Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 56
V
egfarendur við Smiðjuveg
í Kópavogi segja að það
hafi verið eins og að fylgj-
ast með olíuleit þegar dísil-
tankur fylltist á bensínstöð
og strokkurinn stóð upp úr tankin-
um. Atvikið átti sér stað á bensín-
stöð Orkunnar við Smiðjuveg á mið-
vikudag. Eins og sést á meðfylgjandi
mynd, sem vökull lesandi DV sendi
blaðinu, sprautaðist olían duglega
upp úr tankinum. Forsvarsmenn
Skeljungs segja við DV að strax hafi
verið hafist handa við að þrífa upp
olíuna – og það hafi gengið mjög vel.
„Þetta er alveg rosaleg sjón,“ segir
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skelj-
ungs í samtali við blaðið.
„Eins og sést á myndinni er þarna
olíubíll og það er verið að setja dísil
á tankana. Það sem bílstjóranum lá-
ist að gera, er að koma fyrir svokall-
aðri „yfir-áfyllingarvörn“ sem stopp-
ar dælinguna þegar tankurinn er að
verða fullur. Úr því að hann kemur
því ekki fyrir, þá sprautast olían út
um loftgöt,“ segir Einar Örn. „Það er
það sem er að gerast þarna.“
Einar Örn segist aldrei hafa heyrt
um eða séð svona gerast áður. „Ég
fór og ræddi við yfirmann bílstjór-
anna til þess að komast að því hvern-
ig þetta gæti gerst. Ég þekki ekki önn-
ur dæmi þess. Þetta er mjög kómísk
mynd, en sem betur fer var þetta ekki
stórkostlega alvarlegt,“ segir hann.
Skeljungur sá sjálfur um að
hreinsa upp olíuna, þó að slökkvi-
liðið hafi verið kallað til að sögn
Einars. „Þetta voru ekki nema þrjá-
tíu, fjörutíu lítrar sem þarna fóru. Við
hreinsuðum þetta með til þess gerð-
um klútum og það tók engan óskapa
tíma,“ segir hann. n
astasigrun@dv.is
Svarta
gullið!
Dorrit gleymdi
lykilorðinu
n Forsetafrúin Dorrit Moussai-
eff sló í gegn á samkomu sem
haldin var á Listasafni Reykja-
víkur á fimmtudag. Þar hófst
listagjörningur Ingvars Björns
Þorsteinssonar sem ber nafnið
Largest Artwork in the World
en þar ætlar listamaðurinn að
búa til vettvang þar hann tengir
saman fólk alls staðar að úr
heiminum. Mark-
miðið er að búa til
stærsta listaverk
í heimi. Forseti
Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson,
tók fyrstu strok-
una en eigin-
kona hans, Dor-
rit, hafði gleymt
lykilorði sínu að
Facebook þegar
hún reyndi að
skrá sig inn til
þess að gera
sína stroku í
listaverkinu.
Ekkert mál
að hætta
n Fjölmiðla- og veitingamað-
urinn Sigmar Vilhjálmsson hefur
losað sig við þann slæma ávana
að nota munntóbak. Hann til-
kynnti um lífsstílsbreytinguna á
Facebook-síðu sinni. „Þetta byrj-
aði allt saman af því að ég hélt
að þetta væri töff. Mikið rosalega
misskildi ég hugtakið töff,“ sagði
hann. Munntóbaksleysið virð-
ist reynast Simma auðveldara en
hann hafði búist við. „Ég er gríðar-
lega svekktur yfir því
hvað það er í raun
lítið mál að hætta
að nota munn-
tóbak. Hefði ég
bara vitað það, þá
hefði ég hætt fyrir
svona 18 árum síð-
an,“ segir Sigmar
á fjórða
degi
munn-
tóbaks-
leysis-
ins.
Hendrik skilinn
n Veitingamaðurinn Hendrik Her-
mannsson og Halldóra Guðbjörg
eru skilin eftir aðeins þriggja
mánaða hjónaband. Þetta kom
fram í Séð og heyrt. Það vakti
mikla athygli þegar Hendrik,
sem er sonur fjölmiðlamanns-
ins Hermanns Gunnarssonar,
Hemma Gunn, og Halldóra
gengu í það heilaga eftir aðeins
nokkurra mánaða samband en
ástarneistinn virðast hafa kuln-
að hratt því nú
eru þau skilin
eftir aðeins
þrjá mánuði.
Brúðkaupið
var hið glæsi-
legasta hjá
þeim hjónum
og fjölmargir
listamenn
tróðu upp.
„Þetta er alveg rosaleg sjón“
n Dísilolía streymdi upp á bensínstöð í Kópavogi
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 8.–10. feBRúaR 2013 16. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr.
Í stríðum straumum Vegfarandi tók
þessa mynd við Orkuna á Skemmuvegi og
hér sést vel hvernig olían streymdi upp úr
tankinum. MynD BalDVIn GuðMunDSSon