Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 33
 33Helgarblað 8.–10. febrúar 2013 ára fangelsi voru múslímar sem árið 2000 rændu og raðnauðguðu sex unglings- stúlkum í Ástralíu dæmdir í. Þeir fóru um í hópum á fáförnum stöðum og gripu bæði konur og unglingstúlkur, fóru með þær á afvikinn stað þar sem þeim var nauðgað og þær neyddar til að fram- kvæma munnmök á öllum hópnum. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en mennirnir náðust.243 L ennie var 49 ára smákrimmi og bjó hjá bróður sínum í Buttershaw í Bradford á Englandi þegar hann hvarf af yfirborði jarðar 11. ágúst 1996. Líkamsleifar hans fundust sjö mánuðum síðar en það var ekki fyrr en árið 2003 sem kennsl voru borin á þær fyrir tilstilli DNA-sýna og lög- reglan stóð frammi fyrir því verk- efni að finna þann eða þá sem fyrir- komu Lennie. En svo það yrði unnt þurfti að grafast fyrir um margt, með- al annars í einkalífi Lennie, en hann var mikill kvennamaður, eins og sagt var í denn, hafði átt fjórar eiginkon- ur og segir sagan að hann hafi jafnvel átt 50 börn. Stefnumót á McDonald‘s Að kvöldi 11. ágúst, 1996, fór Lennie á McDonald‘s-stað til að hitta kærustu sína, sagði hann bróður sínum. Það olli bróður hans engum áhyggjum að Lennie skilaði sér ekki heim síðar sama kvöld, enda var lífsstíll Lennies ekki háður klukkunni og vinnutími smáglæpamanna einskorðast ekki við dagsbirtu. Að sögn bróður Lennie var ekki óvanalegt að Lennie sæist ekki í tvo daga eða svo sem hann eyddi hjá þessum kvenmanni eða hinum. Engu að síður leist bróður Lennie ekki á blikuna þegar hann hafði ekki heyrt frá Lennie í tvo heila sólar- hringa, og hafði samband við lög- regluna. Sambýliskona bróður Lennie sagði lögreglunni að hann hefði fengið skilaboð frá kærustunni um að hittast á McDonald‘s. „Hann var himinlifandi því þau höfðu náð saman aftur eftir að snurða hljóp á þráðinn, og allt virtist í lukkunnar velstandi,“ sagði sambýliskonan. Sjö mánuðir liðu án þess að nokk- uð spyrðist til Lennie, en í mars 1997 fundust líkamsleifar – efri hluti lík- ama – í mýrlendi í Vestur-Jórvíkur- skíri. Dregur til tíðinda Réttarmeinafræðingum þess tíma var ómögulegt að bera kennsl á lík- amsleifarnar og það varð ekki fyrr en árið 2003 sem tókst með lífsýni að sýna fram á að þar væri kominn Leonard „Lennie“ Fulbirg, tja … eða hluti af honum. Lögreglan hóf frekari rannsókn og skoðaði meðal annars hjúskap- arstöðu Lennie og komst að því að hann átti fjögur hjónabönd að baki, auk fjölda sambanda, og hafði eign- ast fjölda barna – sumir sögðu um 50. En 23. júní, 2004, hljóp á snærið hjá lögreglunni sem hafði fundið eina af ástkonum Lennie, Tracey Camer- on, 38 ára móður eins barna hans. Grunur hafði fallið á hana og ástmann hennar, Graham Haylett, og voru þau bæði handtekin þann sama dag. Síðar voru þau ákærð fyrir morðið á Lennie, en lýstu sig bæði saklaus. Réttarhöld hófust yfir þeim í janúar 2006 og fullyrti sækjandi að þau hefðu myrt Lennie því þau hefðu orðið ástfangin í febrúar 1996, þegar Lennie var í varð- haldi vegna máls sem varðaði barn- aníð en var fellt niður. Lennie hafði verið dæmdur fyrir slíkar sakir. Sagði sækjandi að Tracey og Graham hefðu litið á Lennie sem hindrun í vegi ást- arsambands þeirra þegar honum var sleppt í febrúar það ár. Sakfellandi bréfaskrif Tracey þvertók fyrir að hafa kom- ið nálægt dauða Lennie; hún hefði hætt við stefnumótið á McDonald‘s kvöldið sem hann hvarf. Hún sagð- ist hafa hitt hann nokkrum dögum fyrr til að ræða við hann og slíta sam- bandinu á vinalegum nótum. Þegar leið á réttarhöldin kom ým- islegt í ljós – Tracey hafði montað sig af því að hafa fyrirkomið Lennie, sundurlimað lík hans og gefið svín- um. Lögreglan komst yfir bréf sem hún hafði skrifað bæði Lennie og Graham sem sýndu þá tvöfeldni sem hún bjó yfir. Í bréfi til Lennie lýsti hún yfir „óendanlegri“ ást til hans og í bréfi til Grahams sagði hún: „Við verð- um að fara varlega. Ég er gagntekin af þér. Þú losnar ekki við mig, ég er þín.