik­ mynd fyrir kvikmyndina Crouching Tiger, Hidden Dragon. Eftir það dró Hongcun að sér marga ferðamenn og samkvæmt frásögn Wangs fá íbú­ ar þorpsins fyrirmæli um það hvern­ ig þeir eigi að haga sér. „Mér finnst ég vanmáttugur,“ sagði Wang. Zhongkun Group hefur haldið við þorpinu og rekur það enn sem ferðamannastað. Í grein Los Angeles Times kem­ ur fram að 530.000 ferðamenn hafi heimsótt þorpið árið 2005 og að and­ virði aðgangseyrisins hafi verið rúm­ lega 260 milljónir króna. Fullyrt er að tveir þriðju þeirrar upphæðar fari beint í vasa Zhongkun Group og rest­ in til yfirvalda. Bent er á það í grein­ inni að þetta sé algengt fyrirkomulag í Kína og að stærsti hluti gróðans lendi í vasa pólitískra fyrirtækja. Ýjað er að því í greininni að Zhongkun Group sé eitt slíkra fyrirtækja. Þorpið Hongcun er nú á minjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem afbragðs­ dæmi um hefðbundna forna íbúa­ byggð. Halldór, aðstoðarmaður Nubos, segir það alrangt að íbúar Hongc­ un séu í einhverri ánauð. Hann segir íbúana selja ferðmönnum bæði mat og handverk sem þeir gætu ekki gert ef þorpinu væri ekki haldið út sem ferðamannastað. Þ að er óhætt að segja að mað­ ur hrökkvi í kút þegar maður fer inn á heimasíðu Zhongkun Group en um leið og síðan hefur hlaðist niður fer í gang vægast sagt mjög magnþrungin og drama­ tísk kínversk tónlist, sem og mynd­ band. Þetta er líklega gert til að fanga athygli fólks og tekst þeim ágætlega til með það. Heimasíðan er í mjög ljóðrænum stíl og gætir þar líklega áhrifa frá Nubo sjálfum. Fram kemur að Zhongkun Group hafi verð stofnað árið 1995 og að það sérhæfi sig í fasteignaviðskiptum og ferðamannaiðnaði. Fyrirtækið hefur umsvif meðal annars í Bandaríkjun­ um og Japan, auk Kína. Um 40 dótturfyrirtæki eru skráð undir Zhongkun Group og langflest þeirra tengjast ferðamannaiðnaði og fasteignum tengdum ferðamanna­ iðnaði. Fyrirtækið er eitt það um­ svifamesta í ferðamannaiðnaðinum í Kína í dag. Á heimasíðunni segir að fyrir­ tækið hafi fjárfest í yfir 60 milljón fermetrum af eignum í Peking, Hu­ bei, Innri­Mongólíu, Shanxi og fleiri stöðum. Á heimasíðunni er jafnframt far­ ið yfir sögu fyrirtækisins og síðasta færslan er frá árinu 2010 þar sem segir að Huang Nubo hafi verið kos­ inn hetja góðgerðarmála hjá Forbes í Asíu árið 2009. Zhongkun Group Fimm stjörnu hótel Þetta 118 herbergja lúxushótel er í eigu Zhongkun Group. Það er í Hangzhou, skammt frá Hongcun-þorpi. Hongcun Íbúar þorpsins hafa lýst því yfir að þeir séu leikmunir ferðamannaiðnaðarins. því og daginn sem það var þá mætti einkabílstjóri til að færa honum af­ mælisgjöf,“ segir Halldór og bendir á að þetta sé einnig gott dæmi um það hversu mannlegur Nubo er. „Eins og komið hefur fram þá hefur hann lent í hremmingum í lífinu og í viðskiptum og hann er eitthvað brenndur af því en ef hann treystir fólki þá treystir hann því hundrað prósent. Hann treystir Ragnari Baldurs­ syni og Hjörleifi Sveinbjörnssyni afar vel og telur þá til sannra vina. Ég held að það sé þess vegna sem hann er hér á Íslandi, því hann ber traust til þeirra. Ég held að það sé þeim að þakka að hann sýni þenn­ an áhuga þrátt fyrir skrýtnar mót­ tökur á köflum og að hann skuli ekki vera búinn að gefast upp,“ seg­ ir Halldór sem lofsamar félaga sinn í hástert. „Það er fáránlegt að draga þá álykt- un að fyrirtækið mitt sé styrkt af yfirvöldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.