Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 52
52 Fólk 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað Hvað er að gerast? 8.–10. febrúar Föstudagur08 feb Laugardagur09 feb Sunnudagur10 feb Strætóferð að Gljúfrasteini Safnanótt sem haldin er í samstarfi við Vetrarhátíð verður haldin föstudaginn 8. febrúar næstkomandi. Fjöl- margir viðburðir verða á Vetrarhátíð í Reykjavík tengdir menningu og listum, orku og útivist, íþróttum, umhverfi og sögu. Opið verður á Gljúfrasteini á föstudagskvöldi frá 19–23 og býðst gestum að skoða safnið sér að kostnaðarlausu. Safnanæturstrætó gengur í öll söfn sem taka þátt og er Gljúfrasteinn engin undantekning. Strætó fer frá Kjarvals- stöðum kl. 20.00 og fer til baka kl. 22.00. Sú strætóferð hentar vel fyrir þá sem vilja koma og sjá tónleika Snorra Helgasonar á Gljúfrasteini, en hann mun koma fram í stofunni þar kl. 21.00. Snorri Helgason hefur á undanförnum árum getið sér gott orð í tónlistarheiminum bæði innanlands sem utan. Draugar, sjóræningjar og stjörnuskoðun Á Safnanótt er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Sjóminjasafninu. Sjóræningjar safnsins bjóða upp á föndur og fjársjóðsleit. Í fönd- ursmiðji Sæju sjóara verður hægt að búa til sitt eigið sjóræningjaskip sem og hatt og lepp. Í fjársjóðsleitinni er leitað að kapteini Varða og gullkist- unni hans, verðlaun fyrir þá sem tekst að finna hann! Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness flytur fyrirlesturinn: Stjörnuskoðun að vori. Kynnir félagið og býður upp á stjörnuskoðun af pallinum ef veður leyfir. Útgáfutónleikar Skálmaldar Skálmöld gaf út sína aðra plötu, Börn Loka, 26. október. Útgáfutón- leikar verða haldnir nú nokkru seinna, þann 9. febrúar, í Há- skólabíói í Reykjavík. Þegar Skálmöld gaf út fyrri plötu sína, Baldur, í lok árs 2010 vissu fáir hvað var á ferðinni. Á undraskömmum tíma tók sveitin sig á loft og flaug upp vinsælda- og sölulista á hátt sem engin önnur sveit af sama sauðahúsi hafði gert fram að því hér á landi. Samhliða vinsældum hér heima hefur vegur Skálmaldar einnig vaxið utan landsteinanna og tónleikaferðir verið tíðar. Gagnrýnandi DV gaf plötunni sem kom út í október fullt hús stiga. Fyrsta upplagið seldist upp með ógnarhraða og Skálmöld hefur á þessum örfáu dögum sem liðnir eru frá útgáfunni brotið niður alræmda múra sem gjarnan skilja að meginstraumstónlist og jaðar- tónlist. Skyndilega heyrist þungarokk hljóma á ólíklegustu stöðum og kynslóðir sameinast í áhuga af rammíslensku þungarokki. Ljósaball fyrir börn Í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík heldur Dans- verkstæðið á Skúlagötu 30 Ljósaball fyrir börn á öllum aldri. Ballið verður haldið laugardaginn 9. febrúar og hefst klukkan 15.00. Spiluð verður skemmtileg tónlist, diskókúla varpar litum, ljósum og skugg- um um rýmið. Vanir barnadanskennarar verða á staðnum til að leiða leiki og hóp- dans meðan á ballinu stendur en fyrst og fremst er ætlunin að dansa frjálst og skemmta sér með vinum og fjölskyldu. Bolla bolla Það er tilvalið að enda góða helgi í rólegu föndri á Borgar- bókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Þar fá börnin að búa til skrautlega og skemmtilega bolluvendi fyrir bollu- daginn sem er á mánudaginn. Íþrótt litla mannsins „Litli maðurinn getur unnið,“ segir Brynjar Hafsteinsson um MMA-íþróttina. Hún snýst fyrst og fremst um tækni, fremur en hreint afl. „LitLi gaurinn getur unnið“ Þ að sem heillar mig mest við þessa íþrótt er fjölbreytnin. Sjálfur er ég með mikinn bak- grunn í taekwondo-íþróttinni, þar er náttúrulega mikið af spörkum, en þegar ég kynntist MMA þá varð ég strax forfallinn aðdáandi,“ segir Oscar Lopez, stofnandi íþrótta- fréttasíðunnar bardagafregnir.is. Á síðunni er fjallað um blandaðar bar- dagalistir, bardaga í íþróttinni, ýmsar keppnir og helstu fregnir úr MMA- heiminum. „Þetta er eins og tafl“ Brynjar Hafsteinsson kemur að síð- unni ásamt Oscari en hann segir það áhugavert að tæknin sé grundvallar- atriði: „Mér finnst skemmtilegast að litli gaurinn getur unnið. Þetta snýst allt um tæknina, það er það sem heill- aði mig fyrst og fremst.