Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 53
Fólk 53Helgarblað 8.–10. febrúar 2013 Þ ríburarnir Bryndís, Ásdís og Njáll Reynisbörn á Djúpa- vogi sem DV fjallaði um fyrir 28 árum urðu þrítugir þann 6. febrúar síðastliðinn. „Við átt- um góða stund með fjölskyldu og vinum,“ segir Bryndís fyrir hönd systkina sinna. „Við ætlum svo að halda almennilega upp á afmælið í mars. Eitt okkar býr erlendis og kemur þá heim, þá höldum við upp á þrefalt þrítugsafmæli, það verður þá níræðisafmæli,“ segir Bryndís. Umfjöllun um þríburana vakti nokkra eftirtekt og lýsti móðir þeirra, Guðmunda Brynjólfsdóttir venju- legum degi hjá sér í uppeldinu. „Já, mér skilst að á þessum tíma hafi glasafrjóvganir verið sjaldgæfar og þess vegna þótti þetta sérstakt. Það höfðu ekki fæðst þríburar í nokkur ár á Íslandi.“ Í greininni sagði móðir þeirra frá því að þó að það slettist stundum upp á vinskapinn væru þau sam- rýmd og þegar eitt þeirra vantaði þá væri eins og annað væri að leita því. Eru þau þannig enn þann dag í dag? „Nei, ekki alveg. Við erum enn- þá miklir vinir en erum ekkert endi- lega að leita að hvert öðru þegar eitt vantar. En við höfum haldið hópinn og erum miklir vinir.“ É g er nú að undirbúa mig fyrir frekar stórt próf á næstunni þannig að ég held nú ekki upp á þetta strax,“ segir Eiríkur Rafn Stefánsson sem varð 25 ára á fimmtudaginn. Eiríkur er með- limur í hinni rómuðu hljómsveit Valdimar og spilar þar á trompet en syngur einnig í hjáhlaupum. „Ég hef nú ekki haldið upp á af- mælið að neinu ráði undanfarin ár þannig að ég stefni á að slá upp heljarinnar veislu þegar kjörað- stæður eru til þess,“ segir Eiríkur, sem er mikill karókímaður og mun því eflaust nýta tækifærið til þess að grípa í hljóðnemann. Þrátt fyrir annirnar mun Eirík- ur gefa sér tíma til þess að snæða eitthvað ljúffengt: „Ætli ég fái mér annars ekki bara eitthvað gott að borða og slaki jafnvel á með vin- um í kvöld.“ Aðspurður um gjafir í tilefni dagsins segir Eiríkur: „Móðir mín gaf mér nú einkar fallega bolla í innbúið.“ Þrítugir þríburar á Djúpavogi „Stefni á að slá upp heljarinnar veislu“ Enn miklir vinir Eiríkur Rafn Stefánsson varð 25 ára á fimmtudaginn Djúpstæð vinátta M eð Lindu Pétursdóttur og sjónvarpsmanninum lit- ríka Jeremy Clarkson hef- ur tekist djúpstæð vin- átta. Clarkson er frægastur fyrir að stjórna bílaþættinum Top Gear og hefur nokkrum sinnum komið til Íslands. Þau kynntust hins vegar í fyrrasumar þar sem þau skemmtu sér saman í Notting Hill. Linda birti þá mynd af þeim tveimur á Twitter-síðu sinni. Clarkson hafði áður látið þess getið á Twitter-síðu sinni að hann væri úti að borða með nokkrum Íslendingum og að einn þeirra hefði verið kjörinn fegursta kona heims 1988. Síðan þá hafa þau verið í sam- bandi og kærleikur með þeim. Linda sagði hann á Facebook vera tengdason Íslands, en að það muni hafa verið í gamni gert. Á milli þeirra er aðeins vináttan kær. kristjana@dv.is n Linda Pétursdóttir og Jeremy Clarkson ná vel saman Vinir Hér má sjá vinina Lindu og Jeremy kampakát saman. É g ætla nú bara að halda upp á þetta með fjölskyldunni í ró- legheitum. Ég er nú að vonast til að sambýlismaðurinn minn komi mér á óvart, ég ætla að auka á pressuna með því að segja það op- inberlega,“ segir Rósa Björk Brynj- ólfsdóttir sem fagnar 38 ára afmæli sínu á laugardaginn. Rósa starfar sem fjölmiðlafull- trúi í fjármálaráðuneytinu en er um þessar mundir í fæðingarorlofi. „Við gerum okkur glaðan dag fjölskyldan, nýfæddi strákurinn okkar og stelp- an okkar sem er níu ára,“ segir Rósa enn fremur: „Ég bíð eftir næsta stór- afmæli – þá held ég veislu.“ Rólegheit Rósa Björk Brynjólfsdóttir er 38 ára á laugardag I nnblásturinn að baki Coal eru kolateikningar Andreu, tilfinn- ingin að vinna með kol, lyktin og hljóðið sem þau gefa frá sér. Ilmurinn sjálfur er steinefna- kenndur og dekkri en hefur ein- kennt fyrri ilmvötn Andreu. Einnig verða til sýnis og sölu í Spark þrjú ljósmyndaverk Andreu sem unnin voru út frá kolateikningum í sam- vinnu við Vigfús Birgisson. Andrea Maack er myndlistar- maður sem unnið hefur í samstarfi við nokkra ilmvatnsgerðarmenn á síðustu árum. Ilmvötnin eiga uppruna sinn í myndlistarverkum Andreu en þessi nálgun hefur vakið athygli í ilmvatnsheiminum og hefur meðal annars verið fjallað um þau í Financial Times, Vogue og Elle. Árið 2010 komu fyrstu þrjú ilm- vötnin á markað; Smart, Sharp og Craft. Árið 2011 bættust Silk og Dark við. Þau eru unnin úr hágæða olíum og eru ætluð fyrir bæði kynin. Varan fæst nú í verslunum víðsvegar um heiminn meðal annars í Harvey Nichols í London, Henri Bendel í New York, Printemps í París og Storm í Kaup- mannahöfn. Margt góðra gesta var í boði Andreu og brá hún sjálf á leik og stillti sér upp fyrir ljós- myndara DV. Andrea kynnir nýjan ilm, Coal n Á fimmtudag kynnti listakonan ilminn í Spark galleríi Margt góðra gesta Margir lögðu leið sína í Spark á Klapparstíg á fimmtudag. Myndir PressPHotos.biz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.