Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 36
36 Lífsstíll 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað S ólveigu Eiríksdóttur þekkja landsmenn sem Sollu í Gló. Hún er landsþekkt fyrir ástríðu sína fyrir heilsu- fæði og líklega hefur enginn átt meiri þátt í því að kynna fyrir Ís- lendingum heilsufæði og hráfæði. Nú hefur hún annað árið í röð verið tilnefnd sem besti hráfæðiskokkur heims. Keppnin fer fram á vefsíðunni BestOfRawFood.com. Í fyrra sigraði hún í tveimur flokk- um keppninnar og hefur í kjölfarið fengið ævintýraleg tilboð. Solla hittir blaðamann á veitinga- staðnum Gló. Það er árla dags og hún undirbýr annir dagsins. Hún er ung- leg og brosmild að vanda, klædd í fallegan jakka frá Aftur, sem blaða- maður fær að vita að sé endurunnin úr nepalskri bænamottu. Grét yfir Bamba Hún ræðir stuttlega um keppnina, segist halda að aldurinn vinni með henni og hún sé nú að finna hvern- ig breytingaskeiðið getur valdið já- kvæðum straumhvörfum í lífi konu. „Ég er orðin miðaldra,“ segir hún og kinkar kolli. „Þegar maður er orðinn miðaldra og alinn upp í hippamenningu þá finnur maður fyrir frelsi í lífinu. Maður tekur sig ekki of hátíðlega, hvorki sjálfan sig né útlitið. Ég hafði heyrt skelfilegar sögur af breytingaskeiðinu, að ég færi aftur á gelgjuskeiðið nema að í þetta skiptið yrði það verra. En svo er þetta bara æðislegt. Því ef þú ert á góðum stað í lífinu, ert búin að vinna heimavinnuna þína, ert á ágætis mataræði og ert með í einhverri hreyfingu og einhverju andlegu prógrammi þá koma breytingarnar skemmtilega á óvart. Ég er viðkvæmari og næmari en nokkru sinni fyrr. Ég horfði á Bamba um daginn með barnabarninu og fór að hágráta, strákurinn var alltaf að líta til mín og spyrja: Amma, af hverju ertu að gráta núna?“ Solla hlær og slær sér á lær. „Æi, þetta er nú bara skemmtileg saga, þetta er ekki slæmt. Ef maður er ekki fullur af erfiðum tilfinningum, gremju og kvíða, þá er búið að undir- búa undirmeðvitundina og þegar þetta gerist þá kemur þetta manni ekkert úr jafnvægi. Þessar nornir sem stundum var talað um forðum, þetta voru bara konur á breytingaskeiðinu held ég. Konur sem höfðu fengið auk- ið næmi. Við erum einhvern veginn meira í takt við lífið, fljótum með á náttúrulegan hátt.“ Solla á tvær dætur, eina fósturdóttur og þriggja ára ömmu- strák sem hún fær kraft og orku af að leika við. „Ég næ í hann, hann gistir hjá okkur og svo förum við með hann í leikskólann daginn eftir. Ég held að þetta sé svolítið að bjarga mér og mínum þroska. Að vera í bíló með stráknum og missa sig í leik er ferlega gott. Stundum finnst stráknum ég full áköf í leiknum. Róleg, segir hann þá, þú ert amman og ég er kallinn! En er þetta ekki bara lífið? Þetta fyllir mann af góðu lífsbensíni.“ Lítil neysla á ávöxtum og grænmeti Nýlega varð ljóst að Íslendingar neyttu minna af grænmeti og ávöxt- um eftir hrun og var staðan ekki góð fyrir. Solla segist undrandi en heldur að kreppan hafi komið verr við fólk en áður var talið. Það hafi skipt út grænmetinu fyrir ódýrari kosti. „Ég er eiginlega alveg hissa. Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að við hefðum ekki dottið svona niður. Núna finnst mér fólk svo duglegt að búa sér til bústa og þvíumlíkt en uppistaðan er kannski meira mjólkurvörur og slíkt frekar en ávextir og grænmeti. Það sem við gerum hér á Gló, og ég vona að fólk fái innblástur af, er að borða meira af grænmeti. En við bjóðum einnig upp á grænmetis- og hráfæð- isrétti og sami skammtur af græn- meti sem meðlæti fylgir. Þá standa flestir upp frá borðum saddir og með góða samvisku. Ég finn að fólk er ánægt með áherslurnar hér. Við seljum mikið af grænum djús sem mér finnst sniðug lausn í bland. Fólk miklar fyrir sér að neyta mikils grænmetis. Og það verður að viður- kennast að sumt er ekkert rosalega bragðgott, það þarf að hjálpa því að rata ofan í maga, það er bara þannig,“ segir hún og hlær. „Að auka grænmetis og ávaxtaneyslu þarf hvorki að vera mjög dýrt eða flókið. Við þurfum að byrja á því að hjálpa foreldrum að gefa börnunum sínum meira græn- meti, við þurfum að ná til leikskól- anna og skólanna. Á sumum stöðum er þetta í lagi en á öðrum stöðum er þetta ekkert í lagi. Ef við gerum þetta ekki frá grunni þá getum við ekki ætlast til að þrettán ára strákar vakni upp og segi: Ég er hættur að drekka kók og borða pítsur. Nú ætla ég bara að borða brokkolí og grænmeti!