Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Síða 22
S
ú ákvörðun Guðbjarts Hann
essonar velferðarráðherra
að hækka hálaunamanninn
Björn Zoëga í launum um
450 þúsund krónur eða sem
nemur góðum mánaðarlaunum
hjúkrunarfræðings er um það bil að
setja allt í bál og brand. Hjúkrunar
fræðingar eru á útleið af Landspítal
anum og fleiri stéttir hafa í hótunum
til að knýja fram launahækkanir.
Hjúkrunarfræðingar eru fráleitt
sú stétt í landinu sem býr við mestu
smánarkjörin. Fjöldi fólks sem vinn
ur erfiðisvinnu og er þjóðfélaginu
nauðsynlegt er langt undir launum
þeirra. Inni á spítalanum eru þeir sem
vinna líkamlega erfiðustu störfin á
lægstu launum sem þekkjast í landinu.
Það má nefna ræstingafólkið, sjúkra
liðana og alla hina sem ekki eru í efri
lögum starfsmanna. Allt þetta fólk
mun væntanlega gera tilkall til þess að
fá laun sín hækkuð. Á eftir kemur svo
allur hinn almenni markaður. Og þá
er verðbólguhringekjan komin á fulla
ferð með algjörlega fyrir sjáanlegum
afleiðingum fyrir alla Íslendinga. Við
blasir allsherjarverkfall því á endanum
eiga allar stéttir á vinnumarkaði rétt til
þess að fá kjarabætur vegna skerðinga
undanfarinna ára. Allt er þetta af
leiðing þess axar skafts ráðherra að
vilja endilega tryggja velferð forstjóra
spítalans og koma launum hans yfir
tvær milljónir á mánuði.
Fram þarf að fara ískalt mat á því
hvort ríki og einkarekið atvinnulíf
þoli að hækka laun í því hlutfalli sem
ráðherrann gaf upp boltann með. Ef
innistæða er fyrir almennum hækk
unum er ekkert vandamál. Forstjór
inn fær þá sínar 450 þúsund krónur
aukalega á mánuði og allir aðrir laun
þegar á Íslandi sambærilegar hækk
anir. En það blasir nokkurn veginn
við að hvorki fyrirtækin í landinu né
ríkið þola slíkar viðbótarálögur. Þá
þarf aðeins að höggva á hnútinn. Hin
augljósa leið er að Guðbjartur ráð
herra segi af sér ráðherradómi. For
stjóri spítalans sýndi einnig dóm
greindarbrest með því að fara fram á
og vilja þiggja slíka hækkun launa og
ætti að fara einnig. Engu breytir þótt
þeir félagar hafi verið hraktir til baka
með ákvörðun sína.
Það má ekki gleymast að þegar
hafa hjúkrunarfræðingar fengið loforð
um launahækkun sem nemur nokkur
hundruð milljónum. Allir aðrir laun
þegar bíða, gráir fyrir járnum. Á næstu
vikum skýrist hvort Guðbjarti og Birni
er sætt í embætti og starfi. Afsögn
Guðbjarts yrði honum til sóma og
þyrfti ekki að marka pólitísk endalok.
Það er óhugsandi annað en báðir horfi
til ábyrgðar sinnar vegna þess dóm
greindarbrests sem þegar hefur kostað
samfélagið nokkur hundruð milljónir
króna. Ráðherrann og forstjórinn slitu
í sundur friðinn á vinnumarkaði og
verða að axla ábyrgð sína.
Sandkorn
Vopnabræður
n Árni Páll Árnason, formað
ur Samfylkingar, byrjar fer
il sinn með þeim stæl að
valdaarmur Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra
bókstaflega nötrar af bræði.
Árni Páll hefur alfarið hafn
að stefnu Jóhönnu og er nú
sakaður um að hafa gefið
skotleyfi á gamla formann
inn. Sjálfur hopar hann
hvergi en færist í aukana.
Einn helsti stuðningsmaður
hans innan flokksins er Öss-
ur Skarphéðinsson utanríkis
ráðherra. Snúa þeir vopna
bræður nú bökum saman.
Von um varnarsigur
n Vaxandi þrýstingur er inn
an VG um að Steingrímur J.
Sigfússon formaður víki fyrir
Katrínu Jakobsdóttur varafor
manni. Ólíklegt er þó talið
að formaðurinn verði við
þessu. Steingrímur er sjó
aður í átakapólitíkinni og
hefur hingað til staðið fastur
fyrir Ögmundi Jónassyni og
félögum sem sótt hafa að úr
öllum áttum. Ekki er ólíklegt
að fylgið eigi eftir að hjarna
við frá þeirri niðurlægingu
sem nú mælist. Steingrím
ur er sagður ala með sér þá
von að niðurstaða kosninga
verði þannig að hún geti
túlkast sem varnarsigur.
