Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Qupperneq 24
24 Umræða 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað
H
allgrímur Helgason, mynd
listarmaður og rithöfundur,
fer mikinn í pistli sem birt
ist hér í DV og á bloggi hans
fyrir skömmu. Tvennt vakir
fyrir honum: annars vegar að halda
uppi vörnum fyrir og lofsyngja leik
stjórnarsnilli Ástralans Benedict
Andrews í sýningu Þjóðleikhússins á
Macbeth. Hins vegar að sýna hversu
ómerkilegur leikdómari JVJ sé,
hrokafullur, þröngsýnn og gamal
dags. Það er þá einhver munur eða
Hallgrímur sem er alveg með það
á hreinu hvernig almennilegt nú
tímaleikhús á að vera. Í lok pistils
ins, þegar hann er búinn að skrifa sig
upp í ham, tekur hann af öll tvímæli
og lýsir því yfir skýrt og skorinort að
þessi sýning færi okkur „ferskustu
leikhússtrauma samtímans“, hvorki
meira né minna. Loks sé íslenskt
leikhús komið á alþjóðlegt plan, nú
tali enginn lengur um „einangrað og
gamaldags leikhús á Íslandi“. Hall
grímur kveðst hafa alist upp við slíka
frasa og má af orðum hans ráða að
þeir hafi hvílt þungt á honum. En nú
er sú tíð liðin og önnur betri runnin
upp.
Nú er mér að vísu ekki rétt vel ljóst
við hvað Hallgrímur er hér að miða,
hvaða strauma hann er nákvæm
lega að tala um. Mér er ekki heldur
ljóst hvert hann sækir sér umboð til
að gefa út slíkt gæðavottorð. Það eitt
er skýrt að hann sjálfur telur sig búa
yfir þeim samanburði, þeirri yfirsýn
og þekkingu, ekki aðeins á erlendu
samtíðarleikhúsi, heldur einnig því ís
lenska, í fortíð jafnt sem nútíð, sem að
öðru jöfnu myndi krafist af þeim sem
telur sig þess umkominn að senda frá
sér slíkar yfirlýsingar. Mikið hlýtur ís
lenskum leiklistarmönnum þá að vera
létt að vita sig komna upp á hin æðri
stig og mikið megum við vera þakk
lát leikstjórnarsnillingnum, Bene
dict Andrews, einum af „alþjóðleg
ustu leikstjórum samtímans“, eins og
Hallgrímur orðar það svo skemmti
lega, fyrir að hafa lyft okkur upp úr
lágkúrunni eftir meira en tveggja alda
auðnuleysi og molbúahátt.
Útúrsnúningur og bull
Að öllu gamni slepptu: rökræðu
aðferðir Hallgríms eru ekki merki
legar, þegar betur er að gáð. Hann
hefur mál sitt með langri ræðu um
það sem ég sagði í lok dómsins um
leikmyndina, snýr út úr því og reyn
ir að sýna með því fram á að ég hafi
gengið að sýningunni með fyrirfram
gefnar hugmyndir; hafi vonast til að
sjá einhvern Macbeth sem ég hafi
þekkt frá barnæsku. Hann horfir þá
að sjálfsögðu með öllu fram hjá því
sem ég var fyrst og fremst að gagn
rýna, og það með dæmum: hversu
illa þessi lokaði kassi, sem leikstjór
inn treður leiknum í, færi honum.
Síðan benti ég á ákveðna grund
vallarspennu í verkinu sem gæti ver
ið frjótt úrvinnsluefni fyrir leikstjóra
og leikmyndateiknara. Hvar gaf ég
í skyn, eða fullyrti, að hún væri það
eina sem þeir gætu notfært sér?
Og ég verð að játa það
hreinskilnis lega: ég er líklega bara
ekki nógu gáfaður til að fylgja
skáldinu þegar það flýgur sem hæst.
Eða hvað merkir það að leikmyndin
„afneiti sjálfri sér“, „þilji fyrir hug
takið leikmynd“? Ef Hallgrímur eða
einhver annar getur komið mér í
skilning um það væri ég honum
mjög þakklátur. Ég ætla aðeins að
mótmæla því, og það mjög eindreg
ið, að þessi kaldi, dauðhreinsaði
salur, sem minnti mest á sláturhús
eða líkhús, myndi einhvers konar
„hlutlausan ramma“ og sé því samb
ærilegur við Globeleikhús Shake
speares, útileikhús með veggsvölum
og áhorfendastæðum allt í kring
um sviðið. Slík staðhæfing
er, með leyfi að segja, eins og
hvert annað bull.
Enginn Sokkabuxna-
Shakespeare
Það einkennir annars mjög alla nálg
un Hallgríms að hann lítur einvörð
ungu á sýninguna sem sjónrænt verk.
