Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 40
40 Lífsstíll 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað Svefnvana, klaufsk átvögl n Klaufaskapur, græðgi, kynkuldi og tilfinningasemi Þ egar vinnuálag er mikið hend­ ir það suma að þeir hætta að finna fyrir merkjum þreytu. Þreyta vegna svefnleysis getur haft veigamikil áhrif á daglegt líf. Þeir sem eru svefnvana eru til dæm­ is gráðugri en ella, tilfinningasamari, gleymnari og klaufskari og þá geta þeir fundið fyrir kynkulda. Ef þér finnst hungrið sækja að þér allan liðlangan daginn og þú leitar í sætindi og feitan mat gæti verið að matarlystin sé eingöngu vegna þreytu. Ef þú grætur yfir sjónvarpsauglýs­ ingunum gæti verið kominn tími til að taka sér lúr. Rannsóknir gefa skýrt til kynna að þeir svefnvana eru mun viðkvæmari fyrir öllu áreiti og bugast auðveldar. Þá gæti verið freistandi að skella skuldinni á aldurinn eða streituna þegar þú átt í erfiðleikum með að einbeita þér, en staðreyndin er sú að gleymska og klaufaskapur er oft þreytu um að kenna. Næst þegar þú finnur lyklana í smjörinu inni í ísskáp skaltu fara að hafa til sæng og kodda. Þeir allra þreyttustu missa svo allan þrótt og þá kólnar hitastigið í svefnherbergi hjóna hratt. Vel þekkt eru sterk tengsl á milli þreytu og kynkulda. Svefnleysið veldur meira magni af kortisóli í líkamanum sem hefur áhrif á kynhvötina. n kristjana@dv.is Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is KínversKt sogsKálanudd E kki nóg með það að kínverskt sogskálanudd sé þægilegt, heldur hefur það ómetan­ legan lækningamátt og fegrar húðina. Saga sogskálanudds nær 3.000 ár aftur í tímann. Á þeim tíma hefur aðferðin markað spor sín í kínversk læknavísindi. Upphaf­ lega voru notaðar glerskálar og eld­ ur við þessa aðferð en í dag eru þetta gúmmískálar sem eru kreistar til að beita hæfilegum þrýstingi. Í Evrópu er saga sogskálanudds styttri og minna þekkt fyrirbæri. Meðferð með þrýstingi, nuddi og sogi er ein af elstu lækningameðferðum í heimi. Dansar tangó af ástríðu Eva Agata Alexdóttir er menntuð ljósmóðir og heilsunuddari, en hún notar þessa tækni meðal annars í nuddmeðferð sinni með frábærum árangri. Hún dansar tangó, gengur á fjöll, skautar og nuddar af ástríðu á nudd­ stofunni Höfðatorgi. „Sogskálanudd er örugg og dásamleg meðferð sem notuð er á vöðva í baki og útlimum. Sogskál­ arnar soga blóðið upp að yfirborði húðarinnar. Húðin og vöðvavefur dregst inn í sogskálina og við það á blóðið auðveldara með að flæða um vöðvana. Þetta sog kemur stöðnuðu blóði af stað í vöðvunum og líkam­ inn á auðveldara með að losa sig við kalsíum, mjólkursýrur og önnur efni og efnasambönd,“ segir Eva þegar hún er spurð út í meðferðina. Líkaminn hreinsar sig á náttúrulegan hátt „Í stað þess að þrýsta og þjappa, ýta og pressa vöðvana að beinagrindinni er þessi aðferð í eðli sínu unnin á gagnstæðan máta. Má segja að sog­ skálanudd sé djúpvefjanudd nema framkvæmt öfugt. Í nuddinu er sog­ skálunum rennt upp og niður bak og herðar, það sama á við um útlimi líkamans. Hægt er að stilla sogkraft með því að auka eða minnka loftsog­ ið í sogskálinni. Aðferðin er í alla staði afslappandi og áhrifarík. Við fyrstu kynni af sogskálanuddi er húð­ in yfirleitt marin, það stafar af stöðn­ uðu blóði. Sé meðferðin endurtekin minnka marblettir eða hverfa með öllu. Þó marblettir myndist fylgir þeim enginn sársauki og þeir hverfa innan nokkurra daga. Það sýnir okk­ ur að staðnað blóð og óþarfa vökva­ söfnun í líkamanum hefur verið fjarlægð og vefurinn og húðin er heilsusamlegri,“ segir Eva. Hverju getur maður átt von á eftir slíka meðferð? „Algengustu kvillar sem hverfa við sogskálanudd eru bjúgur, þroti í húð og appelsínuhúð. Til að auka áhrif meðferðarinnar er mikilvægt að drekka mikið af vökva, hreint vatn eða vatn með sítrónu eða límónusafa. Sogið í sogskálunum leiðir af sér rof á háræðum í húð­ inni, sem kemur út sem mar eða út­ brot i húðinni. Við rof á háræðun­ um taka til starfa átfrumur eða eitilfrumur sem gleypa allar örver­ ur sem eru utan við og í æðakerf­ inu. Með öðrum orðum er líkam­ inn með þessari fornu kínversku nuddaðferð að hreinsa sig (detoxa) í gegnum æðakerfi og blóðstreymi líkamans. Sýnileg breyting getur komið fram eftir nokkur skipti ef reglulega er komið í meðferðina,“ segir Eva. „Tangó og nudd er ástríða mín. Á sumrin hjóla ég og geng á fjöll og á veturna finnst mér gaman að skauta og skíða. Ég fæ mína orku úr þessari blöndu sem hentar mér mjög vel,“ segir þessi fjölhæfa kona að lokum. n Blóðið flæðir um vöðvana „Þetta sog kemur stöðnuðu blóði af stað í vöðvunum og líkaminn á auðveldara með að losa sig við kalsíum, mjólkursýrur og önnur efni og efnasambönd,“segir Eva þegar hún er spurð út í meðferðina. mynD sigtryggur ari n Þrjú þúsund ára hefð n Nuddið vinnur á bjúgi, þrota og appelsínuhúð „Meðferð með þrýstingi, nuddi og sogi er ein af elstu lækn- ingameðferðum í heimi. Reynir Traustason Baráttan við holdið 1 Á rúmlega tveimur árum hef ég gengið oftar en 700 sinn­ um á fjallstinda. Langoftast hefur leiðin legið á Úlfarsfellið sem gnæfir yfir heimabyggðinni. Ég hef klöngrast á topp þess um 550 sinn­ um. Sérstaða Úlfarsfells er að það er nánast inni í miðri borg, eins og eyja, með byggð allan hringinn. Leiðirnar upp fjallið eru óteljandi og fjölbreytnin mikil. Úlfarsfellið er því uppáhaldsfjallið mitt, þrátt fyrir að Reykjavíkurmegin sé umgengnin um fjallið afar slæm og til skammar. 2 Vífilsfell í grennd við Bláfjöll er fjall sem ég hef klifið fjórum sinnum. Fjallið er afar sérstakt og í rauninni samsett úr tveim­ ur fjöllum. Þegar upp er komið er eins og maður sé á tunglinu eða öðrum torkennilegum stað utan jarðarkringlunnar. Þetta er fjall sem ég eftir að klífa oftar. Það er alltaf jafngaman. 3 Esjan á sér þúsund andlit. Leiðin upp að Steini er fjölfarn­ asta gönguleið á Íslandi. Það var í klettum Þverfellshornsins, ofan Steinsins, sem ég sigraðist á lofthræðslunni. Og það var þar sem ég upplifði eina mestu skelfingu lífsins. Það breytir ekki því að ég er einlægur aðdáandi Esjunnar allrar. 4 Kaldbakur er hæsta fjall Vestfjarða, rétt innan við 1.000 metra hátt. Þessi konungur er á milli Dýrafjarðar og Arnar­ fjarðar þar sem hann gnæfir yfir vestfirsku Ölpunum. Ég hef einu sinni gengið á Kaldbak. Öðrum þræði var gangan til minningar um vin minn, Einar Odd Kristjánsson, fyrrverandi alþingis­ mann, sem lést við að ganga á fjallið. Því­ lík fegurð og tign. Ég mun fara þangað aftur. 5 Botnssúlur í Hvalfirði eru á meðal mest áberandi fjalla á Íslandi. Ég fór með 52ja fjalla hópnum mínum á Vestursúlu í fyrravetur. Útsýnið í silfurtæru fjallaloftinu var frábært. Í sumar mun ég fara aftur og klífa þá Syðstu­ súlu og Vestursúlu aftur. 6 Heiðarhorn á Skarðsheiði er magnað fjall. Gangan upp í 1.050 metra er nokkuð stremb­ in. Hvert skref var þó fullkom­ lega þess virði að komast á toppinn og sjá yfir eitt fegursta svæði lands­ ins. 7 Skessuhorn er eitt af einkennis­ fjöllum Vestur­ lands. Það er stundum kallað Tobler­ one­fjallið og sérstaklega eftir að hjón nokkur eignuðust eyðijörð með fjallinu og hafa tálmað göngu­ fólki aðgangi. Orðin „ég á‘etta“ urðu fleyg. Skessuhorn er hrikalega bratt og ekki auðfarið en fullkomlega þess virði. 8 Hekla er virkasta eldfjall Ís­ lands. Þangað fór ég um versl­ unarmannahelgina í fyrra. Það er engu líkt að ganga upp öskumettar hlíðar þessa stolts Sunnlendinga. Örlítill uggur bærð­ ist í brjósti mér um að kannski myndi gjósa. Jarðskjálftamælir á toppnum og hitagufur voru áminn­ ing um alvöruna. Ég mun fara aftur á Heklu. Þessi upptalning er byggð á persónulegri reynslu og eingöngu á fjöllum sem ég hef gengið. Átta bestu fjöll Íslands græðgi er merki um svefnleysi Ef þú ert óvanalega sólgin í sætindi og feitan mat gæti verið að þreyta hrjái þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.