Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 20
20 Erlent 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað Grænlendingar úti í kuldanum n Hagnaður af námu- og olíuvinnslu endar í erlendum skattaskjólum O lía í hafi, úran í norðri, gull í suðri og aðrir fágætir málmar víða. Engum á að koma á óvart að mörg af allra stærstu fyrirtækjum heims á sviði olíu- og námavinnslu líta hýrum augum til Grænlands en mælingar vísindamanna undanfarin hafa sýnt að í landinu er gnótt fá- gætra málma, verðmætra jarðefna og líklega olía í verulegu magni. Það sýna rannsóknir sem hafa verið gerðar hingað til og hefur þá aðeins agnarlítill hluti landsins verið rannsakaður að einhverju marki. Alls óvíst er hvaða verðmæti gætu legið undir Grænlandsísnum sem hylur 97 prósent alls landsins. Hann bráðn- ar nú ört og mörg fyrirtæki hugsa sér gott til glóðarinnar þegar þar að kemur. Umsóknir um leyfi til málmleitar flæða inn alls staðar að úr heiminum enda eru þau tvö ríki þar sem fágætir málmar finnast í mestu magni, Rúss- land og Kína, bæði tiltölulega lok- uð gagnvart erlendum fyrirtækjum. Innlend fyrirtæki, og á stundum rík- isfyrirtæki, hafa forgang um mest- alla vinnslu sem gefið gæti vel í aðra hönd. Hundrað fyrirtæki við leit Það virðist kannski ekki ýkja mikið að aðeins séu sex námufyrirtæki þegar að störfum á Grænlandi en við það er óhætt að bæta tæplega hund- rað öðrum fyrirtækjum sem láta nú kanna hversu fýsileg námuvinnsla sé á einum 120 mismunandi stöð- um í landinu. Önnur fjögur fyrirtæki til viðbótar leita að olíu í vinnanlegu magni úti fyrir ströndum þessarar stærstu eyju heims og er búist við að fleiri olíufyrirtæki bætist í þann hóp á næstu árum. Fágætir jarðmálmar er samnefni sautján málmefna sem eru nauðsyn- leg í ýmis nútímaleg rafeindatæki og tól. Allt frá iPad Apple til Toyota Prius. Án slíkra efna væri heimur okkar töluvert öðruvísi en hann er í dag. Margir telja að Grænland sé ríkt af þessum fágætu málmum og það yrði þá eina landið þar sem er- lendu fyrirtækin þurfa ekki að sæta duttlungum kínverskra eða rúss- neskra auðkýfinga eða ríkisstjórna. Arðurinn í skattaskjól Aðeins ein einasta náma á Græn- landi er arðbær eins og sakir standa enda þær flestar nýjar eða nýlegar og kostnaður við námugröft oft umtals- verður. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að mörg þeirra fyrirtækja sem þar starfa hyggjast engu að síður auka hagnað sinn eftir getu og hafa komið sér upp skúffufyrirtækjum í skatta- skjólum víðs vegar um heiminn. Danska blaðið Politiken hefur komið upp um nokkur slík dæmi en með þessum hætti sleppa fyrirtæk- in við að greiða skatt og gjöld eftir kúnstarinnar reglum. Auður lands- ins endar því líklega ekki hjá heima- mönnum, sem þurfa sannarlega á meiri fjármunum að halda, heldur skattlaust í vasa erlendra stórfyrir- tækja. Dæmi er tekið af fyrirtækinu London Mining sem opnar á vor- mánuðum eina allra stærstu námu í landinu skammt frá bænum Nuuk. Það dótturfyrirtæki London Mining sem starfrækir vinnsluna á Græn- landi var fyrir áramótin skráð sem nýtt fyrirtæki í skattaparadísinni Jersey. Það gerir að verkum að allur hagnaður rennur óskiptur þangað og lítið skilar sér til grænlenskra skatta- yfirvalda annað en skattar á laun starfsmanna fyrirtækisins. Þar með er ekki öll sagan sögð því þó London Mining sé skráð breskt fyrirtæki og nafnið gefi ekkert annað til kynna þá er námuvinnsla fyrir- tækisins á Grænlandi fjármögnuð að nánast öllu leyti af kínverskum rík- isbanka. Fyrir utan arð til Bretanna endar því stærstur hluti hagnaðar London Mining fyrir námuvinnslu á Grænlandi í ríkissjóði Kína. Annað stórfyrirtæki í námu- vinnslu á Grænlandi