Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 34
34 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Þetta er kvikmynd um þig“ „Í m Talking About You“ Geir Ólafs Life of Pi Ang Lee „Ærleg plata ærlegs listamanns“ Leitað að gömlum gersemum n Halldór Björn Runólfsson og samstarfsfólk hans leitaði að gömlum verkum Listasafns Íslands „Aðeins fá verk sem fólk hefur neitað að senda til baka L istasafn Íslands mun opna tvær sýningar á verkum úr safneigninni í kvöld á Safna- nótt. Annars vegar er það sýn- ingin Gamlar gersemar þar sem gefur að líta úrval eldri listar sem er að hluta verk erlendra lista- manna auk íslenskra sem ekki eru lengur bundin höfundarrétti. Hins vegar er það sýningin Er- lendir áhrifavaldar sem samanstend- ur af úrvali verka eftir erlenda lista- menn víðsvegar að úr heiminum. Gefur þar að líta verk norrænna lista- manna og listamanna frá meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum, Norður- Ameríku og Austurlöndum, svo eitt- hvað sé nefnt. „Þetta er búið að vera ansi intens- ívt ferli frá því á síðasta ári. Að kafa ofan í listaverkaeignina og komast að hvað virkilega var til,“ segir Hall- dór Björn Runólfsson, sýningar- stjóri sýningarinnar, sem sem naut dyggrar aðstoðar samstarfsmanna sinna við að hafa uppi á verkum safnsins. „Við þurftum stundum að grafa mjög djúpt. Aðallega vegna þess að geymslur safnsins eru margar og margvíslegar. Þar hef ég notið aðstoðar samverka- manna á safninu sem eru alveg ótrú- lega ötulir og hafa ekki gefist upp. Verk ofan í skúffum eða á hinum ýmsu stöðum. Þá höfum við reynt að kalla inn verk sem Listasafnið á og okkur að hefur auðnast vel að stað- setja þau. Það eru aðeins fá verk sem fólk hefur neitað að senda til baka. Það hefur þá verið talin komin hefð á að hafa verkið og það fylgja því sárindi að skila því aftur. Þetta eru verk sem á vondu skeiði Listasafnsins fóru í geymslu,“ segir Halldór Björn og seg- ist að hluta skilja þau sjónarmið sem liggja að baki. Hann nefnir að þótt listaverka- eign safnsins sé að mestu eftir ís- lenska listamenn þá séu verk mun fleiri erlendra listamanna í eigu safnsins. „Íslendingar eru ekki nema tíundi hluti listamanna sem eiga verk í safninu. Þeir eru að vísu margir erlendir listamenn bara með eitt verk á meðan sumir íslenskir listamenn hafa gefið allt sitt ævistarf. Með öðrum orðum það eru fleiri er- lend nöfn í listaverkaeign þjóðarinn- ar. Þetta eru verk sem þjóðin á og má vera stolt af.“ Verk eftir eftirlætisnemanda Rafaels Hann útskýrir sýningarnar tvær. Á sýningunni Gamlar gersemar er að- allega að finna verk frá tímabilinu 1880–1911 en einnig má á henni sjá elstu verk í eigu safnsins sem eru frá sextándu öld. „Á þessum árum leggja fáir Íslendingar fyrir sig list og stofnun safnsins má þakka Birni Bjarnarsyni sem síðar varð sýslumaður Dala- manna. Hann var að læra lögfræði í Dan- mörku þegar hann stofn- aði Listasafn Íslands. Þá fór hann strax að leita eftir verkum frá Dön- um. Frændur okkar Danir, Norðmenn og Englendingar voru mjög fúsir til að gefa verk til þessa nýstofn- aða safns. Þeim þótti þetta spennandi, þarna var nýtt Evrópuland í mótun og þeir voru því gjafmildir. Mörg verk- anna komu Íslendingum spánskt fyr- ir sjónir og elstu verkin á sýningunni má rekja allt til sextándu aldar. Á sýn- ingunni má til dæmis skoða verk eftir eftir lætisnemanda meistarans mikla Rafaels.“ Mörg verkanna segir Halldór Björn tengjast Íslandi með einum eða öðrum hætti. „Það má finna mörg verk með sjávarlandslagi, skút- um og úr sjóferðum, þá eru Íslandssögurnar og Eddu- kvæðin myndefni nokkurra. Ég get nefnt sem dæmi mik- ilfenglegt verk eftir danska konu sem sýnir Guðrúnu Gjúkadóttur syrgja Sigurð Fáfnisbana. Mjög fallegt verk og tilkomumikið. Þá er til lítið verk af Skarphéðni eftir að hann hefur drepið Þráinn.“ Brautryðjandinn Þóra Pétursdóttir Hinn helmingurinn af verkunum er eftir íslenska listamenn og Halldór Björn segir þar kenna margra grasa. Þar séu til dæmis fyrstu konurnar áberandi. „Það má ekki gleyma því að konur eins og Þóra Pétursdóttir Thorodd- sen er brautryðjandi. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að stunda nám í myndlist og rak svo teikniskóla í Reykjavík. Það eru verk eftir hana á sýningunni. Í teikniskóla Þóru nam Þórarinn B. Þorláksson og verk eftir hann frá þessum tíma eru mjög sér- stæð. Síðan eru þarna verk eftir Helga Thoroddsen sem var fyrstur til að vinna kennsluefni í teikningu. Það rit kallaðist Uppdráttarlist. Og svona mætti lengi telja. Þarna er að finna listamenn sem ekki hafa ver- ið mjög mikið til sýnis í Listasafn- inu þótt þeir hafi gegnt veigamiklu hlutverki.“ Erlendir áhrifavaldar Á efri hæð safnsins er svo sýningin Er- lendir áhrifavaldar. Halldór Björn seg- ir verkin á sýningunni koma til með að vekja mikla athygli. „Þetta eru er- lend verk sem gerð eru eftir stríðslok. Þar kennir líka ótrúlega margra grasa, meðal annars er þar að finna eign sem nýbúið er að skrá í eigu okkar eftir enska listamenn og eiga eftir að vekja Fjölbreytni Mínimalísk verk með gjörningalist og ýmislegt sem á eftir að vekja mikla athygli að mati Halldórs. Viðamikil uppsetning Sýningin er viðamikil og árið hefur verið annasamt hjá Halldóri og samstarfsfólki hans. Sýningin stendur yfir til 5. maí. Fleiri erlendir listamenn en innlendir Þótt íslensk verk séu fleiri er fjöldi erlendra listamanna sem safnið á verk eftir mun meiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.