Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 54
54 Fólk 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað Krummi rokkar á Dillon Tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson hefur tekið að sér starf tónleikahaldara fyrir skemmtistaðinn Dillon. Breytinga hefur þegar orðið vart en í vikunni var fyrsta þungarokksklúbba­ kvöldið haldið en eins og allir vita er Krummi mikill rokkari. Sem plötusnúður kallar Krummi sig DJ Ravensclaw en hann hefur auk þess gert það gott með hljómsveit sinni Legend. Eitt af stærstu tónlistablöðum Þýska­ lands, Zillo Magazine, valdi plötu sveitarinnar, Fearless, sem plötu mánaðarins í janúar en platan fær einnig afar góða dóma á tón­ listarvefnum rockfreaks.net þar sem hún fær heilar átta stjörnur af tíu mögulegum. Birgitta farin heim Söngkonan Birgitta Haukdal er farin aftur til Barcelona eftir Söngvakeppniævintýrið. Eins og allir vita kom Birgitta til lands­ ins til að taka þátt í keppninni með lagið Meðal andanna. Lagið komst alla leið í Hörpu en restina þekkjum við öll. Birgitta býr á Spáni ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanni sín­ um Benedikt Einarssyni og syni þeirra Víkingi Brynjari. Á Face­ book­síðu sinni kvaddi Birgitta landann með þeim orðum að nú tæki venjuleg líf við með tapas­áti og spænskunámi. AnnA Mjöll í hnAppheldunA S öngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir er stödd hér á landi til að ganga í hjóna­ band. Anna Mjöll ætlar að giftast tónlistarmanninum Luca Ellis, í gömlu kirkjunni á Ár­ bæjarsafni í kvöld, föstudagskvöld. Á laugardagskvöldið munu nýbök­ uðu hjónin svo halda saman tón­ leika á skemmtistaðnum Rosen­ berg. Parið býr og starfar í Los Ang­ eles þar sem þau lifa og hrærast í tónlistinni. Anna Mjöll hefur getið sér gott orð sem djasssöngkona en hún syngur mikið á Vibrato­ klúbbnum í Beverly Hills og hef­ ur bæði verið líkt við Peggy Lee og Ellu Fitzgerald. Ellis hefur hins vegar verið líkt við sjálfan Frank Sinatra en samkvæmt auglýs­ ingu tónleikanna spilaði Ellis ný­ lega á 25 ára góðgerðatónleikum Barböru Sinatra, eiginkonu söngv­ arans dáða. Anna Mjöll hefur verið mik­ ið í umræðunni síðan fréttir af sambandi hennar við milljarða­ mæringinn aldraða, bílasalann Cal Worthington, rötuðu í fjölmiðla. Skilnaður þeirra fékk enn meiri athygli og nýjustu fréttir herma að Anna verði að greiða Cal um 30 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa tekið þá upphæð út af reikn­ ingi hans í heimildarleysi á meðan þau voru gift. Þrátt fyrir umtalið og frétta­ flutning af sambandi Önnu og Cal sagðist söngkonan, í viðtali við Líf­ ið, ekki telja að umfjöllunin væri ósanngjörn í hennar garð. „Miðað við þær upplýsingar sem fólki voru gefnar var þetta sennilega bara eðlilegt. Ég hefði sennilega farið beint í að dæma þessa manneskju (mig) líka undir sömu kringum­ stæðum.“ Anna Mjöll og Luca komu til landsins síðasta sunnudag. Þau tilkynntu um trúlofun sína þann 17. desember en opinber­ uðu samband sitt í maí. Þetta er þriðja hjónaband söngkonunnar. Í byrjun árs 2007 giftist hún bassa­ leikaranum Neil Stubenhaus og svo auðkýfingnum í apríl 2011. Eftir nokkurra mánaða hjónaband sótti söngkonan um skilnað frá Cal vegna „óleysanlegs ágreinings“. Í viðtali við DV í maí í fyrra sagðist Anna ekki hafa fundið fyr­ ir aldursmuninum. „Það er nú svo skrýtið að þrátt fyrir fimmtíu ára aldursmun þá náði ég betra sam­ bandi við hann en ég hef náð við flesta aðra á ævinni. Við gátum talað saman um daginn og veg­ inn klukkutímum saman. Svo nei, aldursmunurinn hafði ekkert með þetta að gera. Aftur á móti vildi hann að ég hætti að syngja. Hann vildi helst ekki að ég talaði við neina vini. Var ekkert hrifinn af því að ég væri á internetinu eða horfði á sjónvarp. Hann vildi helst að ég væri bara inni í eldhúsi að búa til matinn á milli þess sem ég sæti með honum og héldi í höndina á honum. Hann vildi hafa mig til skrauts þegar við fórum eitthvert. Ef ég fór út að kaupa í matinn varð hann reiður ef ég hafði verið of lengi í burtu. Það getur enginn verið í einangrun eða hætt því sem hann elskar að gera án þess að verða vitlaus. Allavega ekki ég.