sem einnig hefur staðsett dótturfyrirtæki sitt í skattaskjóli er Greenland Minerals & Energy. Það fyrirtæki hefur jafnframt tengsl við Kína. Stjórnmálamenn maka krókinn Það er gömul saga og ný að áhrifa- miklir stjórnmálamenn hagi seglum eftir vindi þegar erlend stórfyrirtæki eiga hlut að máli. Það virðist líka gilda um grænlenska stjórnmála- menn en mjög hefur verið gagn- rýnt hversu margir háttsettir eða fyrrverandi háttsettir stjórnmála- menn Grænlands eru með puttana í námurekstri og námuvinnslu. Það er ekki svo að eitthvað mis- jafnt hafi sannast eða verið rann- sakað að einhverju marki en minnst þrír háttsettir einstaklingar eru sér- staklega vel inni í þessum bransa. Einn þeirra er Kuupik Kleist, for- maður grænlensku landsstjórn- arinnar, sem sat um tíma í stjórn námufyrirtækisins GreenGems og einfaldlega lét þá stöðu í hendur eiginkonu sinnar þegar hann varð formaður landsstjórnarinnar árið 2009. Sama gerði sitjandi námu- ráðherra, Ove Karl Berthelsen, en kona hans situr í stjórn sama fyr- irtækis meðan eiginmaðurinn stjórnar öllu því er viðkemur nám- um í landinu. Berthelsen er jafn- framt stjórnarmaður og stór eig- andi eina flutningafyrirtækisins á stóru svæði í Maniitsoq en gangi áætlanir eftir um byggingu álvers á þeim stað er það fyrirtæki í afar góðum málum. Þá skarar fyrrverandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, Lars Emil-Johansen, einnig eld að eigin köku. Hann var og er í stjórn austurríska námufyrirtækisins GME og er sagður hafa sterk sambönd við stóra aðila í olíuvinnslu. n Heimildir: Politiken, GuArdiAn, WAll Street JournAl uummannaq Fiskiþorpið Uummannaq á vestur- strönd Grænlands: Eini atvinnuvegur flestra Græn- lendinga er sjávarútvegur, og ferðaþjónusta fer vaxandi. En ýmislegt bendir til að gríðarleg námu- og olíuvinnsla í landinu skili sér lítt í hagkerfið. námuvinnsla Hún getur verið mannfrek þó vélar leiki sífellt stærra hlutverk. Laun fyrir slík störf hafa almennt sjaldan þótt ýkja góð. Tekjuskattar gætu þó orðið það eina sem eftir situr hjá grænlenskum stjórnvöldum. Kim Jong-Un með snjallsíma Ný mynd af leiðtoga Norður- Kóreu, Kim Jong-un, gefur vís- bendingar um að hann sé farinn að nýta sér kosti þess að vera með snjallsíma. Á myndinni sést sími sem þykir líkjast snjallsíma fyrirtækisins HTC. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hins vegar ekki viljað gefa neinar upplýs- ingar um símann. Samkvæmt AFP-fréttastofunni telur suður- kóreska leyniþjónustan símann vera í eigu einræðisherrans. Upplýsingar um alla hunda Bresk stjórnvöld ætla að skylda hundaeigendur til að setja ör- flögu í hunda sína. Á örflögunni eiga að vera upplýsingar um eiganda hundsins svo hægt sé að hafa samband við eigendur ef hundarnir týnast eða strjúka. Nýju reglurnar taka gildi árið 2016 en þá þurfa þeir, sem ekki hafa látið græða örflögu í hunda sína, sektaðir. Flestir munu lík- lega vilja sleppa við sektina en hún nemur jafnvirði um hund- rað þúsund íslenskra króna. Samkvæmt umfjöllun breska blaðsins Telegraph týnast 110 þúsund hundar á hverju ári og sex þúsund þeirra eru svæfðir. Metnaðar- fullur Pútín Vladimír Putín, forseti Rússlands, virðist hafa mikinn metnað fyrir því að Vetrarólympíuleikarnir 2014 verði með allra glæsilegasta móti. Í vikunni rak hann einn af æðstu mönnum skipulags- nefndar Ólympíuleikanna þegar honum var tjáð að sá bæri ábyrgð á töfum sem hafa orðið á byggingu skíðastökkpalls sem nota á á leikunum, samkvæmt AFP-fréttastofunni. Tímasetning brottrekstursins hefur vakið athygli en 365 dagar voru til setn- ingar leikanna þegar maðurinn var látinn taka pokann sinn. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.