Slakur Brynjar
n Helga Vala Helgadóttir lög
fræðingur fór með Brynjari
Níelssyni yfir nýfallinn dóm
Hæstaréttar í Hells Angels
málinu svokallaða í Kast
ljósi. Karl var sýknaður af
kynferðisbroti fyrir að stinga
fingrum upp í leggöng og
endaþarm. Brynjar varði
dóminn og vildi taka um
ræðuna út frá lögfræði en
ekki tilfinningum. Helga
Vala var hins vegar rök
föst þegar hún benti á að
fólk ætti ekki að komast upp
með að nauðga og berja og
segja svo að það hefði að
eins ætlað að meiða. Brynj
ar þótti slakur í samanburði
við hinn unga lögfræðing.
Ritstuldur
n Heimspekideild háskól
ans í Dusseldorf í Þýskalandi
hefur svipt menntamálaráð
herra lands
ins, Annette
Schavan,
doktorsgráðu
eftir að upp
komst að
hún stund
aði ritstuld
í doktorsnámi sínu. Á Ís
landi komst upp á sínum
tíma að Hannes Hólmsteinn
Gissurarson prófessorhefði
tekið texta Halldórs Laxness
ófrjálsri hendi og var dæmd
ur fyrir. Háskóli Íslands að
hafðist ekkert í málinu og
starfar Hannes enn þar sem
prófessor. Það er misjafnt
hvaða augum menn líta
heiðurinn.
Þetta er ánetj-
andi leikur
Þetta er bara hræðilegur
fjölskylduharmleikur
Svavar Gunnar Gunnarsson sigraði í Donkey Kong. – DV Aðstandandi aldraðs manns sem játaði á sig kynferðisbrot. – DV
Ráðherrann burt„Allir aðrir laun-
þegar bíða, gráir
fyrir járnum.
S
tjórnarskrár eru næstum aldrei
samdar upp úr þurru. Þær verða
þvert á móti nær alltaf til af ærnu
tilefni, eins og t.d. í kjölfar kerfis
breytingar, styrjaldar eða hruns. Það er
engin tilviljun, að andstæðingar frum
varpsins að nýrri stjórnarskrá, sem nú
er til annarrar umræðu á Alþingi, eru
einmitt margir í hópi þeirra, sem halda
áfram að þræta fyrir augljósa ábyrgð
sína á hruninu eða jafnvel fyrir hrunið
sjálft og tala um „svokallað hrun“.
Stuðningur þeirra við nýja stjórnarskrá
fæli í sér óbeina viðurkenningu á til
efninu, þ.e. á hruninu, og til þess mega
margir þeirra ekki hugsa. Þess vegna
stendur þingflokkur sjálfstæðismanna
nú óskiptur gegn frumvarpi til nýrrar
stjórnarskrár, einn flokka, þótt ljóst sé,
að sjálfstæðismenn greiddu þúsund
um saman atkvæði með frumvarpinu
og einstökum ákvæðum þess í þjóðar
atkvæðagreiðslunni 20. október s.l. Án
atkvæða stuðningsmanna Sjálfstæðis
flokksins hefði frumvarpið varla hlotið
náð fyrir augum 73 þúsund kjósenda.
Án sjálfstæðismanna hefði auðlinda
ákvæðið varla heldur hlotið náð fyrir
augum 85 þúsund kjósenda, persónu
kjör fyrir augum 78 þúsund kjósenda,
jafnt vægi atkvæða fyrir augum 67 þús
und kjósenda og beint lýðræði fyrir
augum 73 þúsund kjósenda. Enda
rímar stjórnarskrárfrumvarpið vel við
stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrr og nú,
þar á meðal ákvæðin um auðlindir í
þjóðareigu og jafnt vægi atkvæða auk
fjölda annarra ákvæða, sem eru í sam
ræmi við breytingartillögur stjórnar
skrárnefndar Alþingis undir forustu
Bjarna Benediktssonar, síðar forsætis
ráðherra, svo sem Bjarni gerði grein
fyrir þeim 1953.
Það hefur gerzt áður, að nauðsyn
þótti bera til að samþykkja breytingar á
stjórnarskránni gegn atkvæðum stærsta
flokksins á Alþingi. Það gerðist 1942,
þegar Framsókn varð að lúta ákvörðun
Alþingis um stjórnarskrárbreytingu.