Hann les í myndmál hennar af mikilli
hugkvæmni og velvild og tekur and
köf yfir hárfínum skírskotunum til
samtíðarinnar, svo sem Íraksstríðsins
og Petraeusarmálsins fræga sem
upp kom á dögunum. Já, hvar væri
Shakespeare staddur, ef við gætum
ekki séð nýjustu heimsfréttir spegl
ast í honum? Og hvar væru frumleg
ir og nýskapandi snillingar á borð við
Benedict Andrews, ef þeir ættu ekki
að jafn skarpa og skilningsríka áhorf
endur og Hallgrím Helgason, heldur
ættu allt sitt undir forpokuðum
íhaldsgaurum á borð við leikdómara
DV, mönnum sem vilja bara fá sinn
SokkabuxnaShakespeare, eins og
annar merkur leikstjóri hérlendur
hefur orðað það?
Af því hefur Hallgrímur minni
áhyggjur að styttingar og leikstjórnar
kúnstir Andrews geri söguna
ruglingslega og óaðgengilega
fyrir þá sem þekkja hana ekki
jafn vel og hann sjálfur. Á þetta
var einmitt bent í hæversk
lega orðuðum en á sinn hátt
athyglisverðum leikdómi eftir
Elínu Arnar í Vikunni nýlega.
Og enn minna máli skiptir það
hann, að framsögn leikenda
sé á löngum köflum þannig að
vart skiljist orð. Í stuttum leik
dómi er aldrei hægt að fjalla
um allt sem ástæða væri til,
allra síst þegar sýning er jafn
meingölluð og þessi, og þetta
var eitt af því sem ég ákvað að
sleppa. En úr því ég fæ tæki
færi til að bæta úr því ætla ég
að gera það.
Ég hef sem sé heyrt fjölda
manns kvarta undan þessu,
einkum fólk sem sat aftarlega
í salnum, en þó alls ekki einvörð
ungu. Meðal þeirra sem hafa rætt
þetta við mig eru tveir af elstu leikur
um hússins, menn sem staðið hafa
á sviði þess í meira en hálfa öld og
leikið þar fjölda hlutverka. Þeir töldu
báðir þetta stafa af mistökum við
gerð leikmyndar, hugsanlega hefði
verið of mikið endurkast frá harðviði
í veggjum hennar, en einnig hefði
verið vanhugsað að setja heilt þak
yfir hana, sem leikstjóri hefur vænt
anlega gert í þágu hinna mikilvægu
sjónhrifa. Það hefði leitt til þess að
sviðið ummyndaðist í eins konar
bergmálstrekt sem kæmi í veg fyrir
að hljóðið næði að berast með eðli
legum hætti út í salinn, einkum auð
vitað þegar leikendur eru staðsettir
innarlega á sviði, eins og oft gerist í
sýningunni.
Ég er ekki sérfróður um hljóm
burðarfræði, en mér finnst þetta
hvort tveggja sennilegar skýringar.
Ég veit aðeins eitt: þegar ég á orðið
erfitt með að greina það sem Arnar
Jónsson segir, þá er eitthvað mikið
að. Og það hneigist ég til að kenna
öðrum um en leikara sem kann svo
vel á húsið að hann getur hvíslað á
sviðinu svo að hvert orð heyrist um
allan salinn – sé hann rétt staðsettur.
En hér henti það Arnar ítrekað að of
beita röddinni, líkt og honum varð
einnig á í heiðarsenunum í Lé kóngi,
svo að nánast varð öskur úr.
Tvær brotalamir
Í dómi mínum benti ég á tvær stórar
brotalamir á sýningunni, brota lamir
sem skrifast á leikstjórann einan.
Um aðra þeirra segir Hallgrímur ekki
neitt. Það skil ég mjög vel. Ég hef enga
ástæðu til að rifja hana upp eða ræða
frekar, fyrr en hann bætir úr þeirri
vanrækslu sinni. Þá skal ég bregð
ast við því, þyki mér ástæða til. Ef þið
eruð mjög áhugasöm getið þið litið
í dóminn og borið saman við pistil
Hallgríms.
Hin brotalömin, sem Hallgrímur
reynir að verja, er sú della leikstjór
ans að láta Duncan kóng daðra við
frú Macbeth og hana við hann. Og
enn verð ég að játa takmarkaðan
skilning minn á því hvað Hallgrímur
er að fara, því að hér slær hann úr
og í, fullyrðir eitt og dregur svo strax
í land, vitnar í leiktextann um leið
og hann viðurkennir berum orðum
að það þurfi svosem ekkert að skilja
hann á þann veg sem honum og
leikstjóranum eru þóknanlegir. Svo
slær hann um sig með tilvitnunum
í átorítetin, Harold Bloom og W.H.
