Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 26
„Ég er ekki bitur maður“ 26 Viðtal 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað É g er kannski einfeldning­ ur í stjórnmálum en mér finnst að það eigi að heyja kosningabaráttu með mál­ efnum og af drengskap. Ég tek ekki þátt í undirmálum. Þá er betur heima setið en af stað farið, segir alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson sem er á leið út úr pólitík eftir ósigur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðaustur­ kjördæmi. Tryggvi Þór sóttist eftir fyrsta sætinu, ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, en varð undir. Efnahagsráðgjafi af ættjarðarást Tryggvi unir niðurstöðunni en segir að sennilega séu tvær aðalá­ stæður fyrir því að hann hafi ekki hlotið framgang. Annars vegar sé það tenging hans við hrunið og hins vegar vinnubrögð í prófkjör­ inu sem hann segir ekki hafa verið heiðarleg. „Mér hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa verið efnahagsráðgjafi forsætisráðherra Íslands á örlaga­ tímum þjóðarinnar. Það gerði ég af ættjarðarást og engu öðru. Það má nota það gegn mér en mér líður hins vegar ákaflega vel yfir því hlut­ verki mínu. Hins vegar hefur verið deilt á mig fyrir að hafa starfað í banka­ kerfinu í um 18 mánuði fyrir hrun. Ég er sagður hafa sett bankann sem ég stjórnaði á hausinn og að ég hafi gert alls konar misjafna hluti. Fengið afskrifuð kúlulán og þess háttar. Þetta er alrangt. Í fyrsta lagi var eigið fé bankans sem ég starf­ aði hjá 9,2 milljarðar þegar ég lét af störfum. Bankinn fór á höfuðið við gengislánadóminn sem féll um tveim árum eftir að ég var hættur. Kúlulán hefur aldrei verið afskrif­ að hjá mér hjá bönkunum. Slettur eins og þessar loða við mann og það er erfitt að hreinsa sig af þeim ef þeim er viðhaldið af andstæðingum með því að bæta alltaf í og vera sífellt að velta manni upp úr sögum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.“ Tryggvi segir þessa hrun­ tengingu ábyggilega hafa haft áhrif á einhverja en að hún hafi ekki skipt sköpum. Aðra sögu sé hægt að segja af vinnubrögðunum í prófkjörinu. Stríðsherferð í prófkjöri „Ég hef fréttir af skoðanakönnun sem gerð var fyrir jól. Þar var nokk­ uð jafnt á með okkur sem sóttumst eftir oddvitasætinu. Í framhaldinu var skipulögð mikil stríðsferð í kjördæminu. Kosningamaskínan, sem löngum hefur verið kennd við Guðlaug Þór, var þar gangsett. Er eðlilegt að fyrrverandi fram­ kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavík stjórni kosningamask­ ínu norður í landi eða að formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sé alltumlykjandi í slíkri baráttu? Er það eðlilegt að smala saman fólki, skrá það í flokkinn svo hund­ ruðum skiptir og biðja það um að útiloka einn frambjóðanda? Fólk sem stendur fyrir slíkum vinnu­ brögðum hlýtur ekki framgang vegna eigin verðleika. Það hefur rangt við og það er miður. Próf­ kjör eru að mínu áliti til góða en þá verða þátttakendur að hafa þroska að bera til að virða leikreglurnar.“ Tryggvi segir vinnubrögð úr Reykjavík, sem hann segir oft einkennast af undirmálum og óheiðarleika, hafa verið flutt norð­ ur. „Það er brýnt að þetta verði brotið á bak aftur. Af hverju tak­ ast menn ekki á um málefnin? Ég hélt opna fundi á öllum þéttbýlis­ stöðunum 24 þar sem ég kynnti sýn mína á framtíð kjördæmisins. Á þá fundi komu á fjórða hundrað manns. Þá hélt ég tíu fundi á Akur­ eyri í janúar um ýmis brýn málefni svæðisins. Þar fékk ég sérfræðinga á svæðinu til að halda framsögu og bauð öllum félögum mínum í próf­ kjörinu að taka þátt. Flestir fram­ bjóðendanna þáðu það boð mitt. Í framhaldinu voru síðan mjög líf­ legar og gagnlegar umræður um viðkomandi mál. Á þessa fundi mættu á þriðja hundrað manns. Ég tel heiðarleika og trúnað gagnvart félögunum vera aðals­ merki hvers manns. En það er eins og um svo margt annað í lífinu, um það eru ekki allir sammála. Það er óneitanlega undarlegt starf þar sem maður þarf að vera vel að sér í Furstanum eftir Machiavelli til að lifa af.“ Ekki siðlausir eiginhagsmunaseggir Tryggvi segir að eftir hrunið hafi sú mynd verið máluð af stjórn­ málamönnum að þar fari siðlausir eiginhagsmunaseggir sem einskis svífist. „Þetta er alrangt. Flestir ís­ lenskir stjórnmálamenn eru knún­ ir áfram af þrá eftir því að láta gott af sér leiða fólkinu sem landið byggir til hagsbóta. Auðvitað eru þeir til sem einungis sækjast eft­ ir völdum. Hjá þeim helgar til­ gangurinn meðalið. Þeim er sama um allt nema sjálfan sig og skipta um skoðun eins og vindarnir blása. Sem betur fer eru slíkir menn telj­ andi á fingrum annarrar handar í þinginu – en við þá er óneitanlega erfitt að glíma.