Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 23
Ég er ekki í neyslu Nú get ég ekki orða bundist Skipverja hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum var sagt upp í kjölfar lyfjaprófs. – DVBjörk Jakobsdóttir segir framkomu gagnvart ungmennum í Verzló minna á einelti. – DV Blái gúmmíhanskinn Spurningin „Ég ætla að ferðast bæði innan- lands og utan. Fer á Hróarskeldu- hátíðina í Danmörku og svo ætla ég líka á Eistnaflug á Neskaupstað.“ Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir 18 ára nemi og skáld „Mig langar að fara á hinar ýmsu tónlistarhátíðir. Bara elta þær í sumar.“ Laufey Soffía Þórsdóttir 18 ára sushi-dama „Ég ætla að komast á nokkra tónleika í sumar og ábyggilega fer ég eitthvað í bústað.“ Margrét Rósa Dóra-Harrysdóttir 19 ára myndlistarnemi „Mitt sumarfrí verður í Japan þar sem ég verð fulltrúi fyrir nokkra krakka sem sækja þar sumarbúðir.“ Sigríður Stefanía Magnúsdóttir 25 ára nemi „Ég ætla í fjórar vikur í barþjóna- skóla í London og það verður sumarfríið mitt.“ Úlfhildur Gunnarsdóttir 19 ára barþjónn Hvað ætlar þú að gera í sumar- fríinu? 1 „Ég er mjög reiður“ Þórmar Jónsson, fyrrverandi tryggingataki hjá Samvinnutryggingum, íhugar að leita réttar síns vegna endaloka fjárfestingarfélagsins Giftar. 2 „Ég hef í engin hús að venda í Vestmannaeyjum“ Einn af sjómönnunum ellefu sem rekinn var eftir lyfjapróf hjá Vinnslustöðinni segist ekki hafa haft neinn stað til að fara á eftir að hann var rekinn. 3 „Komið svo mikið blóð á gólfið að ég renn aftur fyrir mig“ Skúli Eggert Sigurz sagði frá því í Kastljósi þegar ráðist var á hann á lögmannsstofu hans. 4 Helgi: „Íslenskur verkalýður verður að setja hnefann í borðið!“ Helgi í Góu er genginn til liðs við Hægri græna og hvetur fólk til þess að kjósa flokkinn. 5 Úlpa og persónulegir munir fundust í fjörunni Leit hefur staðið yfir að Grétari Guðfinnssyni, 45 ára Siglfirðingi. Mest lesið á DV.is Skattar eru frábærir É g hef eiginlega aldrei áttað mig á því hvers vegna margir eru „fix- eraðir“ á það að háir skattar séu slæmir. Háir skattar eru þvert á móti vísbending um gott og heilbrigt samfélag. Ég bý í Noregi þar sem eru háir skattar. Þar áður bjó ég í 4 ár í Sví- þjóð en þar eru líka háir skattar. Bæði þessi lönd eru í fararbroddi hvað varðar samfélags-gerð og réttindi þegnanna. Það er gaman að geta þess að báðum þessum löndum hefur verið stýrt af vinstri flokkum um áratugaskeið. Nú er reyndar hægri stjórn í Svíþjóð sem er vinsæl. En sú hægri stjórn myndi sjálfsagt vekja litla lukku í Sjálfstæðisflokknum því stefnan myndi sennilega falla hægra megin innan í Samfylkingunni, væru stefnumálin sett á íslenskan hægri/ vinstri mælikvarða. Skattar hafa alltaf verið lægri á Ís- landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta er að hluta til arfleifð þess að á Ís- landi hefur alltaf verið rekin einhvers konar hægri pólitík (með dassi af að- stöðubraski og innherjasvindli) þar til allt hrundi 2008. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið heltekin af hugmyndinni um lága skatta og sem dæmi um vitleysuna í þeim efnum, þá var skítblankri Orku- veitu Reykjavíkur skipað að greiða arð til borgarinnar (undir Hönnu Birnu) til að mæta kröfum um sómasam- legan rekstur. Þetta varð til þess að auka vanda Orkuveitunnar og velta honum yfir á næstu stjórn. Ég veit ekki með ykkur en þetta þykir mér frekar slöpp stjórnsýsla. Íslendingar gera sömu kröfur og frændur okkar og frænkur á Norður- löndum. Við gerum kröfu um einhverja sameiginlega þjónustu og erum til í að borga í pott til þess að unnt sé að veita hana. Þarna kemur smæð Íslands okkur í vandræði því að það kostar okkur hlut- fallslega miklu meira en hin Norður- löndin að halda uppi þessari þjónustu. „Apparatið“ er jafn dýrt í Noregi og á Íslandi. Þetta þýðir að ef við eigum að hafa sömu þjónustu, þurfum við að borga aðeins meira. Inn í þetta spilar svo ónýtur gjaldmiðill sem við höfum verið að burðast með frá lýðveldisstofnun. Sem betur fer er ágætis svigrúm til þess að hækka skatta á Íslandi því kerf- inu hefur verið búinn þröngur stakkur í alltof langan tíma. Laun í opinbera geir- anum eru lág og verða að hækka. Pen- ingana er vel hægt að sækja með því að hækka skatta. Þegar amma mín lá fyrir dauðan- um var mér oft hugsað til þess frábæra kerfis sem við höfum – þrátt fyrir allt – komið á. Inn í sorg fjölskyldu okkar yfir hinum yfirvofandi dauða sá ég allt þetta fólk vera að hjálpa ömmu minni af inni- legri alúð og umhyggjusemi. Sjúkralið- ar, hjúkrunarkonur, læknar, skúringa- fólk, konan í bítibúrinu, maðurinn