Auden, án þess þó að vísa í heimildir.
Orð Audens koma málinu ekki hætis
hót við og eiga vart annað erindi inn
í pistilinn nema að sýna þeim sem
nenna ekki að liggja yfir honum – og
ég skil vel að þeir séu margir – hversu
vel lesinn og mikill „ Shakespearean“
Hallgrímur sé. Ef hann treystir sér
ekki til að kveða skýrar að orði um
þetta, það er meintan girndarhug
Duncans í garð frúarinnar og þá auð
vitað daður hennar og kynferðislega
afbrýðisemi eiginmannsins í fram
haldi af því, ætla ég ekki að eyða tíma
mínum né annarra í rökræður um
þau efni.
Misráðin þýðing?
Undir lok pistilsins leggur Hallgrímur
lykkju á leið sína og vill fá að vita
hvað mér finnist um hina nýju þýð
ingu Þórarins Eldjárns á verkinu. Til
að ræða hana hafði ég ekki heldur
pláss, svo ég taldi réttast að sleppa
því í stað þess að afgreiða hana með
almennum orðum. En úr því ég er
kvaddur aftur fram á vettvanginn er
mér ljúft og skylt að verða við þeirri
ósk, þó í litlu sé.
Að glæsibrag og orðkynngi þykir
mér þýðingar Þórarins á Macbeth og
Lé konungi ekki standast nokkurn
samjöfnuð við texta Helga Hálfdanar
sonar. Hvað varðar trúnað við frum
textann hef ég aldrei vitað standa upp
á Helga, þó að um einstakar lausnir
megi vissulega oft deila. Mér þykir
það, sannast sagna, hrein ofdirfska
af Þórarni Eldjárn að ætla sér að gera
betur en hann og það svo skömmu
eftir að þýðingar hans eru komnar
fram, aðeins fáeinir áratugir sem er
ekki langur tími á skala bókmennta
sögunnar. Því hvað getur hafa vakað
annað fyrir Þórarni en að gera betur
en Helgi? Ég fæ ekki séð að hann fari
í neinum höfuðatriðum aðrar leiðir
en Helgi, hvað formið varðar; hann
heldur sig við bragarhátt Shake
speares, stakhenduna (blank verse)
og beitir stuðlum eftir mætti. Í því
efni taka þeir báðir íslenska brag
hefð fram yfir frumbraginn, þar sem
Shakespeare stuðlar fyrst og fremst til
áhrifsauka. Það er helst að Þórarinn
leyfi sér að krydda textann á stöku
stað með hversdagsorðum, hálfgerðu
götumáli, sem lítil búningsbót er að
fyrir minn stílsmekk.
Macbeth „kræfur karl“?
Nú er DV ekki Skírnir eða Andvari
og ég get ekki ætlast til þess að blað
ið birti langa dæmaskrá þessu áliti
mínu til stuðnings. Ég skal þó nefna
eitt eða tvö dæmi. Í því atriði leiks
ins, þegar Macbeth sér draug Bankós
og hleypir upp veislunni (3.4), seg
ir hann við frú sína og gesti: „What
man dare, I dare“. Þetta þýðir Helgi:
„Hvað sem menn þora, þori ég“ sem
er fallegt og rétt. Í þýðingu Matt
híasar Jochumssonar, sem er líka
víða mjög flott og hefur yfir sér eldri
málblæ sem fer verkinu ekkert illa,
segir kóngur: „Allt það sem nokkur
þorir, þori ég“. En hvað segir Macbeth
Þórarins? Jú, honum hrjóta þessi
óborganlegu orð af vörum: „Víst er
ég kræfur karl“. Svona eins og hann
væri Stjáni blái eða Einsi kaldi úr Eyj
unum!
Er slíkt orðbragð nú ekki eilítið an
kannalegt í munni þeirrar persónu
Shakespeares sem sýnir meiri tilþrif
í skáldlegu líkingamáli en nokkur
önnur persóna hans, að Hamlet sjálf
um ekki undanskildum? Hitt dæmið
er of langt til að birta hér, en ég hvet
lesendur sjálfa til að fletta upp í fyrsta
atriði annars þáttar og skoða hvernig
þýðendurnir þrír fara með lokaorð
þess, síðustu orð Macbeths, áður en
hann gengur inn til að myrða Dunc
an, um klukkuhljóminn sem boð
ar feigð konungs og örlög í eilífð
inni. Matthías þýðir þau ágætlega,
en Helgi snilldarlega, svo vart verður
betur gert. Þarna verður Þórarinn
hins vegar rímsins vegna að grípa til
orðs sem á ekki heima í textanum og
bjagar jafnvel merkingu hans.
