Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 37
Lífsstíll 37Helgarblað 8.–10. febrúar 2013 Ég á svo góðar minningar úr upp- vextinum. Nú kemur til dæmis í koll- inn minning um hann Harald þegar hann var að lesa undir stúdentspróf. Hann var að lesa Galdra-Loft, það var brjálað veður og hann sagði: nú væri gott að fara út í Öskjuhlíð og lesa þar.“ Ber eru okkar ávextir Lengi vel bjó Solla sjálf í Vesturbæn- um. Það er nýlega sem hún fluttist í miðbæinn þar sem hún unir sér vel. „Ég er Vesturbæingur í húð og hár og elska Vesturbæinn. Nú erum við flutt í Miðstrætið og það er svolítið sérstök gata. Mér finnst bæjarbragur í götunni, þetta er eins og lítið sam- félag og ég kann vel við það. Svo er ég með bústað uppi í Kjós, þangað er stutt að fara og við erum mjög mikið þar. Við erum frekar nýkomin þang- að og það eru sko mikil plön. Við erum svo heppin, sá sem var á þessari jörð á undan okkur nennti ekki að rækta svo ég get alveg feng- ið að ráða. Ég ætla að rækta fullt af grænkáli og setja niður fullt af berjarunnum. Ég bjó áður í Graf- arholti og þar var ég með dásam- legan garð. Ég eyddi öllum mínum kröftum í að koma upp garði og þar var ég með um 500 berjarunna. Ber- in eru okkar ávextir og ég er hrifin af því að rækta ber.“ Moldin geymir ríkidæmið Heldur hún að það hangi saman, hvernig við hugsum um umhverfið og hvað við látum ofan í okkur? „Mín reynsla er sú að þeir vinir mínir og fólk í umhverfi mínu og það fólk sem er meðvitað um hvað það lætur ofan í sig, er líka meðvitað um það hvernig það skilar þessu frá sér. Ég er alin upp í þessu. Foreldrar mínir eru í kringum 60 prósent sjálf- bær á allt það sem þau borða. Þau eru ekkert með mjög stóran reit við Helluvatnið en þau vinna vel úr því sem þau hafa. Þau frysta, þau sýra, sem dugar þeim vel. Sumt út árið og annað minna. Það gefur mér styrk og þekkingu að hafa verið verið alin upp í þessu. Að finna lyktina af heilbrigðri mold, sjá ánamaðkana, sjá matinn fara ofan í fötu sem síðan er tekin í safnhauginn úti í garði, sem síðan breytist í mold. Mamma sagði einhvern tímann þegar hún var spurð hvað væri mesta ríkidæmið hennar – þá vildi maður heyra: það ert þú ástin mín. En þá sagði hún, það eru börnin mín og moldin. Ég skil það í dag. Vegna þess að hjá þeim er hringrásin fullkom- in, þau þurfa enga utanaðkomandi mold, þau bæta hana með matar- afgöngum. Ég sé muninn á uppsker- unni. Rauðrófurnar þeirra eru risa- stórar hlussur,“ segir Solla og býr til stóran hring með höndunum. Með- an mínar voru svona litlar, segir hún og minnkar gatið. Samt voru skil- yrðin hjá mér miklu betri. Það sýndi sig að moldin þeirra var rík. Þetta geta allir gert. Það er það sem mér finnst svo æðislegt. Við getum öll gert þetta en mér finnst okkur bara skorta tíma og þekkinguna til að gera þetta. Í bíltúr með kíki „Pabbi er kominn yfir áttrætt og mamma er að verða áttræð og þau hlaupa um eins og unglingar. Þau eru að gera eitthvað rétt,“ segir hún og brosir. „Þau fóru oft með okkur í bíltúr með kíki. Svo vorum við að horfa á fuglana. Þau gefa alltaf fuglunum. Það er frost og fuglarnar eiga erfitt. Það var alltaf hugsað um þá. Það komu fuglafræðingar í heimsókn í garðinn til þeirra, því þangað söfn- uðust sjaldgæfar tegundir. Okkur var kennt hvernig svartþröstur og grá- þröstur – allt þetta – leit út. Við viss- um þetta ekkert, þetta var bara eðli- legt. Þessi mikla tenging við náttúruna var okkur mikilvæg. Þau voru ekki eins og hipparnir, föst í einhverju. Þau náðu að tvinna þetta inn í eðli- legt líf.“ Fékk heilbrigða skynsemi í veganesti Solla fékk margt fleira verðmætt í veganesti frá foreldrum sínum en að alast upp í tengingu við náttúr- una. „Ég fékk rosalega fallega gjöf frá móður minni. Hún bjó vestur í bæ og var í Kvennaskólanum. Á veturna þurfti hún að ganga yfir Tjarnar- brúna, á þeim tíma var skylda að vera í pilsi. Hún neitaði því. Afi var heildsali og flutti inn efni. Hann gaf mömmu ullarefni og hún lét sauma á sig buxur sem hún klæddist. Hún var kölluð til skólastjóra og áminnt fyrir að vera í buxum. Þá sagði hún bara: því miður, ég ætla að ganga í buxum því annars fæ ég blöðru- bólgu. Svo gekk hún af fundi. Þetta er ein saga af mörgum sem kenndu mér að þegar heilbrigð skynsemi segir mér eitthvað, þá þarf ég að fylgja því. Fylgja hjartanu og standa með sjálfri mér. Í staðinn fyrir að láta segja sér eitthvað. Þess vegna tek ég mjög sjaldan þátt í umræðum eins og: Er lífrænt hollara? Ég sé ekki til- ganginn í því. Heilbrigð skynsemi segir mér það og ég þarf ekki að rök- ræða það frekar.“ Meira verið að spá í safnhauginn „Styrkurinn sem ég fékk frá móð- ur minni vó þungt. Hún er svo sterk fyrir mynd. Það eru svo margir sem vilja skipta sér af og segja manni til. Þetta finnst mér mikilvægt. Að vera fyrirmynd. Að vera breytingin. Ég trúi að þetta sé til dæmis ein besta uppeldisaðferð sem foreldrar eiga völ á. Mamma er ekki kona sem stendur úti á götu og heldur miklar ræður. Báðir foreldrar mínir eru fal- legar fyrirmyndir. Enn í dag horfi ég til þeirra og uppgötva meir og meir hvað ég er rosalega rík að eiga fyr- irmyndir sem lifa samkvæmt sín- um gildum. Þau láta ekki truflast og fordómalausara fólk hef ég ekki hitt. Vinahópur minn er fjölskrúð- ugur, samkynhneigðir og alla vega, en allir voru og eru velkomnir. Ég hef aldrei heyrt um fordóma. Allir eiga jafnan rétt. Án þess að þau séu eitthvað pólitísk. Þá finnur maður að þetta er besta veganestið. Mað- ur fattar það ekki alveg strax,“ segir Solla sem á unglingsárum óskaði sér stundum að hún ætti foreldra sem hún gæti átt í heitum umræðum við um pólitík. „Stundum óskaði ég mér þess að foreldrar mínir segðu stundum: jæja krakkar, setjumst nú við eldhús- borðið því nú skulum við ræða um pólitík. En það var aðeins meira ver- ið að spá í safnhauginn, en eitthvað svoleiðis,“ segir Solla og hlær. n Garðurinn hennar S llu„ Ben Still- er var á mjög sértæku fæði en hamp- aði mér þvílíkt. „Við náðum reyndar að forða okkur frá gjald- þroti en allt mitt lífsstarf fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.