Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað Ræða endurskoðun Schengen n Framsóknarflokkurinn tekur málið til skoðunar E ndurskoðun á Schengen- samstarfi þarf að fara fram,“ segir í drögum að ályktun sem flokksþing framsóknarmanna, sem hófst á föstudag, þarf að taka afstöðu til. Í drögunum segir að meta þurfi kosti og galla samstarfs- ins með hliðsjón af hagsmunum Ís- lands. Sjálfstæðismenn, sem halda sinn landsfund í lok febrúar, munu á fundinum leggja til að skerpt verði á mikilvægi Schengen-samstarfs- ins. Hvorugur ríkisstjórnarflokkanna hafði Schengen-samstarfið til um- ræðu í sínum ályktunum en lands- fundur Vinstri-grænna á þó eftir að samþykkja þau drög sem liggja fyrir landsfundi flokksins sem fram fer síðustu helgina í febrúar. Samfylk- ingin samþykkti stjórnmála ályktun, án þess að Schengen sé nefnt, á landsfundi sínum um nýliðna helgi. Samstarf um landamæraeftirlit Schengen-samstarfið er samningur 25 Evrópuríkja um sem ætlað er að tryggja að fólk í löndunum geti ferðast frjálst á milli innri landamæri þeirra. Samstarfinu er einnig ætlað að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri glæpa- starfsemi. Flest aðildarríki Evrópu- sambandsins og öll aðildarríki EFTA eru hluti af Schengen-samstarfinu. Einn af kostum samstarfsins er að Ís- land er aðili að Schengen-upplýsinga- kerfinu. Í upplýsingum um samninginn á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að í þessu upplýsingakerfi sé að finna upplýsingar um um eftirlýsta einstak- linga sem óskað er handtöku á vegna gruns um afbrot eða til að afplána fangelsisrefsingu, týnda einstaklinga, útlendinga sem neita á um inngöngu inn á Schengen-svæðið, einstaklinga sem stefna á fyrir dóm og upplýsingar um stolna muni eins og til að mynda bifreiðar, skotvopn og skilríki. Samningnum svipar að mörgu leyti til Norræna vegabréfasambands- ins, sem Ísland er aðili að ásamt Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, þegar kemur að ferðafrelsinu. Það samstarf gerir fólki kleift að ferðast á milli Norðurlandanna án þess að sæta persónueftirliti. Leggja til að samstarfið verði eflt Ekki kemur fram í drögunum af hverju endurskoðunar á samstarfinu sé þörf en meðal gagnrýni sem uppi hefur verið um samstarfið er að afbrota- menn geti nýtt sér frelsið sem felist í því. Sjálfstæðismenn eru hins vegar á því treysta eigi samstarfið enn frekar. „Þrátt fyrir ágalla Schengen-sam- starfsins eru kostir þess fleiri og því ber að halda samstarfinu áfram til að treysta öryggi innan svæðisins og vinna að auknu tilliti til sérstöðu Ís- lands sem eyríkis,“ segir í drögum að ályktun fyrir landsfund flokksins sem unnin er af utanríkismálanefnd hans. Síðar í ályktunardrögunum er vikið að því að efling Schengen sé liður í að- gerðum til að sporna gegn alþjóðleg- um hættum á borð við hryðjuverka- starfsemi, ofbeldi öfgahópa, mansali, eiturlyfjasmygli og peningaþvætti. Rétt er að árétta að ekki er búið að samþykkja ályktanirnar þó að þær hafi fengið efnislega meðferð í utan- ríkismálanefndum flokkanna. Aðeins Samfylkingin hefur lokið sínum lands- fundi en núna um helgina stendur yfir flokksþing framsóknarmanna. Ekki náðist í fulltrúa Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd við vinnslu frétt- arinnar. n Ræða málið Flokksþing Framsóknar mun taka afstöðu til ályktunarinnar um helgina. Fyrsta banaslysið síðan árið 1990 n Björgunarsveitir hafa komið að mörgum slæmum slysum á Esju og Helgafelli R annsókn stendur yfir á banaslysi sem varð á Esj- unni síðastliðinn sunnu- dag þegar kona á sex- tugsaldri hrapaði um 200 metra við Hátind. Konan var í um þrjátíu manna skipulögðum gönguhópi á vegum fjallgöngu- klúbbsins Fjallavina. Um var að ræða vant göngufólk sem var vel búið til fjallgöngu við erfiðar að- stæður. Sjálf var konan mikill og reyndur göngugarpur með góðan fjallgöngubúnað, mannbrodda og ísexi. Hún hét Birna Steingríms- dóttir og var 58 ára. Birna lætur eftir eiginmann og þrjú uppkom- in börn. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er þetta fyrsta skráða banaslysið í hlíðum Esjunnar frá árinu 1990. Þá féll maður fyrir björg af efstu bungu Kerhólakambs við Blika- dal. Andlát vegna veikinda eða annarra orsaka eru flokkuð sér- staklega hjá slysavarnafélaginu og eru ekki talin með hér. Vitni yfirheyrð Rannsókn slyssins á sunnudaginn er hefðbundin slysarannsókn, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að fara yfir atburðarásina og yfirheyra vitni en ekkert bendir til að eitthvað hafi farið úrskeiðis eða verið athugavert við ferðalag hópsins. Veður hafði verið ágætt framan af degi en versnaði þegar á leið. Hópurinn var á niðurleið á tor- færum stað í slæmu veðri þegar slysið átti sér stað um þrjú leytið á sunnudag, en fimmtíu björgunar- sveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða við að koma konunni nið- ur af fjallinu. Hún var látin þegar að var komið. Aðstæður á slysstað voru gríðarlega erfiðar og veður mjög slæmt. Síðustu björgunarsveitar- mennirnir komu niður af Esjunni Birna Steingrímsdóttir F. 31. 7. 1954 D. 3. 2. 2013 á níunda tímanum um kvöldið. Slys á Esju og Helgafelli Ólöf S. Baldursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, segir björgunarsveitirnar hafa komið að mörgum slæmum slysum á fjöllum eins og Esju og Helgafelli sem fólk telur almennt vera frekar saklaus fjöll. Aðeins viku áður en banaslysið átti sér stað síðastliðinn sunnudag varð annað slys í hlíðum Esjunnar. Þá sótti þyrla Landhelgisgæslunn- ar göngumann sem hafði fallið um sextíu metra við Þverfellshorn. Betur fór en á horfðist í því tilfelli því maðurinn stöðvaðist aðeins nokkrum sentímetrum frá þver- hníptri klettabrún. Meiðsli hans voru ekki alvarleg. Samkvæmt heimildum DV var hann ágætlega búinn til vetrarfjallamennsku. Þá féll rúmlega þrítugur karl- maður í hlíðum Helgafells í Hafnarfirði um miðjan janúar á síðasta ári. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að leita manns- ins þegar hann skilaði sér ekki heim. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hann alvarlega slasaðan eftir að leitað hafði verið að honum í nokkrar klukkustundir. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af áverkum sínum nóttina á eftir. Skortur á námskeiðum Ólöf bendir á að Esjan sé mjög stór og hægt sé að fara margar leið- ir upp hana. Flestir þekki göngu- stíginn upp að Steini og þaðan upp að Þverfellshorni, en slysin gerist ekkert síður þar en annars staðar. Þá séu minniháttar meiðsl þó algengari, beinbrot og tognun, þannig að fólk þarf aðstoð björg- unarsveita til að komast niður af fjallinu. „Esjan er stór og hún er alvöru- fjall. Svo er fólk kannski ekki endi- lega að átta sig á því að bilið á milli gönguferðar upp stíginn að sumar lagi eða vetrarferð aðra leið, er mjög breitt. Annað getur bara verið næstum því sunnudags- göngutúr á meðan hitt er hörð vetrarfjallamennska.“ Hún segir fólk þurfa miklu meiri reynslu, þekkingu og útbúnað til að stunda hið síðarnefnda á með- an góðir gönguskór dugi í hitt. Byrja smátt og fikra sig áfram Að sögn Ólafar er skortur á nám- skeiðum eða menntun fyrir al- menning í vetrarfjallamennsku hér á landi og fólk þurfi því aðal- lega að læra af reynslunni. „Þeir sem eru óreyndir ættu alltaf að vera á ferð með reynd- um aðilum því maður fær auð- vitað ekki reynsluna nema gera hlutina. Byrja smátt og fikra sig svo í erfiðari verkefni eftir því sem reynslan og þekkingin eykst.“ Aðspurð hvort það sé algengara að slys verði þegar fólk ferðast á eigin vegum eða í skipulögðum hópum segir Ólöf allan gang vera á því. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Esjan er stór og hún er alvörufjall Lést á Esjunni Birna Steingríms- dóttir var hjúkr- unarfræðingur, 58 ára að aldri og búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn. mynd SigtRygguR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.