Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Síða 53
Fólk 53Helgarblað 8.–10. febrúar 2013 Þ ríburarnir Bryndís, Ásdís og Njáll Reynisbörn á Djúpa- vogi sem DV fjallaði um fyrir 28 árum urðu þrítugir þann 6. febrúar síðastliðinn. „Við átt- um góða stund með fjölskyldu og vinum,“ segir Bryndís fyrir hönd systkina sinna. „Við ætlum svo að halda almennilega upp á afmælið í mars. Eitt okkar býr erlendis og kemur þá heim, þá höldum við upp á þrefalt þrítugsafmæli, það verður þá níræðisafmæli,“ segir Bryndís. Umfjöllun um þríburana vakti nokkra eftirtekt og lýsti móðir þeirra, Guðmunda Brynjólfsdóttir venju- legum degi hjá sér í uppeldinu. „Já, mér skilst að á þessum tíma hafi glasafrjóvganir verið sjaldgæfar og þess vegna þótti þetta sérstakt. Það höfðu ekki fæðst þríburar í nokkur ár á Íslandi.“ Í greininni sagði móðir þeirra frá því að þó að það slettist stundum upp á vinskapinn væru þau sam- rýmd og þegar eitt þeirra vantaði þá væri eins og annað væri að leita því. Eru þau þannig enn þann dag í dag? „Nei, ekki alveg. Við erum enn- þá miklir vinir en erum ekkert endi- lega að leita að hvert öðru þegar eitt vantar. En við höfum haldið hópinn og erum miklir vinir.“ É g er nú að undirbúa mig fyrir frekar stórt próf á næstunni þannig að ég held nú ekki upp á þetta strax,“ segir Eiríkur Rafn Stefánsson sem varð 25 ára á fimmtudaginn. Eiríkur er með- limur í hinni rómuðu hljómsveit Valdimar og spilar þar á trompet en syngur einnig í hjáhlaupum. „Ég hef nú ekki haldið upp á af- mælið að neinu ráði undanfarin ár þannig að ég stefni á að slá upp heljarinnar veislu þegar kjörað- stæður eru til þess,“ segir Eiríkur, sem er mikill karókímaður og mun því eflaust nýta tækifærið til þess að grípa í hljóðnemann. Þrátt fyrir annirnar mun Eirík- ur gefa sér tíma til þess að snæða eitthvað ljúffengt: „Ætli ég fái mér annars ekki bara eitthvað gott að borða og slaki jafnvel á með vin- um í kvöld.“ Aðspurður um gjafir í tilefni dagsins segir Eiríkur: „Móðir mín gaf mér nú einkar fallega bolla í innbúið.“ Þrítugir þríburar á Djúpavogi „Stefni á að slá upp heljarinnar veislu“ Enn miklir vinir Eiríkur Rafn Stefánsson varð 25 ára á fimmtudaginn Djúpstæð vinátta M eð Lindu Pétursdóttur og sjónvarpsmanninum lit- ríka Jeremy Clarkson hef- ur tekist djúpstæð vin- átta. Clarkson er frægastur fyrir að stjórna bílaþættinum Top Gear og hefur nokkrum sinnum komið til Íslands. Þau kynntust hins vegar í fyrrasumar þar sem þau skemmtu sér saman í Notting Hill. Linda birti þá mynd af þeim tveimur á Twitter-síðu sinni. Clarkson hafði áður látið þess getið á Twitter-síðu sinni að hann væri úti að borða með nokkrum Íslendingum og að einn þeirra hefði verið kjörinn fegursta kona heims 1988. Síðan þá hafa þau verið í sam- bandi og kærleikur með þeim. Linda sagði hann á Facebook vera tengdason Íslands, en að það muni hafa verið í gamni gert. Á milli þeirra er aðeins vináttan kær. kristjana@dv.is n Linda Pétursdóttir og Jeremy Clarkson ná vel saman Vinir Hér má sjá vinina Lindu og Jeremy kampakát saman. É g ætla nú bara að halda upp á þetta með fjölskyldunni í ró- legheitum. Ég er nú að vonast til að sambýlismaðurinn minn komi mér á óvart, ég ætla að auka á pressuna með því að segja það op- inberlega,“ segir Rósa Björk Brynj- ólfsdóttir sem fagnar 38 ára afmæli sínu á laugardaginn. Rósa starfar sem fjölmiðlafull- trúi í fjármálaráðuneytinu en er um þessar mundir í fæðingarorlofi. „Við gerum okkur glaðan dag fjölskyldan, nýfæddi strákurinn okkar og stelp- an okkar sem er níu ára,“ segir Rósa enn fremur: „Ég bíð eftir næsta stór- afmæli – þá held ég veislu.“ Rólegheit Rósa Björk Brynjólfsdóttir er 38 ára á laugardag I nnblásturinn að baki Coal eru kolateikningar Andreu, tilfinn- ingin að vinna með kol, lyktin og hljóðið sem þau gefa frá sér. Ilmurinn sjálfur er steinefna- kenndur og dekkri en hefur ein- kennt fyrri ilmvötn Andreu. Einnig verða til sýnis og sölu í Spark þrjú ljósmyndaverk Andreu sem unnin voru út frá kolateikningum í sam- vinnu við Vigfús Birgisson. Andrea Maack er myndlistar- maður sem unnið hefur í samstarfi við nokkra ilmvatnsgerðarmenn á síðustu árum. Ilmvötnin eiga uppruna sinn í myndlistarverkum Andreu en þessi nálgun hefur vakið athygli í ilmvatnsheiminum og hefur meðal annars verið fjallað um þau í Financial Times, Vogue og Elle. Árið 2010 komu fyrstu þrjú ilm- vötnin á markað; Smart, Sharp og Craft. Árið 2011 bættust Silk og Dark við. Þau eru unnin úr hágæða olíum og eru ætluð fyrir bæði kynin. Varan fæst nú í verslunum víðsvegar um heiminn meðal annars í Harvey Nichols í London, Henri Bendel í New York, Printemps í París og Storm í Kaup- mannahöfn. Margt góðra gesta var í boði Andreu og brá hún sjálf á leik og stillti sér upp fyrir ljós- myndara DV. Andrea kynnir nýjan ilm, Coal n Á fimmtudag kynnti listakonan ilminn í Spark galleríi Margt góðra gesta Margir lögðu leið sína í Spark á Klapparstíg á fimmtudag. Myndir PressPHotos.biz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.