Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Qupperneq 31
Viðtal 31Helgarblað 8.–10. febrúar 2013
Decode komist að. „En málið er
að Amgen fær einungis tímabund-
ið forskot að þessum upplýsingum
því við verðum að birta þær opin-
berlega. Amgen getur tekið þess-
ar niðurstöður og nýtt þær til að
reyna að búa til lyf til að takast á við
sjúkdóma en eftir ákveðinn tíma
verðum við að birta niðurstöðurn-
ar opinberlega þannig að aðrir geti
nýtt þær til að gera slíkt hið sama.
Það tekur yfirleitt um það bil ár að
búa svona niðurstöður til birtingar.
Þannig að við höfum líka ákveðn-
um skyldum að gegna sem snúast
ekkert um Amgen,“ segir Kári
Þegar Kári er spurður að því hver
áhrif Amgen á rannsóknarstefnu
Decode í framtíðinni muni verða og
hvernig Amgen ætli sér að hagnast á
kaupunum á Decode, segir forstjór-
inn: „Þeir vilja að við hjálpum þeim
að finna lyfjamörk, hjálpum þeim
að búa til betri lyf, hjálpum þeim
við að verða fljótari við að búa til lyf,
sem hlýtur alltaf að teljast af hinu
góða. Þó svo að ein leiðin til að tala
um þetta sé að við séum að hjálpa
Amgen að græða peninga þá er hin
hliðin sú að ef þeir búa til góð lyf þá
gagnast þau fólki með sjúkdóma.“
Segir áhrifin takmörkuð
Þrátt fyrir þetta segir Kári að Amgen
muni hafa takmörkuð áhrif á rann-
sóknarstefnu Decode þó svo að
bandaríska fyrirtækið muni hafa
nokkur áhrif á það hvaða niðurstöður
verða skrifaðar upp fyrst og á endan-
um birtar opinberlega. „Amgen hef-
ur hins vegar takmörkuð áhrif á það
sem við gerum. Við erum að vinna að
rannsóknum á svona 2.000 fyrirbær-
um í mannskepnunni, meðal annars
sjúkdómum. Eitt af því sem við erum
búnir að sannfæra Amgen um er að
einn af okkar kostum er að við erum
ekki að afla gagna sérstaklega fyrir
einhvern ákveðinn sjúkdóm heldur
erum við að afla gagna sem ná yfir
mikinn fjölda sjúkdóma. Þegar við
öðlumst meiri skilning á nýrnasjúk-
dómum þá hjálpar það okkur betur
að skilja hjartasjúkdóma og svo fram-
vegis og svo framvegis. Þeir hafa mjög
lítil áhrif á það nákvæmlega hvað við
rannsökum. Þeir hafa hins vegar svo-
lítil áhrif á það hvað við skrifum upp
og birtum fyrst. Að sumu leyti finnst
mér það spennandi. Það er mjög
spennandi eftir að vera búinn að birta
mörg hundruð vísindagreinar um
grundvallaratriði mannerfðafræðinn-
ar að geta farið að sjá niðurstöðurn-
ar teknar og nýttar af fólki sem hefur
raunverulega burði til þess að búa til
lyf ,“ segir Kári.
Kári segir einnig aðspurður að
eigendaskiptin á Decode hafi held-
ur engin áhrif á það regluverk sem
Decode vinnur innan hér á landi. Út
frá orðum Kára má segja að eigenda-
skiptin á Decode skipti litlu máli fyrir
starf fyrirtækisins á heildina litið.
Framtíð Decode
Þegar Kári er spurður að því hvern-
ig hann sjái framtíð Decode fyrir sér
í ljósi þess að Amgen muni líklega
ekki eiga fyrirtækið um aldur og ævi,
og hvort hann telji möguleika á ein-
hvers konar þjóðnýtingu á Decode,
segir forstjórinn: „Þetta er kannski
ekki eins slæm hugmynd og þú held-
ur. Við höfum á síðustu árum byggt
upp gríðarlega góðan orðstír fyrir ís-
lenska erfðafræði. Þessi orðstír skiptir
okkur máli sem þjóð. Erfðafræðin er í
eðli sínu mjög íslensk vegna þess að
það sem verið er að kanna er sagan,
þá sögu sem á rætur sínar að rekja til
ættfræði sem hefur verið áhugamál
Íslendinga um aldir. Ég held að það
skipti máli að þjóðin, sem slík, fái að
njóta þess umfram einhverja einstak-
linga og fyrirtæki, sérstaklega erlend
fyrirtæki, þannig að mér finnst ekkert
óeðlilegt að við sem samfélag sláum
skjaldborg um þessa starfsemi þannig
að þetta haldi áfram. Ég hef fulla trú
á því að það verði gert á endanum;
að þetta verði gert að samfélagslegri
eign. Ég held að það sé hrein fásinna
að líta ekki á Decode sem raunveru-
lega þjóðareign að einhverju leyti eða
náttúruauðlind.“ En Kári heldur að
hugsanleg útfærsla af þessari þjóð-
nýtingu sé að Decode verði sérstök
stofnun innan Háskóla Íslands eða
eitthvað í þeim dúr.
Ekki óskastaða
Kári segir að sú staða sem Decode er í
í dag, að vera í eigu bandarísks lyfja-
þróunarfyrirtækis, sé ekki óskastaða
að hans mati. „Ég held að Decode
eigi fyrst og fremst, þegar fram í sæk-
ir, að vera lyftistöng fyrir íslensk vís-
indi, en ekki pollur fyrir erlend fyrir-
tæki til að dorga í. Auðvitað er þetta
ekki óskastaðan en „there are no free
lunches“. En eins og stendur í dag þá
er þetta eina leiðin sem við höfum
til fjármagna fyrirtækið. Ef þú horfir
til þess sem er að gerast í heiminum
í dag þá er þetta alveg gífurlega góð
staða fyrir okkur en ekki drauma-
staða.“
Þegar Kári er inntur eftir því hver
hann telji að sé draumastaðan fyrir
Decode nefnir hann þann möguleika
aftur að Decode verði að ein-
hverju leyti eign íslensks samfélags.
„Draumastaðan væri sú að Decode
væri alfarið í eigu íslensks samfélags
og algjörlega óháð fjármagni sem
kemur að utan.“ Kári sér skýr líkindi
á milli þess sem Decode gerir og þess
sagna- og bókmenntaarfs sem Ís-
lendingar eiga og lítur á Decode sem
vissa framlengingu á þessum arfi.
Hann segir að Íslendingar hafi alltaf
sótt mikið í sagnaarf sinn og starf-
semi Decode sé einnig af þessum
sama meiði. „Sem þjóð höfum við
sótt geysilega mikið í okkar sögu. Það
sem við erum að fást við hér er ekkert
annað en að nýta okkur skilning sem
verður til á íslenskri sögu, bæði nú-
tímasögu og eldri sögu, með því að
rýna í DNA en ekki bókfell.“
Hvað gerist eftir dag Kára?
Að lokum er Kári spurður að því
hvað verði um Decode eftir hans
dag, hver taki við og leiði fyrirtækið.
Kári, sem orðinn er 64 ára, er stofn-
andi fyrirtækisins, forstjóri þess og
andlit út á við. Hann er sömuleiðis
aðalhöfundur allra þeirra vísinda-
greina sem skrifaður eru á vegum
Decode auk þess sem hann hefur séð
um endurfjármögnun fyrirtækisins.
Hann starfar því bæði að vísindalegri
og viðskiptalegri hlið starfseminnar.
Kári segir hins vegar að
mannauður Decode sé mikill: „Mér
finnst nú dálítið kuldalegt af blaða-
manni að vera að tala um endalok
mín,“ segir Kári og glottir en bæt-
ir svo við: „Það er alveg ofboðslega
mikið af góðu fólki hérna inni. Alveg
feikilega gott fólk og óvanaleg sam-
setning af fólki. Ég er mjög montinn
af þessu fólki. Auðvitað hef ég alltaf
áhyggjur af framtíð þessa fyrir tækis
en það er einn af veikleikum manns-
ins að halda að hann sé ómissandi.
En hvorki ég, né nokkur annar hér
innanhúss, er ómissandi. Það er
fullt af góðu fólki sem getur tekið við
kyndlinum og barist áfram og þetta
fólk hefur verið að berjast með mér
í þessu frá upphafi. Þannig að mér
líður tiltölulega vel með þetta en ég
hef verið að hugsa töluvert um það
hvernig eigi að setja saman einhvers
konar plan um að þjálfa einhvern til
að taka við af mér þegar ég hætti.“
En Kári er ekki hættur hjá Decode
og hefur ekkert ákveðið hvenær
það verður þó hann sé byrjaður að
hugsa um arftaka sinn. „Manna-
skipti á svona vinnustað eiga sér stað
á nákvæmlega sama hátt og annars
staðar: Menn koma og menn fara
og hér geta ýmsir tekið við kyndl-
inum af mér. Þetta er ekki eitt af því
sem við höfum hundsað, við höfum
velt þessu fyrir okkur, þó það standi
ekkert til að ég gangi hér út og hengi
mig,“ segir Kári í gamansömum tón.
„Mikill lúxus“
Hann segir að hann hræðist ekki
framtíðina í þessum skilningi. „Nei,
ég hræðist ekki framtíðina og mér
finnst hún miklu auðveldari að tak-
ast á við núna en mér hefur fundist
í mjög langan tíma. Ég er sáttari við
hvar við erum á þessu augnabliki,
ég er ekki eins hræddur við hvar við
erum. Það er búið að tryggja þennan
rekstur í nokkurn tíma og við erum
þegar byrjuð að skila árangri sem
hægt er meta til fjár fyrir Amgen. Það
er ótrúlegt fyrir mig að hafa fengið
að vera hluti af Decode allan þenn-
an tíma. Þú getur ekki ímyndað þér
hvað er mikill lúxus að vera sjötugs-
aldri og vera ennþá að leika mér í
erfðafræði eins og barn í sandkassa.
Við leiðum heiminn á þessu vísinda-
sviði og erum ennþá að gera nýj-
ar uppgötvanir. Mér finnst ég vera
heppnasti maður á jarðríki.“n
„En mér
finnst
skelfileg tilhugs-
un að leiðast
Leikur sér Kári
segir að tilsvör
sín og óvanaleg
framkoma sé oft
og tíðum húmor og
leikur hjá sér. Hann
sést hér við töfl-
una á skrifstofu
sinni hjá Decode.
MynDir Sigtryggur ari