Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað Þarf að greiða 62 milljónir n Jón Ásgeir dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og segir málinu nú lokið H æstiréttur dæmdi á fimmtudag Jón Ásgeir Jóhannesson í tólf mánaða skilorðsbundið fang­ elsi og til að greiða 62 millj­ ónir króna vegna skattalagabrota. Tryggvi Jónsson hlaut 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf að greiða 32 milljónir króna og Krist­ ín Jóhannesdóttir þriggja mánaða dóm. Málið er einn angi Baugsmáls­ ins svokallaða. Þremenningunum var ekki gerð refsing í héraðsdómi, þó þau hefðu verið sakfelld fyrir til­ tekna hluti ákærunnar. Jón Ásgeir og Tryggvi kröfðust þess fyrir Héraðs­ dómi að tilteknum ákæruliðum yrði vísað frá þar sem ákæran gegn þeim væri of óskýr. Þeirri kröfu var hafnað. Jón Ásgeir segir í svari við fyrirspurn DV að 11 ára ferli Baugsmálsins sé nú lokið. „Stór glæpurinn fannst ekki og enginn fór í fangelsi.“ Í Hæstarétti var Jón Ásgeir sak­ felldur fyrir fimm brot vegna skattskila; fyrir að hafa vantalið fjármagnstekjur, tekjur í formi launa­ uppbóta, söluhagnað af hlutabréfum, tekjur af nýtingu kaupréttar og tekjur á hlutareign. Einnig fyrir að hafa ekki staðið skil á sköttum í sömu tilvikum. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa skilað rangri skilagrein, í starfsemi Baugs, auk þess að hafa haldið eftir og ekki skilað staðgreiðslu. Jón Ásgeir segir að ákæruvaldið hafi aldrei lagt jafn mikið undir í neinu máli og aldrei borið jafn lítið úr bítum. Hann segir að allir fram­ kvæmdastjórar og stjórnarmenn landsins hljóti að hugsa stöðu sína í kjölfar dómsins vegna þess að hann hafi verið dæmdur fyrir mistök sem sérfræðingar gerðu við framtalsgerð Baugs. „Í málinu lá fyrir að gerð voru sérfræðimistök við framtalsgerð, sem ég bar ekki ábyrgð á, en er með dómnum látinn sæta ábyrgðinni,“ segir hann við DV. Kristín var sakfelld fyrir að hafa skilað röngum skattaframtölum fyrir Fjárfestingarfélagið Gaum, annars vegar þar sem vantaldar voru skatt­ skyldar tekjur þess og hins vegar þar sem oftaldar voru til gjalda niður­ færslur tiltekinnar hlutabréfaeignar félagsins og tap þess oftalið. Tryggvi var sakfelldur fyrir þrjú brot vegna eigin skattskila; fyrir að hafa vantalið launatekjur sínar, tekj­ ur af nýtingu kaupréttar á hlutabréf­ um og tekjur í formi launauppbótar, auk þess að standa ekki skil á skött­ um í sömu tilvikum. Einnig fyrir að hafa skilað rangri skilagrein og van­ talið launagreiðslur og fyrir að skila ekki staðgreiðslu. n viktoria@dv.is 13.000 skráðir Rúmlega þrettán þúsund manns hafa skráð sig á vefsíðuna ferda­ frelsi.is og mótmæla þar með nýju frumvarpi til náttúruverndarlaga á þeim forsendum að lögin hefti för almennings um íslenska nátt­ úru og skerði aðgengi til útvistar á Íslandi. Þeir sem skilja undir­ skrift sína eftir á síðunni skora þannig á þingmenn að samþykkja ekki frumvarpið. Það eru Samtök úti vistarfélaga sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni sem hófst fyrir um tveimur vikum. Brotlegur Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir fimm brot. JÓN SNORRI VÍKUR ÚR PRÓFNEFND J ón Snorri Snorrason óskaði eftir að sinna hvorki kennslu né stjórnun þangað til dómur hefur verið kveðinn upp. Ég féllst á þá beiðni. Hann hefur því verið leystur tímabundið undan skyldum sínum við kennslustörf og stjórnun frá og með síðasta föstudegi þangað til dæmt verður,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísinda­ sviðs Háskóla Íslands um viðbrögð við ákæru á hendur Jóni Snorra. Líkt og DV greindi frá fyrir tveim­ ur vikum gaf embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu út ákæru á hendur Jóni Snorra Snorrasyni, lekt­ or við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarfor­ manni iðnfyrirtækisins Sigurplasts og var málið þingfest fyrir Héraðs­ dómi Reykjavíkur þann 28. janúar. Þar lýsti Jón Snorri sig saklausan en hann var ákærður fyrir skilasvik fyrir að hafa þann 21. október árið 2008, sem eigandi og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Agli ehf., veðsett Sparisjóði Mýrasýslu 33,33 prósenta hlut Agla vegna láns sparisjóðsins til Sigurplasts. Jón Snorri var skráður kennari í þremur fögum í viðskiptafræði nú á vorönn og var nemendum hans tilkynnt um það á síðasta föstu­ dag að hann hefði ákveðið að taka sér leyfi frá kennslu á meðan mál hans biði úrlausnar hjá dómstólum. Vilhjálmur Bjarnason tekur við kennslunni í fjarveru hans, að því er fram kemur í bréfi sem Ingjaldur Hannibalsson, forseti deildarinnar, sendi nemendum. Hættur í prófnefnd verðbréfaviðskipta Jón Snorri hefur einnig verið starf­ andi stjórnarformaður Íslenska líf­ eyrissjóðsins. Samkvæmt svari frá Halldóri Kristinssyni, fram­ kvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðs­ ins, hefur Jón Snorri ákveðið að víkja úr stjórn sjóðsins á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar hjá dómstólum. Þá situr Jón Snorri einnig í prófnefnd verðbréfaviðskipta hjá efnahags­ og viðskiptaráðuneytinu en hann var tilnefndur í hana af sam­ starfsnefnd háskólastigsins. Í svari frá Ernu Jónsdóttur, lögfræðingi hjá efnahags­ og viðskiptaráðuneytinu og formanni prófnefndar verðbréfa­ viðskipta, við fyrirspurn DV kemur fram að Jón Snorri hafi sagt sig frá nefndarstörfum meðan mál hans er fyrir dómi. „Þegar það kemur niður­ staða úr dómsmálinu verður málið skoðað með tilliti til hennar,“ segir í svari frá efnahags­ og viðskiptaráðu­ neytinu. Fór í mál við DV DV fjallaði ítarlega um málefni Sigur­ plasts í mars árið 2011. Sagði blaðið þá frá því að meint brot fyrrverandi stjórnenda þess væru komin til rann­ sóknar hjá lögreglunni. Skiptastjóri Sigurplasts, Grímur Sigurðsson, og Arion banki, aðalkröfuhafi félagsins, kærðu viðskiptahætti Sigurplasts til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu­ stjóra og skattrannsóknarstjóra á fyrri helmingi ársins 2011. Sagði DV einnig frá skýrslu sem endurskoð­ endafyrirtækið Ernst og Young vann fyrir þrotabú félagsins. Samkvæmt skýrslunni benti margt til þess að bæði Jón Snorri og Sigurður L. Sævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi vit­ að að fyrirtækið var orðið tæknilega gjaldþrota löngu áður en það var formlega tekið til gjaldþrotaskipta. Jón Snorri var hins vegar mjög ósáttur við skrif blaðsins og taldi að umfjöllun DV hefði meðal annars vegið að einkalífi hans, æru og starfs­ heiðri með ólögmætum hætti. Samkvæmt dómi héraðsdóms sem Hæstiréttur staðfesti í desember 2012 var ritstjórum og fréttastjóra DV gert að greiða Jóni Snorra 200.000 krónur í miskabætur vegna greina sem birtust í DV 14.–15. mars 2011. Var þeim einnig gert að greiða 200.000 krónur vegna kostnaðar við birtingu dómsins og 500.000 krónur í málskostnað. Lögreglan rannsakaði hins vegar málið og ákvað í fram­ haldinu að gefa út ákæru á hendur Jóni Snorra. Í kjölfar þess hefur hann nú óskað eftir leyfi frá störfum sínum hjá Háskóla Íslands sem og stjórnar­ setu í Íslenska lífeyrissjóðnum og í prófnefnd verðbréfaviðskipta á meðan mál hans verður tekið fyrir í dómskerfinu. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is n Lektor í viðskiptafræði óskaði eftir leyfi frá störfum í Háskóla Íslands Kominn í leyfi Jón Snorri Snorrason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, hefur óskað eftir leyfi frá störfum innan háskólans á meðan mál hans verður tekið fyrir af dómstólum. „Ég féllst á þá beiðni. „Ég áttaði mig strax“ „Um leið og ég sá framan í drenginn hugsaði ég með mér að það væri eitthvað að. Ég sá það á honum,“ sagði Skúli Eggert Sig­ urz, framkvæmdastjóri Lagastoð­ ar í Kastljósi á fimmtudagskvöldið. Þar lýsti hann því þegar Guðgeir Guðmundsson, sem afplánar nú fjórtán ára fangelsisdóm fyrir manndrápstilraun, réðst á Skúla og stakk hann fimm sinnum. Fjór­ ar stungurnar voru metnar lífs­ hættulegar. Viðtalið við Skúla var átakan­ legt en í Kastljósi var einnig rætt við Guðna Bergsson, starfsmann Lagastoðar, en hann yfirbugaði Guðgeir á vettvangi. Skúli sagðist í Kastljósi oft hafa umgengist fólk sem hafi átt við andleg vandamál að etja. Hann hafi strax séð að eitt­ hvað væri að. Fram hefur komið að Guðgeir hafi farið á lögmannsstofuna vegna skuldamáls. „Ég býð honum hérna inn og hann sest hérna nið­ ur þar sem þú situr og fer að ræða við hann um þetta mál sem hann kom hérna út af,“ sagði Skúli sem segist hafa fellt niður alla vexti af skuldinni og kostnað og sagt við Guðgeir að hann þyrfti bara að borga höfuðstólinn og útlagðan kostnað. Guðgeir hafi allan tímann setið þögull í stólnum. „Ég brosi til hans og tek í höndina á honum og hann í mína. Síðan voru engin læti. Hann kippti mér að sér. Ég hafði það á tilfinninguna að hann hefði sett höndina undir handarkrikann á mér einhvern veginn. Ég lít svona hérna niður, þá bara stendur blóð­ bunan hérna út. Mér brá náttúru­ lega alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að hann hefði stungið mig en ég fann ekki fyrir því. Ég segi við hann höstuglega: Hvað gengur þér til drengur? Þá sagðist hann hata lögfræðinga. Ég hrein­ lega ætlaði ekki að trúa þessu. Mér fannst þetta alveg absúrd,“ sagði Skúli sem hugsaði með sér að ef hann gerði ekki neitt þá ætti Guð­ geir eftir að drepa hann. Guðgeir hafi reynt að stinga hann í hálsinn. Skúli segist hafa verið stunginn fimm sinnum á tíu sekúndum en eftir miklar ryskingar kom Guðni Bergsson honum til bjargar. Guðni var sjálfur stunginn tvisvar sinn­ um; í andlit og læri. Furðu þykir sæta að Skúli, sem missti gríðar­ mikið blóð, hafi lifað árásina af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.