“ Oscar tekur í sama streng: „Þetta er eins og tafl. Það er mikil hugsun í gangi; mjög mikil tækni. Þú þarft alltaf að hugsa fram í tímann og það er nauðsynlegt að vera skrefi á undan andstæðingnum.“ Oscar kynntist íþróttinni fyrst þegar hann var í fæðingarorlofi. „Þá horfði ég á fyrstu hundrað Ultimate Fighting Championship-kvöldin í maraþoni og varð forfallinn MMA-fíkill. Það varð ekki aftur snúið eftir það,“ segir hann. Í kjölfarið fór Oscar að æfa í Mjölni og ákvað síðan að stofna fréttasíðu um MMA-íþróttina. „Mér hefur alltaf fundist vanta umfjöllum um MMA- íþróttina hérna heima. Þá var hugsun- in að henda síðunni upp og sjá hvað gerðist,“ segir hann. „Á bardagafregn- ir.is ætlum við að vera með fréttir úr MMA-heiminum frá degi til dags.“ Engin götuslagsmál „Tilgangurinn með síðunni er fyrst og fremst að kynna íþróttina, það eru svo margir sem halda að þessi íþrótt sé bara götuslagsmál, en það fer enginn í hringinn með það í huga að meiða andstæðinginn. Þú vilt sigra og það eru margar leiðir til þess. Þar að auki er fullt af reglum, það má til dæmis ekki sparka í pung, kýla í hnakka eða neitt slíkt.“ Fleiri en Brynjar og Oscar koma að síðunni; Pétur Marínó, Jón Steinar, Oddur Freyr, Svavar Már og Trausti Tryggvason eru einnig greinahöf- undar. Viðtökurnar munu hafa ver- ið góðar: „Þær komu okkur mjög á óvart. Nýverið fengum við til dæmis að vita að einn okkar fengi að kynna bardaga Gunnars Nelson við Jorge Santiago í beinni útsendingu með Bubba Morthens á Stöð 2. Ég held að það verði mjög flott,“ segir Oscar en bardaginn verður 16. febrúar. n simon@dv.is n Síða um MMA-íþróttina gangsett n „Það eru svo margir sem halda að þessi íþrótt sé bara götuslagsmál.“ „Ekkert kvíðinn að fara í sjónvarpið“ n Nýr dómari í Gettu betur segist blindur eins og réttlætisgyðjan É g er ekkert kvíðinn að fara í sjón- varpið. Það var svona þúsund sinnum kvíðvænlegra að keppa á sínum tíma. Að vera hinum megin við borðið og þurfa ekki að svara sjálfur er, eins og maðurinn sagði, „piece of cake“,“ segir Atli Freyr Steinþórsson, nýr dómari og spurn- ingahöfundur í Gettu betur. Keppnin hefur verið í gangi í út- varpinu en í kvöld, föstudagskvöld, fer fyrsti þáttur í loftið í sjónvarpi. Atli Freyr hefur tekið sæti Arnar Úlfars Sævarssonar, við hlið Þórhildar Ólafs- dóttur, og líst vel á keppendur. „Út- varpskeppnin hefur verið mjög skemmtileg og áhugaverð. Keppend- ur hafa sýnt á sér margs konar þekk- ingu sem gladdi hjarta mitt,“ segir Atli Freyr sem sjálfur er vanur keppninni en hann keppti með Menntaskólan- um í Reykjavík árin 2002, 2003 og 2004 en liðið fór með sigur af hólmi tvö fyrri árin. Atli Freyr segir ungu krakkana ótrúlega klára. „Ég held að ungt fólk á Íslandi verði fróðara með hverju árinu sem líður. Það er æ meira áberandi hversu mikið liðin leggja á sig, æfa sig, lesa bækur og eyða meiri tíma í að ná lengra í keppninni. Það sést sérstak- lega á því hversu mörg lið undanfarin ár hafa átt möguleika á sigri. Áður var það bara þannig að það voru tvö, þrjú lið sem áttu möguleika. Nú eru þau mun fleiri. Það er skemmtilegt og gerir þessa keppni þess virði að horfa á.“ Atli Freyr segir enga hættu á að hann verði hlutdrægur og haldi með sínum gamla skóla, MR. „Réttætis- gyðjan er blind og það er ég líka.“ indiana@dv.is Forfallnir Oscar Lopez og Brynjar Hafsteinsson eru með-al sjö aðstandenda nýstofnaðrar vefsíðu, bardagafregnir.is. Á síðunni verður fjallað um bardaga í MMA-íþróttinni. Vanur keppninni Atli Freyr var í liði MR í þrjú ár í röð en segir enga hættu á að hann verði hlutdrægur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.