“ Í sama viðtali sagðist Anna Mjöll vera gamaldags þegar kem­ ur að karlmönnum. „Ég vil að karl­ menn séu karlmenn. Ég vil láta opna dyr fyrir mig og ég vil finna að ég sé vernduð og örugg þegar ég er með manninum í lífi mínu,“ sagði hún og bætti við að Luca hafi birst óvænt í hennar lífi. „Ég held að ástin hafi fundið mig í þetta skiptið því ég var alls ekki að leita – þvert á móti. […] Luca er dásamlegur maður. Hann hefur verið mér mikil stoð og stytta undanfarna mánuði. Við erum mjög ástfangin.“ n n Þriðja hjónaband söngkonunnar Með Luca Í viðtali við DV í maí í fyrra sagði Anna Mjöll að Luca væri yndislegur maður og að þau væru mjög ástfangin. Gifting á Íslandi Þau ganga í það heilaga á föstudagskvöldið en á laugardagskvöldinu ætla þau að halda tónleika á Rósenberg. „Ég vil að karl- menn séu karl- menn. Ég vil láta opna dyr fyrir mig og ég vil finna að ég sé vernduð og örugg þegar ég er með manninum í lífi mínu. „Spikið var mitt fangelsi“ n Sigga Lund heldur námskeið í sjálfstrausti fyrir konur É g var með hjartað í buxunum en viðbrögðin hafa verið frá­ bær. Þessi umræða er greini­ lega þörf,“ segir fjölmiðlakonan Sigga Lund sem hefur birt nektar­ myndir af sér í tengslum við nám­ skeiðið Sjálfstraust óháð líkams­ þyngd. Sigga fékk hugmyndina þegar hún var á leið í enn eitt átakið. „Ég fór að pæla í hvort það væri ekki bara kominn tími til að finna sátt í eigin líkama. Fyrir vikið fór ég að upplifa ákveðið frelsi þótt ég sé alls ekki komin á leiðarenda í minni vinnu.“ Sigga leitaði til sérfræðinga og hefur nú sett saman örnámskeið sex kvenna sem ætla að kenna konum að sjá sig í nýju ljósi, finna sátt og efla sjálfstraustið. Hún viðurkennir að hafa leitast eftir því að fá alla kennarana til að sitja fyrir nakta með sér. „Tvær þeirra stukku til, Anna Sigurðardóttir, Dale Carnegie­þjálfari, og Hólmfríður Guðmundsdóttir sem á verslunina Curvy. Ég gleymi því aldrei þegar ég hitti Önnu fyrst. Ég átti ekki orð yfir sjálfstraustið og kynþokkann sem hreinlega lekur af henni. Sjálf hélt ég alltaf að ég gæti ekki orðið kynþokkafull fyrr en ég yrði grönn. Þá átti líf mitt að byrja. Spikið var mitt fangelsi.“ Sigga segir viðbrögðin við uppátækinu hafa ver­ ið ótrúleg. „Ég er búin að vera með tárin í aug­ unum við að lesa bréf frá konum sem hafa þakkað mér fyrir. Það eru greinilega margir sem eru sífellt í megrun og sífellt að brjóta sig niður. Ég er alls ekki að segja að ég sé dæmd til að vera með þessi 20 aukakíló það sem eftir er en ég er að gera mér grein fyrir að ég get ekki gert neitt í mínum málum fyrr en ég finn þessa sátt innra með mér.“ Hægt er að lesa meira um nám­ skeið Siggu á net­ síðunni sigga­ lund.is indiana@dv.is Naktar Sigga, Hólmfríður Guðmundsdóttir og Anna Sigurðardóttir eru ófeimnar. Erfitt Sigga Lund var með hjartað í buxunum vegna mynd- birtingarinnar en segir viðbrögðin hafa verið frábær. Dvelur á Play- boy-setrinu Arna Bára Karlsdóttir dvelur nú á Playboy­setri Hugh Hefner. Hún fer í sjónvarps­ og útvarpsþætti þar úti og segir dvölina mikið ævintýri en hún hefur vakið mikla athygli hér á landi fyrir þær sakir að hún hóf keppni í Miss Playboy Social eftir barnsburð og sinnti keppni ötullega í fæðingarorlofi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.