Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Side 44
44 Sport 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað
Ferguson í
heFndarhug
N
ú fer lokaspretturinn í
ensku úrvalsdeildinni senn
að hefjast og mikilvægir
leikir framundan á toppi
og botni deildarinnar. Stór-
leikur helgarinnar er án efa viður-
eign Manchester United og Everton
sem mætast á Old Trafford síðdegis
á sunnudag. United, sem er á toppi
deildarinnar með 62 stig, hefur ver-
ið á góðri siglingu að undanförnu
og unnið níu deildarleiki í röð á Old
Trafford. Á sama tíma hefur Everton
verið á fínu skriði og ekki tapað í
fimm leikjum í röð, eða frá því liðið
tók á móti Chelsea 30. desember.
Everton er í fimmta sæti með 42 stig
og með sigri getur liðið blandað sér
fyrir alvöru í baráttuna um sæti í
Meistaradeildinni.
City þarf sigur
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester
United, er líklega minnugur síð-
ustu viðureignar þessara liða á Old
Trafford þann 22. apríl í fyrra. Leik-
ar fóru 4–4 og reyndist jafnteflið
United ansi dýrkeypt enda missti
liðið af Englandsmeistaratitlin-
um nokkrum vikum síðar. Þessi lið
mættust svo í fyrstu umferð ensku
deildarinnar í haust á Goodison
Park og þá fór Everton með sigur af
hólmi, 1–0, með marki frá Marou-
ane Fellaini. Everton hefur oftar
en ekki sýnt frábæra spilamennsku
gegn United og er ljóst að United
þarf að spila vel til að leggja Everton
að velli.
Manchester City, sem er í
öðru sæti deildarinnar, heimsæk-
ir Southampton sem hefur verið
á fínu skriði undanfarnar vikur.
Liðið hefur aðeins tapað einum
af síðustu sex leikjum sínum í
deildinni en er þrátt fyrir það í
harðri fallbaráttu. Southampton
er í 16. sæti með 24 stig en City
er með 53 stig, níu stigum á eftir
toppliði United og þarf á sigri að
halda.
Liverpool ekki úr leik
Chelsea, undir stjórn Rafa Benitez,
er nánast úr leik í baráttunni um
Englandsmeistaratitilinn en liðið
tekur á móti Wigan á laugardag.
Chelsea tapaði fyrir Newcastle um
liðna helgi á meðan Wigan náði í
dýrmætt stig gegn Southampton á
heimavelli. Haft hefur verið á orði að
þessi leikur ráði úrslitum hvað varð-
ar framtíð Benitez hjá Chelsea. Ekk-
ert annað en sigur kemur til greina
fyrir hann.
Liverpool fær kærkomið tækifæri
til að hefna fyrir 3–0 tapið gegn WBA
í fyrstu umferðinni í haust þegar
liðin mætast á Anfield á mánudags-
kvöld. Eftir góða byrjun hefur WBA
verið nánast í frjálsu falli og tapað
fimm af síðustu sex leikjum sínum í
deildinni. Á sama tíma hefur Liver-
pool verið að skríða upp töfluna og
er liðið langt því frá úr leik í barátt-
unni um sæti í Evrópukeppnum.
Liverpool er í 7. sæti með 36 stig,
fimm stigum á eftir Arsenal sem er
í 6. sæti. n
Vissir þú …
… að Luis Suarez hefur lagt
upp 65 marktækifæri í
deildinni fyrir samherja
sína hjá Liverpool, flest
allra.
… að Liverpool hefur enn ekki unnið leik
á tímabilinu gegn liði sem er í einu af 10
efstu sætunum.
… að oftast hefur
verið brotið á Stéphane
Sessegnon, leikmanni
Sunderland, í deildinni,
eða 61 sinni.
… að leikmenn Stoke City
hafa oftast brotið af sér
á tímabilinu, eða 326
sinnum.
… að Totten-
ham hefur átt flest skot
á mark andstæðingsins
það sem af er tímabili,
eða 159.
… að Liverpool hefur skorað flest mörk
utan teigs á tímabilinu (að undanskild-
um aukaspyrnum), eða átta talsins.
… að Pepe Reina hefur gert
átta mistök sem kostað
hafa Liverpool mark frá
upphafi síðasta tímabils.
… að Manchester United
hefur aldrei frá stofnun úrvals-
deildarinnar verið með fleiri stig (62)
eftir 25 leiki.
… að Reading er það lið sem skorar flest
mörk á síðustu fimmtán mínútunum.
Hefur skorað 13 það sem af er.
… að ekkert lið fær á sig
fleiri skallamörk en
Everton. Hefur fengið 12
á sig það sem af er.