“ Fjórum dögum fyrir hvarf Lennie skrifaði Tracey í bréfi til Grahams: „Þetta er að verða búið“. Þegar þar var komið sögu dvaldi Tracey í kvennaathvarfi og fullyrti að hún þorði ekki að vera heima þegar Lennie losnaði úr varðhaldi. Reynd- ar kom í ljós að hún hafði eytt kvöldi þess dags með Lennie og meira að segja haft við hann mök. Dópaður og drepinn Þremur dögum síðar, var kviðdóm- ur upplýstur um, hitti Tracey Lennie aftur, setti ólyfjan í drykk hans, fór með hann heim þar sem Graham gekk frá honum. Vistkona úr kvenna- athvarfinu bar fyrir dómi að Tracey hefði haft á orði að hún hefði „los- að sig við Leonard“ eins og hún ætl- aði sér. „Ég heyrði að hún hefði fyllt hann með áfengi og lyfjum, höggvið hann í spað og gefið svínunum,“ sagði vitnið. Tracey var ekki ein um að gaspra því Graham, greinilega ekki við eina fjölina felldur, átti vingott við 25 ára konukind og hafði verið helst til lausmáll við hana. Að hennar sögn hafði Graham gumað af því að hafa hitt Lennie á McDonald‘s-staðnum og tekið hann rækilega í karphúsið. Kærastan hafi þá spurt hann: „hefur þú einhvern tímann orðið manni að bana?“ og Graham svarað að bragði: „Já.“ Sektardómur Þegar upp var staðið, 3. mars, 2006, að loknum sex vikna réttarhöldum, varð niðurstaða kviðdóms einróma; Tracey Cameron og Graham Haylett voru sek um morðið á Lennie. Að auki var Graham sakfelldur fyrir að hafa reynt að fá kærustu sína til að breyta vitnisburði sínum. Skötuhjúin voru dæmd til lífs- tíðarfangelsis og gert að afplána að minnsta kosti 20 ár. Smá snúningur Þess má til gamans geta að snurða hljóp á þráðinn við rannsókn lög- reglunnar níu mánuðum eftir að lík- amsleifar Lennie fundust. Þá hafði ættingi Grahams haft samband við lögregluna og þóttist vera eigandi áningar og árbíts-gisti- húss í Blackpool. Sagðist hann heita Williamson og fullyrti að Lennie hefði dvalið á gistihúsinu í september - um mánuði eftir að Lennie hvarf. Williamson sagði enn fremur að Lennie hefði verið alblóður og í fylgd tveggja manna sem hótuðu að drepa hann. Sex dögum eftir að Graham var sakfelldur var Williamson þessi dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. „Við verðum að fara varlega. Ég er gagntekin af þér. Þú losn- ar ekki við mig, ég er þín. n Mögulega varð smáglæpamaðurinn Lennie, að hluta til, svínafóður SAÐNING FYRIR SVÍN Lennie Fulbirg Ekkert var vitað um afdrif smá-krimmans í rúmlega hálft ár. Hilltop viðrinið Lögreglumenn í Ohio í Banda- ríkjunum prísa sig sæla eftir hafa nappað svokallað Hilltop-viðrini sem braust inn til kvenna, rændi og ruplaði og starði svo á konurnar meðan þær sváfu og káfaði jafnvel á þeim. Innbrotaalda í Columbus í Hilltop-hverfinu síðastliðið sumar leiddi til handtöku Deneen Black. Hann viðurkenndi innbrotin en hann á að baki langan afbrotaferil þar sem hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Lögregla hafði fylgst með hon- um í nokkurn tíma áður en hann var handsamaður, en hann hafði þá meðal annars staðið fyrir utan svefnherbergisglugga kvenna og fylgst með þeim. Í einu tilviki vakn- aði táningsstúlka við að hann stóð í herberginu hennar og starði á hana. Sturlaðist Margir telja að ástæða þess að Wade Frankum réðst á vegfarend- ur á kaffihúsi í Sydney árið 1992, hafi verið val hans á ofbeldis- fullu sjónvarpsefni og bókmennt- um og kvenhatur. Það er þó ekki hægt að sanna eitt eða neitt í þeim efnum enda framdi hann sjálfs- víg eftir að hann hafði myrt sjö og sært sex í nokkuð vel undirbúinni árás á kaffihúsi í verslunarmið- stöð. Eftir árásina hljóp hann út úr verslunarmiðstöðinni og inn í bílageymslu hennar. Þar tók hann gísl og reyndi að neyða hann til að aðstoða við flóttann. Það gekk ekki eftir og þegar hann var skyndi- lega umkringdur lögreglumönn- um baðst hann afsökunar, gekk út, kraup á kné og framdi sjálfsvíg. Hinn franski Kobbi kviðrista Hinn frægi Kobbi kviðrista, Jack the Ripper, sem vakti óhug og hræðslu um langt skeið í London átti sér kollega í Par- ís í Frakklandi sem kallað- ur var um tíma hinn franski Kobbi kviðrista. Þar var vísað til fjöldamorðingjans Joseph Vacher sem frá 1892 til 1897 framdi að minnsta kosti ellefu hrollvekjandi morð og ekki er loku fyrir það skotið að fórn- arlömb hans hafi verið mun fleiri. Vacher þessi var bláfátæk- ur og vansæll mjög og reyndi tvívegis að stytta sér aldur. Þær tilraunir urðu til þess að hann var bæði skorinn og afskræmd- ur á hálsi og andliti að hluta og ófrýnilegur mjög. Vacher myrti að minnsta kosti ellefu manns á skömmum tíma. Eina konu, fimm unglingsstúlkur og fimm unglingsstráka. Lét hann ekki nægja að stinga fórnarlömb sín ítrekað með hníf heldur og hirti úr þeim innyflin. Flestum nauðgaði hann líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.