“ seg- ir hún og fórnar höndum meðan hún hlær. Leigubílstjórinn sem fékk nýtt líf Solla hefur breytt lífi margra sem hún hefur ráðlagt um mataræði. Einn af þeim sem er með svokallaða matar- pakka Gló í áskrift hefur lést um 30 kíló. „Sá vill samt kjöt með hverjum rétti, hann borðar einfaldlega meira grænmeti,“ útskýrir hún. Hún nefnir dæmi um leigubílstjóra sem varð á vegi hennar fyrir löngu og breytti lífi sínu eftir makamissi. „Ég kynntist leigubílstjóra þegar ég var með græn- metisstað niðri í bæ hér áður fyrr. Ég var ekki með bílpróf og þurfti að taka leigubíl til og frá vinnu á hverjum degi. Þessi leigubílstjóri gaf mér númerið sitt og það varð úr að ég hringdi alltaf í hann. Svo einhvern tímann þá náði ég ekkert í hann í nokkuð langan tíma. Ég hélt áfram að hringja í hann og loksins náði ég í hann og þá sagði hann mér að hann hefði misst konuna sína. Hann var kominn yfir sextugt og alltof feitur en hafði lifað góðu lífi með konu sinni. Hann sagði mér að hann saknaði mest samverustundanna þegar hún eldaði handa honum. Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór heim í hádegismat, þá var hún tilbúin með mat handa hon- um. Börnin bjuggu erlendis og hann var mikið einn, þannig að ég bauð honum að borða hjá mér. Ég gerði skiptisamn- ing við hann, hann borðaði tvisvar hjá mér á dag og keyrði mig svo heim að vinnudegi mínum loknum. Hann kom í hádeginu og á kvöldin. Eftir hálft ár eða svo var hann bú- inn að missa 20 kíló, hafði aldrei liðið betur. Hann sagði við mig: það besta er að mér líður svo miklu betur andlega. Hann horfði með bjartsýni fram veginn. Hann kom inn í líf mitt og svo hvarf hann bara. Mér finnst það svo fallegt. Markmiðinu var náð.“ Hætti nærri því við að skilja vegna ótta við umferðina En af hverju fékk hún bílprófið svo seint á æviskeiðinu? „Ég fluttist ung til Kaupmannahafnar og þorði ekki að taka bílprófið þar. Þar hjólaði ég bara og notaði aðra samgöngumáta. Ég fór síðan beint í myndlistarskól- ann að læra textílhönnun og hélt áfram að komast ferða minna með strætó. En svo varð ég bara þessi kelling að finna fyrir þessum ótta við um- ferðina. Ég skildi við manninn minn og svo langaði mig að kaupa lítið hús hérna fyrir utan bæinn. Það var til sölu með mikilli jörð. en ég var búin að missa bílstjórann þannig að ég hætti við,“ segir hún og skellir upp úr. „Þetta var einhvern veginn botn- inn hjá mér, að láta svona gott tæki- færi úr greipum ganga. Svo þannig gerðist það að ég tók bílpróf fer- tug. Það eru síðan margir sem segja að það séu til betri bílstjórar en ég,“ segir hún og hlær enn og aftur. „En það er allt í lagi, ég hef ekki valdið neinum slysum.“ Boðið að elda fyrir skrilljónamæringa Sjálfstraust Sollu hefur aukist mjög eftir að hún var valin besti hráfæðis- kokkurinn á síðasta ári og nú geta Ís- lendingar enn á ný kosið hana til met- orða. Tilboðin sem henni hafa borist í kjölfarið eru allt frá því að halda fyrir- lestra á ráðstefnum til þess að elda fyr- ir skrilljónamæringa á ævintýralegum stöðum heimsins. Þá var hún einka- kokkur Bens Stiller þegar hann dvaldi á Íslandi og segist þá hafa komist upp með ýmislegt í skjóli trausts. „Ég mun tala á sænskri ráðstefnu um lífrænt fæði á næstunni og þá fékk tilboð um að sjá um brúðkaup ein- hvers skrilljónamærings í Egyptalandi. Ég átti þá að vera með brúðhjónunum í undirbúningi í nokkrar vikur, síðan í brúðkaupinu og seinna að ferðast með þeim eftir brúðkaupið. Þá hefði ég getað farið og skoðað pýramídana og margt fleira, en þetta var hreinlega svo langur tími að ég gat ekki tekið þetta að mér. Ætli ég hafi ekki fengið fleiri en tíu skemmtileg og ævintýraleg tilboð. Mér fannst nú heillandi að fara til Balí og elda fyrir skrilljónamæringa þar, en ég hef nóg að gera hér og í mínu. Ef ég væri yngri þá væri þetta æðislegt. Tit- illinn kemur að gagni hvað fleira varð- ar. Ég er til dæmis að skrifa bók með vini mínum frá Bandaríkjunum og þótt ég eigi að dáendahóp þarna úti, þá er það stórmál að markaðssetja bók. Ég finn að nú opnast fleiri dyr og það er ánægjulegt. Ég hélt að þetta skipti ekki miklu máli en komst að öðru. Ég fór til Los Angeles í desember, þá fann ég að fólk var að nýta sér titlana í rekstri sínum.