… að Ricky Lambert hjá
Southampton er markahæsti enski
framherji úrvalsdeildarinnar á tímabil-
inu með 11 mörk.
… að enginn knattspyrn-
ustjóri hefur gert fleiri
markalaus jafntefli en
Harry Redknapp (62) frá
stofnun úrvalsdeildarinnar.
Laugardagur
Tottenham – Newcastle
„Ég held að Tottenham sé líklegra og
reikna með að það vinni þennan leik.
Newcastle hefur ekki gengið nógu vel í
vetur og Tottenham-liðið er sterkt heima.“
Swansea – QPR
„Michael Laudrup er skemmtileg viðbót
við enska boltann og lætur lið sitt spila
skemmtilegan bolta. QPR verður áfram
í ströggli og Swansea tekur þrjú stig –
nokkuð sannfærandi.“
Stoke – Reading
„Ég hef það fyrir reglu að horfa aldrei á
Stoke. Eigum við ekki að segja að þessi
leikur fari 0–0.“
Chelsea – Wigan
„Þetta er búið að vera furðulegt tímabil
hjá Chelsea og maður veit ekki alveg
hvert þeir eru að stefna, því miður. Þeir
vinna nauman 1–0 sigur og Benitez heldur
starfinu um sinn.“
Norwich – Fulham
„Þetta verður ekki mikil flugeldasýning.
Þetta fer 0–0.“
Sunderland – Arsenal
„Ég vona að Arsenal nái þarna góðu
veganesti fyrir leikinn gegn Bayern
München í Meistaradeildinni og vinni þetta
6–1. Þetta er samt búið að vera undarlegt
tímabil hjá Arsenal og hálf sorglegt að
liðið sætti sig við að vera alltaf fjórða
besta liðið.“
Southampton – Man. City
„Ég held að City vinni þennan leik 1–0
þrátt fyrir að Southampton hafi verið að
safna stigum að undanförnu.“
Sunnudagur
Aston Villa – West Ham
„Liðin hjá Sam Allardyce spila alltaf eins
og þetta verður ekki merkilegur leikur. Ég
reikna með að þessi endi með jafntefli,
1–1.“
Man. United – Everton
„United heldur alltaf áfram að vinna og
það er það sem einkennir sigurlið – fær
yfirleitt þrjú stig, sama hvort það spilar vel
eða ekki. United vinnur þennan leik 2–0.“
Mánudagur
Liverpool – WBA
„Ég held að þetta verði dæmigerður
jafnteflisleikur. Þetta fer 1–1.“
Manchester-liðin á sigurbraut
DV fékk sjónvarpsmanninn Þorstein J. Vilhjálmsson til að spá í spilin fyrir leiki helgarinn-
ar. Þorsteinn, sem er stuðningsmaður Arsenal, býst við að sínir menn fari á flug í Sunder-
land og vinni sannfærandi sigur á Sunderland. Þá reiknar hann með að Manchester-liðin
vinni sína leiki en Chelsea lendi í vandræðum með Wigan.
n Þorsteinn J. spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum n Stórsigur Arsenal
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
n United tekur á móti Everton n Þorsteinn J. spáir í leiki helgarinnar
Mætir Everton
Wayne Rooney verður
væntanlega í liði United
gegn uppeldisfélagi sínu
um helgina. Þessi mynd
var tekin þann 22. apríl í
fyrra þegar liðin gerðu 4–4
jafntefli. Þá skoraði Roon-
ey tvö mörk. Mynd REutERS
Staðan í ensku
úrvalsdeildinni
1 Man.Utd. 25 20 2 3 60:31 62
2 Man.City 25 15 8 2 47:21 53
3 Chelsea 25 13 7 5 51:27 46
4 Tottenham 25 13 6 6 42:29 45
5 Everton 25 10 12 3 40:30 42
6 Arsenal 25 11 8 6 49:29 41
7 Liverpool 25 9 9 7 44:32 36
8 Swansea 25 8 10 7 34:28 34
9 WBA 25 10 4 11 34:35 34
10 Stoke 25 6 12 7 24:30 30
11 West Ham 25 8 6 11 28:36 30
12 Sunderland 25 7 8 10 28:33 29
13 Fulham 25 7 7 11 36:42 28
14 Norwich 25 6 10 9 25:40 28
15 Newcastle 25 7 6 12 33:44 27
16 Southampton 25 5 9 11 33:44 24
17 Reading 25 5 8 12 32:46 23
18 Wigan 25 5 6 14 29:47 21
19 Aston Villa 25 4 9 12 23:49 21
20 QPR 25 2 11 12 18:37 17