Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Qupperneq 4
4 Fréttir 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað
Funduðu um höftin með AGS
n Nefnd fór í kynnis- og fræðsluferð á vegum stjórnvalda
N
efnd á vegum íslenskra stjórn-
valda fundaði með fulltrúum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
Washingtonborg í Bandaríkj-
unum í vikunni. Íslensku fulltrúarnir
snúa til baka til landsins í dag, föstu-
dag. Samkvæmt upplýsingum DV
hefur nefndin enga heimild til samn-
inga og er aðeins um eins konar
kynnis- og fræðsluferð að ræða.
Formaður nefndarinnar er
Björn Rúnar Guðmunds-
son, hagfræðingur og
skrifstofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu. Aðrir
nefndarmenn voru
skipaðir af þingflokk-
um sem eiga sæti á
þingi og eru fulltrú-
ar Vinstri-grænna,
Samfylkingar, Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknar og Hreyf-
ingarinnar í nefndinni. Nefndin var
skipuð í apríl í fyrra.
Í ferðinni gefst nefndarmönnum
tækifæri til að ræða við sérfræðinga
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um þá
kosti sem stjórnvöld hafa til að losa
um fjármagnshöftin. Nefndin lagði
það til í desember síðastliðnum að
fresta afnámi gjaldeyrishaftanna um
óákveðinn tíma en höftin áttu upp-
haflega aðeins að vara í þrjá mánuði.
Þau hafa hins vegar verið framlengd í
skrefum og eru enn í gildi.
Samkvæmt síðustu breytingum á
fjármagnshöftunum eiga þau að gilda
fram til 31. desember næstkomandi.
Höftin gera ýmsa fjármagnsflutninga
á milli landa óheimila. Meðal annars
eru viðskipti og útgáfa verðbréfa,
innlegg og úttektir af reikningum í
lánastofnunum og lánveitingar, lán-
tökur og útgáfa ábyrgða sem ekki
tengjast milliríkjaviðskiptum með
vöru og þjónustu óheimilar.
Vara við síldinni
Óheimilt er að nota síldina sem
drepist hefur í Kolgrafarfirði í
fóður fyrir dýr sem gefa af sér af-
urðir til manneldis. Þetta ítrekaði
Matvælastofnun í tilkynningu
sem birt var á fimmtudag. „Í
dauðum fiski getur rotnun hafist
mjög fljótt með hröðum vexti
ýmissa örvera, sem sumar geta
verið skaðlegar fyrir dýr,“ seg-
ir í tilkynningunni og bent á að
við rotnun geti myndast skaðleg
efnasambönd. Það er hins vegar
leyfilegt að nýta sjálfdauðann fisk
í fóður fyrir dýr sem ekki gefa af
sér afurðir til manneldis en það
nær meðal annars yfir loðdýr og
dýr í dýragörðum.
Millifærði á
eigin reikning
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi karlmann í átta mánaða
skilorðsbundið fangelsi á fimmtu-
dag fyrir að draga sér fé frá einka-
hlutafélagi sem hann var að
stærstum hluta eigandi að. Mað-
urinn var fundinn sekur um að
hafa millifært tæpar sextán millj-
ónir af reikningum fyrirtækisins
yfir á sinn eigin reikning og fyrir
að selja sjálfum sér bifreið í eigu
fyrirtækisins án þess að greiða
fyrir. Sjálfur gaf maðurinn þá
skýringu að hann hafi lagt féð inn
á sinn eigin reikning til að Lands-
bankinn gæti ekki skuldfært féð
af reikningi félagsins til greiðslu
á afborgunum á lánum sem
fyrir tækið skuldaði bankanum.
Maðurinn, sem var bæði fram-
kvæmdastjóri og stjórnarmaður í
félaginu, hafði tekið ákvörðun um
að hætta að greiða af lánum fé-
lagsins í kjölfar efnahagshrunsins
2008. Dómurinn gerði mannin-
um einnig að endurgreiða tæpar
sextán milljónir til félagsins.
Geta ekkert samið Samkvæmt
upplýsingum DV hefur nefndin
engar heimildir til samninga við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Afinn skrifAði
sjálfur um málið
n Sagði annað tilvikið sök beggja n Hitt væri vindur í vatnsglasi
A
finn á Skagaströnd sem
liggur nú á spítala á Akur-
eyri eftir árás tveggja pilta
mætti í skýrslutöku hjá
lögreglunni á miðvikudag
vegna málsins. Maðurinn er 77 ára
og er illa haldinn eftir árásina en
bein brotnuðu í andliti hans. Árásar-
mennirnir saka manninn um að
hafa beitt þá kynferðisofbeldi en
annar þeirra er barnabarn hans og
hinn er góðvinur barnabarnsins
sem var einnig mikið inni á heimili
mannsins. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem fyrir liggja að svo stöddu
er talið að hin meintu brot felist fyrst
og fremst í káfi og óviðeigandi hátt-
semi.
Túlkunaratriði
Eins og fram kom í DV á mánudag
lagði annað barnabarn mannsins
fram kæru á hendur honum í október
vegna kynferðisbrota. Þar sagði jafn-
framt að samkvæmt heimildum DV
hefði maðurinn játað sumt en neitað
öðru sem borið hefur verið á hann.
Það mun hins vegar túlkunaratriði
hvernig skilja megi orð hans í yfir-
heyrslum lögreglunnar.
Neitaði alvarlegri ásökunum
Kæran á hendur honum varðar kyn-
ferðisbrot sem eru sögð hafa átt sér
stað á árunum 1994–2000, þegar
kærandi var sex til tólf ára að aldri.
Maðurinn er borinn þeim sökum að
hafa komið vilja sínum fram með
margvíslegum hætti, í raun hafi
hann gert allt annað en að stunda
kynferðismök með kæranda. Sam-
kvæmt heimildum DV hefur mað-
urinn alfarið hafnað ásökunum um
alvarlegri brot og svarað því til að
þau hafi aldrei átt sér stað. Í öðrum
tilvikum þar sem hann er sakaður
um káf og fikt hafi hann útskýrt það
með þeim hætti að það hafi ekki ver-
ið neitt óeðlilegt við þá framkomu.
Hann hefur minnst þessara atvika og
gefið skýringar á þeim, eitthvað hafi
kannski gerst í áflogum eða galsa en
ekkert kynferðislegt hafi legið þar að
baki. Hann hefur því ekki játað brot
gegn barnabarni sínu heldur hefur
hann viðurkennt að sum atvikin hafi
átt sér stað en hann talið að ekki hafi
verið um brot að ræða.
Skrifaði um málið
Fjölskyldan bar á hann þessar sakir
þegar upp um málið komst fyrir
rúmu ári. Í kjölfarið reyndi maður-
inn að svipta sig lífi en seinna skrif-
aði hann pistil um sjálfsmorðs-
tilraunina og þær sakir sem á hann
voru bornar. Þar sagðist hann hafa
gengið til heljar og yrði aldrei samur
aftur. Bornar hefðu verið á hann
sakir sem hann ætti þátt í – og ekki.
Þegar tveir deila væri sökin oft og tíð-
um beggja og svo hefði einnig ver-
ið í öðru tilvikinu. Hitt tilvikið væri
vindur í vatnsglasi að hans mati,
blásið upp með geðsveiflum og gert
að stórmáli. Öll værum við breysk
að einhverju leyti en mörgum tækist
að læðast í leyni þar til að uppgjör-
inu kæmi. Upp kæmust svik um síð-
ir.
Einstæðingur
Eins og fyrr segir þá liggur maður-
inn enn á spítala þar sem hlúð er
að honum. Hann er einstæðingur
og fær lítinn stuðning um þessar
mundir en málið er afar sárt fyrir
alla sem að því koma og er mikill
fjölskylduharmleikur, en þarna er
heil fjölskylda í sárum. Reynt er
að hlúa að piltunum og veita þeim
allan þann stuðning sem þeir þurfa
en þeir fengu að fara heim til sín í
hádeginu á miðvikudag þar sem það
þjónaði ekki rannsóknarhagsmun-
um lögreglunnar að halda þeim
lengur í gæsluvarðhaldi.
Á næstu dögum mun skýrast
hvort piltarnir tveir sem réðust á
manninn á heimili hans aðfara-
nótt sunnudags leggja fram kæru
vegna kynferðisbrota á hendur hon-
um. Þeir mega hins vegar búast við
ákæru vegna árásarinnar. n
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is