“ Stiller vildi fá Sollu til New York Hvernig var að elda fyrir Ben Stiller? Líkaði honum fæðið? „Jú, í haust var ég sumsé einka- kokkur Bens Stiller. Ég veit ekk- ert hvort ég var betri en aðrir. Hann var að prófa einhverja hér en það hafði ekki gengið og þá var leitað til mín. Ég ákvað að taka verkefnið að mér. Ben Stiller var á mjög sértæku fæði en hampaði mér þvílíkt og vildi seinna fá mig með sér til New York. Ég held að partur af því hversu vel honum líkaði fæðið hafi verið að hann treysti mér. Kannski af því ég hafði unnið þennan titil. Þess vegna komst ég líka upp með ýmis- legt. Ég átti að prenta út næringar- innihald, mjög nákvæmt, á þar til gerða strimla, með átti að fylgja nær- ingartafla. Ég hugsaði bara, nei, ég geri þetta ekki. Ég set bara fullt af ást í matinn og svo handskrifaði ég upplýsingarnar og það má deila um hversu nákvæmar þær voru. Ég skrif- aði til dæmis, Kínóasalat, með dassi af hamingju á einn miðann,“ segir hún og hlær. Miðarnir voru allir í þessa áttina. Hann elskaði þetta.“ Missti allt í hruninu Solla segist ekki hafa getað ímyndað sér í miðju hruni að hún stæði aftur jafn sterk í lappirnar. „Ég hefði aldrei viljað gera neitt öðruvísi af því maður lærir af reynsl- unni. Að uppgötva að þegar maður gengur í gegnum erfiða tíma þá getur maður fundið eitthvað mikilvægara en það sem maður hefur misst. Í hrun- inu missti ég allt, við náðum reynd- ar að forða okkur frá gjaldþroti en allt mitt lífsstarf fór. Á hinn bóginn hefði ég aldrei opnað Gló ef það hefði ekki gerst. Ég fann aftur í mér neistann og það sem raunverulega skipti mig máli. Ég varð sterkari en áður. Þarna var ég á miðju breytingaskeiðinu í miðju hruni, menn geta ímyndað sér óreiðuna í mér,“ segir hún og skellihlær. „En það var ekki þannig lengi. Ég fann ein- hvern brjálaðan kraft til að halda áfram og byggja allt upp frá grunni. Ég veit líka að mataræðið hjálpaði mér og öll sú vinna sem ég hef lagt í að rækta andlegu hliiðinaþ“ Glöð og frjáls Solla á þrjá bræður. Hinum megin við Suðurlandsbrautina er bróðir Sollu, Karl Eiríksson, með veitinga- staðinn Krúsku. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur á Veðurstofu Ís- lands og tvíburabróðir hans, Eirík- ur, hannar öryggiskerfi fyrir banka í tölvur í London. „Við systkinin erum öll glöð og frjáls. Bróðir minn rekur Krúsku með konunni sinni og þau eru líka með Móður náttúru. Við erum alin upp í náttúrunni og tengjumst henni öll sterkt. Við áttum eiginlega tvö heim- ili í Vesturbænum og við Helluvatn þar sem foreldrar mínir rækta land. Garðuri hennar Sollu Í kreppunni missti Sólveig Eiríksdóttir allt og þurfti að endurskoða líf sitt. Þá fékk hún tækifæri til þess að hlúa að ástríðu sinni og færa hana til upprunans og bernskunnar en Sólveig er alin upp við sterk og ástrík gildi foreldra sinna, Hildar Karls- dóttur og Eiríks Haraldssonar, sem hafa lagt rækt við náttúruna við Elliðavatn alla sína búskapartíð. Í dag rekur Solla veitingastaðinn Gló, er talinn einn besti hráfæðiskokkur heims og á milli þess sem hún eldar fyrir stórstjörnur eins og Ben Stiller leikur hún við ömmustrákinn og sinnir garðrækt eins og foreldrar hennar, sem eiga nú á hættu að tapa öllu ævistarf- inu. Kristjana Guðbrandsdóttir hitti Sólveigu og foreldra hennar og ræddi um það lífsins verkefni að rækta eigin garð. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Moldin mesta ríkidæmið „Mamma sagði einhvern tímann þegar hún var spurð hvað væri mesta ríkidæmið hennar, þá vildi maður heyra: það ert þú ástin mín. En þá sagði hún: það eru börnin mín og moldin.“ MYNdir SiGtrYGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.