Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 33
Viðtal | 33Helgarblað 2.–4. september 2011
„Ég er harður
við sjálfan mig“
sem hann er aðal laga- og
textahöfundur og eina sóló-
plötu. Síðasta verk hans með
Naglbítunum var hið risa-
vaxna samstarf þeirra og
Lúðrasveitar verkalýðsins, sú
plata kom út ásamt heimildar-
mynd um verkefnið árið 2008.
Villa þykir vænt um Nagl-
bítana og segir að þótt það hafi
liðið langur tími á milli platna
hjá þeim þá hafi það einmitt
verið þess vegna sem þeir hafi
getað gefið jafnmikla orku í
tónlistina og raun ber vitni.
„Það er auðvitað mjög
gott að láta líða svona langan
tíma á milli platna. Við vorum
aldrei dugleg hljómsveit. Við
völdum okkur að gera þetta
ekki að okkar lifibrauði. Við
vildum ekki taka leiðinleg gigg
bara til að lifa af. Við völdum
hinn möguleikann sem er að
njóta þess að búa til og spila
tónlist.“
Naglbítarnir koma aftur
saman á næsta ári og halda
stórtónleika þann 4. febrúar
í Hofi á Akureyri. „Við erum
að koma saman aftur, það er
gaman að segja frá því. Við
erum að semja nýtt efni og
ætlum að gera þetta með stæl.
Ég er kominn með fiðringinn
og við erum stórhuga. Síðast
vorum við 60 á sviðinu, það er
aldrei að vita hvað við gerum
næst. Við erum alla vega ekki
að gera þetta til að fá einhvern
fimm þúsund kall í vasann.“
Villi segist stoltur af tón-
listinni sem Naglbítarnir hafa
gefið út. „Ég skammast mín
ekki fyrir tónlistina, finnst hún
tímalaus og held að það sé
vegna þess að við vorum lítið
að eltast við tískuna.“
Afi helsta fyrirmyndin
Villi segist ekki eiga sér neinar
sérstakar fyrirmyndir þeg-
ar kemur að því að skapa.
Frekar að hann eigi sér fyrir-
myndir í lífinu almennt og þá
er fremstur afi hans heitinn,
Steingrímur Þorsteinsson frá
Dalvík, fyrrverandi kennari og
hamskeri.
„Hann afi kenndi mér það
að stundum þarf að berja
í borðið. Standa með sjálf-
um sér. Það er lexía sem fleiri
mættu tileinka sér því hún eflir
sjálfsvirðinguna. Hann kenndi
mér líka að veiða og ef það
væri ekki fyrir afa þá hefði ég
örugglega ekki menntað mig.
Hann brýndi það fyrir
mér að menntun er lyklar.
Lyklar að möguleikum sem
eru annars læstir. Ég tók
fullt mark á þessu og kláraði
menntaskólann og fór seinna
í heimspekinám í Háskól-
anum. Mér finnst það sjálf-
um merkilegt því ég á mjög
bágt með að lesa bækur. Ég
hef örugglega bara lesið sex
bækur á ævinni, segir hann
í fyllstu alvöru. Ég sofna eftir
þrjár síður.“
Heimspekin er móðir
allra vísinda
Villi fór í heimspeki í Háskóla
Íslands og þar fékk hann að
spyrja eins og hann lysti eins
og hann var óþreytandi við
að gera þegar hann var lítill.
„Ef við viljum skilja hlut-
ina þá verðum við bara að
spyrja. Margir halda að heim-
speki snúist um einhverja
gamla karla í lökum sem éta
vínber og þræta. Svo er ekki.
Heimspekin er móðir allra
vísinda og það er nauðsyn-
legt að spyrja til að búa til
samræðu sem hefur eitthvert
innihald. Ég er fær í því að
spyrja og hlusta og nýtti mér
það óspart í náminu. Ég geri
það líka í daglegu lífi.“
Kýs að hlusta
Það kemur líka í ljós að hon-
um líkar það betur að hlusta
en að ræða málin. Hann seg-
ist ekki vera maður sem ber
tilfinningar sínar á torg og
hann segist vera þögull.
„Ég ræði ekki um tilfinn-
ingar mínar. Ég á fáa vini og
hef komist upp með það alla
tíð að ræða ekki við þá um
persónuleg málefni. Ef þeir
reyna, þá sting ég af. Hætti
að svara símanum og svona,“
segir hann og brosir.
„Líklega er ég afar lokaður
að eðlisfari, það kemur oft
þeim sem þekkja mig ekki á
óvart. En ég kýs að hafa þetta
svona og finnst þetta þægi-
legt.“
Eirðarleysið flækist fyrir
Hann er enda þögull sem
gröfin um einkalíf sitt og vill
sem minnst um það segja
annað en að síðasta ár hafi
verið honum erfitt. Eirðar-
leysið hefur komið mér í koll
í ár. Það flækir líf mitt oft að
óþörfu,“ segir hann alvöru-
gefinn.