í afgreiðslunni. Þetta var svo fallegt og ég var stoltur af öllu þessu í miðri sorginni. Ég skil ekki þessi öskur um háa skatta. Háir skattar eru frábærir. Núna liggur fyrir að það þarf að hækka laun fólks sem vinnur á spítöl- um. Ég vildi óska þess að það væri bara gert. Það er alveg hægt að hækka skatt- ana um svona 1% til að koma þessum hlutum í sómasamlegt horf. Ég held meira að segja að það sé almennur vilji fyrir því. Það kostar að búa í almenni- legu samfélagi. Gleymum því ekki. K æru vinir, ég hafði hugsað mér að eyða síðuplássi mínu í umfjöllun um það að sá ágæti maður Bjarni Ben, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, kallaði mig á teppið. Hann vildi víst ræða við mig um skrif mín sem birtust hérna í blaðinu um daginn. Ég mætti að vísu ekki á teppið, enda veit ég svosem ekki hvað við hefðum átt að ræða. Kannski hefur Bjarni tekið orð mín til sín, þegar ég sagði í pistli mín- um: „Hér getur sami maðurinn stund- að skipulagða glæpastarfsemi og getur samtímis verið formaður í stjórnmála- flokki; það má ekki skaða flokkinn með því að tala illa um formanninn.“ En ég fullvissa Bjarna og aðra Íslendinga um, að ég hafði engan sérstakan stjórn- málaleiðtoga í huga þegar þessi orð voru rituð – þar er ekki um neinn einn að ræða. Enda þarf ég vart að taka það fram, að það sem ég skrifa hér í blaðið er allajafna hreinn og klár skáldskapur. Bjarni er aflaust hinn besti drengur, þótt svo virðist sem honum hafi verið afar mislagðar hendur þegar hann hefur tekið að sér að stjórna fyrirtækjum. Að vísu veit ég fátt annað um klækjabrögð þeirra sem standa í ströngu í þeirri iðju, nema það, að svo virðist sem ör- fáir græði þegar fyrirtækin falla og svo veit ég einnig, að afskriftir og ógreiddir skattar lenda á almenningi. En það er nú önnur saga. Svo ég særi nú engan með skrifum mínum, ætla ég ekki að fjalla frekar um það mál sem lýtur að þeim rauða dregli sem Bjarni Ben bauð mér að ganga, enda er yfirskrift mín meira fallin til þess að gera grín að mér en nokkrum öðrum manni. Í dag vil ég ræða við ykkur um öllu mikilvægara mál; þau gleðitíðindi sem berast okkur frá innmúruðustu kjaftöskum Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að þar hafi menn núna ákveðið að taka fram bláu gúmmíhanskana og losa flokkinn við hinn ljóta þjófafélagsstimp- il sem frjálshyggjan festi svo rækilega á ásýnd hans. Menn hafa nú þegar byrjað það mikla verk, að þrífa listana. Víða um land er ólíkt þrifalegra um að litast eftir að alræmdum einstaklingum hefur ver- ið sópað burt. Þar eð mér þykir vænt um allt fólk og vil engum manni gera mein, er það ósk mín að sjálfstæðismönnum megi auðnast að skipa hæft fólk í hvert sæti. En mér sýnist að víða sé þó enn pottur brotinn. Þarna er t.d. enn að finna menn einsog Guðlaug Þór, Jón Gunnarsson og fleira fólk sem hagar sér einsog það sé á launaskrá hjá LÍÚ. Og það sem meira er: enn prýðir forystu flokksins fólk sem ekki vill nýja stjórnarskrá, jafnvel þótt það sé vilji meirihluta kjósenda að sú skrá sem samin var af fagfólki verði sam- þykkt af Alþingi. Ég get ekki óskað þess að sjálfstæðis- menn stilli upp fíflaskara, einsog t.d. er raunin hjá helsta keppinauti þeirra um fólk sem hugsar fyrst og fremst um eig- in hag; fólk sem græðir á daginn, grillar á kvöldin og vill bæta kjör sín og sinna. Framsóknarflokkurinn hefur svo ræki- lega misstigið sig við endurnýjun að þar er ennþá að finna fjósafnykinn hans Finns og óþefinn hennar Valgerðar. Ég hef aldrei gert mér fyllilega grein fyrir því, hvað það er í flokkselítu Fram- sóknar sem mér mislíkar svona skelfi- lega. Þó held ég að það sé óheiðarleik- inn, hræsnin og sjálftakan sem upp í hugann koma þegar minnst er á Fram- sóknarflokkinn. Við sjáum mikið mannaval og margan drullusokkinn, já, betur má ef bæta skal bláa þjófaflokkinn. Gamlar gersemar Nú er verið að leggja lokahönd á uppsetningu sýningar í Listasafni Íslands sem ber heitið Gamlar gersemar. Þessi stóra og fallega mynd er á meðal verka sýningarinnar. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri virti myndina fyrir sér þegar ljósmyndara DV bar að garði. MYND SIGTRYGGUR ARIMyndin Umræða 23Helgarblað 8.–10. febrúar 2013 Ég hló svo mikið Oddvar Örn Hjartarson var ánægður með Ljótumyndadaginn á Facebook. – DV „Bjarni er aflaust hinn besti dreng- ur, þótt svo virðist sem honum hafi verið afar mislagðar hendur þegar hann hefur tekið að sér að stjórna fyrirtækjum. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Af blogginu Teitur Atlason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.