“ Hann segir auðvelt að af­ greiða þessi orð sín sem ádrepu manns sem sé nýbúinn að tapa prófkjöri. „En það er of einfalt. Ég hef áhyggjur af þeirri þró­ un sem er í gangi í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri klofnaði í síðustu sveitarstjórnar­ kosningum vegna óvandaðra vinnubragða. Sama fólk stend­ ur fyrir sams konar vinnubrögð­ um í kjördæminu núna. Þetta er áhyggjuefni.“ Tryggvi Þór hefur ekki áhyggjur af því hvað taki við eftir pólitík­ ina og viðurkennir að hafa þegar fengið starfstilboð. „Öllum tíma­ mótum fylgja tækifæri. Það hefur mikið verið lagt á fjölskylduna að umbera illt umtal og róg. Fyrir mig hefur sú byrði verið létt en ég er ekki viss um að börnin mín eða konan séu mér sammála. En nú er þessu að ljúka. Ég ætlaði mér aldrei að vera á þingi nema eitt kjörtímabil. Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft þá er þungu fargi af mér létt. Það fann ég þó ekki fyrr en niðurstöðurnar í prófkjörinu lágu fyrir.“ Tók ekki umtalið inn á sig Hann viðurkennir að umtalið hafi sært hann, allavega fyrst í stað. „Þetta er bara eitthvað sem mað­ ur verður að þola en það er ekki skemmtilegt fyrir fjölskyldu manns að lesa hluti sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum; eru hrein og bein ósannindi. Netið er þannig miðill að þar getur hver sem er sest fyrir fram­ an tölvuna í hvaða ástandi sem er. Maður lærði fljótt að lesa ekki slíkt. Fyrst sárnaði mér að það væri verið að efast um einlægni mína í því sem ég var að gera. En svo rann fljótt upp fyrir mér að umtalið beindist ekki gegn persónunni Tryggva Þór heldur opinbera stjórnmálamann­ inum. Ég lærði því að taka þetta ekki inn á mig,“ segir hann og bæt­ ir við að hann hafi fengið að vera í friði á mannamótum. „Auðvitað fékk maður einhvern skít yfir sig þegar fólk safnaðist saman í kringum Alþingishúsið en það var ekki á mann persónu­ lega, frekar sem stjórnmálamann. Og oftast sá maður að hjá því fólki sem harðast gekk fram var eitthvað meira að en hrunið. Ég held að allir stjórnmálamenn, eftir kosningarn­ ar 2009, hafi orðið fyrir einhverju ónæði en það var aldrei þannig að fólk kæmi heim til mín, sæti um húsið og grýtti það með eggjum. Ég get ekki kvartað yfir því. Ég gerði í því að ræða við fólk­ ið sem safnaðist saman fyrir fram­ an Alþingi og þekkti meira að segja suma sem stóðu hvað lengst með nafni og átti vinsamleg samskipti, án alls hreytings eða dónaskapar.“ Lág laun á þingi Tryggvi hafði komið ár sinni þokkalega fyrir borð en fór illa fjár­ hagslega út úr hruninu eins og flestir. Það er því ekki fjarri lagi að spyrja hann hvers vegna hann leit­ aðist eftir að komast á þing þar sem launin væru mun lægri en það sem hann hafði vanist. „Það var aldrei þannig að ég ætti einhvern alvöru pening. En ég átti vel í mig og á. Svo fór þetta eins og hjá flest­ um, lánin stökkbreyttust og þetta leit ekkert vel út um tíma. Ég hef ekki verið jafn lágt laun­ aður og ég er í dag síðan ég var í skóla. Og ef maður tekur tíma­ kaupið þá hef ég ekki verið á lægri launum síðan ég var unglingur. En þetta snýst ekki um launin. Ástæð­ an fyrir því að ég fór fram og helg­ aði mig þessu í bráðum fjögur ár er þessi djúpstæða þrá til að gera gagn. Fjölskyldan spurði mig hvað ég væri að hugsa; hvort það væri ekki frumskilyrði að sjá henni far­ borða og hvort ég hefði efni á því að vera í einhverri hugsjóna­ vinnu? Ég gat voðalega lítið sagt við því. Maður ríður ekki feitum hesti frá þessu. Fjárhagsstaða mín er orðin þannig, eins og hjá flest­ um Íslendingum, að maður hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman. En ég er betur staddur en margur annar og vorkenni mér alls ekki. Þetta er hlutskipti okkar Ís­ lendinga og ég hef engar áhyggjur af því að ég eigi ekki eftir að ná mér aftur á strik.“ Hrísgrjón og stórar steikur Hann vill ekki meina að það hafi verið erfitt að aðlaga sig að minni innkomu. „Ég er svo langt frá því að vera fæddur með silfurskeið í munni. Ég hef upplifað alls konar aðstæður, hef þurft að lifa á hrís­ grjónum og á því allra ódýrasta á einhverjum tíma. En svo ég hef líka borðað stórar steikur. Fyrir mig persónulega skiptir hálaunastarf ekki miklu máli. Ég legg ekkert sérstaklega mikið upp úr því en það er ekki hægt að bjóða fjölskyldunni upp á neitt annað en fjárhagslegt öryggi. Fyrir mig er aðalatriðið að fá útrás fyrir fram­ kvæmdagleðina og láta gott af mér leiða.“ Tryggvi er giftur Sigurveigu Maríu Ingvadóttur. Af fyrra Tryggvi Þór Herbertsson er á leiðinni út úr póli- tíkinni. Hann segist kveðja með hreina samvisku en er ósáttur við vinnubrögð í prófkjörinu sem hann líkir við stríðsherferð. Tryggvi Þór ræðir hér um stuttan stjórnmálaferilinn, illt umtal, blank- heitin og fjölskylduna sem hann segir fegna að pólitísku ævintýri hans sé senn að ljúka. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal „Fjárhagsstaða mín er orðin þannig, eins og hjá flestum Ís- lendingum, að maður hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.