Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað H verfisverslunin Melabúðin á Hagamel skilaði tæplega 80 milljóna króna hagn­ aði árið 2011. Þetta kemur fram í nýjasta ársreikningi búðarinnar, fyrir árið 2011, sem skilað var til ársreikningaskrár ríkis­ skattstjóra þann 10. janúar síðast­ liðinn. Rekstrarfélag búðarinnar, Melabúðin ehf., átti í lok árs 2011 eignir upp á tæplega 200 milljón­ ir króna. Ekkert í ársreikningnum bendir til að arður hafi verið tekinn út úr félaginu árið 2011. Eigendur Melabúðarinnar eru Katrín Stella Briem, Guðmundur Júlíusson, Pétur Guðmundsson og Friðrik Guðmundsson. Fáar hverfisverslanir eftir Melabúðin er ein af örfáum hverfis­ verslunum sem eftir eru í Reykja­ vík. Önnur dæmi um slíkar hverfis­ verslanir sem eftir standa eru Rangá í Langholtshverfinu, Sunnubúð í Hlíðunum og Pétursbúð á Ránar­ götu. Fæstar hverfisverslanir borg­ arinnar hafa náð að standa af sér tilkomu verslunarrisa eins og Hag­ kaupa, Bónuss, Nóatúns og Krón­ unnar. Melabúðin virðist hins vegar dafna mjög vel þrátt fyrir styrk stóru matvöruverslananna enda á búðin sér traustan kúnnahóp sem verslar þar reglulega. Hagnaðurinn jókst um rúman helming Þessi hagnaður Melabúðarinnar árið 2011 er tæplega 30 milljónum krónum meiri en hagnaður verslun­ arinnar árið 2010. Þá skilaði félagið rúmlega 50 milljóna króna hagn­ aði og var hrein peningaleg eign fé­ lagsins 127 milljónir króna. Þá hafði hrein eign félagsins hækkað úr 93 milljónum króna frá árinu 2009. Hrein peningaleg eign móðurfélags Melabúðarinnar hefur því nærri tvö­ faldast á tveggja ára tímabili. Á móti þessum eignum eru skuldir upp á einungis 75 milljónir króna og lækkuðu skuldirnar um nærri 25 milljónir króna á milli ára en þær voru tæplega 100 milljónir króna í lok árs 2009. Staða Melabúðarinnar vænkast því með hverju árinu sem líður og samhliða því lækka skuldir félagsins. Tekjurnar nálgast milljarð Árstekjur Melabúðarinnar nálgast nú milljarð króna, námu rúmlega 978 milljónum króna árið 2010. Þetta er tekjuaukning frá árinu áður þegar þær námu 919 milljónum króna. 48 starfsmenn unnu hjá Mela­ búðinni árið 2010, bæði í fullu starfi eða hlutastarfi, og námu launa­ greiðslur fyrirtækisins þá nærri 94 milljónum króna. Ekki er tekið fram í ársreikningi félagsins hversu margir starfsmenn unnu hjá versl­ uninni árið 2011 en launagreiðslur fyrirtækisins námu rúmlega 105 milljónum króna. n Melabúðin græddi 80 milljónir 2011 n Litla hverfisverslunin á Hagamelnum heldur áfram að mala gull Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Hrein peningaleg eign móður félags Melabúðarinnar hef- ur því nærri tvöfaldast á tveggja ára tímabili. Tæplega 200 milljóna eignir Melabúðin átti eignir upp á tæplega 200 milljónir króna í lok árs 2011. Hagnaður félagsins jókst um rúmlega helming á milli áranna 2010 og 2011. Árni Páll á Beinni línu Árni Páll Árnason, nýkjörinn for­ maður Samfylkingarinnar, verð­ ur á Beinni línu á DV.is, þriðju­ daginn 12. febrúar. Árni Páll mætir á sjálfan sprengidaginn, sem er viðeigandi því hann hefur stimplað sig inn sem nýr formað­ ur með talsverðum látum. Árni Páll hefur gefið það út að hann ætli sér að taka talsvert aðra stefnu en Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi formaður og forsætis­ ráðherra. Það ætti því að vera fjörug Bein lína á þriðjudaginn og eru lesendur hvattir til að fylgjast með klukkan 13.00. Ísfélagið prófar líka Ísfélagið í Vestmannaeyjum mun fara sömu leið og Vinnslu­ stöðin og láta starfsmenn sína taka lyfjapróf. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Eyjafréttir í gær að íbúar bæjarins væru komnir með nóg af vímu­ efnaneyslu í bænum og þess vegna hefði Vinnslustöðin riðið á vaðið í baráttunni gegn vímu­ efnum og árangurinn hefði strax skilað sér, en ellefu manns var sagt upp störfum í kjölfarið hjá fyrirtækinu. Í viðtalinu við Eyja­ fréttir sagði Elliði einnig að allar líkur væru á því að fleiri fyrir­ tæki í bænum, ásamt íþrótta­ félögum, myndu fara þessa sömu leið og biðja starfsmenn sína að undirgangast lyfjapróf. „Auðvitað er þetta áfall“ 3 „Ég er ekki með vinnu og ég fæ ekki borgaðan neinn uppsagnarfrest. Auðvitað er þetta áfall,“ segir einn af þeim ellefu skip­ verjum sem sagt var upp störfum hjá Vinnslustöð­ inni í Vestmannaeyjum um helgina. Lyfja próf voru tekin af áhöfnum þriggja skuttogara fyrirtækisins og þeim sem stóðust ekki prófin var sagt upp störfum fyrirvaralaust. Maðurinn var einn þeirra. Maðurinn segist aðeins hafa tekið tvo smóka af kannabis á gamlárskvöld, en lítið magn af kannabis mældist í þvagi hans í lyfjaprófunum. Harmleikur á Skagaströnd 2 Aðfaranótt síðastliðins sunnudags brutu­ st tveir piltar, átján og nítján ára, inn á heimili karlmanns á áttræðisaldri á Skagaströnd og veittu honum alvar­ lega höfuðáverka. Maðurinn hringdi sjálfur í lögregluna klukkan hálf sex að morgni og óskaði eftir aðstoð. Hann var í kjölfarið fluttur á Fjórð­ ungssjúkrahúsið á Akureyri. Annar piltanna er dóttursonur mannsins en samkvæmt lögreglunni á Akureyri er talið að ástæðuna fyrir árásinni megi rekja til kynferðisbrota. Það mun skýrast á næstu dögum hvort meint kynferðisbrot verði kærð til lögreglu. Flýja frá Garði 1 Alda Karen er 23 ára fjölfötluð stúlka. Hún er einhverf með Downs­ heilkenni, floga­ veiki og geð­ ræna röskun, meðal annars geðhvarfasýki. Hún var dregin gegn vilja sínum inn á bað þegar hún dvaldi í skammtímavistun í Heiðarholti fyrr í vetur. Síðan það gerðist hefur hún ekki farið þangað og hefur ekki fengið önnur úrræði. Móðir hennar, Kolfinna Magnús­ dóttir, er að verða úrkula vonar og er staðráðin í að fara frá Garði yfir í Reykjanesbæ þar sem þeim hefur verið boðin betri þjónusta. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.