Eitt af því sem auðkennir með
ferð Shakespeares á stakhendunni er
hversu listilega hann leikur sér með
hina föstu hrynjandi ljóðlínunnar,
pentajambans. Þetta gerir hann í því
skyni að skapa aukinn fjölbreytileik,
en einnig til að leggja meiri áherslu
á sum orð en önnur. Fáir hafa lýst
þessu betur en einn fremsti leiklistar
pedagóg Breta á síðustu öld, John
Barton, sem kenndi að þannig væri
Shakespeare með óbeinum hætti að
stjórna leikendum, vísa þeim á réttar
brautir í túlkun. Ég veit að Helgi gerði
sér fulla grein fyrir þessu stílbragði
og reyndi eftir megni að fylgja því,
þó að vitaskuld sé það oft ill og jafn
vel óþýðanlegt úr enskunni. Þetta er
nokkuð sem þyrfti að skoða á miklu
fræðilegri hátt en gert hefur verið og
væri kjörið verkefni fyrir hina atorku
sömu þýðingafræðimenn við Há
skóla Íslands. En einnig að því leyti er
ég ekki viss um að samanburðurinn
yrði þýðingu Þórarins mjög í hag.
Alvöru Shakespeare-leikstjórar
Í ræðu Hallgríms er sitthvað fleira
sem ástæða gæti verið til að gera
athugasemdir við, þó hér verði látið
staðar numið. Mér þætti þó fróðlegt
að vita hvar hann hefur heyrt mig
segja að til sé einhver „absólút leið“
í túlkun Shakespeareleikja á sviði?
Og mig langar þá einnig til að spyrja
hann hvort hann telur að með því að
engin „absólút leið“ sé til, gefist leik
stjórum heimild til þess að gera hvað
sem þeim sýnist við texta höfunda,
svo fremi aðdáendurnir geti lesið úr
þeim ódýrar vísanir í síðustu fréttir
utan úr heimi? Hallgrími fyndist
kannski eðlilegt og sjálfsagt ef þannig
væri farið með hans eigin texta?
Að lokum þetta: Síðustu tuttugu
ár eða svo hafa íslenskir leikstjórar
sett upp margar afar vondar sýn
ingar á leikjum Shakespeares, svo
vondar að heil kynslóð Íslendinga
hefur kynnst þeim í mjög brenglaðri
mynd – eða réttara sagt: ekki kynnst
þeim nokkurn skapaðan hlut. Hér
er ég ekki síst með sviðsetningar
Guðjóns Petersens í huga (Macbeth,
Sem yður þóknast og Lé konung) og
Baltasar Kormáks (Hamlet og Draum
á Jónsmessunótt). Sýning Lithá
ans Rimas Tuminas á Ríkarði þriðja
í Þjóðleikhúsinu olli einnig von
brigðum og sýning samlanda hans
Oskaras Korsunovas á Ofviðrinu hjá
Leikfélagi Reykjavíkur fyrir tveimur
árum var eitt kröftugasta svefnmeð
al sem bruggað hefur verið í íslensku
leikhúsi. Þó hafa austurevrópskir
leikstjórar og rússneskir löngum gert
Shakespeare frábær skil, kannski af
því að þeir geta svo vel skilið skáld
sem bjó sjálft við ógnarstjórn.
En þá ber og að hafa í huga að
þessir listamenn hafa starfað við
allt aðrar aðstæður en við og tamið
sér vinnuaðferðir sem kunna að
henta miður hér. Á hinn bóginn
gæti verið mikill fengur að því að fá
hingað alvöru breska Shake speare
leikstjóra; ég nefni aðeins menn
eins og Michael Grandage, Rupert
Goold eða Sir Michael Boyd, list
rænan stjórnanda Royal Shake
speareleikhússins, menn sem hafa
allir sett upp vandaðar og áhrifa
miklar sýningar á verkum skáldsins,
sýningar sem hafa verið allt í senn:
trúar hugarheimi verkanna, list
rænum aðferðum, mannskilningi,
lífssýn og tilvistarglímu, vel leikn
ar og á sinn hátt nýstárlegar, þó
slíkt sé ekki létt í leikhúsheimi þar
sem flest hefur verið prófað. Í ljósi
reynslunnar hlýt ég þó að vera hóf
lega bjartsýnn á að þeir stjórnend
ur, sem nú um stundir ráða ríkjum
í höfuðleikhúsum okkar, taki það
góða ráð til greina. n
Aðsent
Jón Viðar
Jónsson
Hallgrímur á hálum ís
„Síðustu tuttugu
ár eða svo hafa
íslenskir leikstjórar sett
upp margar afar vond-
ar sýningar á leikjum
Shakespeares.
Bull „Að öllu gamni slepptu:
rökræðuaðferðir Hallgríms
eru ekki merkilegar.“