Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 21
Snákarnir tóku völdin Erlent 21Helgarblað 8.–10. febrúar 2013 Ótrúlega lík henni n Nýsjálensk stúlka í DNA-próf S kólastelpa á Nýja-Sjálandi var látin undirgang- ast DNA-próf til að kanna hvort að hún væri Madel- eine McCann. Eins og margir vita, hvarf Madeleine McCann árið 2007 og öll heimsbyggðin fylgd- ist með leitinni að henni. Stúlk- an þykir sláandi lík Madeleine, en það var verslunareigandi á Nýja- Sjálandi sem sá stúlkuna. Þá var hún með föður sínum, en versl- unareigandinn hringdi strax á lög- reglu. Málið mun þó ekki vera lög- reglurannsókn þar í landi heldur óskaði lögreglan í London eftir því að DNA-próf yrði framkvæmt. Frekari ákvörðun verður tek- in þegar niðurstaðan hefur verið kunngjörð. n astasigrun@dv.is n Blómstrandi iðnaður í litlu kínversku þorpi n Ár snáksins gengur í garð um helgina Í litlu þorpi í austurhluta Kína, skammt frá stórborginni Sjang- haí, blómstrar iðnaður sem gæti á Vesturlöndum talist harla óvenjulegur. Um er að ræða ræktun snáka og er talið að í þessu litla þorpi séu um þrjár milljónir snáka af ýmsum stærðum og gerð- um. Þetta er býsna mikill fjöldi sé litið til þess að íbúar þorpsins, sem heitir Zisiqiao, eru ekki nema rétt um þúsund og eru snákarnir því þrjú þúsund sinnum fleiri. Fyrir nokkrum áratugum var helsti at- vinnuvegur íbúa landbúnaður og fiskveiðar. En nú er öldin önnur enda hefur eftirspurnin eftir snáka- kjöti sjaldan verið jafn mikil og einmitt nú þegar ár snáksins er að ganga í garð í Kína. Gott ár í vændum „Við vonumst til þess að hagnaður okkar muni tvöfaldast,“ segir Yang Hongchang, 61 árs snákabóndi, í viðtali við BBC. Hann bindur mikl- ar vonir við ár snáksins sem gengur í garð um helgina og býst við því að næstu tólf mánuðir verði fjörugir og ábatasamir. Í Zisiqiao og í kringum þorpið eru um hundrað býli sem rækta snáka. Kjötið þykir eftirsóknar- vert og selja bændurnir það meðal annars til veitingastaða sem mat- reiða það fyrir viðskiptavini sína. Þá eru afurðir úr þeim einnig nýtt- ar í lækningaskyni; snákasúpur þykja gómsætar og eru sagðar bæta ónæmiskerfið til muna. Iðnaðurinn blómstrar sérstak- lega yfir sumartímann og þá má jafnan sjá steinsteyptar gryfjur sem eru stútfullar af snákum, þar á meðal kyrkislöngum (e. python), höggormum (e. viper) og gler- augnaslöngum (e. cobra). Ein snákategund er álitin sérstaklega hættuleg en það er hinn svokallaði fimm skrefa snákur. Að sögn þorps- búa er snákurinn svo banvænn að ef þú ert bitinn kemstu í mesta lagi fimm skref áfram áður en þú leggst niður og bíður örlaga þinna – dauð- ans. Veiktist alvarlega Yang hefur ræktað snáka um ára- tugaskeið og var raunar sá fyrsti í þorpinu sem hóf ræktun þeirra. Hann segir í viðtali við BBC að þetta hafi allt byrjað þegar hann veiktist alvarlega fyrir margt löngu. Hann vissi að lækningamáttur snáka væri ótvíræður og ákvað að fanga einn og freista gæfunnar. Yang náði góðri heilsu í kjölfarið og ákvað hann því að stofna fyrirtæki sem sérhæfði sig í snákaræktun. Hann þénaði vel á rekstrinum sem varð til þess að þorpsbúar, einn af öðrum, ákváðu að feta í fótspor hans. Mikil velta Eins og gefur að skilja er það ekki með öllu hættulaust að rækta ban- eitraða snáka. Hann þekkir dæmi þess að fólk hafi ekki farið varlega með alvarlegum afleiðingum. Einn bóndi hafi til dæmis látið lífið eftir að hafa verið bitinn. Ræktunin virð- ist þó vera áhættunnar virði enda bjuggu þorpsbúar áður fyrr við sára fátækt, eða allt þar til snákarnir tóku yfir. Nú eru þorpsbúar flestir þokka- lega vel stæðir og eiga væntanlega betri tíma í vændum á ári snáks- ins. „Að temja og rækta snáka krefst mikillar reynslu og góðrar tækni,“ segir Yang sem bætir við að fyrirtæki hans velti sem samsvarar hundruð- um milljóna króna á hverju ári. Það eru ekki bara kínverskir neytendur sem sækja í snákakjötið og afurðir úr þeim heldur selur hann einnig talsvert magn til Japans, Suður- Kóreu, Þýskalands og Bandaríkj- anna. n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Að temja og rækta snáka krefst mikillar reynslu og góðrar tækni Þurrkaðir Þessir snákar eru þurrkaðir og síðan er þeirra neytt í lækningaskyni. Vin- sælt er að búa til snákasúpur sem eiga að vera góðar fyrir ónæmiskerfið. MyND ReuteRs snákabóndi Yang Hongchang hefur mikla reynslu af snákaræktun. Fyrirtæki hans veltir hundruðum milljóna á ári hverju. MyND ReuteRs Breska stúlkan er ófundin Leitin að McCann heldur áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.