Framsókn átti eftir það ekki afturkvæmt
í ríkisstjórn fyrr en fimm árum síðar,
1947. Sagan endurtók sig 1959, þegar
Framsókn, þá næststærsti flokkurinn
á þingi, varð enn að lúta ákvörðun Al
þingis um stjórnarskrárbreytingu.
Framsókn átti eftir það ekki afturkvæmt
í ríkisstjórn fyrr en 12 árum síðar, 1971.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú í áþekkri
stöðu á þingi. Við höfum séð þetta allt
saman áður.
Þing eða þjóð?
Það er ýmist, að stjórnmálamenn fela
sjálfum sér eða sínum fulltrúum að
semja nýjar stjórnarskrár eða sérkjörn
um fulltrúum fólksins. Fyrri leiðin er
jafnan háð tveim annmörkum. Þegar
þingmenn taka verkið að sér á eigin
spýtur, er hætt við hagsmunaárekstri
og sjálftöku. Þingmönnum getur hætt
til að gera þinginu of hátt undir höfði
í stjórnarskrá, t.d. með því að kveða á
um þingkjörinn forseta frekar en þjóð
kjörinn eins og reynt var 1944. Hinn
gallinn er, að stjórnarskrá samin af
stjórnmálamönnum hneigist í átt að
lægsta samnefnara. Reynslan frá 1944
er gott dæmi. Þá sættust þingmenn á
smávægilegar breytingar á stjórnar
skránni vegna lýðveldisstofnunar
innar, lofuðu að ráðast í gagngerar
breytingar strax eftir 1944 og reyndust
síðan ófærir um að efna loforðin allar
götur fram yfir hrunið 2008. Þá loksins
ákvað Alþingi að velja síðari leiðina og
fela sérstöku stjórnlagaþingi, sem síð
ar varð að stjórnlagaráði, að semja nýja
stjórnarskrá að loknum 950 manna
þjóðfundi, sem allir Íslendingar 18
ára og eldri höfðu sama færi á að sitja.
Úr varð frumvarp að nýrri stjórnar
skrá, sem dregur hvorki taum Alþingis
né annarra. Frumvarpið hneigist ekki
heldur að lægsta samnefnara af tillits
semi við sérhagsmuni né heldur vík
ur það svo neinu nemi frá niðurstöð
um þjóðfundarins. Í þessu ljósi þarf að
skoða yfirgnæfandi stuðning kjósenda
við frumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðsl
unni 20. október s.l.
Ekki boðflenna
Stjórnarskrár fólksins, samdar á sér
stökum stjórnlagaþingum frekar en
á löggjafarþingum, skipta tugum.
Bandaríska stjórnarskráin frá 1787 er í
þessum flokki. Hún var ekki fullkom
in frekar en aðrar stjórnarskrár. Höf
undar hennar lögðu t.d. ekki til atlögu
gegn þrælahaldi; það beið í næst
um 80 ár. Franska stjórnarskráin 1789
var einnig samin á stjórnlagaþingi og
lagði grunninn að löggjöf um frelsi,
jafnrétti og bræðralag, löggjöf, sem
breiddist út um alla Evrópu og allan
heim. Eiðsvallarstjórnarskrá Noregs
var einnig samin á stjórnlagaþingi,
sem var fyrirmynd þjóðfundarins hér
heima 1851. Fyrsta lýðræðislega kosn
ingin í sögu Rússlands var kosningin til
stjórnlagaþings 1917, en það var leyst
upp með ofbeldi í blóðugri byltingu
kommúnista. Lýðræðisstjórnarskrá
Rússlands var kæfð í fæðingu. Stjórnar
skrá Indlands var samin á stjórnlaga
þingi 1947–50 og lagði grunn að lýð
ræði í þessu fjölmennasta lýðræðisríki
heimsins. Mörg önnur dæmi um frægar
stjórnarskrár fólksins mætti nefna. Í
ljósi þessarar sögu m.a. er fylgzt vel inn
an lands og utan með afdrifum stjórn
arskrárfrumvarpsins á Alþingi nú. Lýð
ræði felur í sér, að engum leyfist, ekki
heldur Alþingi, að taka ráðin af heilli
þjóð. Fólkið í landinu er yfirboðari Al
þingis. Íslenzka þjóðin er ekki boð
flenna í eigin landi.
Tvær leiðir í ljósi sögunnar
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALNÚMER
RITSTJÓRN
ÁSKRIFTARSÍMI
AUGLÝSINGAR
22 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„Það hefur gerzt
áður, að nauðsyn
þótti bera til að sam-
þykkja breytingar á
stjórnarskránni gegn
atkvæðum stærsta
flokksins á Alþingi.
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason