Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 8
„Ég er stolt af sögu Framsóknarflokksins“ 8 Fréttir 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað V igdís Hauksdóttir, þing- kona Framsóknarflokks- ins, segist vera stolt af sögu Framsóknarflokksins þau 96 ár sem hann hefur verið til. „Ég er stolt af sögu Framsóknar- flokksins og það hefur alltaf verið framfaraskeið í sögu þjóðarinnar þegar Framsóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn.“ DV hafði samband við Vigdísi til að spyrja hana um hvernig hún mæti sögu Framsóknarflokksins síðastliðin áratug og hvort flokk- urinn þyrfti að gera betur upp við þetta tímabil í sögu sinni. Flokk- urinn bar meðal annars ábyrgð á einkavæðingu Búnaðarbankans upp í hendurnar á Finni Ingólfssyni og Ólafi Ólafssyni, einkavæðingu VÍS upp í hendurnar á Halldóri Ás- grímssyni, einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka upp í hendurnar á vildarvinum flokksins – einkavæð- ingu sem dæmd var ólögleg í Hæstarétti Íslands árið 2008 – auk þess sem nokkrir af þingmönnum flokksins stýrðu eignum Samvinnu- trygginga inn í Fjárfestingarfélagið Gift. Vigdís vill hvorki svara því ját- andi né neitandi hvort hún telji að flokkurinn þurfi að gera betur upp þetta tímabil í sögu sinni. Nokkrar umræður hafa verið um þessa sögu Framsóknarflokksins á Facebook-síðu Vigdísar og hefur það farið nokkuð fyrir brjóstið á Vigdísi sem hent hefur einhverjum út af vinalista sínum. „Ég ber ekki ábyrgð á þessu og hef ekki sett mig inn í þetta,“ segir Vigdís um þessi spillingarmál sem Framsóknar- flokkurinn er bendlaður við. „Þetta eru bara einhverjir aðilar sem halda einhverjum draugum vak- andi í kommentakerfunum og eins á Facebook hjá mér.“ Að lifa í núinu Aðspurð hvort flokkurinn þurfi ekki að gera upp þessa fortíð sína segir Vigdís: „Af hverju erum við ekki bara að tala um eitthvað sem gerðist 1940? Það er bara barnalegt hvernig sumir hegða sér. Þetta er 90 ára gamall flokkur … Framsóknar- flokkurinn er bara þeir þingmenn sem eru í flokknum hverju sinni. Framsóknarflokkurinn 2013 er allt annar Framsóknarflokkur en Fram- sóknarflokkurinn 1980. Það er fólk- ið sem í flokknum á hverjum tíma sem skapar stjórnmálaflokkinn. Það eru sjö ár síðan Framsóknar- flokkurinn fór úr ríkisstjórn og fyrn- ingartími brota er fjögur ár. Þetta er bara tabúumræða,“ segir Vigdís. Hana má skilja sem svo að nær- saga Framsóknarflokksins eigi ekki að skipta máli fyrir flokkinn í núinu, það er að segja atburðir sem gerðust í sögu flokksins fyrir um tíu árum, meðal annars sú einkavæðing ríkis- fyrirtækja sem flokkurinn kom að í ríkisstjórnartíð sinni. „Ég var ekki í flokknum á þessum tíma. Ég valdi það árið 2009 að fara í Framsóknar- flokksins vegna þess að ég trúi á stefnu hans. Það líta allir til Fram- sóknarflokksins núna sem bjarg- vættarins: Við stöndum föst í fæt- urna til að vernda þjóðarhagsmuni. Ég starfa fyrir landsmenn í nútíð- inni,“ segir Vigdís. Hún segist lifa í núinu – aðspurð hvort hún þurfi ekki að horfa til fortíðar flokks síns – og ekki horfa til fortíðar. „Ég lít aldei um öxl, ég horfi aldrei til fortíðar. Ég lifi í nútíð- inni, horfi til framtíðar, hugsa fyrir daginn í dag og hvað ég get gert fyrir samfélagið í dag og hvað get ég gert á morgun. Gert er gert og það er ekki hægt að breyta því […] Ég held að við ættum að fara að tala um það sem er gerast í nútíðinni en ekki í fortíðinni, þeirri gömlu, gömlu.“ Segir ekkert um einkavæðingu bankanna Þegar Vigdís er spurð að því hvort einkavæðing bankanna hafi ekki verið afdrifarík fyrir íslenskt sam- félag, og því haldið fram að rætur hrunsins megi rekja til hennar, seg- ir Vigdís: „Einkavæðing bankanna er óskilgetið afkvæmi EES-samn- ingsins. Við skulum hafa það al- veg á hreinu, þegar fjórfrelsið var leitt í lög hér á landi.“ Tekið skal fram að rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði um tímabilið frá einkavæð- ingu bankanna og fram að hruninu vegna þess að einkavæðingin var talin marka upphafið að því tímabili sem leið undir lok með hruninu. Vigdís virðist hins vegar ekki vera sammála þessu: „Af hverju var einkavæðingin mikilvæg? Glitnir var einkabanki og hann féll fyrstur árið 2008. Af hverju þurfti að einkavæða bankana? Vegna þess að það var krafa um það vegna EES.“ Þegar Vigdís er spurð um hvað hafi leitt til þess að ákveðið var að selja Landsbankann sumarið 2002, sem markaði upphafið að einkavæð- ingu beggja bankanna, segist þing- konan ekki vita það. „Hringdu í einhvern sem var á þingi á þessum tíma.“ Vigdís er þá spurð hvort hún vilji meina að salan á ríkisbönkun- um hafi ekki verið spillt segir Vig- dís: „Ég get bara ekkert sett mig inn í það, ég er ekki rannsóknaraðili. Ég var ekkert að spá í pólitík á þess- um tíma eða því sem var að gerast í landsmálunum, í allri hjartans ein- lægni,“ og bætir við: „Við fáum ekki breytt því sem er búið og gert.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Alltaf framfaraskeið Vigdís Hauksdóttir segir að það hafi alltaf verið framfaraskeið í sögu þjóðarinnar þegar Framsóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Hún vill ekki svara því hvort flokkurinn þurfi að gera upp fortíð sína. „Framsóknar- flokkurinn er bara þeir þingmenn sem eru í flokknum hverju sinni. n Vigdís Hauksdóttir segir að umræðan um spillingu Framsóknarflokksins sé tabú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.