„Ég hef alltaf verið svona
eirðarlaus, eiginlega frið-
laus,“ bætir hann við. „Ég veit
ekki hvað þetta er og er auð-
vitað alltaf að eltast við far-
sæld eins og allir aðrir. Ég
held stundum að ég sé far-
sæll. Stundum ekki. Stund-
um get ég litið til baka og
sagt. Já þarna var ég farsæll.
Og öfugt.
Stundum lít ég til baka til
tíma þar sem ég taldi mig far-
sælan en svo hefur eitthvað
breyst sem setur allt í annað
samhengi. Það er líklega erf-
itt að telja sig farsælan nema í
núinu. Það getur enginn sagt að
hann sé farsæll til framtíðar.“
Maturinn vex ekki í Bónus
Það eru samt til stundir sem
Villi finnur ekki vitund fyrir
eirðarleysi. Hann er mikill
áhugamaður um veiði og þegar
hann er á veiðum segist hann
vera í fullkominni sátt við sjálf-
an sig. Veiðiáhugann erfði hann
eins og áður sagði frá afa sínum
Steingrími.
Nokkrir vina Villa deila með
honum skotveiðiástríðunni og
á haustin er oft farið í lengri
eða skemmri ferðir. Hann er
spenntur fyrir því að fara í veiði,
gæsaveiðitímabilið er að byrja.
Villa þykja löngu veiðiferðirnar
einna skemmtilegastar þegar
gengið er á fjöll og legið úti.
„Það er eitthvað sérstakt við
það að elda og borða það sem
maður hefur veitt sjálfur, að
færa björg í bú, maturinn vex
ekki í Bónus,“ segir hann.
„En það er ekki bara það að
veiða sem ég hef ástríðu fyrir.
Mér finnst gaman að vera úti og
finna fyrir náttúrunni. Að verða
kalt, vera blautur í fæturna og
drekka kaffi með félögunum úti
í skurði. Þar sem við stöndum
í skurðinum þá sjáum við líka
daginn byrja og það er upplifun
sem er nærandi.
Fyrst fara flugurnar að suða,
svo sérðu hægt og rólega lífið
kvikna. Þú sérð jörðina hitna
þegar sólin fer að skína og
hvernig móðan stígur af land-
inu.
Auðvitað skýt ég svo gæs
og borða hana svo,“ segir
hann og hlær. „Í fyrra fór ég
í rjúpnaveiði í Mývatnssveit.
Allt var hrímhvítt og trén eins
og í Narníu. Þótt við hefðum
sleppt því að skjóta rjúpur þá
hefði þetta verið yndislegt og
félagsskapurinn er líka alltaf
góður.“
Vildi að ég væri maðurinn
með planið
Það er aldrei að vita hverju Villi
tekur upp á næst. Hann er tón-
listamaður, hugmyndasmiður,
myndlistarmaður, leikari (þótt
hann vilji ekki gangast við því)
og ótal margt fleira. Hann á
enda mjög erfitt með að sjá
fyrir sér framtíð sína.
„Það fer eftir því hvernig
skapi ég er í hvernig ég sé
framtíðina. Stundum hugsa
ég: Ætli þetta verði ekki svona?
Stundum hugsa ég: Vildi ég
að þetta yrði svona? Og þegar
verst lætur þá hugsa ég: Æi
djöfull. Ætli þetta verði svona?
Annars vildi ég að ég væri
maðurinn með planið. Stund-
um vildi ég óska þess að ég
væri bara með læknisgráðu
og ætti Volvo. En kannski yrði
ég versti læknir í heimi. Ef ég
gat ekki keyrt út pítsur þá er
kannski ólíklegt að ég finni
ósæðina með skurðhnífinn í
annarri,“ segir hann og hlær.
„Ég
hef
örugglega
bara lesið
sex bækur
á ævinni, ég
sofna eftir
þrjár síður.
„Það er eitt-
hvað sérstakt
við það að elda
og borða það sem
maður hefur veitt
sjálfur, að færa björg
í bú, maturinn vex
ekki í Bónus.
Ræðir ekki um tilfinningar sínar Villa líkar
það betur að hlusta en að ræða málin. Hann segist
ekki vera maður sem ber tilfinningar sínar á torg og
hann segist vera þögull. „Ég ræði ekki um tilfinningar
mínar. Ég á fáa vini og hef komist upp með það alla
tíð að ræða ekki við þá um persónuleg málefni. Ef
þeir reyna, þá sting ég af. Hætti að svara símanum og
svona,“ segir hann og brosir. Mynd gunnAR gunnARsson