Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 25
Myndasamkeppni 25Helgarblað 8.–10. febrúar 2013 n Verðlaunamyndin í Myndasamkeppni Sigga storms er Þáttur sápukúlunnar Þ að var algjör tilviljun að ég náði þessari mynd,“ segir Rannveig Hera Finnboga- dóttir, sem er sigurvegar- inn í Myndasamkeppni Sigga storms en þar völdu lesend- ur DV.is eftirlætismyndina af 36 alls sem af þóttu bera en nokkur hundruð myndir voru upphaflega sendar í keppnina. Mynd Rannveigar heitir Þáttur sápukúlunnar en hana tók hún af tilviljun á ferð um Reykjanes á Vestfjörðum í sumar sem leið. „Mjög ánægð“ „Það er alltaf þannig að bestu myndirnar verða til fyrir tilvilj- un. Ég var á ferð um Vestfirði og varð að stoppa til að taka bens- ín á Reykjanesi seint um kvöld. Þá voru krakkar þar að leik á tjaldsvæðinu með sápukúlur og ég náði þessari sem ég er mjög ánægð með og glöð að lesendur hafi valið hana besta. Ég þakka kærlega fyrir það.“ Vinningurinn sem Rannveig fær er ekki af verri endanum. Full- komin Nikon 1, stafræn myndavél frá Heimilistækjum. Gömul mynd fékk flest atkvæði Tekið skal fram að önnur mynd í samkeppninni, Sólsetur við slipp- inn, fékk heldur fleiri atkvæði hjá lesendum DV.is en mynd Rann- veigar. Hún er hér til hliðar. DV fékk ábendingar fá lesendum um að sú mynd hafi árið 2011 ver- ið valin ein af bestu ferðamynd- um síðustu fimm ára. Í Mynda- samkeppni Sigga storms var hins vegar tekið fram að um væri að ræða myndir frá árinu 2012. Sú ákvörðun var þess vegna tekin að hún gæti ekki unnið. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Næstu myndir Sólsetur við slippinn Finnur Andrésson Ernan Arnar Bergur Guðjónsson Heima á Húsavík Jóhanna Másdóttir Biðukolla Sveinn V. Steingrímsson náði þessari mynd“ „Algjör tilviljun að ég Vinningsmyndin Rannveig Hera tók myndina á ferðalagi um Vestfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.